Morgunblaðið - 04.06.2010, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 04.06.2010, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Nú fara frammeiri-hluta- viðræður í sveit- arfélögum landsins. Í Reykja vík telur Jón Gnarr Krist- insson sjálfsagt að hann verði næsti borgarstjóri í höf- uðborginni. Hann fékk jú örlít- ið meira fylgi en Sjálfstæð- isflokkurinn í kosningunum og hefur ríkan styrk í stefnuskrá sem hann tók reyndar fram að ekkert væri að marka. Ekki var rík nauðsyn að taka það fram nema fyrir þá sem höfðu ekki reynt að kynna sér stefnuskrána. Og Jón Gnarr Kristinsson ákvað að hefja þegar viðræður við Dag Egg- ertsson, oddvita Samfylking- arinnar. Sá hafði tapað miklu fylgi í kosningunum. Þegar næsti maður Jóns Gnarrs Kristinssonar, Einar Örn Benediktsson, er spurður um þetta í útvarpsviðtali svarar hann því til að kosningaafhroð Dags sé einmitt ástæðan fyrir því að við hann er talað. Og borgarfulltrúinn nýi ber ekki við að vera fyndinn þegar hann lýsir þessu. Dagur B. Eggerts- son er í pólitískum öngum og fæst fyrir lítið. Hann vill vinna allt til að komast í vist hjá Æ- flokknum enda geti það hugs- anlega bjargað veiklaðri stöðu hans sem varaformanns Sam- fylkingar. Til sanninda um framangreindar forsendur gagnvart kjósendum Æ- listans er oddviti Samfylking- arinnar látinn auð- mýkja sig og fífla á ýmsan máta og það er myndað og sýnt almenningi. Hefur sá leikur að nokkru sama tilgang og skemmtanagildi og þegar fáráðlingar voru hafðir dag- langt í gapastokki á Aust- urvelli forðum tíð. Þessi skemmtiatriði eru eins og ann- að sem fæst frá oddvitanum ókeypis þessa dagana. Allt er þetta harla aumkunarvert, en auðvitað gagnlegt og jafnvel nauðsynlegt innlegg í bíó- myndina sem þetta allt snýst um. Jón Gnarr Kristinsson sagði í sjónvarpsviðtali daginn eftir kosningar að stjórnmál yrðu leiðinlegri og leiðinlegri með degi hverjum. Þess vegna hefði hann ákveðið að berja að dyrum þess vettvangs. Þetta er vísast ekki verri skýring en hver önnur á því að menn sæk- ist eftir völdum og áhrifum. Og þegar Jón Gnarr Kristinsson náði hinum óvenjulega árangri og var komin í lykilstöðu, þá sneri hann sér þegar til Dags Eggertssonar. Það má vissu- lega til sanns vegar færa að Jón ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, þegar hann hefur baráttuna fyrir helsta hugðarefni sínu, að leggja leiðindin að velli. Sjálf- sagt er að óska honum velfarn- aðar í vandasömu starfi. Ekkert að marka stefnuskrána. Enn minna eftirleikinn} Æ minna að marka Mjög miklumfjármunum var varið til að reyna að tryggja Íslandi sæti í Ör- yggisráði Samein- uðu þjóðanna. Þær upphæðir, sem nefndar voru um kostnað, sögðu aðeins hluta sög- unnar. Helstu forystumenn Ís- lands voru staddir í New York þegar íslenska bankakerfið rið- aði til falls til að tryggja þetta hugðarefni ríkisstjórnarinnar. Fréttir um handföst loforð og vilyrði reyndust lítils virði og atkvæðagreiðslan varð Íslandi til álitshnekkis. En þótt miklum fjármunum og óreiknuðum vinnustundum utanríkisþjón- ustunnar hafi þannig verið á glæ kastað, var betra að svona færi en að sætið eftirsótta hefði fengist. Utanríkisþjónustan ís- lenska er óburðug og vanhæf undir núverandi forystu. Um það eru mörg dæmi. Það síðasta tengist atburðunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Sjálfsagt var að fordæma Ísrael fyrir að fara of- fari í því hörmungarmáli. En yf- irlýsingar um það að Ísland væri eitt ríkja að hugleiða að slíta stjórn- málasambandi við Ísrael í tilefni þessa afmarkaða máls bentu til þess að for- ráðamenn utanríkismála væru enn í stúdentapólitíkinni og ættu fremur heima á þingpöll- um en í salnum sjálfum. Utan- ríkisráðherrann sagði bí- sperrtur að Ísland hefði brugðist harðar við þessum at- burðum en nokkur önnur þjóð. Af hverju í ósköpunum var það svona flott? Eru deilur Ísraela og Palestínu eitthvert sérmál Íslands? Forseti Palestínu taldi ekki einu sinni efni til að slíta viðræðum við Ísrael af þessu tilefni, sem hann for- dæmdi þó harðlega. Hverjum dettur í hug að núverandi ut- anríkisráðherra hefði haft þrek, þekkingu, yfirsýn eða jafnvægi til að fara með at- kvæði Íslands ætti það sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna? Pat, fum og stóryrði voru ekki samboðin íslenskri utanríkis- þjónustu. } Utanríkisstefna í ógöngum H ver sá sem hefur þurft að glíma við skrifræði af einhverju tagi veit að það er einstaklega vel til þess fallið að eyða tíma og draga úr framleiðni. Hér á ég ekki aðeins við bókstaflegt skrifræði í anda Kafka, þar sem fórnarlömb þurfa að fylla út eyðublöð til að geta fengið önnur eyðublöð, heldur einnig skrifstofumenninguna sem fylgir í kjölfarið. Endalausir fundir þar sem tekist er á um orðalag í fundargerðabókum eru annað dæmi um þetta böl. Aldrei datt mér hins vegar í hug að hægt væri að vopnvæða skrifræðið, en það er ná- kvæmlega það sem OSS (forveri bandarísku leyniþjónustunnar CIA) reyndi að gera í seinni heimsstyrjöldinni. Í handbók um „einföld skemmdarverk“ sem notuð var sem grunnur fyrir einblöðunga og útvarpsávörp til andspyrnumanna og annarra borgara hernumdu land- anna er kafli um það hvernig nota má skrifræði til að draga úr framleiðni þriðja ríkisins og þar með flýta endalokum styrjaldarinnar. Þeir sem sitja í nefndum eða stjórnum eru hvattir til að beita brögðum eins og því að krefjast þess að öll mál séu sett í réttan farveg og samþykkja aldrei að ferlar séu ein- faldaðir. Eins mörgum málum og mögulegt er eigi að vísa í nefnd til frekari upplýsingaöflunar og best er ef nefndirnar eru eins fjölmennar og hægt er. Þá eru hinir jakkafataklæddu andspyrnumenn hvattir til að rífast eins oft og mögulegt er um nákvæmt orðalag í fundargerðarbókum og ályktunum. Í handbókinni er sérstakur kafli um það sem stjórnendur og yfirmenn geta gert til að vinna gegn þriðja ríkinu. Þar á meðal er stungið upp á því að auka skrifræði í bókstaflegum skilningi. Að auka alla pappírsvinnu og helst þannig að mörgum sinnum þurfi að fylla út eyðublöð og færa til einhvers konar bókar hvert einasta verk sem unnið er í stofnuninni. Ráðstefnur og fundir eru einnig talin góðar aðferðir til að draga úr framleiðni þegar mikilvægari mál bíða úrlausnar. Þegar þetta er haft í huga horfir hegðun hins oddhærða yfirmanns teiknimyndahetjunnar Dilberts öðruvísi við en áður. Er hann skemmd- arverkasnillingur á launum hjá erlendu stór- veldi? Þetta er allt mjög áhugavert og kald- hæðnari menn gætu jafnvel velt fyrir sér hvort beiting skrifræðis í stríði eigi að flokkast sem stríðsglæpur. Það undirstrikar hins vegar hve skelfilega niðurdrepandi reglu- verk og skrifræði getur orðið. Í mjög einföldu máli er hver mínúta sem fyrirtæki og ein- staklingar þurfa að eyða í útfyllingar á eyðublöðum og til að uppfylla misvitrar kröfur reglugerða töpuð. Á meðan kröft- um fólks er sóað með þessum hætti er það ekki að auka auð- legð sína og þar með samfélagsins. Skrifræði og reglugerða- fargan er myllusteinn um háls samfélagsins. Þegar því er beitt gegn alræðisríkjum er það til góðs, en varla þegar það bitnar á okkur hinum. Bjarni Ólafsson Pistill Dilbert í stríð gegn nasistum STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon ila í hlutfalli við ráðstöfunartekjur fóru úr 178% árið 2000 í um 250% haustið 2008. Seðlabankinn segir að frysting lána hafi skipt miklu máli strax eftir hrunið, en mikilvægt sé að tekið verði á vanda fólks sem ráði ekki við skuld- irnar. „Endurskipulagning skulda heimila og fyrirtækja hefur dregist á langinn, m.a. vegna tafa við endur- reisn bankakerfisins,“ segir í skýrslu bankans og bent er á að seinkun á endurskipulagningu skulda sé til þess fallin að gera endurreisnina kostnaðarsamari en ella. Rúmlega helmingur heimila í greiðsluvanda er með gengistryggð lán. Vísbendingar eru um að þriðj- ungur heimila með gengistryggð íbúða- og/eða bílalán sé á mörkum þess að ná endum saman. Til sam- anburðar eru um 15% heimila sem eru eingöngu með lán í krónum í sömu stöðu. Skuldsetning heimila vegna bílakaupa virðist mikilvægur þáttur þess vanda sem við er að etja. Þau 23% heimila sem eiga í greiðsluerfiðleikum skulda 42% af heildarbílaskuldum. Lækkun á fasteignaverði á sinn þátt í erfiðri stöðu þeirra sem skulda mikið. Seðlabankinn telur að líklega um 40% heimila, um 28.300 heimili, hafi verið með íbúðaskuldir umfram húsnæðis- eign í febrúar sl. 24 þúsund heimili ná ekki endum saman Morgunblaðið/RAX Hús Um 40% ungs fólks sem keypti húsnæði eftir 1. janúar 2006 nær ekki að standa í skilum með lán sín. Skuldirnar eru hærri en verðmæti húsnæðisins. Ungt barnafólk sem tók íbúða- lán eftir 1. janúar 2006, þ.e. á seinni stigum húsnæðisverðból- unnar, virðist vera í afar við- kvæmri stöðu. Um 65% þeirra skulda meira en þau eiga í hús- næði. Þetta eru um 5.500 heim- ili. Samkvæmt síðustu þjóð- hagsspá Seðlabankans er gert ráð fyrir að íbúðaverð muni lækka nokkuð áfram áður en botni niðursveiflunnar verði náð. Gera má því ráð fyrir að heimili sem eru á mörkum þess að vera með jákvæða eiginfjár- stöðu í húsnæði um þessar mundir muni að öðru óbreyttu lenda í neikvæðri eiginfjár- stöðu. Hlutfallið gæti því átt eft- ir að hækka í 45% á næstu árum, en það er talið vera um 40% í dag. Erfið staða ungs fólks HÚSNÆÐISSKULDIR FRÉTTASKÝRING Egill Ólafsson egol@mbl.is U m 24 þúsund heimili ná ekki endum saman. Staða ungs barnafólks er verst en um 40% ungs fólks sem keypti húsnæði eftir 1. janúar 2006 nær ekki að standa í skilum. Þetta er mat Seðlabanka Íslands sem fjallar ýtar- lega um stöðu heimilanna í riti sínu Fjármálastöðugleiki. Bankinn telur að þau úrræði sem stjórnvöld hafa kynnt í samstarfi við fjármálafyrir- tæki dugi ekki öllum. „Eftir stendur hópur heimila sem til þess að komast í gegnum greiðsluvandann þarf frek- ari aðstoð, þarf að selja eignir og flytja í minna húsnæði eða, ef aðrar leiðir eru ekki færar, láta úrskurða sig gjaldþrota eða fara í greiðsluað- lögun.“ Efnahagur heimila hefur orðið fyrir verulegum skakkaföllum í kjöl- far bankahrunsins, gengislækkunar krónunnar og verðbólgukúfsins sem henni fylgdi. Heimilin hafa þurft að laga sig að breyttum aðstæðum, draga úr einkaneyslu, selja eignir og endurskipuleggja skuldir. Heimili með gengistryggð lán urðu fyrir mestum skelli enda lækkaði gengi krónunnar um 48% miðað við við- skiptavegið meðaltal frá ársbyrjun 2008 til ársloka 2009. Eiginfjárstaða heimila í húsnæði hefur versnað til muna í kjölfar fjármálakreppunnar þar sem húsnæðisverð hefur lækkað og skuldir aukist. Mikil aukning at- vinnuleysis hefur enn fremur leitt til þess að mörg heimili eru í afar þröngri stöðu og með takmarkaða greiðslugetu. Seðlabankinn segir ljóst að ef neikvæð eiginfjárstaða í húsnæði fari saman við mikla greiðsluerfiðleika sé hætta á að fjöldi heimila fari í þrot ef ekki sé gripið til aðgerða. Margir stóðu tæpt þegar kreppan hófst Athygli vekur að þegar í árs- byrjun 2008 var um fimmtungur heimila líklegur til að eiga í greiðslu- vanda, þ.e. náði ekki endum saman eða átti minna en 50 þúsund kr. í af- gang á mánuði. Mikil skuldsetning á árunum fyrir hrun leiddi til þess að fjöldi heimila var þegar kominn í það veika stöðu við hrunið í október 2008, að þau þoldu ekki áföll. Skuldir heim-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.