Morgunblaðið - 04.06.2010, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 04.06.2010, Qupperneq 22
22 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2010 Flestum er ljóst að kosningarnar í Reykja- vík hljóta að vera áfall fyrir Dag B. Eggerts- son, varaformann Samfylkingarinnar. Þó svo að allir gömlu flokkarnir hafi tapað þá lagði varaformað- urinn allt undir í bar- áttunni en galt afhroð sem hefur verulega veikt stöðu hans innan Samfylking- arinnar. Þá á varaformaður Samfylk- ingarinnar eftir að svara fyrir þá ógn- arstyrki er hann hefur hlotið í prófkjörum og ljóst að flokkssystir hans, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, hefur sett pressu á hann að gera það sama og hún gerði, þ.e. að segja af sér. Það er í raun bráðfyndið að pólitísk framtíð varaformanns Samfylking- arinnar skuli vera í höndum mesta og besta grínista landsins! Jón Gnarr heldur í líflínuna en varaformaður Samfylkingarinnar hangir á hinum endanum eftir að borgarbúar ýttu honum útbyrðis. Þá er ábyrgð Jóns Gnarr mikil ef hann dregur hinn lánlausa varaformann að landi þrátt fyrir að honum hafi verið hafnað. Enn stærri er ósigur vara- formannsins í ljósi þess að hann veðjaði á það fyrir kosningar að gagn- rýna keppinaut sinn um formannsstólinn, Árna Pál Árnason félags- og tryggingaráðherra, fyr- ir tillögur um niður- skurð í ríkisrekstri. Af úrslitum kosn- inganna má ætla að ráðherrann sé með pálmann í höndunum. Til að núa salti í sárið þá tapaði Sjálfstæðisflokkurinn minna en Sam- fylkingin og hreint ótrúlegt að þeir skuli ekki tapa meiru. Ef fram fer sem horfir þá munu grínistar stýra borginni næstu fjögur árin. Flokk- arnir sem töpuðu munu nú end- urmeta stöðu sína og hefja gagnsókn þegar þeir hafa komist að því hvar þeir brugðust. Hvað sem því líður þá er ljóst að tíminn er hlaupinn frá varaformanni Samfylkingarinnar, enda Dagur að kveldi kominn. Dagur að kveldi kominn – Samfylk- ingu hafnað Eftir Gunnar Braga Sveinsson Gunnar Bragi Sveinsson » Það er í raun bráð- fyndið að pólitísk framtíð varaformanns Samfylkingarinnar skuli vera í höndum mesta og besta grínista landsins! Höfundur er alþingismaður Framsóknarflokks. Ég var á leið til baka frá Noregi og Íslandi skömmu eftir enn eina „aðgerð“ Ísraels gegn óvopnuðum borgurum. Ísraelski sjóherinn fór að minnsta kosti 50 mílur inn á alþjóðlegt hafsvæði og fór um borð í alþjóðlega skipa- lest með hjálpargögn á vegum Hreyfing- arinnar til frelsunar Gaza. Um borð var matur, lyf, skóla- gögn og byggingarefni handa um- setnum og svöngum íbúum Gaza. Óháðir aðilar höfðu skoðað skipið og sömuleiðis tyrknesk yfirvöld. Þetta vissu Ísraelar. Nú hafa níu óvopn- aðir borgarar verið myrtir. Ísraelar neituðu að greina frá nöfnum þeirra og 680 manns voru fluttir á staði, sem ekki hafa verið gefnir upp. Með því að halda einu vitnunum að þess- um glæp stálu Ísraelar dýrmætum tíma til að breiða út áróður sinn og spinna frásögnina sér í hag. Áróður Ísraela Áður en nokkur náði að bregðast við voru ísraelskir almannatenglar og talsmenn byrjaðir að senda frá sér efni og veita viðtöl. Þeirra full- yrðingar eru í þessa veru: „Óróa- seggir“ úr öllum heimshornum vörp- uðu öllu frá sér til þess að safnast saman um borð í skipi til þess að lokka ísraelska sérsveitarmenn út á alþjóðlegt hafsvæði og ráðast á þá með lurkum og eldhúshnífum. Þessir þrautþjálfuðu ísraelsku sérsveit- armenn, sem eru búnir þróuðustu og tæknilega fullkomnustu vopnum sem um getur, áttu ekki annars kost en að drepa óvopnaða borgara í þessu skipi. Því var um að ræða „sjálfsvörn“ Ísraels gegn „hryðjuverka- mönnum“ og sam- tökum með „tengsl við Hamas og al-Qaeda“ – þessi upplogna þula er orðin þreytandi. Misnotkun tung- unnar linnir ekki þar. Ísraelar halda því að auki fram að villi- mannsleg eyðilegging þeirra á Gaza sé „hafn- bann“ og því lögleg – rétt eins og alþjóðlegt svelti og niðurrif heillar þjóðar sé lögmætt! Vinir mínir stofnuðu hreyfinguna Frelsum Gaza – venjulegir borgarar þessa heims, sem neituðu að fela sig á bak við orð eins og „ég vissi ekki“ eða „hvað gat ég gert“ á meðan Ísr- aelar breyttu Gaza smám saman í dauðabúðir þar sem matur og lyf eru ekki leyfð í nægilegu magni. Afleið- ingarnar blasa við í skýrslum frá Al- þjóðaheilbrigðisstofnuninni, WHO; víðtæk vannæring þannig að í það minnsta 10% barna á Gasa stækka ekki eðlilega út af matarskorti; menntakerfi, sem er nánast hrunið, ekki síst vegna þess að Ísraelar hafa varpað sprengjum á hundruð skóla á Gaza og halda áfram að koma í veg fyrir innflutning bóka og skóla- gagna; Ísraelar láta dauðann rigna af himnum ofan á íbúa, sem eru í haldi, geta ekkert flúið og hvergi leitað skjóls, og þúsundir hafa látið lífið og særst og 80% af börnum á Gaza þjást af áfallastreituröskun, lamandi áþján, sem gæti hæglega leitt til þess að heilar kynslóðir barna glatist; þar sem atvinna (ekki atvinnuleysi) er í kringum 20%; ekki er hægt að gera við holræsakerfið eftir árásir Ísraela og hreint vatn er munaður fárra; þar sem sjómenn verða fyrir skotárás Ísraela reyni þeir að róa til fiskjar í sinni eigin landhelgi; þar sem sykursjúkir, asmasjúklingar, nýrnasjúklingar og krabbameinssjúklingar deyja vegna þess að þeir fá ekki nauðsynlegustu lyf og geta ekki farið til að leita sér hjálpar í öðrum löndum. Íbúar Gasa yfirgefnir Því er þannig að varið að Ísraelar og „alþjóðasamfélagið“ hafa skilið íbúa Gaza eftir og leyfa þeim að vaða eigin úrgang, drekka eitrað vatn, betla sér mat, gera í buxurnar á nóttunni og skjálfa af ótta í örmum jafn ráðvilltra foreldra án þess að geta unnið, veitt fisk eða menntað sig; án þess að geta andað eða fundið von á þessari örmjóu landræmu, sem er eins og fangelsi, á meðan leiðtogar heims koma saman til að ráða í „frásagnir sem stangast á“, gefa út máttlausar „yfirlýsingar“ og kveðja á sinn fund ísraelska sendi- herra til að slá létt á höndina á þeim. Því má reyndar bæta við að á meðal þessara svokölluðu „óróa- seggja“ og „hryðjuverkamanna“ með alþjóðleg „hryðjuverka- sambönd“ eru einstaklingar á borð við Hedy Epstein, 85 ára gamla konu, sem lifði af helförina, Mairead McGuire, írskan nóbelsverðlauna- hafa, Henning Mankell, þekktan sænskan rithöfund, barn, sem ég þekki ekki með nafni, blaðamann fyrir Al-Jazeera og marga aðra þekkta og óþekkta framúrskarandi einstaklinga úr öllum stéttum og frá fjölda landa. Þau eru hetjurnar mín- ar. Þau eru að gera það, sem þjóð- arleiðtogar hafa ekki gert, það er að rísa upp gegn öfgakenndri þjóðern- ishyggju, harðræði og kúgun. Ég trúi ekki eitt augnablik þeirri lygi að þessir einstaklingar hafi verið með byssur og hleypt af þeim. Hverju trúir þú? Og það sem meira er, hvað ætlar þú að gera? Takið afstöðu Ferð mín til Noregs og Íslands var sú fyrsta til hvors lands. Aðeins hlýja, skopskyn og gestrisni íbúanna skákaði fegurð þessara landa. Það er því í nafni þessara fyrstu kynna og nýrrar vináttu, í nafni mannúðar, sem ég höfða til samvisku ykkar og hvet til aðgerða – að þið spyrjið ykk- ur hvað Palestínumenn hafi gert til að verðskulda slík örlög. Hvað við höfum gert til að verðskulda þögn heimsins á meðan Ísralear þurrka okkar hægt og grimmilega út af landakortinu og eyðileggja samfélag okkar og drepa síðan þá réttsýnu einstaklinga, sem reyna að veita mennsku okkar lágmarksviðurkenn- ingu? Ég hvet ykkur til að taka grundvallarafstöðu með einhverjum hætti, jafnvel þótt leiðtogar ykkar geri það ekki. Ákall til samviskunnar í nafni mannúðar Eftir Susan Abulhawa » Það er því í nafni þessara fyrstu kynna og nýrrar vin- áttu, í nafni mannúðar, sem ég höfða til sam- visku ykkar og hvet til aðgerða – að þið spyrjið ykkur hvað Palestínu- menn hafi gert til að verðskulda slík örlög. Susan Abulhawa Höfundur er höfundur bókarinnar Morgnar í Jenín og stofnaði samtökin Leikvellir fyrir Palestínu. Reuters Farið um borð Ísraelskir sérsveitarmenn ráðast um borð í tyrkneska skipið, sem var á leið með hjálpargögn til Palestínumanna á Gasa-svæðinu. „Oft kemur grátur eftir skellihlátur“ er orðatiltæki sem ég var oft minnt á sem krakki þegar ærslin þóttu ganga úr hófi fram. Nú hefur hópur at- vinnugrínista tekið völdin í Reykjavíkur- borg og er fyndið að fylgjast með forystu- manni þeirra, Jóni Gnarr, og ekki síður þeim sem þurfa að fást við ástandið. Þó er ekkert jafn fyndið og að fylgjast með nokkrum gömlum stjórn- málamönnum sem hafa af því mestar áhyggjur að allt geimið hjá honum Jóni Gnarr verði tekið upp sem „sjóv“ með kvikmynd í huga. Það síðastnefnda finnst mér þó vera þjóðráð. Uppákomuna munu spekingar flokka síðar und- ir hugtökin sjálfbærni og end- urnýting. Þessir sömu gömlu pólitíkusar höfðu nú engan sérstakan ama af því að mæta í ýmsa þætti áður fyrr og gerðu sér þá gjarnan far um að vera mjög torskildir og margræðir er þeir fóru með forna fyndni og nýja. Skipti þá ekki nokkru einasta máli hvort gam- anið tengdist því verkefni sem þá var í umræðunni og eldlínunni. Allavega átti ég alltaf bágt með að skilja hvað Njáll á Bergþórs- hvoli gat oft komið sterkur inn í umræðurnar þótt löngu væri hann orðinn askan ein. En til að halda einhverjum efnisþræði var oft klykkt út með þeirri þjóðlegu staðreynd að kýr eru dásamlegar og lambakjötið ljúffengt. Ég dáist mjög að einum vini mínum og flokksbróður, sem fremstur fór í flokki jafningja í uppistandi á þingi, þar sem þjálfunin er góð. Sá getur nú aflað sér dá- góðrar búbótar við að skemmta fólki um allt land. Þetta er gamli foringinn minn, Guðni Ágústsson. Uppistand hans er jafnvel betra og vinsælla, allavega úti á landi, en hjá Jóni Gnarr og þarf miklu til að jafna. Kannski spilar gjald- skráin eitthvað inn í þetta. Ég skal ekki segja. Jón Gnarr ku selja sig dýrt. Sá munur er þó á þeim að á meðan Guðni var alvarlegur náði hann ekki eyrum margra, en Jón Gnarr varð ekki alvarlega fyndinn fyrr en hann reyndi að vera alvar- legur. Þjóð mín vill greinilega mikið sprell og lætur sér fátt um finnast um flokka í Reykjavík sem vilja flugvöllinn burt eða tala langt mál um að þeir séu strangheiðarlegir og standi við orð sín. Það er ekk- ert skemmtilegt. Verst þykir mér með hann Einar minn Skúlason, sem er syndur vel og vill gefa lýsi og hafragraut í skólum sem varla er vanþörf á nú um stundir. Já, verst að hann skyldi ekki komast að í nýliðinni kosningu. Guðni gefur góða skýringu á því í Morgunblaðsviðtali nýlega af hverju flokkurinn galt afhroð í Reykjavík. Besta manninum, hon- um Óskari, sem var þó aldrei í Besta flokknum, var hafnað af einhverjum fámennum klíkuhóp í Framsókn fyrir kosningarnar. Þetta er bæði synd og skömm og ekkert fyndið að mati gamla leið- togans míns sem er þó fyndinn eins og margoft hefur komið fram. Mér fannst það fyndið að Óskar væri okkar allra besti maður. Ég var bara ekki búin að átta mig á því, þótt ég vissi að hann væri ágætur. Fólk vill miklu frekar grín og gaman en graut og lýsi. Samt er það nú svo að það er sami graut- urinn í sömu skálinni í stjórnmála- umræðunni, þegar grannt er skoð- að. Sumir taka sig bara alvarlegar en aðrir. Við sem erum orðin svo- lítið gömul í hettunni, erum ekki svo áhyggjufull. Við vitum sem er að vart eru búnar einar kosningar þegar aðrar taka við, því tíminn líður hratt á gervihnattaöld. Og hversu sem vitleysan verður mikil í Reykjavíkurborg nú, er ekki fræðilegur möguleiki að hún geti toppað þá bévuðu vitleysu sem átti sér stað í byrjun síðasta kjör- tímabils, með valdaráni þriðja hvern dag og stjörnunum, Ólafi F., Vilhjálmi og hinum öllum. Það var sko ekki fyndið! – Munið þið það? Nú er bara að vona að málshátt- urinn sem ég hóf skrif mín á sé úr- eltur og að enginn komi gráturinn eftir þennan mikla hlátur, eins og óttast var í gamla daga. Íslensk fyndni Eftir Ingibjörgu Pálmadóttur » Þessir sömu gömlu pólitíkusar höfðu nú engan sér- stakan ama af því að vera mjög torskildir og margræðir er þeir fóru með forna fyndni og nýja. Ingibjörg Pálmadóttir Höfundur er fyrrverandi heilbrigðisráðherra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.