Morgunblaðið - 04.06.2010, Síða 31
Minningar 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2010
✝ Filippus Hann-esson, bóndi,
fæddist á Núpsstað 2.
desember 1909. Hann
andaðist á hjúkr-
unarheimilinu Klaust-
urhólum 23. maí
2010.
Foreldrar hans
voru Hannes Jónsson,
landpóstur og bóndi,
og Þóranna Þórarins-
dóttir húsfreyja. Fil-
ippus var sá fjórði í
röð tíu systkina. Mar-
grét, f. 1904, Dag-
björt, f. 1905, Eyjólfur, f. 1907, Fil-
ippus, f. 1909, Margrét, f. 1910, Jón,
f. 1913, Málfríður, f. 1914, Sigrún, f.
1920, Jóna Aðalheiður, f. 1924, og
Ágústa Þorbjörg, f. 1930.
Systkinin Margrét (f. 1904), Jón,
Jóna Aðalheiður og
Ágústa Þorbjörg lifa
bróður sinn.
Filippus var
ókvæntur og barn-
laus. Hann var fjár-
bóndi lengst af ævinn-
ar og ólst upp við það
að fé væri beitt á vetr-
um en minna gefið
hey á húsum. Kind-
urnar hans voru van-
ar útigangi og voru
að hluta gamall kvía-
stofn, svolítið gróf-
byggðar, sem hentaði
vel í fjalllendi, og harðgerar. Fil-
ippus hætti fjárbúskap árið 1999,
árið sem hann varð níræður.
Filippus verður jarðsunginn frá
Bænhúsinu, Núpsstað í dag, 4. júní,
og hefst athöfnin kl. 14.
Mig langar að minnast bróður
míns með þessum ljóðum.
Í dag felldu blómin mín blöðin sín.
Og húmið kom óvænt inn til mín.
Ég hélt þó að enn væri sumar og
sólskin.
Ég horfði út um gluggann. Haustsins
blær
um hlíðarnar lagðist en silfuskær
kom máninn upp yfir austurfjöllin.
(Tómas Guðmundsson)
Á kertinu mínu ég kveiki í dag
við krossmarkið helgi og friðar
því tíminn mér virðist nú standa í stað
en stöðugt þó fram honum miðar.
Ég finn það og veit að við erum ei ein
að almættið vakir oss yfir,
því ljósið á kertinu lifir.
(Kristján Stefánsson frá Gilhaga)
Það var eitt kvöld að mér heyrðist
hálfvegis barið,
ég hlustaði um stund og tók af
kertinu skarið,
ég kallaði fram, og kvöldgolan veitti
mér svarið:
Hér kvaddi Lífið sér dyra, og nú er
það farið.
(Jón Helgason)
Kveðja,
Jóna Aðalheiður.
Filippus Hannesson, bóndi á
Núpsstað, er látinn 100 ára að aldri.
Með nokkrum orðum vil ég minnast
vinar og samstarfsmanns til margra
ára.
Filippus og bróðir hans Eyjólfur
tóku við jörðinni á Núpsstað eftir
foreldra sína, Hannes Jónsson og
Þórönnu Þórarinsdóttur. Eyjólfur
lést árið 2004, en þeir bræður voru í
hópi tíu systkina og eru fjögur á lífi.
Margrét er elst, fædd 1904, og lifir
hún Filippus bróður sinn.
Núpsstaður er meðal merkustu
sögustaða þjóðarinnar. Bærinn á
Núpsstað á sér aldalanga sögu. Bæj-
arstæðið á Núpsstað er tilkomumik-
ið þar sem andstæðurnar eru skarp-
ar, og náttúra og mannvirki verða
eitt. Lágreistur bær og bænhús í
grösugu túni undir háum bergvegg
og víðáttumiklir sandar sunnan við.
Þar á meðal er bænhúsið, sem var
friðlýst árið 1930 og endurvígt ár-
ið1961 að lokinni viðgerð á vegum
Þjóðminjasafns Íslands. Samvinna
þjóðminjavörslunnar og bænda á
Núpsstað hefur þannig staðið yfir
lengi, eða allt frá tímum foreldra Fil-
ippusar, Þórönnu og Hannesar land-
pósts. Á síðustu árum hefur verkefn-
ið verið fólgið í viðgerðum á
torfhúsunum, sem var upphaflega
unnið í góðu samráði við bræðurna
báða og síðar Filippus, sem fræddi
okkur um aðferðir bænda við viðhald
torfhúsa fyrr á tímum. Við Filippus
áttum margar ánægjulegar stundir
yfir kaffibolla í eldhúsinu hans á
Núpsstað og á göngu um bæjarstæð-
ið, þar sem við ræddum verndun
bæjartorfunnar. Það var sannarlega
lærdómsríkt, og ógleymanlegt. Fil-
ippus fylgdist með atburðum líðandi
stundar og með blik í auga lýsti hann
skoðunum sínum, gantaðist og ræddi
málin. Hann var ekki endilega sam-
mála síðasta ræðumanni, jafnvel
stríðinn á stundum. Afar fróðlegt var
að heyra frásagnir hans af mannlífi á
Núpsstað nær öld aftur í tímann. Fil-
ippus mundi æskuárin, daglegt líf í
gegnum tíðina, siði og atburði. Hann
mundi Kötlugosið 1918, sem bar á
góma síðast þegar við hittumst á
tímum öskufalls úr Eyjafjallajökli.
Filippus var hlýr maður og umfram
allt skemmtilegur. Á hundrað ára af-
mælisdegi Filippusar þann 2. desem-
ber sl. áttum við gott samtal og er ég
þakklát fyrir þá stund og vináttu
okkar í gegnum árin.
Saga ábúenda og minjar á Núps-
stað eru merkar og ómetanlegar
þjóðinni. Er það von mín að vel megi
takast til um framtíðarverndun
minjanna. Með virðingu og þökk
kveð ég Filippus Hannesson, bónda
á Núpsstað. Heiðruð sé minning
hans.
Margrét Hallgrímsdóttir,
þjóðminjavörður.
Hljóðnað hefur á Núpsstað, Fil-
ippus Hannesson er horfinn sýnum,
maður sem gaf ættarsetrinu forna líf
og lit um svo mörg ár. Með honum
hvarf saga heillar aldar. Kvikur og
hress, langminnugur, viðræðugóður
heilsaði hann samlöndum sínum er
sóttu býli hans heim og leiddi þá inn í
sögu hins gamla sómagarðs. Þarna
bjó ættfaðirinn Jón Bjarnason um
aldamótin 1700 og ættin óslitið síðan.
Fyrst sótti ég Núpsstað heim 1952
og átti því láni að fagna að hitta heið-
urshjónin Hannes Jónsson og Þór-
önnu Þórarinsdóttur og synina tvo,
Eyjólf og Filippus. Kynnin hafa ekki
rofnað síðan. Menningin mætti
manni jafnt í viðmóti fjölskyldu,
fornum húsum og húsbúnaði. Gömlu
húsin á Núpsstað eru hluti af menn-
ingararfi Íslendinga og þeim skyldi
fullur sómi sýndur. Mér var það hluti
af ævintýrum liðinnar ævi að hafa
hitt Filippus, fagnandi gesti sínum
með alúð og hlýju. Hundrað ára að
aldri ók hann enn bíl sínum um þjóð-
brautir, einsdæmi á Íslandi að ég
hygg ef ekki í víðri veröld. Í svipinn
er auðnarlegt um að litast á Núps-
stað en sagan hefur haslað sér þar
þann völl að haldið verður áfram í
horfi og hlúð að hinu einstæða húsa-
safni. Til þess mun fullur vilji hjá öll-
um sem þar eiga hlut að máli. Hið
liðna í horfnu, minnisstæðu mannlífi
kemur ekki aftur en sagan heldur
áfram og fortíð skyldi sýna fullan
sóma.
Byggðasafnið í Skógum minnist
Filippusar á Núpsstað í virðingu og
þökk og sendir systkinum hans og
fjölskyldu allri samúðarkveðjur.
Þórður Tómasson.
Filippus Hannesson
Það var fyrir tæpum
fjórum árum sem ég
hitti Óla fyrst. Það var á
menningarnótt í Reykjavík og Óli og
Alda voru búin að grilla læri þegar ég
og Ævar komum í heimsókn. Ég man
það eins og það hafði gerst í gær þegar
hann tók á móti mér með faðmlagi með
brúna kúrekahattinn sinn og það var
eins og ég hefði þekkt hann alla ævi.
Við sátum undir berum himninum og
töluðum lengi saman, fórum að Perl-
unni og horfðum á flugeldasýninguna
og sungum í bílnum á leiðinni og ekki
var um að villast að mikill söngmaður
var þarna á ferðinni sem fannst gaman
að njóta lífsins og skemmta sér. Frá
fyrstu stundu eignaði Óli sér stað í
hjarta mínu enda ekki annað hægt þar
sem hann var yndislegur maður í alla
staði.
Einnig er það mér mjög minnis-
stætt þegar Óli hringdi í mig í byrjun
júlímánaðar 2008 og ég ófrísk að afas-
telpunni hans. Hann sagði við mig að
hann myndi koma suður þann 15. júlí
Ólafur Svanur
Gestsson
✝ Ólafur SvanurGestsson fæddist í
Bolungarvík 27. nóv-
ember 1951. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans í Kópa-
vogi 3. maí síðastlið-
inn.
Útför hans fór fram
frá Hólskirkju í Bol-
ungarvík 15. maí
2010.
og ég yrði bara að halda
henni inni í mér þangað
til að hann kæmi. Já
hann var nú yfirleitt
ekkert að tvínóna með
hlutina og sagði yfirleitt
bara beint út það sem
honum fannst, enda
einn sá hreinskilnasti
og blíðasti maður sem
ég hef kynnst.
Óli og Alda voru dug-
leg að koma í heimsókn
til okkar á Selfoss og
áttum við margar góðar
stundir saman. Eftir að
Birta Dís fæddist var Óli yfirleitt ekki
lengi að láta sjá sig á fótum, um leið og
hann heyrði í afastelpunni eldsnemma
á morgnana, var hann kominn fram til
þess að leika við stelpuna sína. Ekki
gat hann lengi setið auðum höndum
þegar hann kom í heimsókn og yfirleitt
var hann kominn með málningarpens-
ilinn í höndina og farinn að mála pall-
inn eða lagfæra eitthvað í húsinu með
Ævari.
Lífið er ekki alltaf eins og við viljum
hafa það og þegar maður á besta aldri
er tekinn frá okkur finnst okkur það
ekki sanngjarnt. Elsku Óli, ég er svo
þakklát fyrir allar stundirnar sem við
áttum saman, ég og Ævar munum
gera okkar allra besta til þess að Birta
Dís viti hversu mikill öðlingsmaður þú
varst. Þú munt ætíð lifa með okkur í
anda og átt þér stað í hjörtum okkar.
Hvíl þú í friði, elsku Óli.
Bjarney Sif Kristinsdóttir.
Elsku Óskar.
Við í Gospelkór Ak-
ureyrar erum óendan-
lega þakklát fyrir að
hafa fengið að kynnast
þér og njóta hæfileika þinna og
krafta. Við munum aldrei gleyma
stundunum sem við fengum með þér,
ofarlega er sú stund síðastliðið
haust, þegar við komum fram á
Fiskidagsmessu á Dalvík. Þú komst
norður til að spila undir hjá okkur en
hafðir skorið þig illa á fingri. Þrátt
fyrir sárið lékstu á píanóið af því-
líkum krafti og innlifun að flestir
héldu að 15 hendur væru þar á ferð,
en ekki tíu puttar og einn af þeim
slasaður.
Óskar Jakobsson
✝ Óskar Jakobssonfæddist í Reykja-
vík 25. júlí 1977.
Hann lést á heimili
sínu, Skarphéð-
insgötu 2 í Reykjavík,
15. maí sl.
Útför Óskars fór
fram frá Dómkirkj-
unni 27. maí 2010.
Það var alltaf svo
gott að fá þig norður,
hvort sem það var
skipulögð heimsókn
eða ekki. Við gleymum
því ekki heldur þegar
þú komst norður akk-
úrat þegar við vorum
með Gospelkirkju, þér
fannst strákarnir vera
heldur fáliðaðir, svo
þú skelltir þér bara í
hópinn. Spilaðir svo
undir í nokkrum lög-
um, allt óæft, en engin
feilnóta sungin né spil-
uð. Enda sannur fagmaður.
Elsku Óskar, við munum aldrei
gleyma öllum stundunum saman.
Hvíl í friði, elsku vinur, þín bíður
greinilega stærra og meira verk ann-
ars staðar.
Elsku Björn Tómas og aðrir ætt-
ingjar og vinir, okkar innilegustu
samúðarkveðjur, hugur okkar er hjá
ykkur.
Fyrir hönd Gospelkórs Akureyr-
ar,
Helga Hrönn og Valdís Anna.
Hreinn í Sunnuhlíð
hefur nú flutt sig yfir
á annað tilverustig,
útskrifast héðan með
stæl.
Hann var búinn að ákveða að
flytja úr Sunnuhlíð, hafði enda lokið
störfum þar. Nýi áfangastaðurinn
varð þó annar en hann reiknaði
með, örlögin gripu þar óvænt í
taumana og sá sem þeim ræður
ákvað nýja staðinn og Hreinn varð
sáttur við þau málalok.
Það eru forréttindi að hafa fengið
að kynnast Hreini í Sunnuhlíð. Hví-
líkur öðlingur. Hann átti tvær
dásamlegar dætur og hann gaf mér
aðra þeirra, með því skilyrði þó að
ég yrði góður við hana.
Hreinn og Hulda áttu þó ekki
bara þessar tvær dætur því þegar
þær voru komnar vel á legg ætt-
leiddu þau dreng, systurson Huldu,
kornungan og var það mikill og
dýrmætur fengur fyrir fjölskyld-
Hreinn Ketilsson
✝ Hreinn Ketilssonfæddist á Finna-
stöðum í Eyjafjarðar-
sveit 14. mars 1924.
Hann lést á Sjúkra-
húsinu á Akureyri 21.
maí síðastliðinn.
Útför Hreins fór
fram frá Svalbarðs-
kirkju á Svalbarðs-
strönd 31. maí 2010.
una.
Hreinn hafði gam-
an af búskapnum,
hann var mikið fyrir
að vera úti að brasa,
best fannst honum að
vera einn. Hann fann
einhverja rómantík í
því að vera seint um
sumarkvöld að slá
túnin, gera við girð-
ingar, tæta kartöflu-
garða. Að tæta kart-
öflugarða fannst
honum skemmtilegast
ef þeir voru nógu
brattir og traktorinn ýmist við það
að velta eða endastingast.
Við börnin og tengdabörnin vor-
um svo lánsöm að fá að vera um
árabil með í kartöfluræktinni og
oftast var það það sem bjargaði
efnahagnum fyrstu búskaparárin,
oft ekki skemmtilegt meðan á því
stóð en dýrmætt í minningunni.
Einnig voru það mikil forréttindi
fyrir börnin okkar að fá að vera í
sveitinni með afa og ömmu og
kynnast sveitinni umvafin þeirra
kærleik.
Verkaskipting í Sunnuhlíð var
þannig að allir sinntu útiverkum í
félagi, enda var Hreinn mjög oft að
heiman vegna annarra starfa. Í
seinni tíð þegar þau voru orðin ein
hjálpuðust þau að við bústörfin,
vöktu til skiptis um nætur yfir
sauðburði. Innistörfin voru oftast
nánast alfarið á herðum Huldu, svo
sem algengast hefur verið til sveita
yfirleitt.
Eftir að Hulda lést gekk Hreinn
bara í þessi verk eins og ekkert
væri sjálfsagðara. Hann fór að elda,
strauja, halda þrifalegu inni, vökva
blómin, kaupa sumarblóm í garðinn
eins og venjan var.
Í gegn um tíðina sýndist manni
að Hreinn væri ekki mjög fínlegur í
höndunum, frekar ónákvæmur og
handsterkur. Allt virtist þurfa tölu-
vert afl. Þegar hann markaði lömb-
in var eins og eyrun væru úr þykku
gúmmíi. Þegar hann stillti útvarpið
í bílnum þá ýtti hann tökkunum
sundum innúr og allt hætti að
virka. Þegar hann skrúfaði fyrir
krana þá fór pakkningin. Þess
vegna er það dálítið merkilegt að
þegar hann var hættur búskap þá
fór hann að binda inn bækur og
gerði það mjög vel en það krefst
mikillar nákvæmni og fínhreyfinga.
Síðast var hann að læra útskurð og
var efnilegur þar.
Í starfi með eldri borgurum var
hann mjög virkur og naut sín þar
og var vinsæll eins og ævinlega.
Hreinn er einn sá mikilvægasti í
mínu lífi, ég verð ævinlega þakk-
látur fyrir að hafa kynnst honum og
átt hann að og það er gott að vita
að nú hefur hann aftur hitt þá sem
hann saknaði og elskaði en er þó
enn meðal okkar og í okkur. Það
gerir okkur söknuðinn og sorgina
léttbærari.
Haukur Már Ingólfsson.
Allar minningar á einum stað.
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
M
O
R
48
70
7
01
/1
0
–– Meira fyrir lesendur
Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar
Um leið og framleiðslu er lokið er bókin send í pósti.
Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá
árinu 2000 og til dagsins í dag.