Morgunblaðið - 04.06.2010, Qupperneq 37
Dagbók 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2010
Sudoku
Frumstig
7 4
4 2 6
9 7
2 7 8
6 9
8 5 6 1
1 9 8 5 4
6
8 2
1 3 6
4
8 7 9
3
5 4
6 8 4
9 3 5 1
7 1 9 4
4 9 8 3
8 2
8 6
4 7
7
7 1 5
6 8 9
3 6 1
4 3 2
9 2 4 8
9 4 6 8 3 5 7 2 1
8 7 5 2 4 1 3 9 6
3 2 1 6 9 7 4 8 5
2 5 8 9 7 4 6 1 3
7 3 9 1 8 6 5 4 2
6 1 4 5 2 3 9 7 8
1 9 3 7 6 8 2 5 4
4 8 2 3 5 9 1 6 7
5 6 7 4 1 2 8 3 9
4 5 9 8 1 6 2 3 7
6 7 1 5 2 3 8 9 4
8 2 3 4 7 9 1 6 5
5 3 2 6 9 4 7 1 8
9 6 4 7 8 1 5 2 3
1 8 7 2 3 5 9 4 6
7 1 5 3 4 2 6 8 9
2 4 6 9 5 8 3 7 1
3 9 8 1 6 7 4 5 2
3 8 9 4 2 6 1 5 7
5 7 4 1 3 8 9 6 2
6 1 2 9 5 7 4 8 3
1 6 8 5 7 2 3 4 9
9 5 3 6 4 1 7 2 8
4 2 7 3 8 9 6 1 5
2 9 1 7 6 5 8 3 4
7 3 5 8 1 4 2 9 6
8 4 6 2 9 3 5 7 1
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er föstudagur 4. júní, 155. dagur
ársins 2010
Orð dagsins: En hjálparinn, andinn
heilagi, sem faðirinn mun senda í
mínu nafni, mun kenna yður allt og
minna yður á allt það, sem ég hef sagt
yður. (Jóh. 14, 25.)
Allir á Siglufirði þekkja MaddýÞórðar í Húsinu, að hennar
sögn, en í Morgunblaðinu í gær kem-
ur fram að hún hafi ekki fengið bréf
sent heim til sín vegna þess að utaná-
skriftin var ekki rétt. Standa átti Há-
vegi 21 en ekki Húsinu á túninu.
x x x
Víkverji botnar ekkert í Íslands-pósti hvað þetta mál varðar.
„Skyndilega er eins og ég búi í stór-
borg,“ er haft eftir konunni sem
undrast vinnubrögð fyrirtækisins, en
hringt var í hana frá Íslandspósti og
hún spurð hvort hún væri umrædd
Maddý áður en utanáskriftinni var
breytt og bréfið sent til hennar. Af-
sökun fyrirtækisins er að þó bréfber-
inn sem ber út póstinn viti hver
Maddý er þurfi það ekki að eiga við
um afleysingafólkið. Víkverji er sann-
færður um að allir þekki alla á Siglu-
firði og ókunnugir leysi ekki af bréf-
bera á staðnum. Þetta er því
sparðatíningur.
x x x
Þetta rifjar upp svipað atvik í Vest-urheimi. Prófessor Valdimar
Lárusson í Winnipeg átti lítið sum-
arhús á Gimli, við vesturströnd
Winnipegvatns, skammt sunnan við
Betel og hótelið við höfnina. Eitt sinn
fékk hann skyldfólk frá Íslandi í
heimsókn og með í för var lítil frænka
hans. Eftir að fólkið var farið aftur til
Íslands fékk Valdi bréf með eftirfar-
andi utanáskrift: Valdi frændi, Gulur
hús, Gimli, Kanada. Þar var komin
þakkarkveðja frá frænkunni.
Valdi var hinn kátasti með bréfið.
Hógvær að vanda sagði hann að það
hefði komist til skila vegna litarins á
húsinu og því kom ekki til greina að
skipta um lit á því. Það var því áfram
gult þar til það var rifið eftir hans dag
en síðar reisti Irvin Ólafsson tann-
læknir hús sitt á lóðinni.
x x x
Víkverji stendur með Maddý íþessari skemmtilegu deilu og
vonar að hún fái póst þó heim-
ilisfangið sé Húsinu á túninu, 580
Siglufjörður. víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 blökkumaður,
8 hrósum, 9 lipurð, 10
eldiviður, 11 vísa, 13
ákveð, 15 mjög hallandi,
18 stjórna, 21 fag, 22
kátt, 23 uxinn, 24 steins.
Lóðrétt | 2 loftrella, 3
hæsi, 4 reiðra, 5 tröll-
kona, 6 óhapp, 7 drótt,
12 hold, 14 fum, 15 flói,
16 flýtinn, 17 nafnbót, 18
bands, 19 úði, 20 geta
gert.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 gumar, 4 drepa, 7 lýgur, 8 kofar, 9 tík, 11 aðra,
13 áður, 14 sukks, 15 kusk, 17 tjón, 20 fró, 22 tunna, 23
liðnu, 24 raust, 25 rúman.
Lóðrétt: 1 gúlpa, 2 magur, 3 rýrt, 4 dekk, 5 erfið, 6 arr-
ar, 10 ískur, 12 ask, 13 ást, 15 kætir, 16 sunnu, 18 Júð-
um, 19 nautn, 20 falt, 21 ólar.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 Be7
5. Bg5 O-O 6. e3 h6 7. Bxf6 Bxf6 8. Hc1
c6 9. Bd3 dxc4 10. Bxc4 Rd7 11. O-O e5
12. He1 exd4 13. exd4 Rb6 14. Bb3 He8
15. Dd3 Bd7 16. h3 Rc8 17. Re5 Rd6 18.
g4 He7 19. He2 Be6 20. Bc2 g6
Staðan kom upp á bandaríska meist-
aramótinu sem lauk fyrir skömmu í St.
Louis. Stórmeistarinn Joel Benjamin
(2565) hafði hvítt gegn alþjóðlega
meistaranum Alex Lenderman (2598).
21. Rxg6! fxg6 22. Hxe6! Hxe6 23. Bb3
Kg7 24. Bxe6 hvítur hefur nú unnið
tafl. 24…Db6 25. Hd1 Dxb2 26. Bb3
Kh7 27. Hb1 Da3 28. Re4 Rxe4 29.
Bg8+! hvítur vinnur nú drottninguna.
29…Hxg8 30. Dxa3 Hg7 31. Dxa7 b5
32. Db6 c5 33. He1 Bd8 34. Dxd8 og
svartur gafst upp.
Hvítur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Fyrsta hugsunin.
Norður
♠G54
♥1093
♦65
♣ÁKD64
Vestur Austur
♠KD762 ♠Á1093
♥ÁK42 ♥DG65
♦-- ♦DG1087
♣9752 ♣--
Suður
♠8
♥87
♦ÁK9432
♣G1083
Suður spilar 2♦ doblaða.
Sagt er að fyrsta hugsunin sé alltaf
sú rétta. En er það svo? Lítum til aust-
urs. Suður opnar á 2♦, veikum, makk-
er doblar og norður passar. Hvað á
austur að gera? Tvímenningur og allir
á hættu.
Í hreinskilni sagt, er líklegt að
„pass“ sé bæði fyrsta og síðasta hugs-
un austurs. Þegar spilið kom upp á
Bridgebase ákvað Eyþór Hauksson að
sitja í doblinu í von um 800-kall. Hann
fékk 200 fyrir einn niður og 10% skor.
Skiljanlega, því menn voru að taka allt
upp í þrettán slagi í spaðasamningi í
AV (með því að trompa þrjú lauf og fría
einn tígulslag).
En er þá passið „vitlaust“?
Ja, þeir sem gætu svarað þeirri
spurningu með rökum eru velkomnir á
landsliðsæfingar.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Það myndi létta af þér miklum
áhyggjum ef þú gæfir þér tíma til þess að
koma fjármálunum á hreint. Reyndu að
leiða hjá þér furðulegan tjáningarmáta.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Allt er á ferð og flugi og því erfitt að
henda reiður á einstökum hlutum, en þeg-
ar fjölskyldan er í sífellu að rífast, þá
gengur þetta ekki lengur.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þegar taka þarf mikilvægar
ákvarðanir þarftu að vera ákveðin/n og
sterk/ur. Farðu varlega í akstri og íþrótt-
um.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Undanfarið finnst þér að sam-
skipti þín og ástvinanna mættu vera betri.
Ef þú grefur djúpt finnur þú svörin.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Þér finnst allir vera í andstöðu við
þig en láttu það ekki brjóta þig niður.
Láttu skoðun þína í ljós.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Þú ert áhrifagjarnari en vanalega.
Gefðu þér tíma til að sinna sjálfum/sjálfri
þér þótt aðrir kalli á athygli þína.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Þú munt fá fleiri tækifæri til að afla
peninga á næstunni en um leið færðu líka
fleiri tækifæri til að eyða þeim. Njóttu
þess að sinna skapandi verkefnum og
leika við börnin.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Þú elskar spennu. Betra er að
taka strax ákvörðun og teysta á innsæið.
Fjölskylduviðburður gengur að óskum,
ekki síst ef þú stendur á þínu alveg frá
upphafi.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Þér hefur verið treyst fyrir
viðkvæmu leyndarmáli og þú verður að
standast allar freistingar að skýra frá því.
Líklega er eitthvað sem þig hefur lengi
langað dottið niður vinsældalistann.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Notaðu daginn í dag til þess að
pæla í því hvernig þú getur farið að því að
deila tilfinningum þínum á betri hátt.
Haltu þig bara við jákvæða hugsun og þá
fer allt vel.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þú ert fær í listinni að leika þér
– það er gjöf þín til heimsins. Taktu hug-
myndum makans um breytingar hvers
konar með brosi á vör.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Þú hefur tekið að þér allt of mörg
árstíðabundin verkefni. Getur þú ætlast
til að aðrir sýni þér jafn mikinn stuðning
og þú hefur sýnt þeim? Nei.
Stjörnuspá
4. júní 1832
Íslendingum var boðin þátt-
taka í þingi Eydana (íbúa eyja
sem heyrðu undir Danmörku).
Þetta var eitt af fjórum stétta-
þingum sem áttu að skila til-
lögum um lýðræðislegri
stjórnarhætti. Konungur skip-
aði tíu íslenska fulltrúa til
þingsetu.
4. júní 1904
Hornsteinn var lagður að húsi
Gagnfræðaskólans á Akur-
eyri, síðar Menntaskólans á
Akureyri. Húsið var tekið í
notkun um haustið og er enn í
notkun.
4. júní 1957
Hulda Jak-
obsdóttir var
kjörin bæj-
arstjóri í Kópa-
vogi og tók við
af eiginmanni
sínum, Finn-
boga Rúti
Valdimarssyni.
Í viðtali við
Þjóðviljann sagði hún: „Ég
hefði helst viljað vera laus við
þetta.“ Hulda var fyrsta konan
sem gegndi bæjarstjórastarfi
hér á landi.
4. júní 1959
Sjálfsbjörg, landssamband
fatlaðra, var stofnuð til að
hafa forystu í baráttu fatlaðs
fólks fyrir auknum réttindum
og bættri aðstöðu í þjóðfélag-
inu.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist…
Ragnheiður Inga Björnsdóttir og
Thelma Karen Sveinsdóttir héldu
tombólu við Bónus-verslunina í
Naustahverfi á Akureyri. Þær
færðu Rauða krossinum ágóðann,
6.931 kr.
Hlutavelta
Sesselja Kristjánsdóttir söngkona er búin að bjóða
um 90 manns, skemmtilegu fólki sem henni þykir
vænt um, í fertugsafmælið sitt í kvöld og hún býst
við miklu fjöri. Vinir hennar eru margir söng-
elskir og gera má ráð fyrir að margir stígi á svið
til að skemmta sér og öðrum. „Svo verður bara
dansað,“ segir Sesselja. Sumir kvíða fertugs-
afmælinu en ekki Sesselja. Hún hefur raunar lítið
velt þessum tímamótum fyrir sér. „Er ekki talað
um að allt sé fertugum fært. Það er örugglega
eitthvað til í því.“
Sesselja hefur sungið á ýmsum tónleikum í vet-
ur en hún hefur einnig kennt söng á leikskólanum Sólbrekku á Sel-
tjarnarnesi. Þar séu margir efnilegir söngvarar. „Annars er alveg
ótrúlegt hvað börnin geta lært mörg erindi og flókin texta.“
Sesselja, sem er mezzósópran, hefur m.a. leikið og sungið hlutverk
blómarósarinnar Rosinu, í Rakararanum frá Sevilla sem sett var upp í
Íslensku óperunni fyrir nokkrum árum, og myndin af Sesselju er ein-
mitt tekin við það tækifæri. Hún er einkum að undirbúa sumarfríið
sitt en einnig að undirbúa ljóðatónleika með Önnu Guðnýju Guð-
mundsdóttur sem verða haldnir á Gljúfrasteini í ágúst. runarp@mbl.is
Sesselja Kristjánsdóttir söngkona fertug
Þykir vænt um gestina
Nýbakaðir
foreldrar?
Sendið mynd af
barninu til birtingar í
Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt
að senda mynd af barninu
með upplýsingum um
fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum
foreldra. Einnig má senda
tölvupóst á barn@mbl.is