Morgunblaðið - 04.06.2010, Page 39

Morgunblaðið - 04.06.2010, Page 39
Menning 39FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2010 Út er komin bókin Með á nót- unum 2 eftir Hrafnhildi Sig- urðardóttur grunnskólakenn- ara. Bókin er sjálfstætt framhald bókarinnar Með á nótunum og hefur eins og fyrri bókin að geyma hreyfisöngva og þulur, tæplega sextíu tals- ins. Lögunum fylgja útskýr- ingar á hreyfingum þar sem stuðst er við tjáningarformið „Tákn með tali“. Aftast í bók- inni eru nótur að öllum lögunum ásamt einföldum gítar- og píanóhljómum. Geisladiskur fylgir bók- inni þar sem öll lögin og þulurnar eru flutt. Sigríður Ásdís Jónsdóttir myndskreytti og Sig- rún Andersen sá um nótnaskrift. Tónlistarbækur Hreyfisöngvar og þulur fyrir börn Kápa Með á nótunum 2. Tónlistarhátíðin Bjartar sum- arnætur hefst í Hveragerðis- kirkju annað kvöld kl. 20:00 með dagskrá sem helguð er Gabriel Fauré að mestu. Á sunnudag verður henni svo fram haldið kl. 17:00, en þá verður meðal annars sungin og leikin tónlist eftir Haydn, Moz- art og Beethoven og Hvera- gerðislög í útsetningu Atla Heimis Sveinssonar þar sem áheyrendur geta tekið undir í fjöldasöng. Flytjendur eru Ástríður Alda Sigurðardóttir, Hulda Jónsdóttir, Elín Ósk Óskarsdóttir og Tríó Reykjavíkur, þau Guðný Guðmundsdóttir, Gunn- ar Kvaran og Peter Máté. Tónlist Bjartar sumarnæt- ur í Hveragerði Gabriel Fauré Söngvararnir Kristjana Stef- ánsdóttir og Elvar Örn Frið- riksson munu flytja blús og aðra mæðusöngva á Kaffi Ro- senberg við Klapparstíg í kvöld, föstudaginn 4. júní, og á morgun, laugardagskvöldið 5. júní. Yfirskrift tónleikanna er: Á bláum nótum. Með þeim leikur úrvalslið tónlistarmanna, þeir Birgir Baldursson á trommur, Róbert Þórhallsson á bassa, Ómar Guðjónsson á gítar og Agnar Már Magnússon á Hammond-orgel. Það kostar 1500 krónur inn og hefjast tónleik- arnir bæði kvöldin klukkan 22.00. Ekki er gerð krafa um að gestir séu mæðulegir. Tónlist Blús og aðrir mæðusöngvar Kristjana Stefánsdóttir Á næsta listmunauppboði Foldar verður meðal annars boðið upp eitt elsta olíumálverk af íslensku lands- lagi sem menn þekkja til, en það málaði þýski listmálarinn Johann Christian M. Ezdorf (f. 1801 í Pöß- neck, d. 1851 í München). Ezdorf kom hingað til lands 1827 og málaði eftir það fáein landslagsverk frá Ís- landi. Verkið sem nú verður boðið upp var málað árið 1830 og er mynd- efnið Reynisdrangar. Það er 18x28 cm og merkt Ezdorf. Ezdorf fæddist í bænum Pößneck nálægt Dresden í Þýskalandi 1801. Hann lærði í Münchenar-listaaka- demíunni og fór í margar náms- ferðir til Norðurlandanna. Fyrstu námsferðina fór Ezdorf 1821 til Hamborgar, Kaup- mannahafnar og Noregs. Önnur ferð hans var til Íslands 1827 en í þeirri ferð málaði hann þó nokkrar myndir og hafa tvær þeirra sést á uppboðum í Þýskalandi, önnur þeirra einnig frá Reynisdröngum, en hitt verkið málaði Ezdorf við Gatkett á Snæfellsnesi. Samkvæmt upplýsingum frá Gallerí Fold er starfsmönnum þar ekki kunnugt um eldri landslags- verk unnin með olíulitum af ís- lensku landslagi, en til sé talsvert af teikningum og skissum, aukin- heldur sem nokkuð sé til af mál- verkum af fólki og biblíumótífum. Söguleg Hluti úr mynd Johanns Christian M. Ezdorfs af Reynis- dröngum. Með elstu olíumál- verkum Landslagsmynd af Reynisdröngum frá 1830 Big vill frekar vera heima að horfa á sjónvarpið og borða skyndi- bita 45 » Meðan auglýsingageirinneinblínir enn á óþrosk-aðasta markhópinnsem til skamms tíma veitti auðfengnasta arð, er varla viðbúið að klassíkunnendur veki áhuga hans. Þegar hann hins vegar vex úr grasi, sem ætti ekki að vera of langt að bíða við nýbreyttar þjóð- félagsaðstæður, mun vonandi vænk- ast hagur metnaðarfyllri tónlist- argreina. Því þeirra hlustendur eiga margir meira aflögu en hinir, þótt falli ekki fyrir hvaða skrumi sem er – hið fyrra ugglaust afleiðing hins seinna. Og það sem meira er: Með lækkandi fæðingatölu fer þeim hlut- fallslega fjölgandi! Eitthvað þessu líkt datt manni snöggvast í hug þegar áheyrendur fylltu gamla lestrarsal fyrrum Landsbókasafns á miðvikudag. Enda mynduðu smekkvísir og vand- látir hærumprýddir reynsluboltar meirihlutann. Þó maður saknaði fleiri unghlustenda, er mæta oft furðuvel í framúrstefnuna, þá studdi það aðeins gamlan grun um að augnablikshyggja nýliðinnar skyndi- neyzlu hafi í bili skapað sögufirrta kynslóð, er bætast mun fyrir þegar arftakar hennar skynja betur nið aldanna í fersku ljósi. Sumpart fyrir tengjandi áhrif Nýaldar- og Heims- tónlistar, en ekki sízt fyrir fullþroska sagnréttan flutningsmáta („HIP“) er á síðustu árum hefur rifið upp barokkmúsík með þvílíkum sópandi árangri að hún lætur engan grað- bólugemling ósnortinn. Fengu menn hér góðan ávæning af því, einkum eftir hlé þegar NA tók að leika á fljúgandi fimbulkostum. Ekki svo að skilja að verk fyrri hálf- leiks eftir Jean-Marie Leclair (1697- 1764), A. Corelli (1653-1713) og S. Bodinus (1700-59) hafi verið slælega leikin (allra sízt dúnmjúkt flautusóló Giorgiu Browne í II. þætti síðast- nefnda), en snerpan gerði samt herzlumuninn í þeim seinni. Verk- efnavalið var almennt bráð- áhugavert, því þótt oft væri þáttum sleppt úr, var þeim forvitnilegustu að líkindum haldið; t.a.m. Sjakonn- unni úr Deuxi----ème Récreation de Musique Op. 8 e. Leclair er minnti á frjálslega meðferð frumklassíkur á eldri barokkformum. Eftir ágæta úttekt Guðrúnar Ósk- arsdóttur á krómatískt flamenco- skotinni G-dúr sembalsónötu Dome- nico Scarlattis K 105 og ljúfa meðferð NA á tilbrigðum Gem- inianis við skozkt þjóðlag kom kannski toppur kvöldsins, 1. Sónata Telemanns í D TWV 46:D1, ynd- islegt fjórþætt verk. Leikum lauk á tveim þáttum úr spennandi tengi- stykki (án fylgibassa) milli barokks og klassíkur eftir hinn sárókunna Ernst Eichner (1740-77), hvort- tveggja túlkað af klukkusamstilltum bravúr. Milli verka fjallaði Halla Steinunn svolítið um verk og höfunda, og sam- útvarpsmaður hennar úr RÚV, Guðni Tómasson sagnfræðingur, las upp úr íslenzkum samtímaritum eft- ir m.a. Magnús Stephensen og Egg- ert Ólafsson. Var það vissulega virð- ingarverð tilraun til að lífga „nakinn“ konsertflutning. En þótt leskaflar Guðna væru skemmtilegir sem slíkir, þá fann ég naumast nægj- anlega tengjandi tilefni milli blá- snauðra og vitatónlistarvana Íslend- inga 18. aldar og sköpunarumhverfis Miðevrópu. Auk þess gleymdist sem oftar að ómagnaðar kynningar – annarra en stentorradda leikhús- anna – fara iðulega á mis við skerta hátíðniheyrn tónkera á miðjum aldri og upp úr. Þjóðmenningarhúsið Kammertónleikar – Listahátíð bbbmn Síðbarokkverk eftir Leclair, Corelli, Bod- inus, D. Scarlatti, Geminiani, Telemann og Eichner. Kammerhópurinn Nordic Af- fect (Georgia Browne barokkþverflauta, Halla Steinunn Stefánsdóttir fiðla, Hanna Loftsdóttir selló, Guðrún Hrund Harðardóttir víóla og Guðrún Ósk- arsdóttir semball). Miðvikudaginn 2. júní kl. 20. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST Á fljúgandi fimbulkostum Ávæningur Félagar í Nordic Affect léku á fljúgandi fimbulkostum. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Kór einn mikill tengist fílharm- óníusveitinni í Washington og heitir National Philharmonic Chorale. Hann er með þekktustu kórum á austurströnd Bandaríkjanna, skip- aður 170 röddum, en fílharm- óníusveitin er 100 manna. Nú er væntanlegur hingað til lands hluti kórsins, 25 manns, sem heldur tón- leika með íslenska kórnum Vox Aca- demica í Langholtskirkju á morgun kl. 15:00. Bandarísk kórmúsík í öndvegi Kórfélagar að vestan hafa dvalið hér á landi undanfarna daga við æf- ingar með liðsmönnum Vox Aca- demica og æft meðal annars klass- ísk bandarísk kórverk 20. aldar. Stjórnendur á tónleikunum verða Stan Engebretson, sem er stjórn- andi National Philharmonic Choral, og Hákon Leifsson, sem stýrir Vox Academica. Hákon segir að á dag- skránni séu meðal annars Agnus Dei eftir Samuel Barber, sem jafn- an er flutt þegar þjóðarsorg ríkir vestan hafs, Alleluia eftir Randall Thompson og Chichester Psalms fyrir kór og orgel, hörpu og slag- verk eftir Leonard Bernstein, sem hann samdi uppúr hugmyndum og hugmyndabrotum sínum af West Side Story. Eitt íslenskt verk er á dagskránni; Ave Maria eftir Hjám- ar Ragnarsson. „Bandarísk kórtónlistarhefð er nokkuð frábrugðin þeirri evrópsku, oft tengdari dægursveiflum, ný- klassík og mínimalisma, en sú evr- ópska er stundum klassískari, hefur ekki þetta dæguryfirbragð. Í Evr- ópu er klassísku gildin meitluð í stein en bandarískir kórmenn eru frjálslegir, leyfa sér að vera ex- pressífir, fordómalausari í forminu.“ Stjórnandi af íslenskum ættum Stjórnandinn Stan Engelbretson hefur oft komið hingað til lands og er ættaður úr Skagafirðinum. Hann ólst upp í Fargo í Norður-Dakóta, lauk mastersnámi í píanóleik og söng frá háskólanum í Norður- Dakóta og doktorsgráðu í hljóm- sveitarstjórnun frá Stanford-há- skóla. Engelbretson hefur kennt við háskólana í Texas og Minnesota, er listrænn stjórnandi Midland- Odessa Symphony Chorale og aðstoðarstjórnandi Minnesota Cho- rale. Hann er prófessor í kórsöng við George Mason University og gegnir fjölda annarra starfa í þágu tónlistarlífsins í Bandaríkjunum og í Evrópu. Hákon Leifsson segir að upp- haflega hafi Engelbretson komið hingað á Fullbright-styrk fyrir til- stilli Úlfars Inga Haraldssonar tón- skálds og hljómsveitarstjóra sem er frændi hans. „Engelbretson kom hingað fyrir þremur árum og kenndi við listaháskólann og kynnti bandaríska kórtónlist allt frá gosp- eli og hélt líka fyrirlestra um nú- tímatónlist. „Þá komust þessi sam- skipti á og þau hafa aukist og styrkst síðan.“ Morgunblaðið/Jakob Fannar Myndaður banda- rísk-íslenskur kór Eitt íslenskt verk » 25 félagar í bandaríska kórnum National Philharmonic Chorale eru staddir hér á landi og halda tónleika með Vox Aca- demica. » Tónleikarnir fara fram í Langholtskirkju á morgun kl. 15:00 og flutt verða bandarísk kórlög í bland við evrópsk og eitt íslenskt verk. » Kórstjóri National Philharm- onic Chorale er ættaður úr Skagafirðinum. Bandarísk kórtónlist kynnt Frjálslegt Frá æfingu kóranna tveggja, National Philharmonic Chorale og Vox Academica, í Langholtskirkju.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.