Morgunblaðið - 04.06.2010, Blaðsíða 40
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Fyrir um ári fluttist Benedikt Her-
mann Hermannsson til Edinborgar í
Skotlandi, fylgdi eftir eiginkonu
sinni sem stundar þar nám í arki-
tektúr. Fyrir vikið lagði hann af
hljómsveit sína hér heima um hríð,
en hélt þó áfram að starfa sem Benni
Hemm Hemm, fann sér nýja sam-
starfsmenn og samdi nýja tónlist.
Enn að spila og semja
Benni segir að í raun sé hann ekki
að fást við svo ólíka hluti ytra og
hann gerði hér heima; hann sé enn
að spila og semja tónlist, en vitanlega
töluverður munur á því að starfa að
tónlist þar ytra. „Það er frábært að
vera í músík hér heima, ótrúlega frá-
bært, en að sama skapi aðeins of
þægilegt,“ segir Benni og kímir. „Úti
verð ég að vinna öðruvísi, get ekki
hringt í tuttugu manns og kallað
saman í tónleika sama kvöldið og ég
lærði því að spila einn og fór því að
semja öðruvísi lög.“ Að þessu sögðu
þá er Benni búinn að koma saman
hljómsveit þar ytra, eða réttara sagt
finna sér samstarfsmenn sem hann
lék með í Íslensku óperunni í gær-
kvöldi í tón- og textaverkinu Ryk á
Book, sem verður einnig flutt á Ak-
ureyri á morgun.
Skoski söngvarinn Alasdair Ro-
berts kemur fram í verkinu, en hann
segist Benni hafa séð á tónleikum
fyrir einskæra tilviljun og hrifist af.
„Hann er með svo sérstakan skoskan
hreim og mig langaði að fá hann til
að syngja með mér, svo fullkominn
kandídat í það sem ég var búinn að
semja og svo líka það að hann er æð-
islegur söngvari,“ segir Benni og
bætir við að Blásarasveitin hafi aftur
á móti verið með frá upphafi, ef svo
má segja, því hann sá verkið fyrir sér
í óráðsdraumi og þar var hún með.
„Ég var fárveikur, í hitamóki, og sá
þá fyrir mér hvernig tónlist ég vildi
semja næst og hvernig hún ætti að
hljóma. Þegar ég var kominn með
mynd af henni áttaði ég mig á því að
ég var orðinn algjörlega frískur,“
segir Benni og brosir að minning-
unni.
Óvenjulegt verk
Verkið Ryk á Book er um margt
óvenjulegt í tónsmíðasögu Benna og
þá ekki síst fyrir það að hann einsetti
sér að gefa verkinu meiri tíma en
hann var vanur að eyða í tónsmíðar,
en líka hvernig lögin mynda eina
heild. „Mig langaði mikið til þess að
gera eitthvert stórt verk og þetta er
gríðarlega mikið af tónlist, efni í
tvær eða þrjár Benna Hemm
Hemm-plötur. Þetta er líka meira
textaverk en ég hef þorað að fara út í
áður, bæði hvað það er mikið af orð-
um og svo líka það um hvað textarnir
fjalla.
Það er ákveðin krafa í enskri
textagerð að menn séu að syngja um
eitthvað alvöru, að syngja játn-
ingalög og mér hefur alltaf þótt það
frekar glötuð pæling. Mig langaði til
að prófa að gera texta sem segja það
sem ég myndi aldrei þora að segja
við neinn og í því samhengi þá að það
er sungið á ensku og skosku í einu og
þá skilur áheyrandinn það ekki, það
maskast út og þá skilur fólk vonandi
ekki hvað ég er að segja. Ég syng um
hluti sem ég óttast mjög mikið, sem
ég hef mjög miklar áhyggjur af og
það sem mig langar helst til að gera.“
Þegar söngvarar og listamenn
syngja um hluti sem standa hjarta
þeirra næst er það oft kallað að þeir
séu að „opna sig“ en að mati Benna
er það oftar en ekki gert til þess að
heilla áheyrandann, en ekki endilega
til að tjá raunverulega tilfinningar.
„Mér hefur alltaf þótt það …“ segir
Benni, hugsar sig um smástund og
heldur svo áfram: „… ógeðslegt að
vera að syngja um fjölskylduvanda-
mál og einkalíf. Auðvitað er það oft
mjög fallegt, en ég kann ekki við þá
kröfu í enskri textagerð að textarnir
eigi að vera játningatextar, að fólk
eigi sífellt að vera að syngja sann-
leikann um líf sitt,“ segir Benni, en
vendir svo sínu kvæði í kross: „Mér
finnst þetta þó oft mjög flott og þess
vegna er ég að gera þetta, þó það sé
líka klígjulegt,“ segir hann og kímir.
„Sumir eru snillingar í því að gera
texta og ég á marga vini sem geta
það. Svo eru aðrir sem ég þekki til
sem syngja um líf sitt og eru að
ljúga, segja frá lífsreynslu sem þeir
hafa ekki upplifað. Mér finnst flest
miklu meira spennandi en að tala um
mig og hvað mér líði illa heima hjá
mér eða vel og því fannst mér það
pínu spennandi verkefni að velta því
fyrir mér hvað ég myndi skrifa um ef
ég setti mér það verkefni að gera
persónulega texta og gekk mjög vel
að finna umræðuefni sem ég get eig-
inlega ekki talað um.“
Í gærkvöldi gafst áheyrendum í
Óperunni færi á að heyra hvað það er
sem Benni Hemm Hemm vill eig-
inlega ekki tala um, en getur þó
sungið um þegar hann er búinn að
flétta saman við það söng með skosk-
um hreim. Á morgun fá svo Norð-
lendingar færi á að hlusta í Ketilhús-
inu, en Ryk á Book verður flutt þar
kl. 15:00.
Það sem ekki má segja
Morgunblaðið/Ómar
Tilviljun Benni Hemm Hemm og Alasdair Roberts á æfingu með Blásarasveit Reykjavíkur. Skoskur hreimur Roberts hreif Benna.
Benni Hemm Hemm treður upp í Ketilhúsinu á Akureyri á morgun og flytur
nýtt texta- og tónverk Textarnir, tja … það má eiginlega ekki tala um þá
40 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2010
Hún verður þétt dagskráin hjá
skoska tónlistamanninum Alasdair
Roberts næstu dagana hér á landi.
Í gærkvöld spilaði hann með Benna
Hemm Hemm í Íslensku óperunni á
Listahátíð í Reykavík. Hann kemur
svo tvisvar fram í dag. Fyrri tón-
leikarnir eru í búðinni Havarí kl.
16.30 og þeir seinni á skemmti-
staðnum Venue í kvöld þar sem Ey-
steinn Pétursson og Markús
Bjarnason sjá um að hita upp.
Á morgun endurtaka svo Roberts
og Benni Hemm Hemm leikinn fyr-
ir norðan á Akureyri Int-
ernational Music Festi-
val (sjá umfjöllun um
Ryk á Book hér til
hliðar) en ferðalaginu
lýkur með tónleikum í
Leikhúsinu á
Möðruvöllum
þar sem Ro-
berts mun
flytja skoska
þjóðlaga-
söngva.
Spilar á fimm tón-
leikum á fjórum dögum
Fólk
Myndlistarmaðurinn Snorri Ásmundsson mun á
morgun kl. 14 opna með gjörningi sýninguna
Moso Mongo Memory Mix í Listasal Mosfells-
bæjar. Í tilkynningu um sýninguna segir að
Snorri ætli að koma á óvart og vilji ekkert gefa
upp um hvað hann ætli að sýna. Blaðamaður
reyndi þó að ná einhverju upp úr honum.
-Ætlarðu ekkert að segja um þessa sýningu?
„Ég vil helst að þetta komi á óvart,“ svarar
Snorri en segir þó að ljósmyndir verði á sýning-
unni og myndbandsverk.
-Nú sá ég á Fésbókinni að þú ert að leita að
styrkjum til að geta sett upp ástarpíramídann
þinn, Pyramid of Love, í Palestínu í haust.
„Þetta er búið að standa yfir lengi, ég ákvað
þetta fyrir um ári, þegar Ísraelsmenn réðust inn
í Palestínu,“ segir Snorri. Hann hyggst smíða
píramídann úr skotheldu gleri í Tel Aviv, flytja
hann til Palestínu og sitja inni í honum og hug-
leiða og breiða þannig út fallega og góða orku.
Píramídann hefur Snorri sett upp í Reykjavík og
Feneyjum. „Ef mér tekst þetta hugsa ég að það
eigi eftir að hafa stórfenglegar afleiðingar,“
segir Snorri. En hvað mun þessi gjörningur
kosta? „Ég mun smíða píramídann í Ísrael, í Tel
Aviv, úr skotheldu gleri. Það kostar smá pening.
Og svo er það flutningurinn og ferðalagið, við
ætlum að reyna að fara inn á Gaza. Þannig að
þetta er fyrirtæki sem kostar nokkrar milljónir.“
Snorri biður þá sem vilja styrkja hann að senda
sér tölvupóst á snorri.asmundsson@gmail.com.
helgisnaer@mbl.is
Ástarpíramídi úr skotheldu gleri í Palestínu
Snorri Les í tarot-spil með hárkollu á höfði.
Hitaveitan: Með lögum skal land-
ið verma er ný safnplata frá Kimi
Records sem kemur út á þjóðhátíð-
ardag okkar Íslendinga, 17. júní
næstkomandi. Á plötunni er að
finna 14 lög frá fjölbreyttum hópi
tónlistarmanna og hljómsveita og
segja útgefendur að rauði þráður
plötunnar sé fjörugt sumar sem sé
rétt handan við hornið.
Mikið er um áhugavert samstarf
á plötunni og má t.d. nefna vest-
firskt samstarf Mugison og
Reykjavík! en sveitirnar tóku upp
lagið „Sumarást“ fyrir vestan, á
Flateyri og Suðureyri.
Ný sumarsafnplata
frá Kimi Records
Flytjendur í Ryk á Book eru auk
Benna og Alasdairs Roberts
Blásarasveit Reykjavíkur undir
stjórn Tryggva M. Baldvins-
sonar.
Fyrri tónleikar þeirra voru í
Íslensku óperunni í gærkvöldi,
en síðan verður sami hópur á
ferð á Akureyri og leikur í Ket-
ilhúsinu á morgun kl. 17. Þeir
tónleikar eru í samvinnu við
AIM, Alþjóðlega tónlistarhátíð á
Akureyri.
Ryk á Book
BENNI MEÐ BLÁSARASVEIT
Örlygur Smári, höfundur Evr-
óvisjónlagsins „Je Ne Sais Quoi“, er
ekki par sáttur við þá ákvörðun út-
varpsstjóra að öll lögin sem taka
þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins
verði á íslensku næst þegar hún fer
fram. „Síðast þegar þetta var reynt
var árið 2007. Ég hélt að sá tími
væri liðinn :-) Er ekki kominn tími
til að láta af þessum rembingi með
tungumálið. Ekki heldur eins og
þessi söngvakeppni sé eini vett-
vangurinn fyrir íslenska texta. Ís-
land orðið fjölþjóðlegt samfélag,
það býr fólk hérna sem hefur annað
móðurmál en íslensku … Það má þá
ekki syngja á pólsku lengur … eða
hvað? :-),“ skrifar Örlygur á Fés-
bókinni. „Ég held að Páll vilji vel
með þessu. Held að hann hafi bara
ekki hugsað þetta til enda,“ bætir
hann síðar við í athugasemd.
Ekki látið af rembingi
með tungumálið