Morgunblaðið - 04.06.2010, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2010
Getur þú lýst þér í fimm orðum?
Frekar fín en stundum frek.
Hvernig hefurðu það? (spyr síðasti að-
alsmaður, Fanney Ingvarsdóttir, ungfrú Ís-
land)
Ég get ekki kvartað.
Hvernig var að vera andlit hins nýja Íslands í
landkynningarmyndbandinu?
Hvernig var? Það var alla vega mjög gaman
að gera þetta, svo vona ég bara að þetta
hafi einhver áhrif.
Er svona rosalega gaman að vera á Íslandi?
Dansa allir, alltaf og alls staðar? Ég veit
það ekki, en ég vona að ferðamönnunum
sem koma hingað eigi eftir að finnast gam-
an.
Leiklist er eins og …?
Æ, ég veit það ekki. Við gerum okkar besta
og vonum svo að til verði töfrar þegar við
fáum áhorfendur, eins og hvað er það?
Fyrsta deitið kannski?
Hvert er draumahlutverkið?
Úff, mig langaði alltaf að leika Curly Sue
þegar ég var pínu pons. Núna langar mig
að prófa allt.
Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór?
Leikkona og læknir og lögfræðingur .
Hvor er með flottari hárgreiðslu, Jón Gnarr
eða Dagur B. Eggertsson?
Er Jón Gnarr með hárgreiðslu?
Hver er tilgangur lífsins?
Að slaka á og njóta þess eftir bestu sam-
visku og bæta heiminn með hænuskrefum
og að reyna alltaf að vera pínulítið betri
manneskja í dag en í gær?
Áttu þér tvífara og ef svo er þá hvern?
Hahaha! Já, stundum er mér ruglað saman
við Þorbjörgu Helgu Þorgilsdóttur leik-
konu, ég tek því bara sem miklu hrósi.
Hvaða bíómynd hefurðu séð oftast?
Gone with the Wind kannski, eða Moulin
Rouge, svona í seinni tíð. Annars held ég að
Home Alone eigi vinninginn.
Hvað óttastu mest?
Að missa.
Hver er uppáhaldsleikarinn þinn?
Hilmar Guðjónsson.
Hvað gerir þú á föstudagskvöldum?
Stundum fer ég og hitti fólk sem mér finnst
skemmtilegt og dansa og dansa og dansa.
Stundum horfi ég á bíómyndir og borða
súkkulaði. Stundum geri ég frábærlega
fabjúlös plön um að dansa og dansa en enda
svo bara heima að horfa á
bíómynd.
Hvað færðu ekki staðist?
Afslöppun í sól.
Veistu allt um Enron-
málið?
Ég veit ýmislegt um En-
ron-málið, ég veit að að-
ferð Enron-fólksins er
ekki uppskrift að
gæfu og gengi, en
það er algengur mis-
skilningur.
Hvað á að gera í
sumar?
Fara í kjól og útskrif-
ast úr Listaháskól-
anum, fara til Amsterdam
og sigla í síki, læra að dansa
hipphopp-dans, syngja power-
ballöður og skera kökur á
Kaffi Norðurfirði, fara í
brúðkaup, prófa sjósund,
fara í venjulegt sund og
hlusta á fólkið og komast nær
tilgangi lífsins í pottinum.
Hvaða húsverk finnst þér leið-
inlegast?
Ryksuga, engin
spurning. Það er svo
mikið vesen. Svo
finnst mér líka leið-
inlegt að þrífa svona
gamaldags ofna sem
eru samsettir úr
rörum.
Með hvaða liði held-
urðu á Heimsmeist-
aramótinu í knatt-
spyrnu ?
Öllum.
Hvers viltu spyrja næsta
aðalsmann?
Bíó eða leikhús? – Hví?
Aðalsmaður vikunnar er leikkonan Lára Jóhanna Jónsdóttir
sem starfar fyrir Borgarleikhúsið og mun m.a. leika í Enron og
Ofviðrinu í því húsi. Auk þess kemur hún fram í nýju landkynn-
ingarmyndbandi átaksins Þjóðin býður heim.
Morgunblaðið/Jakob Fannar
Er Jón Gnarr með hárgreiðslu?
Lára Heldur með
öllum liðunum á HM.
HHH
T.V. - Kvikmyndir.is
SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI
HHH
S.V. - MBL
HHHH
T.V. - Kvikmyndir.is
HHHH
...óhætt er að
að fullyrða að
Hrói Höttur hefur
aldrei verið jafn
grjótharður og í
túlkun Crowe.
Þ.Þ. - FBL
HHH
Ó.H.T - Rás 2
SÝND Í SMÁRABÍÓI
Frá Neil Marshall
leikstjóra “The Descent”
kemur hörku spennumynd
Sími 462 3500
Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
Get Him to the Greek kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára
Robin Hood kl. 10:20 B.i. 12 ára
Brooklyn’s Finest kl. 8 B.i. 16 ára
Húgó 3 Ísl. tal kl. 6 LEYFÐ
SÝND Í SMÁRABÍÓ
Sýnd kl. 4, 7 og 10
Sýnd kl. 4 og 6Sýnd kl. 8 og 10:30
ÞRÆLMÖGNUÐ SPENNUMYND
FRÁ LEIKSTJÓRA “THE TRAINING DAY”
Sýnd kl. 3:50, 5:50, 8 og 10:10
HEIMSFRUMSÝNING
FRÁ LEIKSTJÓRA FORGETTING SARAH MARSHALLOG FRAMLEIÐANDA KNOCKED UP
KEMUR EIN KLIKKAÐASTA GRÍNMYND SUMARSINS
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓISÝND Í BORGARBÍÓ
Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó
ef þú greið með kreditkorti
tengdu Aukakrónum
www.laugarasbio.is
50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á
-bara lúxus
Sími 553 2075
með Kreditkorti tengdu Aukakrónum!