Morgunblaðið - 04.06.2010, Page 44
» Það að hljómsveitir séuófrumlegar, sökkvi sér í
tónlistarstefnur liðinna tíma
þarf ekki að vera ókostur enda
krafan sú að menn séu að gera
eitthvað nýtt eða eitthvað gam-
alt á nýjan hátt.
AF LISTUM
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
ÍÁrósum ár hvert er haldin rokkhátíðsem kallast Spot og er aðallega ætluðnorrænum hljómsveitum, þó nú hafi ver-
ið bryddað á því að hleypa að nokkrum
hljómsveitum og listamönnum frá öðrum álf-
um. Obbinn sem treður upp á Spot er þó
danskur, sem skýrist vitanlega af land-
fræðilegum staðreyndum fyrst og fremst en
einnig af því að hátíðin er haldin að undirlagi
og í skipulagi danska rokksambandsins,
ROSA. Fyrir vikið má segja að Spot sé hátíð
danskrar tónlistar og þá þess sem nýtt er og
ferskast á því sviði.
Á undanförnum árum hefur dönsk tónlist
sótt verulega í sig veðrið eins og heyra hefur
mátt á undanförnum Spothátíðum og óhætt
að halda því fram að margar af bestu hljóm-
sveitum Norðurlandanna sé danskar. Nefni
sem dæmi Efterklang, sem væntanleg er á
Airwaves í haust, Slaraffenland og Annika
Aakjær, sem tóku þátt í Spot að þessu sinni.
Að því sögðu þá hefur skortur á frumleika
Ófrumlegt en
þó skemmtilegt
The Blue Van Ný tónlist en þó í senn gömul og góð, lög sem hljóma líkt og þau séu gömul.
einkennt danska tónlist um hríð, löngunin eft-
ir því að slá í gegn er býsna sterk þar í landi,
svo sterk reyndar að hún ber listfengið oft of-
urliði (sem má svosem líka segja um ýmiss
konar íslenska tónlist).
Það að hljómsveitir séu ófrumlegar,sökkvi sér í tónlistarstefnur liðinna tíma,
þarf það ekki að vera ókostur enda krafan sú
að menn séu að gera eitthvað nýtt eða eitt-
hvað gamalt á nýjan hátt. Hvað þá með þá
sem gera eitthvað gamalt á gamlan hátt,
semja ný lög sem hljóma eins og þau hafi ver-
ið samin í fyrndinni? Víst er það ný tónlist en
þó í senn gömul og góð, eða svo finnst í það
minnsta þeim sem kunnu að meta sænsku
sveitina Hives og falla nú fyrir dönsku rokk-
sveitunum The Blue Van og Thee Attacks.
Fyrri sveitin troðfyllti og tryllti í Offí-seratjaldinu á Spot um daginn. Sú spilar
þungarokkskryddað popp, kraftapopp sem
minnir ekki svo lítið á The Who og breska
rokksveitir sjöunda og áttunda áratugarins.
Gríðarskemmtileg tónleikasveit en skilur lítið
eftir sig.
The Blue Van er á kynnisferð um rokklífseinni hluta sjöunda áratugarins, en
Thee Attacks beinir sjónum að því sem gerð-
ist í bresku rokki á fyrrihluta áratugarins,
dregur dám af The Kinks og álíka sveitum,
má kannski lýsa þessum sveitum sem fyrir og
eftir mod-bylgjuna (þó Kinks og Who hafi
báðar borist með þeirri bylgju um hríð). Thee
Attacks er ekki síður skemmtileg tónleika-
sveit en The Blue Van, skemmtilegri ef eitt-
hvað er, og þó sveitin hafi fengið minna pláss
(Filuren) var þar allt orðið fullt vel áður en
sveitin hóf leik sinn og fjörið ósvikið.
Þessar hljómsveitir tvær eru báðar lík-legar til að slá í gegn, sú síðarnefna
reyndar mjög líkleg, en það verður þá ekki
fyrir frumleika heldur fyrir hrein skemmti-
legheit og er það ekki hið besta mál? Tónlist
nærir andann, en stundum þarf að örva lík-
amann líka.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2010
Svalasta mynd
ársins er komin!
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
SÝND Í ÁLFABAKKA
Robert Downey Jr., Samuel L. Jackson, Gwyneth Paltrow,
Scarlett Johansson, Don Cheadle og Mickey Rourke eru
mætt í fyrstu STÓRMYND SUMARSINS
HHHH
„Iron Man 2 setur viðmið sem eru gulls
ígildi fyrir framhaldsmyndir þökk sé leik-
num hans Roberts Downey Jr. sem Stark“
- New York Daily News
SÝND Í ÁLFABAKKA
HHHHH
“Þeir sem missa af þessari
fremja glæp gegn sjálfum sér.”
– Fbl.-Þ.Þ
HHHHH
„Fáránlega skemmtileg, fullkomlega
uppbyggð og hrikaleg rússíbanareið
sem sparkar í staði sem aðrar myndir
eiga erfitt með að teygja sig í“
- Empire – Chris Hewitt
HHHHH
– H.G. – Poppland Rás 2
SÝND Í KRINGLUNNI
CARRIE, SAMANTHA,
CHARLOTTE OG
MIRANDA ERU
KOMNAR AFTUR
OG ERU Í FULLU
FJÖRI Í ABU DHABI.
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
HEITASTA
STELPUMYND
SUMARSINS
SKEMMTILEGASTI
VINKVENNAHÓPUR
KVIKMYNDA-
SÖGUNNAR ER
KOMINN Í BÍÓ
GLAUMUR, GLAMÚR OG SKÓR ERU MÁLIÐ Í SUMAR
SPARBÍÓ 950 krkr á allar sýningar merktar með grænu
SEX AND THE CITY 2 kl. 4 -5D -7-8D -10- 11D 12 DIGITAL THE LAST SONG kl. 3:20 - 5:40 - 8 - 10:20 L
SEX AND THE CITY 2 kl. 5 - 8 - 11 VIP-LÚXUS IRON MAN 2 kl. 8 - 10:30 12
SEX AND THE CITY 2 kl. 10 MömmuMorgnar 12 DIGITAL KICK-ASS kl. 5:40 14
PRINCE OF PERSIA kl. 3 -5:30-8-10:30 10 DIGITAL AÐ TEMJA DREKANN SINN kl. 3:40 m. ísl. tali L
/ ÁLFABAKKA
SEX AND THE CITY 2 kl. 5D - 7D - 8D - 10D - 11D 12
PRINCE OF PERSIA kl. 5:30 - 8 - 10:30 10
OFURSTRÁKURINN kl. 5 m. ísl. tali L
/ KRINGLUNNI