Morgunblaðið - 04.06.2010, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2010
Eftir nokkra bið snúa vin-konurnar úr Sex and theCity aftur í kvikmynda-hús. Þemað að þessu sinni
er hjóna- og fjölskyldulífið; þegar hér
er komið sögu eru tvö ár liðin frá því
að Carrie og Big létu splæsa sig sam-
an hjá dómaranum, Charlotte og
Harry eiga tvær litlar krefjandi
stúlkur, Miranda á í stríði við yf-
irmann sem ber enga virðingu fyrir
henni og Samantha er … Samantha.
Þær eru allar að komast að því að
„hamingjusöm það sem eftir er“ er
ekki endilega það sem gerist eftir að
maður fær það sem maður vill, en
vandamálin sem fá þær til að hlaupa í
símann og klaga hvor í aðra eru það
sem venjulegt fólk myndi kalla „lúx-
usvandamál“; Big vill frekar vera
heima að horfa á sjónvarpið og borða
skyndibita en að fara með Carrie út á
lífið, Charlotte þarf að fá frí frá stelp-
unum sínum og er nöguð af sam-
viskubiti, Samantha tekur fjöldann
allan af vítamínum og hormónum til
að vinna á Elli kerlingu og Mir-
anda … jú, allt í lagi, ömurlegur yf-
irmaður er raunverulegt vandamál.
Það er best að segja ekki meira um
söguþráðinn, svo þunnur er hann,
nema það að Samatha tekur vinkon-
urnar með sér í viðskiptaferð til Abu
Dhabi og þar þurfa þær allar að horf-
ast í augu við djöflana sem þær
draga.
Þegar framleiðsla myndarinnar
var enn á undirbúningsstigi kom til
tals að draga örlítið úr munaðinum
sem einkennir líf vinkvennanna, taka
tillit til ástandsins á fjármálamörk-
uðum og aðlaga myndina að nýjum
raunveruleika. Aðalleikkona mynd-
arinnar, Sarah Jessica Parker, lét þó
fljótlega hafa eftir sér að hún sæi ekki
alveg hvernig það ætti að ganga upp;
tískan og lífsstíllinn væri það sem
gerði Sex and the City að Sex and the
City. Svo virðist sem framleiðendur
myndarinnar hafi verið sama sinnis;
Sex and the City 2 er Sex and the
City í tíunda veldi. Það líða varla
meira en fjórar mínútur af myndinni
án þess að kvartettinn sé búinn að
hafa fataskipti, svo ekki sé talað um
annan lúxus; skartgripi, íbúðir, hótel,
bíla og svo framvegis. Þetta er eigin-
lega subbulegt og gerir það að verk-
um að í fyrsta lagi verður afar erfitt
að reyna að finna sig í persónunum og
í öðru lagi; að fanga þennan yfirdrifna
lúxus tekur tíma sem hefði betur ver-
ið eytt í að gefa söguþræðinum ein-
hverja dýpt. Það er engu líkara en
það hafi fyrst verið ákveðið hvaða föt-
um stöllurnar ættu að klæðast og
sagan svo skrifuð í kringum bún-
ingana.
En það er tvennt til ráða þegar
maður ætlar að taka afstöðu til mynd-
arinnar: maður getur annaðhvort lát-
ið neysluveisluna fara í taugarnar á
sér, eða maður getur látið berast með
straumnum og notið myndarinnar
fyrir það sem hún er. Carrie, Char-
lotte, Miranda og Samantha eru
ennþá sjálfum sér líkar og þegar per-
sónuleikar þeirra fá að skína í gegn-
um allan glamúrinn þá vinna þær sal-
inn á sitt band. Og já! Ef maður
kemst yfir þá staðreynd að kjólarnir
þeirra kosta árslaunin hér á Fróni, þá
er tískusýningin frekar flott.
Og svo er ekki hægt að neita því að
maður fyllist af einhverjum konu-
krafti við að horfa á Sex and the City,
það hefur ekkert breyst. Eitt besta
atriði myndarinnar er einmitt þegar
vinkonurnar syngja saman „I Am
Woman“ í karókí. Þá langaði mig að
hringja í allar vinkonur mínar og gera
eitthvað konulegt og stelpulegt og
æðislegt. Það er ástæða fyrir því að
vinkonuhópar flykkjast á myndina,
jafnvel uppdressaðar í háum hælum,
og fara svo niður í bæ að fá sér kokteil
á eftir. Þetta er bara gaman. Og það
er ekkert að því.
Sex and the City 2 er ekki að fara
að vinna nein verðlaun (nema kannski
fyrir búninga …?) en það er allt í lagi.
Það er reyndar leiðinlegt hvað sagan
er þunn, fyrri myndin var mun betri
að því leyti, en þetta er hin besta
skemmtun. Og þó mér hafi verið
pínulítið ofboðið tvisvar eða þrisvar,
þá á ég örugglega eftir að sjá hana
aftur … og aftur …
Sambíóin Álfabakka, Kringl-
unni, Akureyri, Keflavík og
Selfossi
Sex and the City 2
bbbnn
Leikstjóri og handritshöfundur: Michael
Patrick King. Aðalhlutverk: Sarah Jes-
sica Parker, Kristin Davis, Cynthia Nix-
on, Kim Cattrall, Chris Noth.
HÓLMFRÍÐUR
GÍSLADÓTTIR
KVIKMYND
Tveggja tíma tískusýning
Hið ljúfa líf Vinkonurnar njóta lúxuslífsins í furstadæminu Abu Dhabi.
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
JAKE GYLLENHAAL GEMMA ARTERTON BEN KINGSLEY
Frá framleiðanda
Pirates of the
Caribbean
þríleiksins Jerry
Bruckheimer
kemur ein
stærsta bíó-
upplifun ársins.
Gísli Örn
Garðarsson
er mættur
í sinni fyrstu
Hollywood mynd
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALIHHHH
-H.S.S., MBL
HHHH
ENTERTAINMENT WEEKLY
„DÁSAMLEGA SKEMMTILEG FLUGFERГ
HHHH- EMPIRESÝND Í ÁLFABAKKA
SÝND Í ÞRÍVÍDD
Í REYKJAVÍK
HHHH
„Myndin er veisla
fyrir augað og
brellurnar flottar“
„Fagmannlega unnin
– Vel leikin –
Skemmtileg – Stendur
fullkomlega fyrir sínu“
Þ.Þ. - FBL
SÝND Í ÁLFABAKKA, AKUREYRI OG KEFLAVÍK
HHH
- Entertainment Weekly
Byggð á sögu Nicholas
Sparks sem færði okkur
Notebook.
Miley Cyrus
er æðisleg í
sinni nýjustu
mynd
Sambíóin flytja
ykkur þær
gleðifregnir
að föstudaginn
4. júní á myndinni
Sex and the City 2
kl. 10:00,
mun í fyrsta sinn á Ís-
landi hefjast sérstakar
kvikmyndarsýningar
ætlaðar mæðrum með
ungbörn.
Munu þessar sýningar
nefnast Mömmu-
Morgnar. MömmuMor-
gnar verða frábrugðnar
hefðbundnum sýningum
að því leiti að hljóð-
styrkur verður ekki eins
og gengur og gerist í
bíó auk þess sem það
verður ljóstýra í salnum
mæðrunum til halds og
trausts.
MÖMMU-
MORGNAR
í SAMbíóunum
Álfabakka
föstudaginn kl. 10
SPARBÍÓ 600 krkr á allar sýningar merktar með appelsínugulu
SEX AND THE CITY 2 kl. 5 - 8 - 11 12
THE BACK-UP PLAN kl. 6 L
PRINCE OF PERSIA kl. 8 10
COP OUT kl. 10:30 14
SEX AND THE CITY 2 kl. 5 - 8 - 11 12
THE LAST SONG kl. 5:30 L
PRINCE OF PERSIA kl. 8 - 10:30 10
SEX AND THE CITY 2 kl. 5 - 8 - 11 12
LAST SONG kl. 8 L
PRINCE OF PERSIA kl. 5:30 - 10:10 10
/ KEFLAVÍK / SELFOSSI/ AKUREYRI