Morgunblaðið - 30.06.2010, Síða 2

Morgunblaðið - 30.06.2010, Síða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. 27 milljarðar tapað skattfé  Tekjur og gjöld ríkissjóðs voru töluvert minni í janúar-apríl en gert var ráð fyrir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Í ljós er komið að afskrifa þurfti 27,6 milljarða kr. skattkröfur ríkissjóðs á seinasta ári. Þetta er langt- um meira en áætlað hafði verið eða sem nemur 176%. Urðu afskriftir skattkrafna í fyrra 17,6 millj- örðum kr. meiri en ráð var fyrir gert. Í nýútkominni skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga segir að skýringa á þessu verði helst leitað í efnahagshruninu. Í ár er gert ráð fyrir 10 milljarða afskriftum skattkrafna en Rík- isendurskoðun telur ólíklegt að það standist. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins urðu tekjur ríksins um tveimur milljörðum króna minni en áætlað var og gjöldin sjö milljörðum króna minni. Skattar á tekjur og hagnað eru hálfum öðrum millj- arði kr. undir áætlun en virðisaukaskattur skilaði aftur á móti 2,5 milljörðum kr. meira í ríkissjóð á fyrsta þriðjungi þessa árs en ráð var fyrir gert. Í fyrra tókst að halda útgjöldum ríkisins innan fjárheimilda. Kostnaður við endurreisn bankakerf- isins varð minni en áætlað var. Mun færri stofnanir voru með mikinn uppsafn- aðan halla í lok síðasta árs en á sama tíma und- anfarin ár en engu að síður var 21 stofnun með verulegan halla. Þannig var heilsugæsla höfuðborg- arsvæðisins með 585 milljóna uppsafnaðan halla um áramótin. Í október taldi þó heilbrigðisráðuneytið að 80 millj. kr. halli yrði á rekstrinum á árinu. Nú er komið í ljós að heilsugæslan var í fyrra rekin með 165,5 milljóna kr. halla. Taka þarf mun fastar á í rekstri nokkurra framhaldsskóla því staðan er óviðunandi að mati Ríkisendurskoðunar. Er þar bent á uppsafnaðan halla Fjölbrautaskólans í Breiðholti, rekstrarvanda Flensborgarskóla, Fjölbrautaskóla Vesturlands og Fjölbrautaskóla Snæfellinga. „Áætlanir um að vinna á rekstrarvanda Land- spítalans virðast ganga eftir, sem yrði að teljast „já- kvæðustu tíðindi sem orðið hafa í rekstri A-hluta- stofnana um langt árabil“. Landspítalinn: „Einhver jákvæðustu tíðindi sem orðið hafa í rekstri A- hluta-stofnana um langt árabil“ Mark Flanagan, yfirmaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins sagði í fréttum RÚV að erfiðara yrði fyrir stjórn- völd að bregðast við fjárhagsáföllum með evruna. Sveigj- anleiki krónunnar skilaði hagvexti um þessar mundir. „Það hefur auðvitað legið fyrir að krónan er okkur gagnleg við að vinna okkur út úr núverandi erfiðleikum af ástæðum sem Flanagan nefnir,“ segir Helgi Hjörvar, Samfylking- unni, formaður efnahags- og skattanefndar. „Gengi hennar aðlagast hratt breyttum aðstæðum og hefur áhrif til að draga úr innflutningi og efla og styrkja útflutningsatvinnu- vegi, sem er það sem við þurfum á að halda við núverandi aðstæður,“ segir Helgi. „Um hitt eru skoðanir miklu fremur skiptar hvort krón- an sé hjálpleg við að forða okkur frá því að lenda í alvar- legum efnahagserfiðleikum. Það höfum við gert æ ofan í æ í lýðveldissögunni og við höfum mörg haldið því fram að þátttaka í stærri og öflugri gjaldmiðli og gjaldmiðilssvæði sem byggi við meiri stöðugleika væri til lengri tíma líklegra til að forða okkur frá því að lenda sífellt í svo harklegum samdrætti sem raunin er.“ Erfiðara að bregðast við efnahagsáföllum með evru  Krónan gagnleg í núverandi erfiðleikum segir Helgi Hjörvar Stjórn Íbúðalána- sjóðs hefur enn ekki gengið frá ráðningu nýs framkvæmda- stjóra sjóðsins en Guðmundur Bjarnason, sem gegnt hefur starf- inu frá árinu 1999, lætur af störfum í dag. Starf fram- kvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs var í apríl sl. auglýst laust til umsóknar frá og með 1. júlí. Stjórn Íbúðalánasjóðs ræður framkvæmdastjórann til fimm ára í senn og eru starfskjör ákveðin af kjararáði. Ekki náðst samkomulag Hefur stjórnin til umfjöllunar 27 umsóknir en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er ekki samkomulag innan stjórnar um hver verði ráðinn næsti framkvæmdastjóri. Af þessum 27 voru fjórir umsækjendur boðaðir í viðtöl. Ekki fæst þó uppgefið hverjir þeir eru. Stjórnin hefur ekki fjallað um mál- ið í tvær vikur en boðað er til stjórn- arfundar á föstudaginn. Heimild- armenn blaðsins eru ekki á einu máli um hvort líklegt sé að þá muni nást niðurstaða um hver verður fyrir val- inu úr hópi umsækjenda. Á meðan gegnir Ásta H. Bragadóttir aðstoð- arframkvæmdastjóri sjóðsins störf- um framkvæmdastjóra en hún er meðal umsækjenda um starfið. Há- kon Hákonarson, formaður stjórnar ÍLS, vildi það eitt segja í gær að ekki væri búið að ráða nýjan fram- kvæmdastjóra. omfr@mbl.is Enn engin ákvörðun í stjórn ÍLS Guðmundur Bjarnason Guðmundur Bjarna- son hættir í dag Starfsmaður Járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga slasaðist al- varlega þegar sprenging varð í ofni í gærkvöldi. Maðurinn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslu Íslands að Landspítalanum í Fossvogi þar sem gert var að sárum hans. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum brenndist mað- urinn illa og er haldið sofandi á gjörgæsludeild. Brenndist illa við sprengingu í ofni Skaftárhlaup er komið heim í hlað á bænum Skál á Síðu. Hlaupið hefur nú náð hámarki sínu að mati Odds Sigurðssonar, sérfræðings í jöklafræði hjá Veðurstofu Íslands, en hann flaug yfir Skaftárhlaup í gær. „Við flugum yf- ir í heldur lélegu skyggni, skýjahæðin var um þrjú hundruð metrar. Við fórum tveir starfsmenn veðurstofunnar en Ómar Ragnarsson flaug með okkur austur yfir Skaftáreldahraun,“ segir Oddur. „Hámark hlaupsins er sennilega komið út í sjó núna. Héðan af lækkar því í ánni, hlaupið hjaðnar. Það er furðumikið vatn í ánni samt sem áður,“ segir Oddur sem kveður vatnsmagnið í Skaftáreldahrauni ekki munu hjaðna á næstu dögum. „Hins vegar er þannig ástatt í Skaftáreldahrauni að núna stendur vatn víða uppi. Það rennur nefnilega hlaupvatn út á hraunið og bætir stöðugt í jarðvatnið. Það heldur áfram þó að það lækki í hlaupinu og heldur áfram að bæta í þennan jarðvatnsgeymi,“ segir Oddur sem telur það mögulegt að vatnsyfirborðið hækki meðfram vegum. „Þetta allt gæti t.d. hækkað vatn við veginn þarna. Það verður nú von- andi ekki svo mikið að það fari yfir hann, ég á ekki von á því. Þótt hlaupið hafi náð hámarki sínu getur vatnið í hrauninu haldið áfram að hækka í nokkra daga í viðbót í átt að veginum.“ jonasmargeir@mbl.is Skaftá rennur í hlað á bænum Skál á Síðu Ljósmynd/Oddur Sigurðsson Haft var eftir Mark Flanagan, yfirmanni sendinefndar Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins, í fréttum RÚV í fyrrakvöld að mun erf- iðara yrði fyrir ríkisstjórnina að bregðast við fjárhagsáföllum gengi Ísland í Evrópusambandið og tæki upp evruna. Ein ástæða þess að efnahagskreppan nú hefði orðið grynnri en búist var við væri sveigjanleiki gjaldmið- ilsins. Flanagan segir samkvæmt fréttinni Íslendinga sjálfa verða að vega og meta kosti og galla Evr- ópusambandsins. Sveigjanleiki krónunnar skili þó hagvexti um þessar mundir. Krónan hjálpar til SVEIGJANLEIKI KRÓNU SKILAR HAGVEXTI Mark Flanagan

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.