Morgunblaðið - 30.06.2010, Síða 16

Morgunblaðið - 30.06.2010, Síða 16
Mat á 94% íbúða landsmanna lækkar FRÉTTASKÝRING Una Sighvatsdóttir una@mbl.is G angverð húsnæðis á landsvísu lækkar um 8,6% að meðaltali miðað við nýtt fasteignamat fyrir árið 2011 sem Fasteignaskrá Íslands kynnti í gær. Fasteignaeigendum eru tilkynntar niðurstöðurnar í bréfi sem þegar hef- ur verið sent út. Heildarfasteignamat fyrir árið 2011 verður rúmlega 4.000 milljarðar króna. Íbúðareignir eru langfyr- irferðarmestar á fasteignaskrá, eða 2.600 milljarðar, og lækkar mat þeirra jafnframt mest eða um 10% á meðan atvinnueignir lækka um 7,2% og frístundabyggð um 0,8%. Ætla má að dýrar eignir, s.s. stór einbýlishús, lækki meira í verði en ódýrar eignir eins og litlar íbúðir í fjölbýli, að sögn Þorsteins Arnalds, aðstoðarframkvæmdastjóra mats- og hagsviðs Fasteignaskrár. Ekki lækka þó allar íbúðareignir þótt það eigi við um mikinn meirihluta þeirra, 117.000 íbúðir. Um 6%, eða 7.000 af íbúðum landsmanna, hækka hins vegar í verði. Töluverður munur er á fast- eignamati milli sveitarfélaga og óhætt að segja að það haldist nokkuð í hendur við það hvar þenslan var mest og fasteignaverð hæst í góð- ærinu og öfugt. Vestmannaeyjar skera sig úr Þannig verður langmest lækkun hjá öllum bæjarfélögum höfuðborg- arsvæðinsins, alls um 10,4%. Svipaða sögu er að segja um sveitarfélög eins og Akranes, þar sem matið lækkar um 9,3%, Reykjanesbæ (-8,3%), Hveragerði (-9,3%) og Árborg (-8,95). Þveröfuga sögu er hins vegar að segja um Vestmannaeyjar. Þar er áberandi mikil hækkun miðað við önnur sveitarfélög, eða um 10,4%. Að- eins í stöku sveitarfélagi til viðbótar verður hækkun á fasteignamati og eiga þau það öll sameiginlegt að vera smá og á landsbyggðinni, s.s. Skútu- staðahreppur (7,7%), Hornafjörður (3,6%) og Grýtubakkahreppur (6,5%). Það er þó ekki aðeins á milli sveitarfélaga sem finna má mikinn mun á fasteignamatinu því líka innan þeirra, svo sem á milli hverfa á höf- uðborgarsvæðinu, enda er staðsetn- ing meðal þeirra þátta sem hafa áhrif á fasteignamat auk atriða eins og stærðar lóðar og eignar, fjölda hæða og herbergja, byggingarárs og bygg- ingarefnis. Í sumum tilfellum er þróunin mismunandi eftir hverfum vegna breyttra matsaðferða Fasteigna- skrár. Á Arnarnesi til dæmis hækkar mat á sjávarlóðum um 1,8% á meðan lóðir inni í hverfinu á Arnarnesi lækka um 15,1%. Þetta er vegna þess að hverfinu hefur í fyrsta skipti verið skipt upp í tvo flokka eftir staðsetn- ingu lóðanna. Annars staðar skýrist matið á raunverulegri verðþróun. Þannig lækkar fasteignamat í Fellahverfi og Háaleiti fremur lítið (-8,7% og -8,4%) á meðan það lækkar töluvert meira í t.d. nýrri byggðum eins og Kóra- hverfi (-14,3%) og Norðlingaholti (16,4%). Þetta skýrist sennilega af því að eftirspurnin er orðin meiri í ódýr- ari hverfum á meðan fleiri eru til- búnari að gefa eftir í verði til að losa sig við dýrar nýbyggingar. Þetta er í annað skipti sem fast- eignir eru metnar samkvæmt lögum, sem tóku gildi árið 2009 og kveða á um árlegt fasteignamat sem end- urspegla skuli markaðsvirði með auk- ið jafnræði að leiðarljósi. Áður var matið framreiknað frá ári til árs. Fasteignamatið ársins 2011 tek- ur gildi um áramótin. Frestur til að gera athugasemdir við nýja matið er til 6. ágúst 2010. Nýtt fasteignamat (heildarmat í milljónum króna) 2010 2011 3. 0 92 .3 20 2. 76 9. 33 6 -10,4% Höfuðborgar- svæðið Samtals 2011: 4.019.297 m. kr. (-8,6%) Suður- nes Vestur- land Vest- firðir Norðurl. vestra Norðurl. eystra Austur- land Suður- land -7,4% -6,4% -1,2% -0,7% -4,4% -0,8% -3,4% 24 7. 26 6 22 8. 84 7 18 8. 53 1 17 6. 38 2 41 .1 39 40 .6 66 63 .3 16 62 .8 98 26 9. 19 7 25 7. 25 5 17 4. 66 9 17 3. 28 4 32 1. 68 4 31 0. 62 9 16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2010 Fulltrúar Al-þjóða-gjaldeyr- issjóðsins hafa líklega aldrei tal- að eins skýrt um tengsl fyrir- greiðslu sjóðsins og Icesave-málsins og á blaðamannafundi sínum á mánudag. Þar sagði yfirmað- ur sendinefndar sjóðsins hér á landi, að Icesave hefði haft áhrif á síðustu tvær endur- skoðanir og að ekki væri hægt að lofa því að málið hefði ekki áhrif á þá næstu. Með öðrum orðum þá liggur sú hótun enn í loftinu að samþykki Íslend- ingar ekki óbilgjarnar og ólögmætar kröfur Breta og Hollendinga þá verði ekkert af afgreiðslu á þriðju endur- skoðun áætlunar AGS fyrir Ísland. Vonir stóðu til, eftir miklar tafir fyrri endurskoð- ana, að sú þriðja yrði afgreidd í júlí. Nú liggur fyrir að svo verður ekki og að hún frestast í það minnsta fram á haust. Tengsl Icesave-málsins og afgreiðslu AGS hefur verið ámóta opinbert leyndarmál og tengsl Icesave-málsins og aðildarumsóknarinnar að Evrópusambandinu. Fullyrt hefur verið að það séu „engin tengsl“ á milli þessara mála. Tengslin eru einungis þau að Íslendingar verða að lúffa fyrir Bretum og Hollend- ingum vilji þeir hljóta náð fyrir augum AGS eða ESB. Þetta eru ekki teljandi tengsl að mati íslenskra stjórnvalda sem halda enn á hagsmunum Íslendinga með sínum hætti. Þær byrðar sem íslensk stjórnvöld, í samvinnu við þau bresku og hollensku, reyna að koma á herðar ís- lenskum skatt- greiðendum vegna Icesave-skuld- bindingar þrota- bús Landsbank- ans hljóða að líkindum upp á mörg hundruð milljarða króna. Greiðslur af slíkum skuldum myndu draga veru- lega úr lífskjörum almenn- ings í landinu árum saman tækist stjórnvöldum þessara þriggja landa ætlunarverk sitt þrátt fyrir skýran vilja ís- lensku þjóðarinnar. Í ljósi þeirrar gríðarlegu upphæðar sem þarna er um að tefla er sérkennilegt að sjá fréttir þess efnis að Evrópu- sambandið ætli að láta Ísland fá fáeina milljarða króna til að gera hér þær breytingar sem ESB vill að gerðar verði til að Ísland fái að taka þátt í aðildarviðræðum við sam- bandið. Það er einnig sér- kennilegt að sjá íslenska embættismenn, sem eiga að gæta hagsmuna Íslands en ekki Evrópusambandsins þó að þeir dvelji langdvölum í Brussel, tala um að Íslend- ingar eigi að líta á sporslur Evrópusambandsins sem tækifæri. Á sama tíma og Evrópu- sambandið reynir að þvinga íslenska skattgreiðendur til að taka á sig skuldir annarra er vægast sagt ótrúverðugt að líta eigi á það sem tækifæri fyrir Ísland að Evrópusam- bandið greiði fyrir hluta af aðlögun íslenskrar stjórn- sýslu að kröfum Brussel. Þeir sem líta svo á hljóta að vera orðnir býsna fjarlægir hags- munum Íslendinga. Þeir sem eiga að gæta hagsmuna landsins reyna að slá ryki í augu Íslendinga} Icesave, AGS og ESB Mark Flanag-an, yfirmað- ur sendinefndar Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins hér á landi, er óvenju- lega afdráttarlaus um gildi krónunnar fyrir ís- lenska þjóðarbúið. Sjónarmið hans komu fram í viðtali við Ríkisútvarpið þar sem haft var eftir honum að mun erfiðara yrði fyrir ríkisstjórnina að bregðast við fjárhagsáföllum ef Ísland gengi í Evrópusam- bandið og tæki upp evruna. Þá var haft eftir honum að ein ástæða þess að efnahags- kreppan nú hefði orðið grynnri en búist hefði verið við væri sveigjanleiki gjaldmiðils- ins. „Ef litið er á hagvöxt í fyrra er hann mestur í útflutn- ingsgeiranum,“ sagði Flanagan og bætti við að krepp- an hefði getað orð- ið miklu dýpri ef staða útflutningsgreina væri ekki jafnsterk og raun ber vitni. Augljóst er að Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn hefur ekki frétt af því að innganga í Evrópu- sambandið og upptaka evru er nauðsynleg forsenda þess að hér verði hægt að byggja upp atvinnulífið og komast út úr kreppunni. Þar á bæ hafa menn ekki meðtekið Evr- ópufræði Samfylkingarinnar af nægu gagnrýnisleysi til að gera öfugmælin að sínum. AGS segir krónuna hjálpa efnahagslíf- inu en að evran hefði veikt það} Dýpri kreppa með evru Þ egar ég var lítil þóttist oft ég vera strákur sem héti Kalli. Við Anna vinkona mín bitumst um það þeg- ar við lékum okkur enda fannst okkur Kalli langflottasta strák- anafnið. Nema kannski ef við fórum í indíána- leik, þá höfðum við meira frelsi í nafnavali og gátum skáldað eitthvað upp eins og höfðinginn „Grimmi björn“ eða töfralæknirinn „Hlæjandi tré“. Þessir ímyndunarleikir tóku á sig ýmsar myndir og fóru út um víðan völl, en eitt áttu þeir allir sameiginlegt og það var að við fórum alltaf í hlutverk stráka í leikjunum okkar. Meira að segja þegar við lékum að við værum dýr því þá vorum við yfirleitt dýrin í Hálsa- skógi og þar var Lilli klifurmús langmesti töff- arinn, jafngildingur Kalla í mannheimum, og Marteinn skógarmús kom fast á hæla honum. Í þessum leikjum hurfum við inn í eigin æv- intýraheim og það þurfti engin sérsniðin leikföng til því hlutirnir breyttust fyrir augunum á okkur í boga og örvar, skip, þverhnípta tinda, hesta og rennandi hraun ef okkur sýndist svo. Þrátt fyrir allt þetta ímyndunarafl vorum við samt ekki nógu frjóar til að leika þessa leiki í hlutverki stelpna, því okkur fannst einhvern veginn ómögulegt að sjá fyrir okkur að stelpur gerðu það sem okkur langaði til að gera. Við vildum nefnilega vera ævintýragjarnar og hugrakkar. Hvorug var tilbúin að skipa sér í hlutverk þess sem verður undir og situr eftir heima eða þarf að vera bjargað og því deildum við hlut- verki hetjunnar bróðurlega með okkur. Tveir Kallar. Eftir á að hyggja finnst mér þetta mjög sérkennilegt en jafnframt kristaltært dæmi um hversu mikil áhrif fyrirmyndir hafa á mann, meðvitað og ómeðvitað. Helstu fyr- irmyndir þessara leikja í barnæsku sótti ég í allar bækurnar sem ég las og myndirnar sem ég sá, þar sem strákar voru undantekn- ingalítið í aðalhlutverki í ævintýrunum, bæði atkvæðamestir og skemmtilegastir. Það er að segja þangað til ég kom höndum yfir Ronju ræningjadóttur og uppgötvaði að mig langaði ekkert meira en að búa í helli úti í skógi þar sem mínar dýrmætustu eignir væru hnífurinn minn og frelsið. Mikilvægustu fyr- irmyndirnar í lífinu velur maður sér ekki sjálf- ur heldur verða þær á vegi manns og hafa oft meiri árif á mann en mann grunar. Við skyldum því vera þakklát fyr- ir að eiga góðar fyrirmyndir, enda lærðist mér fljótt að ekki aðeins gæti ég verið ævintýragjörn og frökk eins og Ronja, ég gæti líka tamið og járnað hesta, skipt um perur og farið með bílinn á verkstæði eins og mamma, eða látið slag standa og elt drauma mína eins og pabbi og meira að segja orðið forseti, ef ég kærði mig um, eins og Vigdís Finnbogadóttir. Hvatningarátakið Til fyrirmyndar er til- einkað henni 30 árum eftir kjörið og í tilefni af því hefur mér orðið hugsað til foreldra minna, ömmu og afa, kær- astans míns, ómetanlegra kennara, vinkvenna minna og margra fleiri sem hafa kennt mér svo margt um sjálfa mig. Takk fyrir að vera til fyrirmyndar. una@mbl.is Una Sighvatsdóttir Pistill Fyrirmyndarfólk Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Fasteignaskattur nemur um 20% af skatttekjum sveitarfé- laga í landinu. Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að þegar fasteignamatið hækkaði síðustu ár hafi flest sveitarfélög brugðist við með því að lækka álagsprósentuna, til þess að halda greiðslubyrði lítið breyttri á milli ára. Nú megi því búast við að sum sveitarfélög bregðist við með því að hækka álagn- inguna, með sömu rökum, en það komi í ljós í desember. Hækkar álagningin? VIÐBRÖGÐ SVEITARFÉLAGA Morgunblaðið/ÞÖK Íbúðarhús Skatturinn má vera allt að 0,5% af fasteignamatinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.