Morgunblaðið - 30.06.2010, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 30.06.2010, Qupperneq 18
18 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2010 Nú eru liðin tæp tvö ár frá hruninu. Þá á ég ekki aðeins við hrun bankanna eða fjármálakerf- isins heldur stjórnkerfisins í heild sinni. Þetta hrun, þar sem kerfið hrundi eins og spilaborg fyrir framan nefið á almenningi, var áfellisdómur yfir þeirri kerfisvillu sem stjórnvöld hafa viðhaldið ára- tugum saman. Eftir höfðinu dansa limirnir. Eitt af því sem hrundi var stjórn- sýslan og ber hún ein ábyrgð á kerfishruninu. Ef þú skilur eftir fulla skál af sælgæti á stofuborð- inu heima hjá þér, getur þú skammað barnið sem át allt nammið eða litið í eigin barm og hugsað um ábyrgðarleysið að skilja eftir svo mikla freistingu. Hávær krafa almennings um rétt- láta úrlausn á skuldavanda heim- ilanna, beint lýðræði í gegnum persónukjör og stjórnlagaþing, virðist þyrnir í augum stjórn- málaflokkanna. Hvað hefur raunverulega breyst frá hruninu? Ein af stóru kerfisvillunum er að of fáir einstaklingar hafa allt of mikil völd, völd sem varin eru ógegnsæi og leyndarhyggju. Helsti óvinur mafíunnar er gegnsæi. Í dag fara stærstu bit- arnir úr föllnu bönkunum í forval, segjum 20 áhugasamir aðilar sem varðir eru bankaleynd. Svo eru 10 valdir úr þeim hópi til að gera til- boð og eru þeir aðilar einnig varð- ir bankaleynd og þagnarskyldu. Síðan er einum selt og kaupverðið er trúnaðarmál. Litlu bitarnir fara svo til þeirra sem vinveittir eru þeim sem stjórna. Þekkt nöfn úr fyrra viðskiptalífi heyra brátt sögunni til. Ný nöfn og nýjar blokkir taka við á nákvæm- lega sömu forsendum og hinir föllnu gerðu. Það hefur ekkert breyst í okkar sam- félagi og virðast stjórnvöld, sem alla ábyrgð bera á því öm- urlega ástandi sem við stöndum frammi fyrir, ekkert ætla að gera því til leiðréttingar. Ef fyrri ríkisstjórn kom heim- ilunum hálfa leið í gröfina þá er sú sem nú stjórnar svo sannanlega að klára verkið og stappa vandlega yfir. Skelfilegt hlutskipti öryrkja og lífeyrisþega er efni í heila grein. Er eðlilegt að fólk þurfi að standa með grátstaf í kverkum og brotna sjálfsmynd, eignalaust í biðröð eftir ölmusu á meðan þröngur hópur einstaklinga liggur á 2.200 milljörðum inni í bankakerfinu eftir þær efnahagslegu hamfarir sem á þjóðina dundu? Hver var öll snilldin á bakvið gróðann? Hér er ennþá stundaður kerfisbundinn og lögvarinn þjófn- aður í gegnum verðtryggingar og bankaleynd. Í skjóli bankaleynd- ar, ógegnsæis, þagnarskyldu og trúnaðar hafa útvaldir grætt á kostnað almennings. Upplýsingar sem ekki eru aðgengilegar al- menningi voru lykillinn að gróð- anum. Það er áhættulaust að stunda veðmál ef þú veist úrslitin fyr- irfram. Almenningur tekur húsnæðislán sem varin eru með verðtryggingu þar sem verðbætur reikn- ast á tilviljana- kenndum markaðs- atburðum óskyldum þeim verðmætum sem tekin voru að láni. Forsendum verðbóta er stýrt af þeim sem stjórna stöðugleik- anum og hafa hag af verðbótum. Verðtryggingin er ógegnsæ og felur í sér kerfisbundna eignaupp- töku og okurvexti. Sem dæmi um okurvexti má benda á að verðtryggt húsnæð- islán á 5% vöxtum miðað við 3,5% verðbólgu jafngildir rúmlega 14% vöxtum í 40 ár. Það er því skilj- anlegt að fjármagnseigendur hafi beinan hag af óstöðugleikanum. Hvernig getur höfuðstóll láns, sem greitt hefur verið samvisku- samlega af í 10 ár, ekkert annað en hækkað? Eignatilfærslan vegna verðbóta fer til þeirra sem bera ábyrgð á stöðunni. Sem dæmi hafa lífeyrissjóðirnir, sem dældu almannafé í botnlaust fjár- málasukk skrúðkrimmana, stór- lagað eignastöðu sína með því að eignfæra í bækur sínar yfir 120 milljarða frá ársbyrjun 2008, vegna verðbóta á húsnæðislánum almennings. Stóra spurningin er þessi: Hafa valdhafar þessa lands gert eitt- hvað til að koma til móts við fólkið eða sýnt minnstu viðleitni til að leiðrétta kerfisvilluna? Svarið er nei. Þeir reyna eftir fremsta megni að byggja upp sama kerfi og hrundi fyrir framan nefið á okkur. Kerfi sem gengur ekki upp, kerfi sem er dæmt til að hrynja aftur, aftur og aftur. Kerfið er komið upp að vegg, ver sig með öllum tiltækum ráðum og reynir að lifa af á kostnað almennings. Það reynir að telja okkur trú um að eina leiðin úr vandanum sé að taka því sem að okkur er rétt og að sama kerfisvillan sé eina og rétta leiðin út. Hér eru aðrar þrjár leiðir sem hægt er að fara. Leið 1. Raunverulegar breyt- ingar á stjórnkerfinu í þágu al- mannahagsmuna með afnámi bankaleyndar og þagnarskyldu, afnámi verðtryggingar tafarlaust og vaxtaþak. Lögbundið gegnsæi, persónukjör og stjórnlagaþing. Leið 2. Sniðganga kerfið og kerfisvilluna þar sem fólkið bygg- ir upp nýtt samfélag við hlið þess sem hrundi, nýjan banka, nýjan lífeyrissjóð, nýjar samfélagslegar áherslur og forgangsröðun. Leið 3. Bylting. Kerfisvillan er trúnaðarmál, bundin þagnarskyldu og varin með bankaleynd Eftir Ragnar Þór Ingólfsson » Þekkt nöfn úr fyrra viðskiptalífi heyra brátt sögunni til. Ný nöfn og nýjar blokkir taka við á nákvæmlega sömu forsendum og hin- ir föllnu gerðu. Ragnar Þór Ingólfsson Höfundur er stjórnarmaður í VR. Ein er sú heimsókn sem enginn vill fá en allir óttast. Eftir næstu helgi, sem er ein mesta ferðahelgi landsins, gæti einhver fjölskyldan fengið heimsókn prests sem færir váleg tíðindi úr umferðinni. Einungis tilhugsunin ein fær mig til að líða illa og sú líðan helgast af ótta vegna þess sem kann að ger- ast um næstu helgi þegar ung- mennin okkar fara mörg hver í sína fyrstu ökuferð út á þjóðvegina. Reynslan sýnir að ungt fólk, sem fær fyrstu útborgunina eftir mán- aðamótin júní-júlí, fer gjarnan í sumarbústað eða útilegu fyrstu helgina í júlí. Það er því ekki að ástæðulausu sem við óttumst að næsta helgi skilji eftir sig harm- leiki sem aldrei verða bættir. Það hefur komið fram í máli Ágústs Mogensen, forstöðumanns Rannsóknarnefndar umferðarslysa, að tilfinningalegt ójafnvægi sé oft ástæða banaslysa og annarra mjög alvarlegra umferðarslysa. Fólk á það til að rjúka af stað á bílnum í reiðikasti eða öðru ójafnvægi – oft undir áhrifum áfengis. Þetta gerist því miður oft þegar fólk vill undir öllum kringumstæðum komast í burtu frá þeim stað sem það er statt á og þá er engin önnur leið, að þeirra mati, en að aka í burtu, t.d. frá sumarbústaðnum, tjald- stæðinu eða veiðihúsinu. Oft þarf ekki meira til en smá ágreining sem oft er hægt að leysa með því að ræða málin. Þá er gott að fara afsíðis og hugsa málið sem endar gjarnan með því að hugurinn fer aftur í jafnvægi og ekkert verður af fyr- irhugaðri ökuferð sem hefði getað endað með skelfingu. Það sem vekur at- hygli er að þeir sem aka undir áhrifum áfengis við slíkar kringumstæður eru oft komnir af léttasta skeiði; þ.e. fólk á miðjum aldri og eldra. Það eru sannarlega ekki góð skila- boð til barnanna okkar sem við vilj- um undir öllum kringumstæðum að aki af öryggi og skili sér heil heim. Það vinnur enginn tíma með því að þjösnast fram úr næsta bíl á undan og taka þannig áhættu sem gæti endað með harmleik – ekki bara fyrir viðkomandi ökuníðing heldur einnig fyrir aðra saklausa vegfar- endur. Á síðasta áratug hafa margir lát- ið lífið eða slasast mjög alvarlega í umferðinni um þessa helgi. Ástvin- um þeirra líður ekki vel þessa dag- ana þegar þeir eru minntir á dag- setninguna. Öllum þeim sem misst hafa ást- vini í umferðinni ber saman um að sárar minningar geri vart við sig þegar þeir fá fréttir af umferð- arslysum úr fjölmiðlum. Margir þeirra hafa því miður átt sinn þátt í slysinu með því að aka of hratt eða undir áhrifum áfengis eða fíkniefna; eitthvað sem þeir geta aldrei fyrirgefið sér og fylgir þeim eins og mara alla ævi. Þessir ein- staklingar myndu gefa mikið fyrir að fá annað tækifæri og geta þann- ig brugðist öðruvísi við. En um- ferðarslysin eru óumbreytanleg þegar þau eru afstaðin og við breytum engu eftir á. Við getum vissulega lært af bit- urri reynslu – en sú reynsla er oft mjög dýrkeypt, svo ekki sé meira sagt. „Ég vildi að ég gæti spólað til baka,“ sagði eitt sinn ung stúlka sem lenti í alvarlegu umferðarslysi vegna ölvunar kærasta síns með þeim afleiðingum að hún er öryrki í dag. Í því slysi slasaðist ökumað- urinn ekkert en hún ber merki slyssins fyrir lífstíð. Það kaldhæðn- islega við frásögn hennar er sú staðreynd að hún var alla tíð hrædd en sagði aldrei neitt við kærastann. Það endaði með þess- um afleiðingum. Skilaboð mín fyrir þessa helgi eru einföld: Gefið ykkur tíma. Hugsið málið ef þið lendið í tilfinn- ingalegu ójafnvægi og bíðið af ykk- ur „hættuna“. Látið engan ógna lífi ykkar með ofsaakstri eða ölvunar- eða fíkniefnaakstri. Ekki setjast upp í bíl með ölvuðum ökumanni og látið í ljós skoðanir ykkar á öfga- fullum akstri, ofsaakstri eða annars konar lífsógnandi háttsemi undir stýri. Bíllinn er stórkostlegt sam- göngutæki til þess að njóta ís- lenskrar náttúru en getur snúist upp í lífshættulegt vopn í hönd- unum á þeim sem misnota það. Sýnum gott fordæmi og komum heil heim. Hugsum áður en við fram- kvæmum – Ökum edrú Eftir Guðna Björnsson » Látið engan ógna lífi ykkar með ofsa- akstri eða ölvunar- eða fíkniefnaakstri. Guðni Björnsson Höfundur er forvarnaráðgjafi ICPS. Mætir alþingis- og stjórnmálamenn hafa látið sig mál Jóns og Gunnu varða í skrif- um og yfirlýsingum eftir dóma Hæsta- réttar í myntl- ánamálum. Flestir flaska á grundvall- aratriðinu og skipa Jóni og Gunnu í sama flokk, það er að segja, flokk fólksins í landinu, skattborgaranna. Margir segja að ef Jón borgar ekki að fullu, þá verði Gunna í næsta húsi að borga fyrir Jón nágranna sinn. Með þessu skilgreina sumir að þar sem myntlánamál Jóns hafi verið dæmd ólögleg, þá skuli Jón greiða fulla verðtryggingu og ákveðna vexti Seðlabankans. Gallinn er að þá væri Jón farinn að greiða meira en þeir sem tóku á sama tíma fullverðtryggð al- íslensk lán. En ættfræði manna er við- brugðið, þetta er ekki svona í reynd, Jón og Gunna eru ekki ná- grannar né bæði fólk úr almúg- anum. Jón er hér í hagfræðinni í hlut- verki fólksins í landinu sem er með sín heimili undir í bílalánum og húsnæðislánum, bæði mynt- körfu- og verðtryggðum lánum. Gunna er hér í sömu hagfræði í hlutverki bankanna og dótturfyrirtækja þeirra sem eiga þessar „kröfur“ í dag. Gunna keypti nefnilega kröfurnar af þrotabúum „gömlu bankanna“ með miklum afföllum. Þetta allt þarf að fylgja með í sögunni. Gunna hefur því mikið svig- rúm, allt niður undir 50% sam- kvæmt opinberum gögnum og skilagögnum bankanna til að koma til móts við Jón, ekki satt! Eða á Gunna alfarið að hagnast á ógnartapi Jóns? Það þarf mikið til og mikil afföll til að Gunna fari að tapa á sínum viðskiptum, mið- að við það kaupverð sem hún gaf fyrir lánakröfurnar á Jón, frá þrotabúum bankanna. Ætti „gróðinn“ að renna til Gunnu sem á bankana og láta Jón sitja eftir með hyski sínu í skuldafjötrum næstu áratugina? Rauði þráðurinn hlýtur að vera að stjórnvöld, alþingis og stjórnmálamenn taki af skarið og gangist fyrir þjóðarsátt þar sem tekið er á myntlánum og verð- tryggðum lánum ársins 2008. Helgi Hjörvar, Lilja Mós- esdóttir, Ögmundur Jónasson, Einar Kristinn Guðfinnsson o.fl. hafa hvert á sinn hátt talað fyrir þessu og leiðréttingum sem nemi allt að því, að verðbólga ársins 2008 yrði færð til baka í lána- málum heimilanna. Þetta er ábyrg afstaða, því það eru ein- mitt stjórnvöld, Seðlabanki og Fjármálaeftirlit sem bera ábyrgð til jafns við bankana og fjár- málakerfið sem á þessi lán öll í dag, þ.e.a.s. kröfurnar á alla Jóna og Jónur landsins. Forsendur þær sem Jónar og Jónur sömdu um, samkvæmt yfirlýstum for- sendum allra þessara fyrrnefndu aðila, brustu, án þess að Jón hefði neitt um það að segja. Hins vegar kom í ljós hjá sannleiks- nefndinni að Gunna hafði víða haft rangt við bakvið tjöldin og lét þannig beint og óbeint Jón sitja eftir í súpunni drukknandi með hyski sínu. Síðan er hinn flöt- urinn: Jón er almennt ekki löglærður, hann gerir samning við Gunnu sem er með hóp sérfræðinga sín megin við samnings- borðið. Er það rétt „sanngirnissjón- armið“ að ef Gunna fremur lög- brot með öllum sínum „sérfæð- ingum og lögfræðideildum“ gegn Jóni, og það kemst UPP! – að þá séu til bein lagaúrræði fyrir Gunnu til að halda sínum hlut áfram að fullu án nokkurrar áhættu? Ergo: „Sýndu mátt þinn og megin, svindlaðu á Jóni, því þótt það komist upp, þá tapar Gunna engu!“ Eru það skilaboðin sem stjórnmálamenn vilja skrifa utan á skjaldborgina, sem illu heilli sneri þá öfugt, ekki satt? Nei, fæstir telja að það gangi upp! Þá er bara ein leið, sú „að láta verkin tala“! Hagfræði Jóns og Gunnu Eftir Pálma Pálmason Pálmi Pálmason »Rauði þráðurinn er að stjórnvöld, al- þingi og stjórnmála- menn taki af skarið og gangist fyrir þjóðarsátt um myntlán og verð- tryggð lán ársins 2008. Höfundur er jafnaðarmaður og hefur unnið við framkvæmdastjórn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.