Morgunblaðið - 30.06.2010, Síða 20

Morgunblaðið - 30.06.2010, Síða 20
20 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2010 MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík sími 587 1960 - www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Vönduð vinna og frágangur Yfir 40 ára reynsla Sendum myndalista ✝ Lilja Bernhöftfæddist 18.10. 1938. Hún lést á dval- arheimilinu Grund 21.6. 2010. Hún var dóttir Önnu Magn- úsdóttur, f. 1905, d. 1985, og Vilhelms Ó. Bernhöft bak- arameistara, f. 1890, d. 1967. Anna fæddist á Akureyri, dóttir Magnúsar Jónssonar, f. 1871, d. 1919, og Margrétar Sigríðar Sigurðardóttur, f. 1872, d. 1912. Systkini Önnu voru Aðalsteinn, f. 1892, d. 1953, Vikt- or, f. 1897, d. 1925, Sigursteinn, f. 1899, d. 1982; faðir Magnúsar Magnússonar, fræði- og sjónvarps- manns, og Ásta, f. 1902, d. 1997. Margrét Sigríður dó þegar syst- urnar voru á barnsaldri og voru þær þá sendar í fóstur. Æ síðan var samband þeirra náið og börn Ástu nánustu núlifandi ættingjar Lilju í móðurætt. Hálfsystir Lilju, samfeðra, var Guðrún Bernhöft Marr, f. 1914, d. 1988, sem Vilhelm átti með fyrri konu sinni, Lilju Karlsdóttur Lin- net. Guðrún giftist enskum manni, Harvey Marr, og bjuggu þau í Ed- inborg. Gott samband var með þeim hálfsystrum þótt þær hafi sinni við Hringbraut og annaðist hana uns Anna fór á hjúkr- unarheimili vegna heilabilunar. Lilja giftist Sigurði Baldurssyni, f. 1923, d. 2005, árið 1982. Þau áttu ekki börn saman en synir Sig- urðar af fyrra hjónabandi eru Baldur, f. 1952, og Gísli, f. 1959. Þeir eiga ömmubörn Lilju: Brynju, f. 1976, Hólmfríði Önnu, f. 1977, og Sigurð, f. 1987, Baldursbörn; og Jónínu Þorbjörgu Saswati, f. 2000, og Önnu Pratichi, f. 2003 Gísla- dætur. Lilja vann hjá Happdrætti DAS frá 1957 þar til fimm karla stjórn Sjómannadagsráðs sagði henni og öðrum konum á skrifstofu happ- drættisins upp störfum í árslok 1989 vegna endurskipulagningar á rekstrinum. Eftir þetta vann hún á lögfræðistofu Sigurðar eiginmanns síns en hóf svo störf á Droplaugar- stöðum við umönnun aldraðra. Þar reyndist líkamlegt erfiði henni um megn og hætti hún 2001 vegna heilsubrests. Lilja og Sigurður áttu góð ár á Meistaravöllum 11 en heilsu hans fór hrakandi síðustu árin og reyndi þá á Lilju, ástúð hennar og umhyggjusemi. Sig- urður lést á Grund í ársbyrjun 2005 og þá hrakaði Lilju svo ört af Alzheimer-sjúkdómi að um haustið varð hún sjálf að flytjast inn á Grund, aðeins 66 ára að aldri. Þar eignaðist hún nána vini og naut frábærrar umönnunar. Útför Lilju fer fram frá Foss- vogskapellu í dag, 30. júní 2010, og hefst athöfnin kl. 11. ekki alist upp saman. Vilhelm var eini sonur Daníels og Guðrúnar Bernhöft. Vilhelm missti móður sína tveggja ára gamall og giftist Daníel þá Sigríði Bernhöft. Þau ætt- leiddu Ásthildi Jósefsdóttur, f. 1901, d. 1982, systurdóttur Guðrúnar, fyrri konu Daníels. Dóttir Ást- hildar, Nanna, f. 1936, er nánasti nú- lifandi ættingi Lilju í föðurætt. Vil- helm bakaði með föður sínum í Bernhöftsbakaríi. Hann missti barn og Lilju, fyrri konu sína, af barnsförum og þegar hann eign- aðist dóttur með síðari konu sinni var hún látin heita Lilja. Þegar hún fæddist voru Anna og Vilhelm búsett á Flateyri þar sem Ásta systir Önnu bjó með manni sínum Bjarna Guðmundssyni lækni, f. 1898, d. 1973. Þegar Bjarni fór á Patreksfjörð fluttu Anna og Vil- helm þangað úr Reykjavík og þar hóf Lilja skólagöngu. Eftir nokkur ár flutti fjölskyldan aftur suður og bjó í Hlíðunum en Lilja gekk í Austurbæjarskólann. Síðar bjuggu þau á Bárugötu en eftir andlát Vil- helms hélt Lilja heimili með móður Stórt bros, vel lagt hár og fullkom- lega snyrtar og bleikar neglur. Þetta er fyrsta minning okkar systra um Lilju. Við vorum rétt orðnar fimm og sex ára, nýfluttar heim frá Svíþjóð og vissum að afi hefði eignast kærustu. Okkur leist mátulega vel á það og höfðum ekki hugsað okkur að taka henni opnum örmum. Við löbbuðum upp hringstigann á Meistaravöllum og í dyragættinni stóð þessi fallega og glæsilega kona. Hún beygði sig niður til að tala við okkur, brosti og bauð endalaust af ísblómum. Lilja kunni svo sannarlega að heilla litlar stelpur upp úr skónum. Það var alltaf gaman og notalegt að koma á Meistaravellina til afa og Lilju. Þegar við vorum litlar las afi fyrir okkur ævintýri á meðan Lilja bardúsaði í eldhúsinu, reykti og hló að bröndurunum hans afa. Stundum fengum við að skoða skartgripina hennar Lilju eða leika með alla fínu postulínsskóna. Þá fannst litlum stelpum þær aldeilis hafa dottið í lukkupottinn. Rétt eins og jörðin snýst um möndul sinn fengum við alltaf ísblóm hjá Lilju. Það var lög- mál. Þegar við urðum eldri bauð Lilja upp á kaffi eða gos og konfekt úr fal- legu stelli. Það var alltaf allt svo fal- legt og flott hjá henni Lilju. Eftir að Lilja kom inn í líf afa var alltaf mikil eftirvænting þegar kom að því að opna jóla- og afmælisgjaf- irnar frá þeim hjónum. Það var greinilegt að Lilja lagði mikið upp úr því að gefa okkur systrunum fallegar, vandaðar og eigulegar gjafir. Við eig- um enn hringa og hálsmen sem voru í gamla daga eins og litlir fjársjóðir, og eru svo tilfinningalega dýrmætir skartgripir í dag. Þessar gjafir báru vitni um hversu glæsileg, fáguð og falleg hún var sjálf, að innan sem ut- an. Lilja hugsaði óskaplega vel um afa og fyrir það erum við svo þakklátar. Þegar heilsu hans hrakaði stóð hún eins og klettur við hlið hans og hjúkr- aði honum eins og hún gat. En þegar kom að því að þurfa sjálf hjálparhönd átti hún erfitt með að þiggja hana. Enda hafði hún veitt öðrum umönnun allt sitt líf, gefið af sér og þegið lítið til baka. Það er í rauninni sannkallaður heiður að hafa fengið að kynnast manneskju sem var jafn óeigingjörn og Lilja. Hún var sterk kona, stolt og ótrúlega gefandi. Blessuð sé minning Lilju. Hólmfríður Anna og Brynja Baldursdætur. Nú hefur Lilja frænka mín hvatt þennan heim eftir erfið veikindi heilabilunar í mörg ár. Við höfum fylgst að allar götur síð- an ég fæddist, verið frænkur og vin- konur. Ég man ótal bíóferðir, jafnvel oft á sömu myndina, leikhúsferðir, kaffihúsa- og bæjargönguferðir, því Lilja var ekta borgarbarn, að vísu fædd á Flateyri við Önundarfjörð, en lifði öll sín fullorðinsár í Reykjavík, og fannst öll ferðalög út á land bara óþörf. Ég man hve gott var að koma á Bárugötuna þegar ég var nemi fjarri foreldrahúsum, og fékk eldsterkt kaffi hjá Önnu og vínarbrauðin hans Villa. Lilja vann til margra ára hjá happ- drætti DAS, sem þá var í Moggahöll- inni við Aðalstræti. Seinna vann hún með Sigurði manni sínum við skrifstofustörf. Síð- ast vann hún á Droplaugastöðum í nokkur ár. Þegar við vorum ungar, leit ég mjög upp til Lilju, sem alltaf var smart klædd og vel tilhöfð, túberað hár og allt, alltaf stutt í brosið og glettnina. Það var óskaplega sárt að horfa á þegar þessi glæsilega kona hvarf smám saman í þögn og fjarrænu sjúkdómsins. Ég kveð þessa ljúfu frænku mína, og er þess fullviss að við hefur tekið annar heimur og betri. Þóra Bjarnadóttir. Lilja var lengi bundin heimili for- eldra sinna. Þegar hún var ung kona vildi Anna móðir hennar verja hana fyrir veröldinni og lagðist heldur gegn því að Lilja tæki þátt í skemmt- analífi með jafnöldrum sínum. Sjálf hafði Anna trúlofast manni sem sveik hana í tryggðum og vildi ekki að slíkt henti dóttur sína. Á yngri árum sinnti Lilja föður sínum í veikindum hans líkt og hún annaðist móður sína síðar og loks eiginmann – en þau gátu ekki hafið búskap fyrr en móðir hennar sjálfrar fór á hjúkrunarheimili. Þetta axlaði hún allt af æðruleysi, glaðlyndi og ástúð þótt utan frá séð hljóti slíkar skyldur að hafa heft hennar eigið líf. Hún átti trúnað Gunnu systur í Ed- inborg en þær skrifuðust mikið á og töluðust oft við í síma. Eftir að Lilja og faðir minn tóku saman fóru þau í litríka skemmtiferð til Gunnu. Hún hafði misst mann sinn úr malaríu en bjó áfram í Edinborg og starfaði að líknarmálum. Það var reiðarslag fyrir Lilju og vinkonur hennar til margra ára þeg- ar þeim var sagt upp hjá Happdrætti DAS. Þar hafði Lilja starfað í rúm 30 ár, síðan hún var 19 ára. Vinkonurnar höfðu átt bjarta og góða daga í hring- iðu miðbæjarins, sérstaklega þegar skrifstofur happdrættisins voru í Vesturveri í Aðalstræti þannig að blaðamenn Moggans áttu oft leið um. Lilja minntist þeirra ára í vinnunni með gleði og glampa í augum. Lilja var vel lesin og lagði sig fram við matar- og kökugerð og fram- reiðslu eins og hún átti kyn til, las sér nákvæmlega til í dönsku blöðunum um listrænar útfærslur á því sviði um leið og hún fylgdist náið með fjöl- skyldumálum í konungshöllinni. Bak- arahefð Bernhöftanna var Lilju ofar- lega í huga og þau tengsl sem sú hefð myndaði við danska konungsríkið. Hún hafði yndi af að rifja upp umsvif afa síns Daníels Bernhöft (1861-1945) í Bernhöftsbakaríi þar sem nú er veitingastaðurinn Lækjarbrekka. Daníel nam bakaraiðn og kökugerð í Kaupmannahöfn á 9. áratug 19. aldar og rak bakaríið á sama stað þar til hann flutti það í Bergstaðastræti árið 1931 og hélt þar áfram að baka. Daní- el hafði tekið við af afa sínum, Tön- nies Daniel Bernhöft (1797-1886) frá Nystad á Holtsetalandi, sem hafði komið til Íslands 37 ára gamall árið 1834 með konu sinni Maríu Elísabetu (1797-1875) frá Helsingjaeyri á Sjá- landi og hafið bakstur hjá Knudtzon kaupmanni (og brauðgerðariðn á Ís- landi). Ellefu árum síðar keypti Bernhöft bakaríið og var það áfram eina bakaríið á landinu í 23 ár eftir það. Saga þessara ættliða var Lilju hugleikin og stóð henni nærri í tíma þegar hún vék talinu að þeim. Faðir hennar var hinn síðasti af ætt Bern- höfta sem bakaði í Bakarabrekkunni. Þegar Lilja veiktist sjálf var hún búin að leggja töluvert inn á umönn- unareikning forsjónarinnar. Það var gæfa hennar að komast í þær góðu hendur sem sinntu henni á Grund þar til yfir lauk. Það er vandasamt verk og illa launað á veraldarvísu að hjálpa þeim sem eru orðnir ósjálfbjarga. Þeim mun þakkarverðara er hvað það var gert af mikilli natni, um- hyggju og virðingu við erfiðar að- stæður. Blessuð séu þau sem ganga þar til verka. Gísli Sigurðsson. Lilja Bernhöft var elskuleg kona. Hún hló hjartanlega og það var þægi- legt að tala við hana. Sérstaklega var hún skemmtileg í síma. Það var gott að koma til þeirra Sigurðar, hlýjar móttökur og glatt á hjalla. Svo sann- arlega hafði hún húmor fyrir sögun- um hans Sigga Bald og kunni tilsvör- in. Þau hjón áttu góð ár saman og hugsuðu vel hvort um annað. Sam- band þeirra var innilegt og ein- kenndist af væntumþykju og um- hyggju hvors fyrir öðru. Heimili þeirra var fallegt og þar réð smekkvísi Lilju öllu um. Hún átti marga merka gripi sem henni þótti vænt um og passaði vel. Gripirnir áttu sér sögu sem hún hafði gaman að segja frá og vitnuðu um dýrðar- daga. Hún sagði líka frá ærslunum í þeim stelpunum í happdrættinu. Sjálf var hún listræn og mikill fag- urkeri. Hafði gert olíumyndir þegar hún var ung – einhverjar aðstæður hafa valdið því að hún hélt ekki áfram á þeirri braut – en hún saumaði út öðru hverju og handbragð hennar var fallegt og vandað. Henni fannst svo gaman að öllu fögru og það var smitandi að hlusta á hana tala um sumarblómin sem hún valdi og raðaði saman á hverju vori. Í silfurskálina sem hún hafði verið skírð upp úr rað- aði hún síðan beitilyngi á haustin. Eitt sinn var ég í stödd í Melabúð- inni þar sem Lilja verslaði alla tíð og varð vitni að því þegar hún kom í búðina. Lilja var orðin gömul fyrir aldur fram, lotin og gleymin, og réð ekki vel við búðarferðir. Hanna, sem frá mér séð var röskleikakonan sem sá um að halda öllu gangandi í búð- inni, lagði frá sér það sem hún var að gera og fagnaði þessum daglega gesti með miklum virktum, fylgdi merkiskonu um búðina og passaði að það væri skynsemi í því sem fór ofan í körfuna. Þessi mynd stendur í huga mínum sem fallegt dæmi um gæsku og örlæti í mannlegum samskiptum og viðingu og vinsemd sem Lilja naut. Síðustu árin eftir að Sigurður dó var Lilja á Grund. Þar eignaðist hún marga vini og laðaði að sér fólk með sínu elskulega fasi og góðlega hlátri. Þótt minnið svíki og minningarnar fari flestar þá stendur manneskjan á einhvern hátt eftir sem sú sem hún er. Dauðinn er alvarleg stund þegar viðskilnaður verður við lífið. Hver ævi er einstök. Þegar litið er til baka leggur ljóma af góðum myndum. Ég kveð Lilju með sorg þótt ég trúi því að dauðinn hafi verið henni líkn. Hún var skemmtileg, góð og glaðsinna og ég mun ævinlega minnast hennar sem slíkrar. Guðrún Hólmgeirsdóttir. Lilja Bernhöft Elsku pabbi, það er skrítið að hugsa til þess að þú hringir ekki framar til þess að vita hvernig hafi gengið hjá okkur í dag, það var þér svo tamt að fylgjast með okkur öllum. Það var svo margt sem þú kenndir mér í gegnum tíðina, m.a. að standa við orð sín og vera alltaf heiðarlegur og gera allt vel. Þú vildir heldur aldrei skulda nein- um neitt. Ég minnist þess þegar ég var með þér smá patti í Chervanum 47 módel og rétt náði með höfuðið upp fyrir mælaborðið, þá voru nú engin öryggisbelti. Ég man líka eftir öllum sjóferðunum með þér og Gogga á trillunni ykkar, þar kenndir þú mér að hausa og slægja fisk, sem kom sér vel síð- ar. Ég man þegar fórum til Ak- ureyrar að ná í tómar síldartunn- ur, þá voru settar stórar grindur á pallinn og staflað eins hátt og hægt var og bundið yfir og flutt til Dalvíkur. Ég fékk líka að Hjalti Bjarnason ✝ Hjalti Bjarnasonfæddist á Stóru- Hámundarstöðum á Árskógsströnd 18. maí 1917. Hann lést að Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri þann 13. júní 2010. Útför Hjalta var gerð frá Stærri- Árskógskirkju 18. júní 2010. hjálpa til við mjólk- urflutninga, það voru alvöru mjólkurbrús- ar, um 50 l, sem voru í þá daga teknir á brúsapöllum. Svo kenndir þú mér seinna að fara með skotvopn og ganga til rjúpna og skjóta svartfugl. Alltaf fylgdist þú vel með mér á sjónum og aflabrögðum. Pabbi var orðvar maður, hann talaði aldrei illa um nokkurn mann þó móti blési, heldur sló á létta strengi og sá alltaf það spaugilega. Þegar heilsunni fór að hraka í byrjun þessa árs, ræddum við um eilífðarmálin. Þá heyrði ég að hann átti trú á Guð og Jesú þó hann hefði ekki hátt um það. Eftir þetta samtal var ég fullviss um að hann ætti góða heimkomu hjá Guði. Elsku mamma, söknuður þinn er mikill því þið voruð svo einstak- lega samhent og hamingjusöm. Minningin lifir um kærleiksrík- an föður sem var okkur svo góð fyrirmynd. Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist, trúið á Guð og trúið á mig. (Jóh.14: 1) Þinn sonur, Bjarni Hilmir. „Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.“ (Jóh.3:16) Nokkur kveðjuorð til míns kæra tengdaföður. Það er mér í fersku minni þegar ég sem ung stúlka sá Hjalta fyrst. Var hann þá klæddur í lögreglu- búning á samkomu í Árskógi. Þetta var glæsilegur maður sem ég bar mikla virðingu fyrir. Nokkrum árum seinna varð ég svo tengdadóttir þeirra Gíslínu og Hjalta á þeirra fallega heimili að Sólvangi, og þar byrjuðum við Bjarni elsti sonur þeirra okkar bú- skap. Um jólin, þegar við Bjarni gift- um við okkur, var haldin veisla í Sólvangi. Þar fæddist okkur sonur árið eftir, nafni tengdapabba, Hjalti Már. Síðar fluttum við til Akureyrar og eignuðumst tvær dætur, Nönnu Sigrúnu sem fædd- ist í Sólvangi og Jóhönnu Berg- lindi sem hefur annast þau svo vel á Dvalarheimilinu Hlíð. Hjalti kom oft við hjá okkur í Stórholtinu á mjólkurbílnum fær- andi hendi með ýmislegt sem hann vissi að kæmi sér vel, t.d. fisk, rjóma og skyr. Þetta sýndi vel um- hyggju hans. Hjalti var afar ættfróður og minnugur og hafði sérstaklega gaman af að segja frá ýmsum spaugilegum atvikum úr lífinu, sem er gaman að minnast. Eitt af því sem gefur lífinu gildi er að kynnast góðu fólki sem maður get- ur treyst, þannig maður var tengdapabbi. Að leiðarlokum bið ég Guð að hugga og styrkja tengdamóður mína og aðra ástvini. Drottinn blessi minningu hans. Anna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.