Morgunblaðið - 30.06.2010, Page 23
Minningar 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2010
✝ Sigríður KatrínSteinsdóttir var
fædd 12. maí 1933
þar sem nú stendur
Vesturgata 7 í Ólafs-
firði. Hún lést þann
18. júní 2010 á
Hornbrekku, dval-
arheimili í Ólafs-
firði.
Foreldrar Sigríðar
voru Júlíana Ein-
arsdóttir og Steinn
Jónsson. Sigríður
átti fjóra bræður,
þeir voru Gunnar,
Jón, Helgi og Ástvaldur.
Sigríður giftist eftirlifandi
eiginmanni sínum, Sveini Jóhann-
essyni, 31.12. 1952.
Eiga þau einn son,
Björn Stein, f. 9.12.
1957. Hann er
kvæntur Elsu Krist-
ínu Gunnlaugsdóttur
og eiga þau saman
fjögur börn. Þau
eru: Gunnlaugur
Hafsteinn Elsuson,
Halla Björk Erlends-
dóttir, Katrín Sveina
Björnsdóttir og
Sveinn Gunnar
Björnsson.
Útför Sigríðar
Katrínar fer fram frá Ólafsfjarð-
arkirkju í dag, 30. júní 2010,
klukkan 14.
Tengdamóðir mín og vinkona,
Sigríður Katrín Steinsdóttir, eða
Sigga eins og hún var alltaf kölluð,
er látin. Lést hún að Dvalarheim-
ilinu Hornbrekku á Ólafsfirði en
þar hafði hún verið vistmaður sl.
ár ásamt eiginmanni sínum, Sveini
Jóhannessyni.
Það eru tuttugu og þrjú ár síðan
ég, borgarstúlkan, kom ásamt syni
þeirra hjóna norður í Ólafsfjörð í
yndislegu veðri í mars. Múlinn var
keyrður og það sem fyrir augu bar
í náttúrunni var stórfenglegt.
Þarna var ég ásamt eina syni
þeirra hjóna, honum Birni Steini,
að hitta tengdaforeldra mína í
fyrsta sinn. Frá þeim degi er ég
gekk fyrst inn í Gunnólfsgötu 16
hef ég alltaf verið umvafin hlýju
og kærleik frá tengdaforeldrum
mínum.
Tengdamamma mín var um
margt sérstök kona. Hún lifði við
mikla fátækt þegar hún ólst upp
og sagði hún mér einu sinni að
fyrsta rúmið hennar hefði verið
kexkassi. Sigga var forkur til
vinnu og byrjaði ung að vinna og
naut ég og fjölskyldan mín góðs af
því, því aldrei taldi hún neitt eftir
sér eða þau hjónin og frændi, en
Gunnar Steinsson bróðir hennar
var aldrei kallaður annað af mér
og mínum börnum. Sigga hugsaði
einstaklega vel um þennan elsta
bróður sinn og var hann alltaf einn
af þeim en hann lést árið 2007.
Mætt var á Krókinn í vorverk,
haustverk, flutninga eða til að
passa fyrir okkur hjónin ef við
þyrftum að bregða okkur af bæ.
Eins ákvað Sigga það að sjá fjöl-
skyldunni minni fyrir öllu jóla-
brauði, soðbrauði og ég gæti talið
endalaust upp allt það sem hún
elsku tengdamamma mín hefur
gert fyrir mig og mín börn, en það
hefði hún ekki viljað. Hún var allt-
af að reyna að létta undir með
okkur hjónum, því henni fannst
mikið að gera hjá okkur.
Í dag, þegar ég kveð þig, get ég
yljað mér við minningar um þær
fjölmörgu stundir sem við höfum
átt saman, hvort sem það var á
Sauðárkróki, Ólafsfirði, í sumarbú-
staðaferðum og núna síðast hér í
Reykjavík, þar sem ég sé þig fyrir
mér við hliðina á Svenna þínum að
hugsa um það hvort við hefðum
nóg af öllu því það komu allir á
undan þér. Ég kveð þig með mikl-
um söknuði og ljúf minning um þig
lifir áfram hjá okkur.
Guð veri með þér.
Þín tengdadóttir,
Elsa Kristín.
Elsku amma mín, það verður
ekki eins að koma heim í Ólafs-
fjörð núna og sjá ykkur afa ekki
saman, þið gerðuð alltaf allt sam-
an. Ég man þegar ég kom til ykk-
ar sem barn hvað það var alltaf
mikil samvinna á milli ykkar. Mér
fannst alltaf svo gott að koma til
ykkar í Gunnólfsgötuna. Þar ríkti
svo mikil ró.
Elsku amma, ég vil þakka þér
fyrir allt sem þú hefur gert fyrir
mig, því það var alveg sama hvað
það var, alltaf voruð þið afi tilbúin
að hjálpa til. Ég á eftir að sakna
þess að geta ekki tekið upp símann
og heyrt í þér, því þau voru ófá
símtölin sem við áttum. Þú hefur
alveg frá því ég man eftir mér
sýnt mér svo mikla væntumþykju
og stuðning þó svo að ég hafi ekki
verið neitt sérstaklega hænd að
þér sem ungbarn en þú varst alltaf
viss um að við ættum eftir að eiga
vel saman, sem reyndist svo vera
alveg rétt hjá þér. Þær eru marg-
ar minningarnar sem ég á um þig,
heimsóknirnar ykkar afa og
frænda í afmælin hjá okkur syst-
kinunum, heimsóknir mínar til
ykkar afa sem barn, það var tekið
upp á ýmsu því þú vildir vera al-
veg viss um að mér leiddist ekki.
Ég veit að frændi hefur verið
glaður að sjá þig og að þið fylgist
með mér jafnt nú sem áður.
Ég ætla að kveðja þig með bæn-
inni sem við fórum alltaf með sam-
an þegar ég var í heimsókn hjá
þér sem barn.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni
(Hallgrímur Pétursson)
Katrín Sveina.
Mæt kona hefur nú kvatt þessa
jarðvist. Sigríður K. Steinsdóttir,
vinkona fjölskyldu minnar, var
einstök. Ég kynntist fjölskyldu
hennar fyrir 73 árum þegar ég
flutti með foreldrum mínum til
Ólafsfjarðar. Fjölskylda Sigríðar
bjó þá í næsta húsi. Hún var eina
stelpan í barnahópi þessarar barn-
mörgu fjölskyldu og var oft kölluð
lipurtá af okkur systkinunum.
Árin liðu og Sigga fór snemma
að sjá fyrir sér sjálf með vinnu í
frystihúsinu og við annað sem
bauðst á þessum árum. Svo kom
að því að Sigga kynntist einum af
bekkjarbræðrum mínum í Barna-
skóla Ólafsfjarðar, Sveini S. Jó-
hannessyni. Sveinn vinur minn var
verslunarmaður hjá KEA og síðar
hjá Kaupfélagi Ólafsfjarðar. Sigga
og Svenni reistu sér fljótlega
myndarhús við Gunnólfsgötu 16 í
bænum og var það griðastaður
þeirra allt til þessa dags. Að koma
í heimsókn þangað á hverju sumri,
við hjónin eða með fjölskylduna,
var sérstakur viðburður undan-
farna áratugi. Fjölskylda mín
minnist þessara heimsókna með
gleðiglampa í augum enda voru
móttökurnar frábærar. Sigga
dekraði við börnin okkar Ásdísar í
þessum heimsóknum þegar þau
voru með hér áður fyrr. Þegar ár-
in liðu og barnabörn stundum með
í þessum heimsóknum var þetta
eins, borðið svignaði undan frá-
bærum veitingum og leikföng sem
einkasonur þeirra Björn Steinn
átti og enn voru til voru tekin fram
fyrir börnin.
Sigga og Svenni stunduðu um
tíma búskap, voru með nokkrar ær
og fór þeim það vel úr hendi.
Síðustu mánuði fór heilsu Siggu
að hraka og fluttu þau hjón þá á
Dvalarheimilið Hornbrekku í
Ólafsfirði þar sem Sigga lést 18.
júní síðastliðinn.
Innilegar samúðarkveðjur, kæri
Sveinn minn, til þín, Björns Steins,
Elsu og barna þeirra, frá mér og
börnum mínum og fjölskyldum
þeirra.
Birgir Jóh. Jóhannsson.
Sigríður Katrín
Steinsdóttir
Garðar
Túnþökusala
Oddsteins
Lóðaþökur
Fótboltaþökur
Golfvallargras
Holtagróður
Steini, s. 663 6666
Kolla, s. 663 7666
visa/euro
Húsnæði í boði
GISTING
60 m² íbúð í nýju húsi á Seltjarnar-
nesi með fríu aðgengi að bíl. Leigist
minnst í tvo sólarhringa. Verð 15.000
kr. per sólarhr. Upplýsingar í síma
899-2190 eða siggiggeris@talnest.is.
Sumarhús
Falleg og vönduð sumarhús frá
Stoðverk ehf. í Ölfusi
Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup-
enda.
Símar: 660 8732, 660 8730,
892 8661, 483 5009.
stodverk@simnet.is
Til sölu
Ódýr blekhylki og tónerar í
HP, Dell, Brother, Canon og Epson.
Send samdægurs beint heim að
dyrum eða í vinnuna. S. 517 0150.
Sjá nánar á blekhylki.is
Bátar
Við viljum minna sjómenn
á okkar frábæru fiskikör!
Framleitt á landsbyggðinni.
Upplýsingar í síma 460 5000,
saevaldur.gunnarsson@promens.com
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Bílaþjónusta
Allar minningar á einum stað.
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
M
O
R
48
70
7
01
/1
0
–– Meira fyrir lesendur
Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar
Um leið og framleiðslu er lokið er bókin send í pósti.
Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá
árinu 2000 og til dagsins í dag.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins.
Smellt á reitinn Senda inn efni á
forsíðu mbl.is og viðeigandi efn-
isliður valinn.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og hve-
nær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks
hvaðan og klukkan hvað útförin fer
fram. Þar mega einnig koma fram
upplýsingar um foreldra, systkini,
maka og börn. Ætlast er til að
þetta komi aðeins fram í formál-
anum, sem er feitletraður, en ekki
í minningargreinunum.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir
greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið sé
um annað. Ef nota á nýja mynd
skal senda hana með æviágripi í
innsendikerfinu. Hafi æviágrip
þegar verið sent er ráðlegt að
senda myndina á netfangið minn-
ing@mbl.is og láta umsjónarmenn
minningargreina vita.
Minningargreinar
Við Kiddi erum bún-
ir að þekkjast í um 65
ár eða frá þeim tíma
þegar Ögmundur
móðurbróðir minn
kvæntist Jóhönnu móður þinni og
varð stjúpi þinn. Þá var ég fimm eða
sex ára og þú tíu eða ellefu ára. Á
Kristinn E.
Guðmundsson
✝ Kristinn E. Guð-mundsson var
fæddur í Reykjavík 6.
febrúar 1934. Hann
lést í sumarbústað
sínum á Þingvöllum 8.
júní sl.
Útför Kristins fór
fram frá Bústaða-
kirkju 15. júní 2010.
þessum tíma hittumst
við aðallega í fjöl-
skylduboðum og stó-
rafmælum. Það var
alltaf spennandi að
hitta þig, töffarann úr
borginni á vel pússuð-
um skónum og flott
greiddur. Þú hafðir
alltaf frá svo mörgu
skemmtilegu að segja.
Vinskapurinn treyst-
ist enn betur þegar ég
flutti til Reykjavíkur
og enn betur þegar ég
stofnaði fjölskyldu og
konurnar okkar yndislegu kynntust,
Geira þín og Sigga mín, þessar ynd-
islegu konur sem áttu stærstan þátt í
vinatengslum okkar, vexti og þroska
fjölskyldnanna. Því núna fór í hönd
skemmtilegasti tíminn, við fórum að
vinna saman hjá Áhaldahúsi hafnar-
mála, Kópavogi, þar var vægast sagt
skemmilegt að vinna. Stórbrotnir
vinnufélagar og verkefni, enn í dag
eru sögur frá þessum tíma uppistöð-
ur í umræðunni. Um þetta leyti hóf-
ust einnig veikindi þín sem settu
mark sitt á þitt líf, án þess þó að
skerða lífsgleði þína og hamingju-
samt líf. Mér er oft hugsað til
kvennanna okkar og þeirra vinnu.
Við oft vinnandi fjarri heimilunum
og þær fæddu og klæddu hópana
sína alla daga, eftir á að hyggja
hljóta þær að vera einhverskonar
„fjölskyldufræðingar“. Við Sigga
þökkum fyrir allar skemmtilegu
samverustundirnar og biðjum góðan
Guð að styrkja þína yndislegu Geiru,
börn, barnabörn og barnabarnabörn
alla tíð.
Vilhjálmur og Sigríður
(Villi og Sigga).