Morgunblaðið - 30.06.2010, Síða 25
Dagbók 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2010
Sudoku
Frumstig
9 4
8 5 4 1 7
1 8
2 4
6 2 5
5 1 8
4 7 2
7 9
6 5 7
4 8 1 2 5
7 9 2
5 9
4 8
1 6 9 4
5 8 1
2 7
2 4 6
1 7
4 8 2 6 1
3 4
5 4
2 7
8 2 1
3 7
5 1
6 3
8 1 9 5
8 9 3 5 6 1 2 4 7
2 4 1 9 3 7 5 6 8
7 6 5 8 2 4 1 9 3
5 8 9 2 4 3 6 7 1
6 3 7 1 8 9 4 5 2
1 2 4 6 7 5 8 3 9
9 5 6 7 1 8 3 2 4
3 1 2 4 9 6 7 8 5
4 7 8 3 5 2 9 1 6
3 9 5 8 1 4 2 7 6
6 4 2 3 9 7 8 5 1
7 1 8 5 2 6 4 9 3
1 2 6 7 4 3 5 8 9
8 5 4 1 6 9 7 3 2
9 3 7 2 8 5 6 1 4
4 7 9 6 5 1 3 2 8
2 6 3 9 7 8 1 4 5
5 8 1 4 3 2 9 6 7
5 2 8 7 9 6 4 1 3
1 3 6 8 4 5 9 2 7
9 4 7 3 2 1 6 5 8
4 5 2 6 3 9 8 7 1
6 7 1 5 8 4 2 3 9
3 8 9 2 1 7 5 6 4
7 6 3 4 5 8 1 9 2
2 9 4 1 6 3 7 8 5
8 1 5 9 7 2 3 4 6
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er miðvikudagur 30. júní,
181. dagur ársins 2010
Orð dagsins: Ég er Drottinn, Guð yð-
ar, lifið eftir boðorðum mínum og
haldið lög mín og breytið eftir þeim.
(Esk. 20, 20.)
Skelfilegt er að sjá hvernig fariðhefur verið með körfurnar, sem
settar voru upp við Hagaskóla í vet-
ur. Körfuboltavöllurinn við Haga-
skóla hefur verið himnasending.
Körfur er að finna hér og þar í
Vesturbænum. En lengi hafði körf-
ur í réttri hæð vantað þangað. Þar
virðist nú einhver vera að leik öllum
stundum nema kannski um blá-
nóttina. Kosturinn við staðsetningu
vallarins er sá að langt er í næstu
híbýli og veldur því hávaðinn, sem
myndast við knattrak lítilli truflun.
x x x
Það þarf ekki mikla skarpskyggnitil að sjá hvað aðstaða af þess-
um toga skiptir miklu máli og með
ólíkindum að einhver eða einhverjir
skuli finna hjá sér þörf til að eyði-
leggja körfurnar. Víkverji hefur
víða farið og meðal annars kastað
bolta í körfur í niðurníddum hverf-
um í Bandaríkjunum. Þar eru körf-
urnar látnar í friði, kannski vegna
þess að menn átta sig á því að hags-
munir heildarinnar eru mikilvægari
en stundarútrás skemmdarfýsn-
arinnar.
x x x
Settar hafa verið fram kenningarum að hirðuleysi manna um
umhverfi sitt snúist um þröskulda.
Um leið og mannvirki fái að byrja
að drabbast niður verði til víta-
hringur og ekkert fái að vera í friði.
Ef hins vegar sjáist að virðing sé
borin fyrir umhverfinu smiti það út
frá sér.
x x x
Þessi kenning hefur verið notuðtil að hreinsa til í stórborgum á
borð við New York og Boston. Nú
hefur hún verið afsönnuð á körfu-
boltavellinum við Hagaskóla. Völl-
urinn er lagður marglitum plast-
mottum, utan um hann er vegleg
girðing, körfuhringirnir eru með
gormi og gefa eftir og spjöldin, sem
er hægt að hækka og lækka, eru úr
gagnsæju trefjagleri. Slík aðstaða
er til fyrirmyndar og sá sem sá
ástæðu til að eyðileggja hana ætti
að skammast sín.
víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 mikill þjófur, 8
sýður saman, 9 elur, 10
greinir, 11 frumstæða
ljósfærið, 13 peningum,
15 stubbs, 18 fornrit, 21
hrós, 22 æla, 23 vondum,
24 farartæki.
Lóðrétt | 2 hylur grjóti,
3 stúlkan, 4 skíra, 5
skapanorn, 6 riftun, 7
örg, 12 erfðafé, 14 sár,
15 fokka, 16 óhreinka,
17 ólifnaður, 18 í vafa,
19 pumpuðu, 20 ná yfir.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 trúss, 4 ræsta, 7 parts, 8 suðið, 9 sek, 11 rúst,
13 gaur, 14 ætlun, 15 skýr, 17 álit, 20 enn, 22 loddi, 23
augun, 24 nunna, 25 nesta.
Lóðrétt: 1 tæpar, 2 útrás, 3 sess, 4 rösk, 5 síðla, 6 arður,
10 eklan, 12 tær, 13 Gná, 15 sælan, 16 ýldan, 18 logns,
19 tinna, 20 eira, 21 nafn.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. Rf3 d5 2. c4 c6 3. e3 Rf6 4. Rc3 e6
5. b3 Bd6 6. Bb2 O-O 7. Be2 dxc4 8.
Bxc4 b5 9. Bd3 Bb7 10. Re4 Rxe4 11.
Bxe4 f5 12. Bd3 Rd7 13. h4 De7 14.
g4 c5 15. gxf5 exf5 16. Bxb5 Re5 17.
Bxe5 Bxe5 18. Hc1 f4 19. O-O fxe3
20. fxe3
Staðan kom upp í úrslitaeinvígi at-
skákmóts sem lauk fyrir skömmu í
Leon á Spáni. Sigurvegari mótsins,
ísraelski stórmeistarinn Boris Gelf-
and (2741), hafði svart gegn ar-
menskum kollega sínum Levon Ar-
onjan (2783). 20… Hxf3! 21. Hxf3
Dxh4 22. e4 Bxe4 23. Bc4+ Kh8 og
hvítur gafst upp enda fátt til varnar.
Svartur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Hittingur.
Norður
♠KG6
♥K1074
♦K843
♣32
Vestur Austur
♠D5 ♠8432
♥G953 ♥ÁD862
♦96 ♦D
♣KG976 ♣D54
Suður
♠Á1097
♥--
♦ÁG10752
♣Á108
Suður spilar 6♦.
Vestur hittir á lauf út gegn 6♦. Það
þýðir bara eitt: sagnhafi verður að
finna ♠D. Hvernig á að hann að bera
sig að?
Spilið er frá annarri umferð EM og
féll í 5♦ í leik Íslands og Skotlands. En
Tyrkinn Zorlu var í 6♦ gegn Ítölunum
Duboin og Sementa. Zorlu drap lauf-
útspilið strax með ás, tók tvo efstu í tígli
og fór svo af stað með spaðatíuna að
heiman. Og viti menn – Duboin gluðaði
drottningunni á. Oft þarf ekki mikið til.
Portúgalinn Castanheira fékk líka út
lauf gegn slemmunni. Hann frestaði
spaðaíferðinni og reyndi að afla sér
upplýsinga um skiptinguna með því að
trompa lauf í borði og hjörtu heima.
Réttilega komst Castanheira að þeirri
niðurstöðu að austur ætti spaðalengd
og svínaði fyrir drottninguna þeim
megin. Óheppinn.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Starfið er mikilvægt, en umfram
allt verður þú að vera hamingjusamur í
vinnunni. Töfrar þínir og þolinmæði geta
skilað þér stöðuhækkun á árinu.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Þú hefur mikla þörf fyrir að gera
breytingar í einka- og fjölskyldulífinu.
Kátína þín hefur jákvæð áhrif á alla sem
umgangast þig.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Samskipti þín við þína allra nán-
ustu þarfnast mikilla tilfinningagáfna
þessa dagana. Sem betur hringja viðvör-
unarbjöllur hjá þér.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Öll samskipti fjölskyldunnar ættu
að ganga vel í dag. Fólk virðist í ein-
staklega neikvæðum stellingum þessa
dagana. Vertu því sparsamur áfram.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Þig langar til þess að gera breyt-
ingar á heimili þínu, en slíkt kann að vera
kostnaðarsamt. Hver þarf á samræðum
að halda ef hægt er að tjá sig með gerðum
sínum?
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Beindu einlægni þinni og skynsemi
að aðstæðum sem þarfnast þeirra. Finndu
út úr því hverju eða hverjum er um að
kenna.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Þú getur bætt þig á ótal vegu.
Kannski berast þér gjafir eða þá að ein-
hver finnur sig knúinn til greiðasemi.
Verndaðu ástvinina fyrir áhrifum
óskemmtilegrar manneskju.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Þú hefur orku til að koma
miklu í framkvæmd í dag. Líttu í eigin
barm og þá sérðu að þú einn berð ábyrgð-
ina og líka á því að snúa hlutunum við.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Þótt einhverjir kasti að þér
hnútum í dag, skaltu láta sem ekkert sé.
Sannleikurinn verður þó lærdómsríkur.
Þú sýnir fjölskyldunni alltaf örlæti.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Haltu góðu sambandi við vini og
vandamenn því þegar á bjátar eru þeir sá
kjarni sem þú getur sótt styrk og aðstoð í.
Skipuleggðu tíma þinn vel.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Vatnsberanum hlotnast hugs-
anlega hlunnindi af einhverju tagi í dag.
Njóttu þess en vertu ekki að slá um þig.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Áhrifarík augnablik koma upp í
samskiptum við almenning. Brjóttu odd
af oflæti þínu og fáðu þér samstarfsmenn
svo verkinu miði eitthvað áleiðis.
Stjörnuspá
30. júní 1910
Laufey Valdimarsdóttir út-
skrifaðist sem stúdent frá
Lærða skólanum (Mennta-
skólanum í Reykjavík), fyrst
íslenskra kvenna.
30. júní 1964
Íslenska kvennalandsliðið í
handknattleik varð Norður-
landameistari á móti sem
haldið var í Reykjavík.
30. júní 1974
Kvenlögregluþjónar tóku í
fyrsta sinn þátt í löggæslu, en
þennan dag var kosið til Al-
þingis.
30. júní 1990
Kvennahlaup ÍSÍ var haldið í
fyrsta sinn. Hlaupið var á sex
stöðum og voru þátttakendur
um tvö þúsund. Síðustu ár
hafa þátttakendur verið um
tuttugu þúsund á meira en eitt
hundrað stöðum.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist…
Gunnar Val-
geirsson flug-
virki er áttræður
í dag, 30. júní.
Hann er fyrrver-
andi yfirverk-
stjóri hjá Flug-
leiðum og
starfaði í um það
bil 50 ár hjá
Flugfélagi Íslands og Flugleiðum.
Gunnar fagnar tímamótunum með
fjölskyldu sinni og vinum.
80 ára
Í dag fagnar Bjarni Magnússon þeim stóra áfanga
að verða áttræður. Hann býr í Grímsey og var
hreppstjóri þar til margra ára eða í nákvæmlega
40 ár, tvo mánuði og tvo daga eins og hann segir
sjálfur. Í dag er búið að sameina Grímsey og Ak-
ureyri og því ekki þörf fyrir hreppstjóra lengur í
Grímsey. „Þó er ég náttúrlega alltaf kallaður
hreppstjóri ennþá,“ segir Bjarni og hlær. Bjarni
ætlar að halda veislu fyrir vini og ættingja um
komandi helgi og í staðinn mun hann taka það ró-
lega á sjálfan afmælisdaginn. Aðspurður um eft-
irminnilegan dag segir hann að sjötugsafmælið
hafi verið skemmtilegt en þá hélt hann stóra veislu í Grímsey. Einnig
hélt hann mikla veislu í tilefni af 75 ára afmæli sínu.
Til dægrastyttingar stundar Bjarni fjölbreytt og skemmtileg
áhugamál og segist vera duglegur að fara á sjóinn á trillunni sinni.
„Ég á trillu og ræ til að fá í matinn. Það er sport í því,“ segir hann
hress. Nú þegar eggjavertíðin er búin byrjar Bjarni að háfa lunda.
„Svo er maður með hest, en það þykir svolítið sérstakt að ég á hesta-
kerru. Þetta er svona aksturskerra og ég leik mér í henni,“ segir
hann. gunnthorunn@mbl.is
Bjarni Magnússon áttræður
Leikur sér í hestakerru
Nýbakaðir
foreldrar?
Sendið mynd af
barninu til birtingar í
Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt
að senda mynd af barninu
með upplýsingum um
fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum
foreldra. Einnig má senda
tölvupóst á barn@mbl.is