Morgunblaðið - 30.06.2010, Qupperneq 36
MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 181. DAGUR ÁRSINS 2010
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200
1. Drukknum ferðalöngum hent út …
2. Efast um íslenska lögfræði
3. Paragvæar lögðu Japani …
4. Ásdís Rán á forsíðu Playboy í júlí
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Hin virtu BET-verðlaun voru veitt í
Los Angeles síðastliðinn sunnudag.
Mikið stjörnuregn var á hátíðinni og
glamúr, bæði á rauða dreglinum og
sviðinu. Meðal annars var tónlist-
armaðurinn Prince heiðraður fyrir
ævistarf sitt í þágu tónlistar. »29
BET-verðlaunin af-
hent í Los Angeles
Á næstu miss-
erum mun ævi-
saga Vigdísar
Finnbogadóttur,
Vigdís – Kona
verður forseti,
koma út í Þýska-
landi. Gengið var
frá samningum
við bókaforlagið
Orlanda í gær, sem sendi inn tilboðið
á þjóðhátíðardaginn, 17. júní.
Ævisaga Vigdísar í
Þýskalandi
Í vetur var átakið Öðlingurinn 2010
stofnað til að berjast gegn kyn-
bundnu ofbeldi, en þá voru m.a.
boðnir upp tónleikar með Baggalúti.
Lögfræðistofa Halldórs Birgissonar
bauð hæst í tónleikana, en hefur nú
ákveðið að gefa þá
Krafti, stuðningsfélagi
ungs fólks með
krabbamein. Bagga-
lútur mun því troða
upp á sumarfagnaði
félagsins milli kl.
17 og 19.30 í dag
við ylströndina
Nauthólsvík.
Öðlingar gefa tón-
leika Baggalúts
Á fimmtudag A og NA 13-20 m/s og rigning. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast vestanlands.
Á föstudag Stíf austlæg átt með rigningu víða um land. Milt í veðri.
Á laugardag, sunnudag og mánudag Norðaustlæg eða breytileg átt, yfirleitt fremur
hægur vindur. Rigning með köflum eða skúrir og áfram milt í veðri.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vaxandi austanátt 10-18 m/s og rigning syðst síðdegis, en annars
hægari vindur, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Hiti 10-18 stig, hlýjast inn til landsins.
VEÐUR
Cristiano Ronaldo
úr leik á HM
Vel á þriðja hundrað
frjálsíþróttakrakkar
á aldrinum sex til
fjórtán ára tóku
þátt í hinu ár-
lega móti
á Varm-
árvelli í
Mos-
fellsbæ, Gogga
galvaska, um
síðustu helgi.
Þar er ávallt
gleði og
skemmtun í
fyrirrúmi og
ljósmyndari
Morgunblaðs-
ins mætti á
staðinn. »4
Gleði og skemmtun
á Gogga galvaska
Ingimundur Ingimundarson, lands-
liðsmaður í handknattleik, skrifar í
dag undir samning við dönsku
meistarana AaB frá Álaborg. Ingi-
mundur, sem hefur verið lykilmaður
í varnarleik íslenska landsliðsins
undanfarin misseri, lék síðast með
þýska liðinu Minden en hætti þar í
vor eftir að það féll úr efstu deild.
»1
Ingimundur á leið til
dönsku meistaranna
ÍÞRÓTTIR
Anna Sigríður Einarsdóttir
annaei@mbl.is
El-go-rafmagnsvespur komu á
markað hér á landi í vor. Þær hafa
selst drjúgt það sem af er sumri að
sögn Kolbeins Pálssonar, sölumanns
í Suzuki-umboðinu. „Fólk á öllum
aldri hefur verið að kaupa vesp-
urnar og álítur þær sniðug farar-
tæki í og úr vinnu,“ segir Kolbeinn.
Umboðið auglýsir að enga trygg-
ingu þurfi fyrir vespuna né heldur
ökuréttindi. Hún falli enda undir
reiðhjólaskilgreiningu umferðar-
laga. „Rafmagnsvespurnar ná ekki
nema 25 km hraða á klst og eru því
ekki skilgreindar eins og skellinöðr-
ur,“ segir hann. Hjá Tollgæslunni er
ökutækjum sem ekki ná meiri hraða
hleypt í gegn án skráningar og sam-
kvæmt þeim skilgreiningarflokki á
vespan heima á gangstéttum og
göngustígum – ekki götunni.
Rafmagnsvespunni svipar til
hefðbundinnar vespu í útliti og veg-
ur ein 60 kg – litlu minna en aðrar
vespur. Slíkt hefur hins vegar engin
áhrif á skilgreiningu ökutækisins að
sögn Kolbeins og þetta staðfestir
Umferðarstofa.
Kolbeinn telur ekki ábyrgðarhlut
að nýta vespurnar á gangstígum
þótt þær séu nokkru þyngri en önn-
ur ökutæki sem þar fara um. „Raf-
magnsvespurnar eru notaðar á
hjólastígum í Evrópu og við erum
einfaldlega að bjóða upp á það sem
er vinsælt þar.“ Umboðinu hafi
heldur ekki borist neinar athuga-
semdir vegna þeirra. „Einn kaup-
andi kannaði hvort löglegt væri að
vera með barn á vespunni og það
eina sem var farið fram á var að
hann væri með barnastól.“
Hvorki próf- né hjálmskylda
Lögregla er þó ekki sátt við að
ökutæki á borð við rafmagnsvespur
aki um gangstéttir og telur ekki
skýrt að þær falli undir reiðhjóla-
skilgreininguna. Alvarleg slys geti
enda orðið lendi gangandi vegfar-
andi í árekstri við slíkt ökutæki.
Lögreglan hefur því óskað eftir að
Umferðarstofa skoði málið.
„Mér sýnist þessi ökutæki falla
undir aðra grein umferðarlaga
[reiðhjólaskilgreininguna] en við
höfum að sjálfsögðu beðið lögfræð-
ing okkar að skoða málið að beiðni
lögreglunnar,“ segir Kristófer
Ágúst Kristófersson, verkefnastjóri
tæknimála ökutækja hjá Umferð-
arstofu.
Guðbrandur Sigurðsson, aðal-
varðstjóri umferðardeildar Lögregl-
unnar á höfuðborgarsvæðinu, bend-
ir á að teljist vespan í flokki reið-
hjóla þurfi ekki að skrá tækin,
tryggja né þurfi ökuréttindi. „Síðan
er ekki hjálmskylda nema til 15 ára
aldurs,“ segir hann og telur ástæðu
til að skoða aðra grein umferðarlaga
nái hún yfir rafmagnsvespuna.
„Aðrar vespur sem líta svipað út
og eru jafnvel litlu þyngri eru
skráningarskyldar, trygginga-
skyldar, krefjast ökuréttinda og
þeim fylgir hjálmskylda. Er eitt-
hvað minni hætta af þessum hjól-
um?“ spyr Guðbrandur og kveður
fulla þörf fyrir nánari skýringu og
túlkun á lögunum.
Reiðhjól samkvæmt lögum?
Lögreglan óviss
um skilgreiningu
á rafmagnsvespum
Morgunblaðið/ Ómar
Ökutæki Rafmagnsvespur hafa verið í notkun sl. ár í Evrópu og er þar ekið á hjólastígum að sögn Kolbeins.
Hver er skilgreining umferðarlaga á þeim
ökutækjum sem falla í flokk reiðhjóla?
Samkvæmt annarri grein umferðarlaga eru það ökutæki,
sem knúin eru áfram með stig- eða sveifarbúnaði og ekki
ætluð eingöngu til leiks.
Undir flokk reiðhjóla falla líka vélknúðir hjólastólar, sem
ekki eru hannaðir til hraðari aksturs en 15 km á klst, og
lítil vél- eða rafknúin ökutæki, sem ekið geta á hraðanum
8-25 km hraða klst.
Má aka á þessum vélknúðu ökutækjum á götunum?
Nei, samkvæmt umferðarlögum mega hvorki vélknúðir
hjólastólar né vélknúin hlaupahjól vera á götunum.
Hvaða umferðarreglur gilda um notkun
göngustíga?
Gangandi vegfarendur eiga réttinn. Hjól og vélknúðu
ökutækin sem umferðarlög taka til mega hins vegar nýta
sömu stíga, en ber að víkja fyrir fótgangandi vegfar-
endum þegar þess er þörf.
Spurt & svarað
Paragvæar og
Spánverjar
voru síðustu
þjóðirnar til
að tryggja
sér sæti í
átta liða
úrslitunum
á HM. Spánverjar
lögðu Portúgala, 1:0, og
Paragvæar höfðu betur
gegn Japönum í víta-
spyrnukeppni. »3