Fréttablaðið - 12.10.2011, Síða 20

Fréttablaðið - 12.10.2011, Síða 20
MARKAÐURINN12. OKTÓBER 2011 MIÐVIKUDAGUR4 Ú T T E K T F all íslensku bankanna og gengishrun krónunnar árið 2008 ollu því að lán ís- lenskra heimila og fyrir- tækja blésu út. Gengis- fallið olli verðbólguskoti þar sem verðlag innfluttra vara snar- hækkaði og verðbólgan leiddi svo til myndarlegra hækkana á verð- tryggðum lánum. Að sama skapi hækkuðu gengistryggð lán, sem höfðu notið talsverðra vinsælda misserin á undan, í beinu hlutfalli við gengisfall krónunnar. Síðar komst Hæstiréttur reyndar að þeirri niðurstöðu að gengistrygg- ing lána væri óheimil og voru slík lán því endurreiknuð með tilliti til hagstæðustu vaxta seðlabankans. Hagstæðustu vextir seðlabank- ans blésu hins vegar einnig út í kjölfar bankahrunsins svo dómur Hæstaréttar veitti ekki skjól gegn hinni svokölluðu „stökkbreytingu“ á lánum Íslendinga. Útblásin lán voru þó ekki það eina sem olli íslenskum heimilum skaða í kjölfar bankahrunsins. Laun lækkuðu, skattar hækkuðu og eignaverð lækkaði. Allt verk- aði þetta saman og gerði heimilum erfiðara fyrir að standa í skilum við útblásnu lánin. Nokkur fjöldi íslenskra heimila lenti í greiðslu- vandræðum á meðan önnur þurftu að láta sér lynda minni ráðstöfun- artekjur þegar búið var að greiða reikninga og af lánum. Í ljósi þessa hefur sú krafa verið hávær allar götur síðan að komið verði til móts við mikið skuldsett heimili með niðurfellingu skulda. Sú krafa er heldur ekki óeðlileg. Í málstofu Þorvarðar Tjörva Ólafs- sonar, þá hagfræðings hjá Seðla- bankanum, í september 2009 um endurskipulagningu skulda í kjöl- far fjármálakrísu kom fram að reynsla annarra landa og niður- stöður fjölda fræðilegra rann- sókna bentu eindregið til þess að í kjölfar slíkrar krísu væri mikil- vægt að ráðast af krafti í endur- skipulagningu skulda einkaaðila. Án aðgerða væri veruleg hætta á því að vítahringur gjaldþrota, greiðsluerfiðleika og atvinnuleysis hefði langvarandi skaðleg áhrif á framleiðslu og atvinnu sem græfi undan endurreisn fjármálakerf- isins, seinkaði efnahagsbata hag- kerfisins og yki þar með kostnað vegna kreppunnar. Auk þess væri möguleiki á að samfélagslegri sátt yrði stefnt í voða. Í málstofunni kom einnig fram að stjórnvöld gegndu mikilvægu hlutverki í að koma endurskipu- lagningu af stað og að reynslan sýndi að slíkar aðgerðir hefðu til- hneigingu til að dragast á lang- inn. Þá sýndi reynslan að æskilegt væri að dreifa byrðunum á milli einkaaðila, fjármálastofnana, hins opinbera og erlendra aðila. HVER ER STAÐA HEIMILANNA? Seðlabanki Íslands framkvæmdi greiningu á stöðu íslenskra heim- ila á árunum 2009 og 2010. Sam- kvæmt greiningunni voru snemma árs 2009 um 20 til 26 prósent ís- lenskra heimila með greiðslu- byrði lána yfir algengum hættu- mörkum. Í febrúar 2010 náðu 14 prósent heimila með börn ekki endum saman og þá áttu önnur 8 prósent innan við 50 þúsund krón- ur eftir í hverjum mánuði eftir að hafa greitt af lánum. Samtals taldi Seðlabankinn því 23.850 af 102.100 heimilum landsins í vanda. Í skýrslu sérfræðingahóps um skuldavanda heimilanna sem kom út í nóvember í fyrra kom fram að tæplega 73 þúsund heim- ili væru með íbúðaskuldir sam- kvæmt skattframtölum. Taldi hópurinn að 10.700 heimili væru í greiðsluvanda, eða 14,7 prósent heimila með íbúðaskuldir. Önnur svipmynd hópsins þar sem gert Baráttan við skuldavanda heimilanna Eitt mikilvægasta verkefni stjórnvalda frá hruni hefur verið glíman við skuldavanda heimilanna. Markaðurinn skoðaði hvað hefur áunnist í þeirri glímu á þeim þremur árum sem eru liðin frá hruni. HÚSNÆÐISLÁN Í kjölfar bankahrunsins var talið að um 10.700 heimili væru í greiðsluvandræðum vegna íbúðaskulda, eða 14,7 heimila með íbúðalán.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.