Fréttablaðið - 12.10.2011, Síða 38
12. október 2011 MIÐVIKUDAGUR22
Myndsímtöl
á 0 kr. í dag!
Þú greið
ir f.
sím
an
r. o
g a
ðr
a
no
tk
un
s
kv
. v
er
ðs
kr
á
á
si
m
in
n.
is
Ef þú ert með GSM hjá
Símanum hringir þú
myndsímtöl innan kerfis
Símans fyrir 0 kr. í dag.
Magnaður miðvikudagur!
p
22
menning@frettabladid.is
HVERFISKAFFI Í GERÐUBERGI Elsa Hrafnhildur Yeoman fer yfir sýn stýrihópsins 111 - Reykjavík á verkefni
sín, núverandi stöðu og framtíðarverkefni í Breiðholtinu í kvöld klukkan 20 í Gerðuberg. Arkitektarnir Gunnar Sigurðsson
og Ástríður Magnúsdóttir kynna vinnu við nýja hönnun á göngustígnum langa í Fellahverfi og einnig verður hvatt til
almennrar umræðu og kallað eftir ábendingum frá íbúum um hvaða lausnir og endurbætur þeir vilja sjá í Breiðholtinu.
... fyrir Ísland með ástarkveðju
Kærleikskúlan 2011 eftir Yoko Ono
er komin í verslanir.
Útsölustaðir
Casa - Kringlunni og Skeifunni
Epal - Skeifunni, Hörpu og Leifsstöð
Kokka - Laugavegi
Kraum - Aðalstræti og Garðatorgi
Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhúsinu
Líf og list - Smáralind
Hafnarborg - Hafnarfirði
Módern - Hlíðarsmára
Blóma- og gjafabúðin - Sauðárkróki
Norska húsið - Stykkishólmi
Póley - Vestmannaeyjum
Valrós - Akureyri
Verslanir Póstsins um allt land
og í netverslun á kaerleikskulan.is
S T Y R K T A R F É L A G L A M A Ð R A O G F A T L A Ð R A
Sigurður Skúlason leik-
ari lék í sinni fyrstu bíó-
mynd þegar hann var 21
árs. Myndin var ekki klár-
uð fyrr en nýlega, rúmum
40 árum síðar. Heimildar-
myndin Paradox, sem
fjallar um það ferli, verð-
ur sýnd í Bíó Paradís á
næstunni.
„Þetta vildi þannig til að Sigurð-
ur fór að segja mér frá stuttmynd
sem hann lék einu sinni í, árið 1967
þegar hann var 21 árs og nýút-
skrifaður leikari. Myndin hafði
verið tekin upp, en aldrei klippt eða
hljóðsett,“ segir Hafsteinn Gunnar
Sigurðsson kvikmyndaleikstjóri.
„Myndin hafði sótt á Sigurð í öll
þessi ár, þar til hann fékk loks film-
urnar í sínar hendur og lét yfirfæra
þær á stafrænt form. Þegar hann
sýndi mér þetta varð ég strax mjög
hrifinn, enda er þetta mjög fallegt
svarthvítt myndefni. Þeir Níels
Óskarsson og Þröstur Magnússon,
sem gerðu upphaflegu myndina,
eiga hrós skilið fyrir að hafa hrint
þessu í framkvæmd á þessum tíma,
þegar stuttmyndagerð var fáheyrð
hér á landi.“
Hafsteinn og Sigurður ákváðu að
gera heimildarmynd um það ferli
þegar myndin er kláruð, rúmum
fjörutíu árum eftir að hún var
tekin upp. Þeir fengu til liðs við sig
þá Daníel Bjarnason tónskáld og
Kristján Loðmfjörð klippara til að
eftirvinna myndina. „Úr varð mjög
skemmtileg atburðarás. Það voru
ekki allir sammála um hvernig ætti
að koma verkinu heim og saman
og ólík sjónarmið ólíkra kynslóða
í gangi. Kristján og Daníel voru
til að mynda hrifnir af aldri film-
unnar og voru að vinna með ryk og
rispur á henni, á meðan þeir Níels
og Þröstur voru frekar til í að láta
hreinsa upp myndina. Þetta endur-
speglar meðal annars ólík viðhorf
ólíkra kynslóða sem koma fram í
myndinni.“
Í lok heimildarmyndarinnar
gefur svo að líta stuttmyndina
eftir að búið er að glæða hana
lífi. Paradox var frumsýnd á
heimildar myndahátíðinni Skjald-
borg í sumar og jafnframt sýnd á
Reykjavík International Film festi-
val, RIFF, sem lauk nú í byrjun
október. Á föstudaginn kemur hún
í almennar sýningar í Bíó Para-
dís. Þess má geta að þar er einn-
ig önnur kvikmynd eftir Hafstein
í sýningum, Á annan veg, sem er
leikin bíómynd í fullri lengd.
holmfridur@frettabladid.is
Heimildarmynd um stutt-
mynd sem aldrei varð til
FYRSTA HLUTVERKIÐ Sigurður Skúlason var 21 árs þegar hann lék í sinni fyrstu stuttmynd. Myndin var hins vegar ekki kláruð fyrr
en nýlega. Hér er hann í hlutverki einnar af þremur aðalpersónum myndarinnar.
LEIKSTJÓRAR Hafsteinn Gunnar Sigurðs-
son og Sigurður Skúlason leikstýra
heimildarmyndinni Paradox, sem fjallar
um stuttmynd sem Sigurður lék í ungur
að árum en var aldrei kláruð.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN