Morgunblaðið - 07.07.2010, Qupperneq 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2010
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
„Hlýnandi veðurfar á landinu kemur greinilega
fram á gróðrinum. Vorið kemur fyrr og gróð-
urinn vex meira. Við sjáum það betur og betur
með hverju árinu sem líður,“ segir Björn Sigur-
björnsson hjá Gróðrarstöðinni Gróanda í Mos-
fellsbæ. Á myndinni hlúir starfsmaður Gróanda
að geitaskeggi en plantan barst hingað til lands
frá Svíþjóð árið 1965 en kom þangað upphaflega
frá Kamtsjatka-skaga í Rússlandi árið 1921.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Geitaskeggið toppar fyrr en áður
Önundur Páll Ragnarsson
onundur@mbl.is
„Þeir ungu Íslendingar sem hafa hug á að komast
með mikilli fyrirhöfn í erfitt og illa launað starf á
Íslandi ættu sterklega að íhuga krabbameins-
lækningar,“ segir Sigurður Böðvarsson, sérfræð-
ingur í krabbameinslækningum, í viðtali í nýjasta
hefti Læknablaðsins. Hann er nú að flytja til
Bandaríkjanna, eftir níu ár á Landspítalanum.
Sigurður lýsir kjörum sínum þannig að eftir
strangt sérnám sem hann hafi kostað sjálfur með
ómældri vinnu fyrir lág laun, hafi hann komið
heim og hafið störf sem sérfræðingur fyrir 476.000
krónur á mánuði. Á fimmtán árum hafi hann unnið
sig upp í hæsta launaflokk sérfræðilækna með
533.000 krónur á mánuði. Svo bjóðist honum vakt-
ir með 1.910 króna kaupi á tímann.
„Um daginn var ég á helgarvakt. […] Ég þurfti
á allri minni kunnáttu í lyflækningum að halda.
[…] Dóttir mín vann á sama tíma við að afgreiða
kaffi og kleinur í Húsdýragarðinum fyrir 1.850
krónur á tímann.“ Og þannig lýsir Sigurður vinnu-
staðamenningu Landspítalans þegar hann kom
heim úr sérnámi, árið 2001:
„Vert þú ekkert að setja þig á háan hest, karlinn
minn, hér gerum við hlutina svona.“ Hann kveðst
hafa haft mikið gaman af því að tengja stemn-
inguna á spítalanum við meistaranám sitt í stjórn-
un heilbrigðisþjónustu, „… reyndar svo gaman að
ég skellti oft og tíðum upp úr í eins manns hljóði,“
segir hann í viðtalinu. Stjórnsýslan hafi verið afar
veik og spilling viðgengist með svonefndum sviðs-
stjórum, sem settir voru yfir hvert svið við sam-
einingu spítalanna, handvaldir af stjórnendum án
auglýsingar.
Aðspurður segist Björn Zoëga, forstjóri Land-
spítalans, sammála því að vinnustaðamenningin
hafi verið gamaldags. „En ég hef síðustu árin lagt
mikla orku í að breyta henni. Ég held að þetta sé
að sumu leyti rétt, en að öðru leyti á þetta ekki
við.“ Um launin segir hann að Sigurður sé að vísa í
jafnaðarkaup. Þegar læknirinn fari heim að sofa á
bakvaktinni sé hann enn á sömu launum, en það sé
gengilbeinan í Húsdýragarðinum ekki. Hins vegar
byggist þetta á kjarasamningum lækna við ríkið,
sem spítalinn semji ekki um. Sérfræðingar séu þó
ekki ofaldir af launum sínum, en fleira spili inn í þá
ákvörðun að flytja úr landinu en laun.
Björn segir aðspurður að ekki sé atgervisflótti
frá spítalanum, þó fjórir læknar, eftir því sem
hann best viti, hafi ákveðið að fara þaðan á síðustu
misserum. „Ég hef ekki orðið var við neinn fjölda-
flótta frá okkur,“ segir Björn.
Með svipuð laun og gengilbeina
Fráfarandi formaður Læknafélags Reykjavíkur hættir sem krabbameinslæknir á LSH og flytur út
Launin svipuð og á kaffihúsi Vinnustaðamenning LSH afturhaldssöm Sviðsstjórakerfið spilling
Sigurður
Böðvarsson
Björn
Zoëga
Svanhvít
Jakobsdóttir
Stjórn Landssambands kúabænda
sendi frá sér ályktun í gær þar sem
lýst er furðu á breytingum á reglu-
gerð um markaðsfyrirkomulag við
aðilaskipti að greiðslumarki mjólk-
ur á lögbýlum. Telja kúabændur að
ráðherra hafi hundsað tillögur
starfshóps sem sambandið, ráðu-
neytið, Bændasamtökin og Mat-
vælastofnun hafi lagt fram og fólu í
sér að fyrsti markaðsdagur kvóta-
markaðarins yrði 15. september nk.
Í ályktuninni kemur fram að
„ákvörðun ráðherra veldur kúa-
bændum fjárhagslegum skaða. Lýs-
ir stjórn Landssambands kúabænda
allri ábyrgð vegna þessa á hendur
ráðherra.“
Kúabændur ósáttir
við reglugerð um
kvótamarkað
Sjö hafa verið handteknir í fimm
húsleitum í Hafnarfirði undanfarna
daga samkvæmt upplýsingum frá
lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Talsvert af munum sem taldir eru
þýfi hefur fundist við húsleitirnar,
m.a. tölvur og símar. Nú þegar hef-
ur hluta munanna verið komið í
réttar hendur. Eitthvað af fíkni-
efnum fannst líka við þessar hús-
leitir. Sjömenningarnir, fimm karl-
ar og tvær konur, hafa flestir áður
komið við sögu hjá lögreglu.
Nokkrir aðilar til viðbótar hafa ver-
ið kallaðir til skýrslutöku.
Fimm húsleitir í
Hafnarfirði
Sigurður segir kostnað við yf-
irstjórn Heilsugæslu höfuð-
borgarsvæðisins hafa verið 600
milljónir á síðasta ári, en sami
kostnaður hjá sjálfstæðum
læknastöðvum verið 5-10% af
því, þrátt fyrir þriðjungi fleiri
heimsóknir þangað. Svanhvít
Jakobsdóttir, forstjóri Heilsu-
gæslunnar, segir þessa tölu
ranga. Þegar sé búið að hag-
ræða mikið í yfirstjórninni.
Svigrúm til
sparnaðar?
HEILSUGÆSLAN
Guðni Einarsson gudni@mbl.is
Formlegar viðræður milli lífeyris-
sjóðanna og ríkisins um fjármögnun
stórra samgönguverkefna hefjast í
næstu viku. Þetta var ákveðið á fundi
fulltrúa lífeyrissjóðanna og samn-
inganefndar ríkisins í samgöngu-
ráðuneytinu í gær. Um er að ræða
framkvæmdir fyrir um 30 milljarða á
næstu árum.
Afli fjár með veggjöldum
Náist samkomulag um vaxtakjör,
tryggingar, endurgreiðslutíma og
fleira er talið mögulegt að fram-
kvæmdir geti hafist þegar í haust.
Mestur þungi framkvæmdanna
verði á árunum 2011-2014. Arnar
Sigurmundsson, formaður stjórnar
Landssambands lífeyrissjóða, sagði
gert ráð fyrir því að framkvæmdirn-
ar sem um ræðir gætu verið sjálf-
bærar. Hugmyndin er að ríkið afli
tekna til að endurgreiða lán lífeyr-
issjóðanna, t.d. með veggjöldum.
„Það sem við þurfum, ef við náum
samkomulagi um ávöxtun, endur-
greiðslutíma og annað, er fyrst og
fremst að góðar tryggingar séu fyrir
endurgreiðslunni. Hún kæmi þá af
veggjöldum einhvers konar,“ sagði
Arnar. „Þetta er gríðarlega mikið
verkefni.“ Vaðlaheiðargöng voru
ekki rædd á fundinum í dag. Arnar
sagði ekkert því til fyrirstöðu að
fulltrúar lífeyrissjóðanna hitti full-
trúa félags um Vaðlaheiðargöng til
viðræðna um fjármögnun. Í félagi
um Vaðlaheiðargöng er ríkið með
meirihlutaeign á móti Norðlending-
um.
Stefna að 30 milljarða framkvæmdum
Ákveðið Kristján Möller samgönguráðherra, embættismenn og fulltrúar
lífeyrissjóðanna á fundi um fjármögnun framkvæmda í gær.
Formlegar viðræður um fjármögnun
að hefjast milli ríkis og lífeyrissjóða
Alþingi samþykkti 16. júní sl.
lög um stofnun opinbers hluta-
félags um framkvæmdir við tvö-
földun hluta Suðurlandsvegar,
Vesturlandsvegar og að ljúka
tvöföldun Reykjanesbrautar við
Hafnarfjörð.
Einnig mun vera rætt um að
lífeyrissjóðir láni fyrir nýrri brú
yfir Ölfusá við Selfoss.
Fyrrgreindar framkvæmdir og
gerð Vaðlaheiðarganga er flest-
ar að finna í stöðugleikasátt-
mála aðila vinnumarkaðarins og
stjórnvalda sem var undirrit-
aður 25. júní 2009.
Í sáttmálanum
MARGAR FRAMKVÆMDIR