Morgunblaðið - 07.07.2010, Page 14

Morgunblaðið - 07.07.2010, Page 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2010 FRÉTTASKÝRING Anna Sigríður Einarsdóttir annaei@mbl.is Meiri sátt virðist ríkja um þá leið sem valin var við innritun 10. bekkj- ar nema í framhaldsskóla á haust- önn 2010 en var í fyrra. Það ár fékk töluverður fjöldi nemenda hvorki inni í þeim skóla sem hann valdi sem fyrsta eða annað val. Betur gekk að útvega nýnemum skólavist að þessu sinni, m.a. vegna þess að framhaldsskólum bar nú að taka inn a.m.k. 45% nemenda úr svo nefnd- um hverfisskólum. Katrín Jakobsdóttir menntamála- ráðherra segir einhver erindi vegna framhaldsskólavistar vissulega hafa borist ráðuneytinu, en þau séu um- talsvert færri en í fyrra. „Miðað við hvernig fyrsta og annað val koma út þá sýnist okkur þetta almennt hafa gengið betur,“ segir Katrín, sem kynnti stöðuna á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun. Ekki hafa allir sama val Alls sóttu 4.356 nemendur um inngöngu í framhaldsskóla og eru það um 96,5% þeirra sem skráðir voru í 10. bekk sl. haust. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu hefur hlutfallið aldrei áður verið svo hátt. Fengu 95% umsækjenda skólavist í þeim skólum sem þeir sóttu um sem fyrsta eða annað val. Þar af fengu um 82% skólavist í þeim skóla sem þeir sóttu um sem fyrsta val. Ekki eru þó allir sáttir við þá inn- ritunarleið sem valin var að þessu sinni og hafa ýmsir bent á að í ein- hverjum tilfellum hafi nemendur einfaldlega ekki þorað að sækja um þann skóla sem þá langaði helst í af ótta við að komast þá ekki að ann- ars staðar. Helgi Árnason, skólastjóri Rima- skóla, kannast við að innritunarregl- ur hafi haft áhrif á framhaldsskóla- val nemenda. Hann hefur þó ekki heyrt frá nemendum sem voru ósáttir með þann skóla sem þeir fengu inngöngu í. „Við erum öllu ósáttari við það misrétti að börn í Grafarvogi fái bara að velja um einn hverfisskóla, Borgarholtsskóla, á meðan að flest önnur börn í Reykjavík geti valið um tvo,“ segir Helgi. Jóhanna Gestsdóttir, aðstoðar- skólastjóri Seljaskóla, tek- ur í sama streng. En Fjöl- braut í Breiðholti (FB) er eini hverfisskóli nemenda í Breiðholti. Nemendur í Selja- skóla hafa hins vegar alltaf leitað mikið í FB og því hafi hún ekki orðið vör við neina óánægju vegna innrituna- reglnanna nú. „Við hvöttum krakk- ana líka til að setja þann skóla sem þau helst vildu í fyrsta sæti.“ FB, Menntaskólinn við Sund og Kvenna- skólinn hafi orðið fyrir valinu í flest- um tilfellum. Í Norðlingaskóla voru börn einnig hvött til að láta hjartað ráða för. „Velflest barnanna fengu sitt fyrsta val og mjög fá eru raunar að fara í hverfisskólana,“ segir Sif Vígþórsdóttir skólastjóri. Verzlunarskóli Íslands, sem lengi hefur verið í hópi vinsælustu fram- haldsskóla, tekur að þessu sinni inn alla þá nemendur hverfisskóla sem stóðust innritunarkröfur. Þorkell H. Diego, aðstoðarskólastjóri Verzlun- arskólans, segir helming þeirra nemenda annars hafa verið í sam- keppni við nemendur annars staðar að um skólavist. „Og við höfum allt- af viljað vera Verzlunarskóli Ís- lands, ekki bara Verzlunarskóli Kringlunnar.“ Þorkell er þó mjög sáttur við for- innritun í framhaldsskóla sem fram fór í aprílmánuði og telur marga nemendur hafa skoðað sín mál bet- ur í framhald af henni og leitað að- stoðar náms- og starfsráðgjafa. Menntamálaráðherra er þessu sam- mála. „Þetta er hluti af því sem við teljum hafa verið mjög jákvætt og við höfum fengið mjög jákvæð við- brögð frá nemendum við,“ segir Katrín. Skipting framhaldsskóla eftir hverfum MR Kvennó MH Versló MS Borgó FÁ FM Flensborg Iðnsk. Hfj. FG MK Framhaldsskólar: MR:Menntaskólinn í Reykjavík Kvennó: Kvennaskólinn í Reykjavík MH:Menntaskólinn við Hamrahlíð Versló: Verslunarskóli Íslands MS:Menntaskólinn við Sund FB: Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Borgó: Borgarholtsskóli FÁ: Fjölbrautaskólinn í Ármúla FM: Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ Flensborg: Flensborgarskóli Iðnsk. Hfj.: Iðnskólinn í Hafnarfirði FG: Fjölbrautaskólinn í Garðabæ MK: Menntaskólinn í Kópavogi Tæknisk.: Tækniskólinn* *Almennar brautir fyrir nemendur úr grunn- skólum vestan Elliðaáa. Ekki merkt á korti. Grunnskóli Seltjarnarness MR Kvennó Landakotsskóli FB Tjarnarskóli Hagaskóli Austurbæjarskóli HáteigsskóliMHVersló Álftamýrarskóli FÁ Hlíðaskóli Hvassaleitisskóli Laugalækjarskóli Langholtsskóli Vogaskóli MS Réttarholtsskóli Árbæjarskóli Ingunnarskóli Foldaskóli Borgó HúsaskóliHamraskóli Rimaskóli Engjaskóli VíkurskóliBorgarskóli Norðlingaskóli Breiðholtsskóli Hólabrekkuskóli Fellaskóli Ölduselsskóli FB Seljaskóli Varmárskóli Lágafellsskóli FM FM Klébergsskóli FM (Kjalarnesi) Áslandsskóli Hraunavallaskóli Flensborg Hvaleyrarskóli Lækjarskóli Setbergsskóli Víðistaðaskóli Öldutúnsskóli Iðnsk.Hfj. Garðaskóli Sjálandsskóli Álftanesskóli Digr anesskó li HjallaskóliKársnesskóli Kópavogsskóli Lindaskóli Salaskóli Smáraskóli Snælandsskóli Vatnsendaskóli FG Hörðuvallaskóli MK Skýringar: Framhaldsskóli Grunnskóli með unglingastig Hverfisskólar viðkomandi grunnskóla Flensborg Iðnsk.Hfj. Flensborg Iðnsk.Hfj. Flensborg Iðnsk.Hfj. Flensborg Iðnsk.Hfj. Flensborg Iðnsk.Hfj. Flensborg Iðnsk.Hfj. Iðnsk.Hfj. Iðnsk.Hfj. Iðnsk.Hfj. Iðnsk.Hfj. Iðnsk.Hfj. Iðnsk.Hfj. Iðnsk.Hfj. Iðnsk.Hfj. Iðnsk.Hfj. Iðnsk.Hfj. Iðnsk.Hfj. Iðnsk.Hfj. FG FG MK MK MK MK MK MK MK MK MK FB FB FBFB MS MS MS MS MS MS MR Kvennó MR Kvennó MR Kvennó MR MH MHVersló MH FÁ MHVersló Versló FÁ FÁ FÁ FÁ FÁ Borgó Borgó Borgó Borgó BorgóBorgó Borgó Borgó Borgó MS FB FG SuðurhlíðarskóliMH Tæknisk. Hverfisskólar umdeild innritunar- leið en þó ríkir meiri sátt en í fyrra  Forval í framhaldsskóla fær jákvæð viðbrögð  Ekki geta allir valið úr sama fjölda hverfisskóla Morgunblaðið/Golli Hvert skal halda? Það getur reynst mörgum nemandum erfitt að ákveða í hvaða framhaldsskóla sækja eigi um skólavist. Mikil ásókn hefur jafnan verið í þá skóla sem bjóða upp á bekkjakerfi, en þeir eru ekki nema sex á móti 32 brautar- skólum. Menntamálaráðherra segir ráðuneytið vissulega skoða þessi mál. „Við munum fara yfir ásóknina í skólana og reyna að greina hvernig ferlið virkaði.“ Það liggi fyrir að margir vilji geta sótt í bekkjakerfið af því að það tryggi visst öryggi, „Síð- an heyrist líka oft kvartað yfir að úrval í framhaldsskólum sé of bóknámsmiðað.“ Eftirspurn í bóknám hafi alltaf verið mikil, en á sama tíma hafi brottfall líka verið mikil. „Það bendir til þess að fólk sæki ekki í eða finni nám við hæfi. Því verð- um við að horfa á málin út frá þeirri stóru mynd, hvernig við getum dregið úr brottfalli og gert fólki kleift að finna nám við hæfi.“ Brotfall líka verið mikið VINSÆLDIR BEKKJAKERFIS Katrín Jakobsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.