Morgunblaðið - 07.07.2010, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 07.07.2010, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2010 til að hlusta á hugmyndir okkar og ræða þær, hvort sem um var að ræða heimspeki, textafræði, málfræði, borgarskipulag, landafræði eða sagnfræði. Hann var flestum mönn- um betur lesinn og hafði fræðilegan áhuga á mörgum sviðum og brenn- andi áhuga á að læra. Síðustu mán- uðina í lífi sínu notaði hann til að læra pólsku og portúgölsku, en hann hafði ágæt tök á fjölmörgum tungu- málum, bæði fornum og lifandi. Kjartan hafði skemmtilega og sér- staka kímnigáfu og það voru ófáar sögurnar sem hann sagði okkur yfir matarboðum og á góðum stundum. Kjartan hafði sinn hátt á flestum hlutum. Hann ákvað til dæmis strax og ráðið var að hann flyttist til Nor- egs að nota nýnorsku í Noregi. Þetta þótti sumum sérkennilegt uppátæki því nýnorska er ekki það mál sem mest er notað í Osló eða sem útlend- ingar yfirleitt reyna að tileinka sér. En Kjartan sat við sinn keip og mun hafa ritað óaðfinnanlega nýnorsku. Sem kemur engum á óvart. Í upphafi árs 2007 greindist Kjartan með krabbamein. Fyrir hann, fjölskyldu hans og vini hans var þetta mikið áfall, sérstaklega þegar við sáum í hvaða átt veikindin stefndu. Kjartan tókst á við veikindi sín með mikilli yfirvegun og baráttuvilja. Hann hélt jafnaðargeði til leiðarloka. Við vinir hans spurðum hann hvort það hellt- ist ekki yfir kvíði og angist, þegar ljóst var orðið hvert stefndi. Kjartan svaraði því til, og er það dæmigert fyrir hann, að jú, stundum gerðist það en aldrei lengi í einu því hann hefði lag á að fara fljótlega að hugsa um eitthvað annað. Kjartan lá sein- ustu daga sína í Osló á Radiumhosp- italet, og það sem olli honum mest- um áhyggjum var ef fólk gæti ekki tekist á við veikindi hans á skyn- samlegan og vitrænan hátt og haldið aftur af tárunum þegar hann yrði kvaddur, í síðasta sinn. Hans hinsta ósk var að fá að komast heim til Ís- lands og deyja þar. Honum varð að ósk sinni. Við vinir hans og starfs- félagar hér í Osló þökkum fyrir þær alltof fáu stundir við fengum með Kjartani, við höfum misst góðan dreng. Eyjólfur Kjalar og Arna Mathiesen, Jón Viðar og Katrín Dóra, Kristin og Tom, Jon Gunnar og Sigrún. Kjartan Ottósson var frábær fræðimaður og afreksmaður á sviði málvísinda. Aðrir munu sjálfsagt gera fremd- arverkum hans á því sviði viðhlítandi skil. En þar að auki var hann eitthvert mesta ljúfmenni sem ég hef kynnst. Það er þungt að sjá á bak jafn mætum starfsbróður og félaga langt um aldur fram. Rósemi hans og æðruleysi til hinstu stundar léttu velunnurum hans erfiðan viðskilnað. Hann skilur eftir hlýjar og góðar minningar. Helgi Haraldsson. Það er mikill sjónarsviptir að Kjartani Ottóssyni prófessor í Ósló, sem nú er látinn langt fyrir aldur fram. Hann var einn af okkar fremstu málfræðingum, þekktur að gjörhygli og vönduðum vinnubrögðum. Enda hafði hann öðlast margháttaðan frama og viðurkenningar í starfi. Þótt hann hafi lengst af starfað á erlendri grund voru viðfangsefni hans að stórum hluta íslensk. Doktorsritgerð hans frá Lundarháskóla fjallaði um þróun miðmyndar í íslensku. Þegar málfræðingar hafa mikið við í hóli um verk kollega sinna segja þeir stund- um að það sem hólið snýst um „verði ekki betur gert“, og ég hygg að þetta megi segja um ritgerð Kjartans. Meginhluta ferils síns starfaði Kjart- an við Háskólann í Ósló og taldist einn helsti sérfræðingur heimsins í sögu norrænna mála, ekki síst ís- lensku og vesturnorrænu. Eftir hann liggur fjöldi rita um þessi efni. En hann átti jafnframt margt óunnið, og á síðustu fundum okkar höfðum við rætt um ýmiss konar samstarf, og verður erfitt að fylla upp í þau göt í þekkingunni sem eftir standa þegar ekki verður lengur hægt að spyrja Kjartan. Og óvíst er hvort eða hvern- ig þeim verkum verður lokið sem hann hafði á prjónunum. Persónuleg kynni mín af Kjartani voru ekki sérlega náin framan af, enda hafa málfræðingar sjaldan tíma til að ræða persónulega hluti þegar stafkrókar eru annars vegar. Eins og áður sagði starfaði hann í Ósló lengst af og gerðist norskur ríkisborgari. Og fundum okkar bar ekki mjög oft saman. En mér er þó minnisstæð samvera okkar á ráð- stefnu í Svíþjóð fyrir tæpum áratug, þar sem meðal annars var rætt um málleg tengsl Noregs og Íslands. Þar sagði Kjartan frá því yfir bjór- glasi að hér áður fyrr, þegar norsk skip komust í námunda við íslensk á hafi úti, hefðu þeir norsku lagt á flótta vegna fýlunnar sem lagði frá íslensku skipunum. Í þessari sögu var fólgin glettni ætluð okkur „Ís- lendingunum“ á ráðstefnunni, full- um af gorgeir um okkar merkilega tungumál samanborið við nýnorsk- una sem Kjartan var búinn að gera að sínu „opinbera máli“. Og hann fylgdi þessu eftir með því að gefa greininni sem hann birti í ráðstefnu- ritinu heiti sem þýða má sem „Heimanorsk áhrif á íslensku“ (titill- inn auðvitað á nýnorsku). Sú glettni sem þarna kom fram var, þegar að var gáð, einn ríkasti þáttur í skap- ferli Kjartans. Fyrir þetta og allan þann vísdóm sem mér auðnaðist að læra af Kjart- ani (mér talsvert yngri manni!) vil ég þakka. Lífsnautn hans var frjó og viljinn sterkur, þar til hann kom fyr- ir skömmu, eins og hann orðaði það sjálfur, alkominn heim. Ég sendi að- standendum Kjartans innilegar samúðarkveðjur. Kristján Árnason. Eitt uppáhalds tómstundagaman málfræðinga er að segja sögur hver af öðrum. Þar er raunar af nógu að taka því að málfræðingar sem eitt- hvað kveður að eru venjulega gott söguefni. Kjartan Ottósson, kær vin- ur minn og fjölskyldu minnar, var sannarlega enginn hversdagsmaður. Hann varð þjóðsagnapersóna á unga aldri og náði orðstír hans langt út fyrir raðir málfræðinga. Sameigin- legur kunningi frá Bandaríkjunum komst einhverju sinni svo að orði þegar Kjartan bar á góma: „There’s a guy who walks to the beat of his own drum.“ Kjartan var gæddur mikilli skarpskyggni og ótrúlegu minni á alls konar staðreyndir enda var lærdómur hans á mörgum fræðasviðum með ólíkindum. Hann hafði einnig til að bera þróaða en nokkuð sérstaka kímnigáfu sem kom viðmælendum oft þægilega á óvart. Doktorsritgerð hans frá Lundi fjallaði um miðmynd í íslensku og er ítarlegasta úttekt sem til er á því margslungna fyrirbæri. Kjartan rannsakaði einnig fjölmörg önnur efni og var einn fárra jafnvígur á söguleg og samtímaleg málvísindi en hafði auk þess djúpstæða þekkingu á norrænni textafræði. Raunar var Kjartan kominn vel af stað með aðra doktorsritgerð, sem átti að fjalla um íslenska setningafræði, þegar hann fékk starf sem prófessor við háskól- ann í Ósló árið 1992. Þar gat Kjartan sér gott orð sem annars staðar þótt ekki færi hjá því að einhverjir fyndu til smæðar sinnar andspænis svo gríðarmiklum lærdómsmanni. Ung- ur norskur málfræðingur lýsti hon- um í mín eyru sem „en ensom ulv“. Það hygg ég þó að hafi ekki verið alls kostar rétt því að Kjartan átti sæg vina og kunningja í Ósló og var óþreytandi að kynna mig fyrir mörg- um þeirra þegar ég dvaldist vetur- langt í borginni árið 2004-05. Við Kjartan tókum þar þátt í alþjóðlegu verkefni um söguleg málvísindi á vegum norsku vísindaakademíunn- ar. Fór ekki hjá því að okkur yrði skrafdrjúgt um fræði okkar þennan vetur og kynntumst við þá býsna vel. Kjartan bauð mér að auki að vera með í leshópum um ýmis æðri við- fangsefni, t.d. forngrískar mállýskur og hetítíska textafræði. Þess á milli fórum við gjarnan á menningarleg- ustu bjórkrá í Ósló – Underwater Pub – þar sem ungir og upprennandi söngvarar fluttu rómaðar óperu- aríur. Þegar fjölskylda mín kom til Óslóar um vorið lék dætrum mínum þrem forvitni á að sjá þennan umtal- aða vin minn. Sá Kjartan sem þær kynntust var ekki alvörugefinn fræðaþulur heldur glettinn og skemmtilegur félagi sem bauð okkur heim eitt kvöldið sérstaklega í því skyni að kynna Bítlana fyrir stúlk- unum. Raunar varð þessi plötukynn- ing nokkuð ítarleg þannig að komið var fram á rauðanótt þegar hinni ógleymanlegu kennslustund lauk. Að endingu bauð húsráðandi upp á „röndóttan ís“ í öllum regnbogans litum eins og til að verðlauna nem- endurna fyrir ástundunarsemina og hann hefur síðan átt sérstakan stað í hjarta þeirra. Ljúfar endurminning- ar um góðan dreng sem féll frá langt um aldur fram gera okkur sem eftir lifum söknuðinn ögn léttbærari. Þórhallur Eyþórsson. Þriðjudaginn síðastliðinn fékk ég þær sorgarfréttir að vinur minn til margra ára Kjartan G. Ottósson væri látinn. Fréttin kom ekki á óvart, þar sem ég vissi að heilsu hans hafði hrakað mikið frá því ég ræddi við hann síðast í mars sl. Ég var þá að undirbúa heimsókn til hans í Ósló nú í byrjun júlí. Hann var að vanda bjartsýnn á heilsu sína og lét vel af sér í því samtali. Vinátta tókst með okkur Kjartani þegar hann gekk til liðs við unga jafnaðarmenn. Það kom fljótt í ljós að þarna var á ferð maður með mikla þekkingu á þjóðmálum, sterka sann- færingu og ríka réttlætiskennd. Hann varð fljótt einn af hugmynda- fræðingum okkar enda hafði hann sett sig vel inn í grunn jafnaðar- stefnunnar. Kjartan var ekki maður skyndiákvarðana. Hann velti málun- um fyrir sér og undirbjó hverja ákvörðunartöku af kostgæfni og var því rökfastur þegar þurfti. Áhugi hans á þjóðmálum og jafnaðarstefnu leiddi til þess að hann ásamt okkur nokkrum félögum hélt úti tímariti um þessi mál þar sem dýpra var seilst en í hinni daglegu umræðu. Kjartan var potturinn og pannan í skrifum og var ritstjóri tímaritsins þar til hann hélt til náms erlendis. Á háskólaárunum stóð hann fyrir stofnun félags umbótasinnaðra stúd- enta. Kjartan var ekki sá sem stóð í fremstu línu heldur var smiðurinn sem undirbjó hinn hugmyndafræði- lega grunn. Kjartan var mikill náms- og tungumálamaður. Hann lauk dokt- orsprófi frá Lundi en stundaði sam- tímis doktorsnám í Washington. Málvísindi og tungumál áttu hug hans eftir því sem hann kafaði dýpra í þau fræði. Hann gat lesið á fjölda tungumála og var talandi á allmörg þeirra. Kjartan var mikill fræðimaður sem var stöðugt við vinnu og þótti vandaður á allan hátt í verkum sín- um. Málvísindi og norræn fræði hafa misst merkan fræðimann sem var hafsjór af vitneskju sem hann átti eftir að koma á framfæri. Þrátt fyrir að frá árinu 1980 vær- um við Kjartan sjaldan í sama landi héldum við ávallt sambandi og heim- sóttum hvor annan eftir því sem við varð komið. Á stefnumótum okkar áttum við gjarnan samtöl um mál- efni líðandi stundar og skiptumst á upplýsingum um viðfangsefni hvor annars. Þessi samskipti voru okkur báðum gefandi þótt störf okkar væru mjög ólík – hann málvísinda- maður en ég verkfræðingur. Kjartan hafði ekki aðeins áhuga á mér og mínum málefnum heldur var hann mjög áhugasamur um alla fjölskyld- una og spurðist alltaf fyrir um dæt- urnar og gengi þeirra. Kjartan tókst á við sjúkdóm sinn af æðruleysi og bjartsýni allan tím- ann frá því hann greindist og lét aldrei bilbug á sér finna. Hann hélt ótrauður áfram að skrifa og senda frá sér fræðigreinar þrátt fyrir erfið veikindi. Skarð hefur myndast í hug okkar allra sem kynntumst og nutum fé- lagsskapar Kjartans. Ég vil að lokum senda Gyðu og systkinum hans þakklæti fyrir að leyfa mér að kveðja hann hinsta sinni ásamt þeim við kistulagningu þar sem ég var á förum utan. Tryggvi Jónsson. Vinningaskrá 7. FLOKKUR 2010 ÚTDRÁTTUR 6. JÚLÍ 2010 Kr. 3.000.000 Aukavinningar kr. 100.000 4102 4104 Kr. 500.000 14028 16848 19405 23993 30418 34457 34508 40025 51618 69111 Kr. 100.000 17 1677 18583 22199 39216 54584 60803 62552 66505 68843 Kr. 5.000.- á miða sem hafa eftirfarandi endatölur: 26 91 231 6934 13136 20430 26716 32224 39988 46923 54153 58762 64243 7105 756 7010 13377 20442 26791 32368 40195 47130 54211 58886 64829 7129 924 7236 13445 20739 26801 32735 40602 47229 54217 58903 65024 71304 1363 7668 13818 21062 26883 32955 40631 47395 54539 59318 65089 71444 1423 8346 14096 21064 27174 33312 40758 48494 54707 59628 65153 7144 1585 8380 14194 21620 27399 33387 41138 48703 54737 59845 65323 7174 1612 8492 14423 21637 28072 33713 41189 48757 54921 59865 65418 71794 1686 8558 14571 21768 28207 33791 41581 49039 55045 60444 65581 7185 2159 8743 14690 22089 28237 34370 41845 49051 55323 60641 66083 7192 2421 9107 15083 22302 28469 34476 41926 49141 55347 60648 66197 7194 2535 9234 15336 22349 28498 34818 42030 49417 55408 60692 66352 7199 2579 9318 15379 22507 28525 34821 42054 49445 55789 60878 66568 7238 3170 9557 16050 22926 28699 34893 42495 49450 55884 60956 66622 7253 3379 9718 16051 23033 29149 35178 42516 49577 56432 61112 66792 72534 3411 9916 16151 23068 29223 35187 42550 49610 56456 61370 66899 7254 3490 10209 16441 23070 29311 35248 42605 49617 56587 61486 67119 7272 3635 10216 16487 23595 29579 35439 43053 49697 56634 61628 67135 72754 3644 10339 16516 23663 29762 35625 43139 50041 56651 61985 67362 72964 3857 10440 16634 24060 29845 35930 43274 50575 56719 62193 67615 7310 3859 10483 16681 24069 30034 36371 44125 50721 56722 62238 68007 73114 3954 10888 17292 24500 30260 36448 44271 51184 56939 62621 68218 7345 4083 11026 17317 24777 30296 36676 44779 51188 56956 62741 68334 7347 4188 11226 17411 24860 30633 36986 44868 51203 57063 62803 68506 7395 4499 11439 17733 24870 30728 37051 44978 51798 57069 62816 68649 7424 4508 11578 17938 25059 30740 37399 45070 52438 57162 62819 68706 7429 5215 11965 18213 25394 30800 37510 45407 52618 57572 62875 69416 7478 5382 12229 18352 25561 30937 37676 45472 52693 57585 62878 69603 5688 12349 18355 25623 31168 37954 45531 52706 57613 62909 69717 5826 12690 18392 25717 31468 38412 45973 53095 57712 63147 69814 5986 12729 18578 25915 31616 38449 45988 53117 57911 63220 70247 6272 12926 18949 26231 31828 38674 46076 53292 58289 63269 70430 6546 12928 19076 26397 31918 39435 46150 53487 58355 63472 70588 6898 13027 19411 26552 32054 39545 46320 53738 58523 63596 70800 6907 13124 19537 26620 32129 39869 46444 54109 58662 63866 70903 Kr. 15.000 16 7065 12687 19499 26308 32077 37182 43188 49283 56543 63361 6922 52 7153 12731 19818 26488 32115 37304 43203 49314 56614 63704 6925 75 7199 12773 19835 26508 32133 37432 43302 49382 56687 63753 6930 125 7298 12891 19851 26513 32186 37480 43320 49554 56754 63773 6932 218 7315 13047 19856 26736 32220 37496 43334 49628 57079 63964 6936 555 7369 13110 19924 26780 32369 37526 43444 49795 57170 64016 6977 563 7435 13133 19943 26901 32380 37563 43602 49814 57342 64153 6986 825 7454 13176 20136 27283 32393 37596 43607 49936 57346 64236 6998 870 7547 13244 20151 27317 32422 37838 43658 50049 57541 64272 7001 972 7707 13310 20186 27415 32437 38092 44020 50064 57546 64380 7012 1067 7917 13386 20225 27451 32439 38108 44078 50290 57766 64406 7020 1158 7970 13561 20246 27535 32555 38115 44345 50651 57981 64488 7038 1162 7981 13634 20347 27566 32581 38492 44516 51046 57986 64527 7048 1358 8030 13680 20481 27721 32666 38577 44578 51139 58051 64636 7049 1654 8031 13805 20538 27783 32682 38597 44647 51276 58157 64689 7052 1777 8174 13985 20639 27990 32701 38875 44704 51487 58166 64851 7055 2218 8211 14074 20723 28016 32800 39107 44757 51517 58200 64860 7069 2334 8312 14208 20728 28092 32817 39134 44803 51553 58284 64880 7069 2456 8430 14406 20892 28197 32937 39295 44856 51768 58312 64928 7084 2651 8482 14407 20939 28252 33120 39311 44883 51830 58329 65113 71024 4103 Kr. 25.000 2771 8604 14410 21124 28267 33201 39389 44890 52057 58471 65140 71164 2854 8703 14580 21315 28310 33416 39446 44914 52273 58488 65151 71166 3182 8707 14646 21451 28374 33417 39481 44929 52354 58600 65196 71187 3206 8961 14698 21561 28590 33418 39517 44968 52377 58668 65217 71487 3296 8968 14748 21778 28605 33425 39699 45020 52439 58909 65282 71532 3427 8992 14753 21898 28608 33522 39778 45087 52476 58943 65327 71574 3456 9055 14792 21939 28708 33545 39805 45325 52603 58955 65534 71669 3594 9066 15148 21968 29034 33779 39902 45420 52747 59009 65565 71778 3631 9080 15455 21976 29089 33798 39906 45421 52754 59174 65646 71865 3746 9170 15616 21998 29102 33815 39935 45544 52760 59185 65741 72184 3751 9207 15823 22014 29111 33879 40006 45638 52900 59320 65829 72204 3769 9406 15851 22212 29138 34029 40017 45676 52968 59341 65850 72497 3795 9468 16015 22237 29205 34115 40138 45837 52997 59403 65984 72540 3869 9556 16097 22297 29221 34400 40437 45864 53002 59513 66045 72613 3988 9612 16158 22298 29275 34478 40522 45878 53085 59673 66142 72684 4098 9666 16214 22528 29284 34499 40598 45880 53179 59755 66165 72732 4467 9993 16225 22545 29329 34560 40653 45894 53218 60053 66190 72854 4547 10008 16286 22607 29431 34665 40655 46228 53377 60411 66331 73006 4553 10128 16309 22805 29655 34693 40732 46319 53393 60586 66334 73178 4684 10152 16313 22847 29764 34781 40805 46324 53638 60649 66337 73222 4718 10263 16559 22922 30038 34844 41049 46335 53663 60861 66403 73230 4741 10408 16673 22938 30041 35059 41265 46424 53866 60870 66659 73377 4816 10537 16718 23153 30074 35258 41291 46457 53891 60913 66905 73558 4897 10576 16781 23401 30317 35274 41304 46582 54016 60998 66954 73618 4932 10652 16809 23508 30323 35340 41715 46596 54104 61010 67114 73658 4969 10654 16820 23588 30419 35371 41726 46686 54123 61167 67315 73762 5192 10764 16834 23657 30458 35447 41740 46874 54156 61223 67381 73768 5383 10943 16871 23686 30630 35449 41804 47064 54168 61316 67395 73777 5405 11033 16971 23720 30674 35503 41888 47342 54223 61535 67605 73805 5502 11113 17374 24224 30730 35607 41938 47358 54236 61650 67698 73888 5503 11180 17493 24251 30780 35817 41998 47628 54334 61665 67744 74054 5576 11298 17564 24497 30870 35827 42007 47698 54532 61691 67751 74165 5622 11314 17655 24836 30925 35857 42139 47748 54589 61757 67764 74166 5881 11418 17770 24850 31236 35953 42153 47767 54597 61788 67775 74198 5990 11430 17865 24875 31247 36018 42329 47801 54810 61907 67829 74239 5992 11466 17901 24884 31267 36045 42528 48025 54908 61944 67863 74287 6024 11707 17952 24900 31270 36068 42692 48212 55017 62144 67928 74369 6306 11813 17997 25182 31375 36178 42771 48220 55633 62171 67947 7451 6336 11938 18168 25233 31404 36190 42789 48245 55689 62427 68070 74638 6404 12032 18357 25339 31410 36306 42798 48382 55800 62521 68143 74657 6409 12129 18456 25464 31488 36377 42807 48456 55943 62681 68185 74826 6513 12267 18830 25905 31599 36460 42858 48567 55972 62797 68205 74935 6542 12268 18879 26074 31744 36503 42883 48596 56038 62927 68470 74943 6594 12282 19052 26149 31926 36559 42935 48615 56074 62970 68523 6659 12352 19173 26205 31932 36618 42980 49017 56104 63206 68607 6705 12437 19185 26299 31973 36979 43066 49054 56443 63332 68733 6810 12602 19447 26300 32057 36980 43111 49213 56459 63342 69104 Afgreiðsla vinninga hefst þann 20. júlí 2010 Birt án ábyrgðar um prentvillur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.