Morgunblaðið - 07.07.2010, Síða 32

Morgunblaðið - 07.07.2010, Síða 32
Þetta er áhrifa- mikil plata með strengja og píanóþunga- miðju. Hún nær góðum tengslum við það tilfinn- ingaróf sem hún gerir að viðfangsefni sínu, en það eru umskipti úr erfiðleikum og þunga í gleði og léttleika. Ólafi tekst líka að láta manni finnast sem maður sé á ró- legum stað eftir mikil átök. Kannski situr maður í dögun á brotnum trjá- stúf á Kyrrahafseyju eftir ofsaviðri kvöldið áður og fylgist með sól nýs dags rísa við sjóndeildarhringinn í al- gjöru logni. Lík tættra frumbyggja geta líka verið á víð og dreif, ef mönn- um finnst hitt of óspennandi. Ólafur meðhöndlar næmni og gætni svo vel að erfitt er að hlusta óhrærður og finna narratív við tónlistina en auð- velt er að bregða sér upp myndum fyrir hugskotssjónir. „Þú ert sólin“ er gott byrjunarlag fyrir plötuna og seg- ir okkur mikið um það sem koma skal. Lagið, leitt af píanói, býður okk- ur ýmsar af þeim sveiflum sem við eigum eftir að kynnast og oft og tíð- um sér maður hvað Ólafi tekst að gera mikið við fáeinar píanónótur með því einu að breyta umhverfi þeirra. Næsta lag „Þú ert jörðin“ er næmt og í samhengi plötunnar má auðveldlega segja að hér leiki allt í lyndi. Hlutirnir verða aðeins flóknari í „Tunglið“ þar sem við fáum að kynn- ast melódíu ríkri af píanói, áslátti og dramatískum strengjum sem fá að springa út og blómstra. Niðurlag lagsins er hins vegar rólegt og dapurt og leiðir okkur inn í myrka hluta plöt- unnar. „Loftið verður skyndilega kalt“ er lýsandi titill á laginu sem platan hverflast um og við mætum fá- tæklegum tómleika í „Kjurrt.“ Þetta lag gerir ekki mikið fyrir mig en ekki er hægt að segja að það eigi ekki heima á þessum stað plötunnar, en mörg önnur lög hefðu gert það líka. Næsta lag, „Gleypa okkur“ er frábær og mjög ánægjuleg samsetning. Það byrjar á rólegum nótum og fljótlega falla trommur og drumbur við það sem maður bjóst ekki við, melódían skýrist sífellt og maður er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt í hverri hlustun, eins og maður skilji það sí- fellt betur enda flettist ofan af því og ótal hljómar bætast við. Ég er mjög hrifinn af þessu lagi sem er fyrirrenn- ari birtunnar í „Hægt, kemur ljósið.“ Þar rofar til í enn einu réttnefninu og styrkleikar plötunnar sýna sig í seinni hlutanum. Með hliðsjón af því sem á undan er gengið, verður manni ljóst hversu vel heppnuð heildin er. Næstsíðasta lagið „Undan hulu“ und- irbýr okkur rólega fyrir endalokin en mér finnst það gott og jafnframt leið- inlegt. Hins vegar er ómögulegt að skilja ósáttur við ferðalagið með „Þau hafa sloppið undan þunga myrkurs- ins“ enda léttir yfir manni og plötunni hefur tekist ætlunarverk sitt. Áhrifamikið, vítt og litríkt róf Geisladiskur Ólafur Arnalds - Þau hafa sloppið undan þunga myrkursins bbbbn GUÐMUNDUR EGILL ÁRNASON TÓNLIST Ný plata Ólafi Arnalds tekst einstaklega vel upp með nýju plötu sinni. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2010 SÝND Í ÁLFABAKKA GLAUMUR, GLAMÚR OG SKÓR ERU MÁLIÐ Í SUMAR SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK STRANGLEGA BÖNNUÐ BÖRNUM SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI Í , I I, I Í Ein vinsælasta mynd sumarsins Kirsten Stewart, Robert Pattinson og Taylor Lautner eru mætt í þriðju og bestu myndinni í Twilight seríunni „BESTA TWILIGHT MYNDIN TIL ÞESSA“ - ENTERTAINMENT WEEKLY HHHH - P.D. VARIETY HHHH - K.H. THE HOLLYWOOD REPORTER SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI HHHHH “ÓMENGUÐ SNILLD YST SEM INNST.” “HÚN HEFUR SVO SANNARLEGA ALLA BURÐI TIL AÐ VERÐA VINSÆLASTA OG BESTA MYND SUMARSINS” S.V. - MBL HHHHH - P.H. BOXOFFICE MAGAZINE HHHHH „ÞETTA VERÐUR EKKI MIKIÐ BETRA“ - Þ.Þ FRÉTTABLAÐIÐ HHHH "TOY STORY 3 ER ÞAÐ BESTA SEM ÉG HEF SÉÐ Í BÍÓ Á ÞESSU ÁRI HINGAÐ TIL OG ÉG GET EKKI BEÐIÐ EFTIR AÐ SJÁ HANA AFTUR!" - T.V. KVIKMYNDIR.IS SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI BOÐBERI kl.3:40-5:50-8-10:20 14 LEIKFANGASAGA 3 3D m. ísl. tali kl. 3:203D -5:403D L TWILIGHT SAGA : ECLIPSE kl.3:20-6-8-8:30-10:40-11 12 LEIKFANGASAGA 3 m. ísl. tali kl. 1 - 3:20 - 5:40 L TWILIGHT SAGA : ECLIPSE kl. 3:20 - 6 - 9:20 VIP-LÚXUS TOY STORY 3 m. ensku tali kl. 10:20 12 A NIGHTMARE ON ELM STREET kl. 10:50 16 PRINCE OF PERSIA kl. 5:40-8 10 SEX AND THE CITY 2 kl. 8 12 AÐ TEMJA DREKANN SINN kl. 3:40 L / ÁLFABAKKA BOÐBERI kl. 8:10-10:30 12 TWILIGHT SAGA : ECLIPSE kl. 5:30-8-10:20-10:40 12 LEIKFANGASAGA 3 3D m. ísl. tali kl. 5:403D Sýnd á morgun L TOY STORY 3 3D m. ensku tali kl. 83D L / KRINGLUNNI Bandaríski rapparinn Snoop Dogg hélt partí eftir tónleika sína á hátíð- inni Wireless í Lundúnum síðastlið- inn laugardag. Það væri ef til vill ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að gestalisti hans saman- stóð einungis af kvenmönnum. Yfir hundrað konur létu sjá sig á skemmtistaðnum West End’s Merah, þar sem partíið var haldið, en þar var gæslan hin strangasta. „Öryggisverðirnir voru með aug- un opin fyrir fallegum konum sem Dogg myndi vilja hitta. Fyrir utan voru tveir risastórir dyraverðir sem pössuðu upp á að karlmenn kæmust ekki inn fyrir hússins dyr. Þeir hleyptu ekki einu sinni inn þeim karlkyns starfsmönnum staðarins sem komu með kampavín- ið,“ var haft eftir einum kvenkyns gesti rapparans. Dogg vill aðeins konur Dogg Rapparinn er ekkert sérlega gefinn fyrir karlmenn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.