Morgunblaðið - 07.07.2010, Side 36

Morgunblaðið - 07.07.2010, Side 36
MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 188. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 1. Dó í miðri vampírumynd 2. Fjölskylda fórst í bílslysi 3. Áttu 1,3 milljarða í banka 4. Klámmynd tekin upp í sjúkrahúsi »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Listmálarinn Hafsteinn Austmann færði Kópavogsbæ fyrir helgi olíu- málverk að gjöf sem þakklætisvott fyrir að halda sýningu á verkum sín- um í Gerðarsafni í vor. Guðrún Páls- dóttir, bæjarstjóri Kópavogs, veitti gjöfinni viðtöku. Færði Kópavogsbæ olíumálverk  Smekkleysa gaf út geisladiskinn Hymnodia sacra í vikunni. Á honum má finna lög úr samnefndu ís- lensku handriti, sem er stærsta nótnahandrit frá 18. öld sem varð- veist hefur hér á landi. Kammerkór- inn Carmina og kammerhópurinn Nordic Affect flytja lögin, sem útsett eru af Árna Heimi Ingólfssyni. »27 Smekkleysa gefur út geisladisk  Ari Matthíasson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Þjóðleikhússins og mun hann hefja störf er leikhúsið tekur til starfa að loknu sumarleyfi. Ari er með BFA-gráðu í leiklist frá Leiklistar- skóla Íslands, MBA- gráðu í stjórnun og rekstri frá Háskól- anum í Reykjavík og MSc-gráðu í hagfræði frá Há- skóla Íslands. Nýr framkvæmda- stjóri Þjóðleikhússins Á fimmtudag Norðan 8-13 m/s vestanlands, en hægari annars staðar. Rigning á N- og A-landi, en annars skýjað með köflum og þurrt að kalla. Hiti 6 til 17 stig, hlýjast SV-lands. Á föstudag og laugardag Norðlæg eða breytileg átt og rigning með köflum eða skúrir. Hiti svipaður. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 13-20 m/s. Rigning sunnan- og suðaustanlands, en annars úrkomulítið. Hiti 7 til 18 stig, hlýjast suðvestantil. VEÐUR Valur lagði Breiðablik að velli, 2:1, í uppgjöri tveggja efstu liðanna í úrvalsdeild kvenna í fótbolta í gærkvöld og náði með því fjögurra stiga forystu í deildinni. Valur er með 23 stig en Þór/KA, sem vann Aft- ureldingu 4:0, komst í annað sætið með 19 stig. Rakel Hönnudóttir skoraði þrennu fyrir Akureyrarliðið. Fylkir vann Grindavík, FH lagði Hauka og Stjarnan og KR skildu jöfn. »4 Valur náði fjögurra stiga forystu Spánn og Þýskaland bítast í kvöld um réttinn til að mæta Hollendingum í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu á sunnudaginn. „Ég hef aldrei efast um hæfileika þessa liðs eða þroska. Leik- menn hafa sýnt að þá þyrstir í sigur eins og verð- uga heims- meist- ara,“ segir Joachim Löw, þjálfari hins öfluga þýska liðs sem hefur komið skemmtilega á óvart í keppninni. »2 Aldrei efast um hæfi- leika eða þroska liðsins „Fram að þessu hefur tímabilið verið hreint helvíti og þetta var eiginlega í fyrsta skipti á árinu sem ég var virki- lega tilbúinn til að spila og laus við meiðsli,“ segir Veigar Páll Gunn- arsson, landsliðsmaður í knatt- spyrnu, sem skoraði þrennu í norsku úrvalsdeildinni í fyrrakvöld, en hann hefur verið þjakaður af meiðslum undanfarna mánuði. »2 Tilbúinn til að spila í fyrsta skipti á árinu ÍÞRÓTTIR Í lok mars missti Júlíus Már Baldursson, bóndi á Tjörn á Vatns- nesi, allt sitt í stórbruna. Hann hefur ræktað landnámshænur í rúm 30 ár og búið hans var það stærsta á land- inu með sterkum og fjölbreyttum ræktunarstofni. Hann vaknaði klukkan rúmlega fjögur um nóttina við hávaða og hljóp út. „Þegar ég kom út logaði meðfram öllum þakskeggjum og út um alla glugga. Það var allt alelda þegar ég vaknaði,“ segir hann. Hænurnar, um 200 ungar og 970 egg brunnu inni en Júlíus segir að ungarnir hafi átt að klekjast út eftir þrjá daga. „Ég var farinn að heyra tíst í eggjunum.“ Júlíus er hugaður maður og segir ekki annað koma til greina en að bíta á jaxlinn og horfa fram á við. Styðja hugsjónamann Reikningur hefur verið stofnaður til að hjálpa Júlíusi við uppbygg- inguna og eru menn hvattir til stuðn- ings. VB-Landvélar telja það mikil- vægt að styðja við bakið á hugrökkum hugsjónamönnum og hafa fært Júlíusi útungunarvél sem sér um að snúa um 75-80 eggjum sjálfkrafa. Þeim sem vilja kynna sér málið betur er bent á heimasíðuna www.islenskarhaenur.is. Júlíus er snortinn og þykir gott að finna fyrir stuðningi hjá fólki eftir áfallið. MEldurinn eirði engu »9 Missti allt sitt í stórbruna  Hænsnabúið, útihúsin, verkfærageymslan og bílskúrinn brunnu til kaldra kola  Júlíus gefst ekki upp, heldur ótrauður áfram og ætlar að byggja búið upp aftur Dýravinur Júlíus með landnáms- hænum sínum fyrir brunann. Harmleikur á Tjörn » Sprengingar og drunur urðu til þess að Júlíus vaknaði um hánótt og blasti við honum stórbruni. » Júlíus er öryrki eftir veikindi og slys og hefur því ekki mikið milli handanna til að byggja upp búið né standa undir háum lánum. Hann hefur nú fengið veglegan styrk. » Eftir rannsóknir á stórbrun- anum kom í ljós að eldurinn hafði kviknað út frá rafmagni. Betur gekk að út- vega nýnemum í framhaldsskólum skólavist en í fyrra og svo virð- ist sem meiri sátt ríki um þá leið sem nú var valin við innritun, þ.e. vegna forgangs nemenda í hverfisskóla. Ekki eru þó allir á eitt sáttir um innritunarleiðina. Þá er einnig gagn- rýnt að nemendur í sumum hverfum í Reykjavík eigi aðeins aðgang að einum hverfisskóla en nemendur í öðrum hverfum geti valið á milli tveggja hverfisskóla. »14 Innritanir ekki eins umdeildar Misjafn fjöldi hverfis- skóla til að velja úr Kristján Hauksson, fyrirliði Framara í fótbolta, var einn fárra sem komust í gegnum inntökupróf lækna- deildar Háskóla Íslands í ár. Áður hafði þessi mikli keppnismaður lokið námi í verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Hann hefur verið einn besti leikmaður Fram í sumar og átt stóran þátt í velgengni liðsins. »4 Morgunblaðið/Jakob Fannar Fjölhæfur fyrirliði lærir til læknis

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.