Morgunblaðið - 09.07.2010, Síða 1

Morgunblaðið - 09.07.2010, Síða 1
Heilsíðuauglýsingar Haga Fyrri hluta árs 2010 3% 97%  Á fyrri hluta þessa árs keyptu fyrirtæki í eigu Haga ígildi 396 heilsíðna af auglýsingum í dag- blöðum. Af þeim voru 383, eða 97%, í Fréttablaðinu, en 13, eða 3%, í Morgunblaðinu. Fyrirtækin sem um ræðir eru Bónus, Hagkaup, Útilíf og Debenhams. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Capacent Gallup. Á sama tímabili keyptu 100 stærstu fyrirtæki landsins, sem ekki eru í eigu Haga, ígildi tæplega fjögur þúsund heilsíðna af auglýsingum. Þar var dreifingin mun jafnari, eða 60% í Fréttablaðinu og 40% í Morg- unblaðinu. »9 Nær allar auglýs- ingar í Fréttablaðinu F Ö S T U D A G U R 9. J Ú L Í 2 0 1 0  Stofnað 1913  158. tölublað  98. árgangur  APPELSÍNURAUÐ SKULU BROSIN VERA Í SUMAR GLEÐIBÖLL Á TVEIMUR STÖÐUM NEIL PATRICK HARRIS GÆTI UNNIÐ VERÐLAUN STYRKJA GAY PRIDE 36 TILNEFNING TIL EMMY 39HEITAR VARIR 10  Töluverður samdráttur virð- ist vera í stofnun einkahlutafélaga á þessu ári. Þannig voru um þriðjungi færri einka- hlutafélög skráð hjá Fyrirtækja- skrá á fyrstu sex mánuðum þessa árs en í fyrra. „Á tímabilinu janúar til júní 2010 voru 899 einkahluta- félög skráð hjá okkur,“ segir Skúli Jónsson, forstöðumaður Fyrir- tækjaskrár. „Það er um 430 fé- lögum færra en var á sama tíma í fyrra.“ » 6 Þriðjungsfækkun í skráningu  „Það er okkar sem samfélags að búa þannig um hnútana að það verði aðlaðandi fyrir þetta unga fólk að koma heim. Svarið er óskaplega flókið og snýst ekki nema að hluta til um laun. Þetta snýst um fjölbreytni í þjón- ustunni og svo mætti lengi telja,“ segir Sigurður Guð- mundsson, forseti heil- brigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Hann telur að hluti vandans sé ósveigjanleiki stjórnvalda í heilbrigðis- geiranum. „[Það] er mjög erfitt að horfa upp á ónot- aðar byggingar sem nýtast ekki fyrir íslenska heil- brigðisþjónustu og má ekki nota fyrir einkarekna heilbrigðis- starfsemi.“ Hann segir að margir ís- lenskir læknar kjósi heldur að vinna í einkareknu heilbrigð- isumhverfi. Það kunni að út- skýra hvers vegna fjölmarg- ir þeirra snúi ekki aftur heim eftir sérnám í útlönd- um. Sigurður segir að ekki komi til greina að fjölga læknanemum til að sporna við læknaskortinum hér á landi. „Við sjáum ekki að svar okkar hér á landi sé að fjölga útskrifuðum læknum.“ »4 Breytingar á heilbrigðiskerfinu eru nauð- synlegar til að laða heim íslenska lækna Fjárfestingarbankinn Askar Capital var hluti af Milestone-veldi Karls og Steingríms Wernerssona. Bankinn var stofnaður árið 2007 og var forstjóri þá Tryggvi Þór Herbertsson. Við stofnunina var tilkynnt að starfsmenn hans væru um 80 og starfsstöðvar væru á Íslandi í Lúxemborg og Rúmeníu og að ætlunin væri að opna í þremur löndum til við- bótar. Askar var mikið í svokölluðum fast- eignaverkefnum og hafði umsvif víða. Verkefnin gengu þó misjafnlega, m.a. tapaði félagið 1,4 milljörðum á húsi með þremur lúxusíbúðum í Hong Kong eða 1,2 milljónum á hvern fermetra. Út- reiðin í Hong Kong var þó aðeins dropi í hafið. runarp@mbl.is Umsvif víða um heim Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Viðræður um kaup Saga Capital á hluta starfsemi Askar Capital eru á byrjunarstigi. Þetta staðfestir Þor- valdur Lúðvík Sigurjónsson, for- stjóri Saga Capital. Askar Capital eru þessa dagana á vonarvöl, en eignaleigu- og bílalánafyrirtækið Avant er í 100% eigu Askar. 6,6 millj- arða krafa á Avant er jafnframt stærsta eign Askar, en heildareignir nema um 10,5 milljörðum. Avant tapaði um fjórum milljörðum króna á síðasta ári, og staða fyrirtækisins hefur versnað enn frekar í kjölfar dóms Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggingar lánsfjár. Saga Capital á um 18% hlut í félaginu Ask- ar, sem segja má að sé tæknilega gjaldþrota. Forstjóri Askar, Bene- dikt Árnason, lét hafa eftir sér á dög- unum að félagið uppfyllti ekki kröfur FME um eiginfjárstöðu. Tveir möguleikar í stöðunni Talsverðrar eiginfjárinnspýtingar er þörf til að Askar Capital geti starfað áfram í sömu mynd. Ólíklegt er talið að af því verði. Þannig eru tveir möguleikar sagðir vera í stöð- unni: Askar verði sett í þrot eða reynt verði að auka virði eigna bank- ans. Ein leið til þess væri að breyta skuldum fyrirtækisins í hlutafé og skipta starfseminni upp milli kröfu- hafa. Saga Capital er sagt hafa áhuga á að kaupa þann hluta Askar er sneri að ráðgjöf og gerð hagspáa. Þreifingar um kaup Saga á hluta Askar  Mikil óvissa um örlög Askar Capital  Askar á Avant sem tapaði miklu Askar og Saga » Askar Capital tapaði um 4,5 milljörðum króna á síðasta ári. Langstærstur hluti tapsins er vegna afleitrar afkomu dóttur- fyrirtækisins Avant. » Skilanefnd Glitnis er meiri- hlutaeigandi Askar með 53,5% hlut. Saga Capital á 18,1%. » Askar uppfyllir ekki lág- marksskilyrði um eiginfjár- stöðu samkvæmt reglum FME. Engu er líkara en að hér sé bleikur flamingói í fjörunni á Langasandi á Akranesi þar sem kattliðug stúlka fór á handahlaupum og fetti sig og bretti ef einskærri kæti þar sem hún var að leik ásamt fleirum. Nú þegar fjöldi Íslendinga er í sumarfríi heimsækja þeir ýmsa staði á landinu. Morgunblaðið/Eggert Flamingói í fjörunni  Stjórn Íbúða- lánasjóðs hefur frestað ráðningu nýs fram- kvæmdastjóra sjóðsins ótíma- bundið. Fyrri framkvæmda- stjóri, Guð- mundur Bjarna- son, lét af störfum 30. júní. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er sundrung innan stjórn- arinnar um hvern skuli ráða til starfsins en 27 sóttu um það. Fjórir hafa verið kvaddir til viðtals. Stjórnarmaður segir að frestunin muni ekki hafa áhrif á störf sjóðs- ins, aðstoðarframkvæmdastjóri gegni starfi framkvæmdastjóra í bili. »2 Fresta ráðningu framkvæmdastjóra

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.