Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.11.2011, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 11.11.2011, Qupperneq 4
11. nóvember 2011 FÖSTUDAGUR4 DÓMSTÓLAR Þrír bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG í Kópavogi voru í gær sýknaðir í Hæstarétti í meiðyrðamáli Frjálsrar miðlunar gegn þeim. Frjáls miðlun ehf., sem er í eigu dóttur og tengdasonar Gunnars I. Birgissonar, fyrrverandi bæjar- stjóra, stefndi Guðríði Arnar- dóttur, Hafsteini Karlssyni og Ólafi Þór Gunnarssyni vegna ummæla þremenninganna í grein í Morgunblaðinu í júní 2009. Þar fjölluðu bæjarfulltrúarnir um viðskipti Frjálsrar miðlunar við Kópavogsbæ í kjölfar skýrslu Deloitte um viðskipti bæjarins við Frjálsa miðlun. Kröfðust Brynhildur Gunnars- dóttir og Guð- jón Gísli Guð- mu ndsson í Frjálsri miðlun þess að dæmd y rðu ómerk ummæli um að Frjáls miðl- un hefði feng- ið greitt fyrir óunnin og hálf- kláruð verk og fengið greitt oftar en einu sinni fyrir sama verk. Guðríði Arnardóttur einni var líka stefnt vegna ummæla í Fréttablaðinu í júni 2009 um að hægt væri að vísa málinu í opin- bera rannsókn og óska eftir ákæru frá ríkissaksóknara. Hæstiréttur segir að ekki hafi fengist fullnægjandi skýringar á því hvað hafi komið frá Frjálsri miðlun í staðinn fyrir greiðslur frá bænum. Öllum sé heimilt að kæra ætlaða refsiverða háttsemi nema fyrirmæli um þagnarskyldu standi í vegi fyrir því. Nægilegt tilefni hafi verið fyrir bæjarfulltrúana að viðhafa þau ummæli sem kraf- ist var ómerkingar á. - gar Hæstiréttur sýknar þrjá bæjarfulltrúa í meiðyrðamáli dóttur fyrrverandi bæjarstjóra í Kópavogi: Óljóst fyrir hvaða verk bærinn borgaði GUÐRÍÐUR ARNARDÓTTIR HAFSTEINN KARLSSON ÓLAFUR ÞÓR GUNNARSSON VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. XX° XX° XX° XX° XX° XX° XX° XX° XX° XX° XX° XX° XX° XX° XX° XX° XX° Á MORGUN 5-10 m/s, hvassara syðst. SUNNUDAGUR Hæg breytileg átt. 6 7 7 4 3 4 5 4 6 8 10 8 4 7 8 10 6 7 3 6 3 3 6 8 8 10 10 6 55 8 8 KÖFLÓTT OG MILT Besta veðrið um helgina verður norðanlands, þar sem vindur verður yfi rleitt hægur og nokkuð bjart. Sunnan heiða verður áfram nokkuð vætusamt en dregur verulega úr vindi og vætu á sunnudag. Áfram milt í veðri. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður ALÞJÓÐAMÁL Rússland verður aðili að Alþjóðaviðskiptastofnunni (WTO) á ráðherrafundi aðildarlandanna í desember gangi eftir samkomulag sem náðist í Genf í gær. Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra hefur stýrt viðræðunum um aðild Rússa síðustu árin en alls hefur verið unnið að málinu í átján ár. Aðild Rússa að WTO opnar þeim markaði í löndum stofnunar innar, sem fyrir sitt leyti fá aðgang að mörkuðum í Rússlandi. Pascal Lamy, forstjóri WTO, segir báða aðila hagnast á samkomulaginu. Maxim Medvek- ov, aðalsamningamaður Rússa, segir ánægjulegt að 18 ára streði sé lokið. „Þetta eru góð tíðindi á þessum erfiðu tímum í efnahags- lífinu,“ segir Stefán Haukur. - gar Átján ára viðræðum lokið: Rússland loks aðili að WTO DÓMSMÁL Þorsteinn M. Jónsson, fyrrverandi eigandi Vífilfells, hætti við áfrýjun á máli gegn Landsbank- anum vegna sjálfsábyrgð- ar á víxli sem hann hafði skrifað undir. Héraðsdóm- ur Reykjavík- ur hafði dæmt Þorstein til þess að greiða 150 milljónir króna vegna málsins. Hann skaut mál- inu til Hæstaréttar 18. mars síð- astliðinn en tveimur dögum fyrir málflutning í Hæstarétti óskaði hann eftir því að málið yrði látið niður falla. Héraðsdómur stendur því og Þorsteinn mun þurfa að greiða Landsbankanum 150 millj- ónir króna með vöxtum. - jhh Áfrýjar ekki vegna víxilskuldar: Fellst á greiðslu 150 milljóna ÞORSTEINN JÓNSSON VIÐSKIPTI Fjármálafyrirtækið Auður Capital hefur yfirtekið Tinda verðbréf. Verður starfsemi fyrirtækjanna sameinuð undir merkjum Auðar Capital. Í tilkynningu frá Auði Capital segir að með kaupunum muni verðbréfamiðlun bætast við núverandi þjónustuframboð fyrirtækisins. Þá styrkist fyrir- tækjaráðgjafarþjónusta þess. Samhliða kaupunum mun Vil- hjálmur Þorsteinsson taka við af Höllu Tómasdóttur sem stjórnar- formaður Auðar Capital. Halla hefur verið stjórnarformaður frá stofnun en hún mun áfram sinna fjárfestingartengdum verkefnum og sitja í stjórnum fyrir hönd félagsins. - mþl Halla lætur af formennsku: Auður Capital kaupir Tinda NOREGUR Rúmlega helmingur Norðmanna myndi vilja að Noregur segði skilið við Evr- ópska efnahagssvæðið, að því tilskildu reyndar að í staðinn fengist viðunandi tvíhliða frí- verslunarsamningur við ESB. Einn af hverjum fimm myndi þó vilja halda í samninginn um EES, jafnvel þótt tvíhliða samningur væri í boði. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar, sem samtök norskra ESB- andstæðinga, Nei til EU, létu gera. - gb Norðmenn ósáttir við EES: Vilja frekar tví- hliða samning STEFÁN HAUKUR JÓHANNESSON EVRÓPUMÁL Samtök atvinnulífsins leggjast gegn því að aðildarumsókn að Evrópusambandinu verði dregin til baka og aðildarviðræðum slitið. Þau telja að leiða eigi viðræðurnar til lykta og leggja samning fyrir þjóðina. Meirihluti stjórnar sam- takanna samþykkti þetta á átaka- fundi í gær. Tíu stjórnarmenn kusu með tillögunni en sex gegn henni. Tveir sátu hjá og þrír voru fjar- verandi. „Það eru deildar meiningar um þetta eins og margt annað en Sam- tök atvinnulífsins eru lýðræðis leg samtök þannig að þetta var ákveð- ið með þessum meirihluta og þeir sem urðu undir í þessu lúta þess- ari niðurstöðu,“ segir Vil mundur Jósefs son, formaður SA. „Það er engin lausn að okkar mati að hætta núna og svo kæmi málið bara aftur upp eftir einhver ár.“ Hann segist ekki hafa neina ástæðu til að ætla að málið valdi klofningi í samtökunum nú. Fyrir þremur árum ákváðu sam- tökin að beita sér ekki fyrir aðild að Evrópusambandinu. Það var gert vegna hættu á klofningi, en Lands- samband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) hótaði þá úrsögn ef sam- tökunum yrði beitt fyrir aðild. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, tekur undir að ekki sé hætta á klofningi, þar sem þessi ályktun bindi ekki ein- stök aðildarsamtök eða fyrirtæki varðandi afstöðu til aðildar eða umsóknar ferlisins. „Atkvæða- greiðslan breytir því ekki að Samtök atvinnulífsins þurfa að gæta hags- muna allra félagsmanna og þar er enginn rétthærri en annar.“ Meðal þess sem rætt var á fund- inum var að fresta kosningu um til- löguna þar til eftir landsfund Sjálf- stæðisflokksins, sem hefst eftir rúma viku. Friðrik vildi ekki ræða það við Fréttablaðið. Margrét Kristmannsdóttir, fram- kvæmdastjóri Pfaff, segir að mörg sjónarmið hafi verið á lofti á fundin- um. Ef fresta hefði átt afgreiðslunni væri þó aldrei að vita hvenær málið hefði verið tekið fyrir. „Tímapunkturinn er sá að stjórnin hittist bara fjórum sinnum á ári. Samtök atvinnulífsins eiga ekki að hafa skoðun eða álykta með og á móti eftir því hvenær stjórn- málaöfl í landinu halda landsfundi. Við erum ekki deild í einum flokki, við erum bara að vinna að hags- munum atvinnulífsins. Hvort að á þeim tíma séu landsfundir eftir viku eða á næsta ári, það á bara ekki að hafa áhrif á okkar afstöðu.“ Hún segir það hagsmuni atvinnu- lífsins að skoða alla kosti, þar á meðal Evrópusambandið. „Hver sá kostur er vitum við aldrei nema við klárum þetta ferli.“ Ekki eigi að taka valkostinn af félags mönnum SA. „Nú eru áhrifamikil öfl að álykta að draga eigi umsóknina til baka. Þá verður atvinnulífið að bregðast við og gæta hagsmuna sinna félaga,“ segir Margrét. thorunn@frettabladid.is Stjórnarmenn vildu fresta ESB-ályktun Samtök atvinnulífsins vilja að aðildarviðræður að Evrópusambandinu verði kláraðar. Mörg sjónarmið voru á lofti á stjórnarfundi í gær og vildu nokkrir stjórnarmenn fresta atkvæðagreiðslu fram yfir landsfund Sjálfstæðisflokksins. Svona skiptust atkvæðin: ● Vilmundur Jósefsson, formaður Samtök atvinnulífsins Já ● Helgi Magnússon Samtök iðnaðarins Já ● Hjörleifur Pálsson Össur hf. Já ● Aðalheiður Héðinsdóttir Kaffitár Já ● Loftur Árnason Ístak hf. Já ■ Grímur Sæmundsen, varaformaður Bláa lónið hf. Já ■ Árni Gunnarsson Flugfélag Íslands hf. Já ● Finnur Árnason Hagar hf. Já ● Margrét Kristmannsdóttir PFAFF hf. Já ● Kristín Pétursdóttir Auður Capital hf. Já ■ Adolf Guðmundsson Gullberg ehf. Nei ■ Friðrik Jón Arngrímsson LÍÚ Nei ■ Arnar Sigurmundsson Samtök fiskvinnslustöðva Nei ● Guðmundur H. Jónsson Norvik hf. Nei ● Hermann Guðmundsson N1 hf. Nei ● Sigríður Margrét Oddsdóttir Já upplýsingaveitur ehf. Nei ● Sigurður Viðarsson Tryggingamiðstöðin hf. Sat hjá ■ Tryggvi Þór Haraldsson RARIK ohf. Sat hjá ● Birna Einarsdóttir Íslandsbanki h f. Fjarverandi ■ Ólafur Rögnvaldsson Hraðfrystihús Hellissands hf. Fjarverandi ● Rannveig RIst Alcan á Íslandi hf. Fjarverandi ■ Landssamband íslenskra útvegsmanna ■ Samorka ■ Samtök ferðaþjónustunnar ■ Samtök fiskvinnslustöðva ● Samtök fjármálafyrirtækja ● Samtök iðnaðarins ● Samtök verslunar og þjónustu Gildir út nóvember Lyfjaval.is • sími 577 1160 Nicotinell er samstarfsaðili Krabbameinsfélagsins Nicotinell Tropical Fruit GENGIÐ 10.11.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 214,2409 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 116,53 117,09 185,50 186,40 157,95 158,83 21,220 21,344 20,383 20,503 17,436 17,538 1,5000 1,5088 182,40 183,48 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Brynja Gunnarsdóttir brynjag@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512- 5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.