Fréttablaðið - 11.11.2011, Qupperneq 6
11. nóvember 2011 FÖSTUDAGUR6
Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina á Kanaríeyjum þann 15. nóvember á
frábæru tilboði. Þú bókar fllugsæti og þremur dögum fyrir brottför færðu að vita
hvar þú gistir. Beint flug til Kanaríeyja þann 15. nóvember. Á heimleið er flogið til
Kaupmannahafnar og þaðan til Íslands þann 27. nóvember.
Athugið að mjög takmörkuð gisting er í boði!
Stökktu til
Kanarí
15. nóvember í 12 nætur
Verð kr. 104.900 Netverð á mann, m.v. 2-4 í herbergi / studíó / íbúð í
12 nætur. Stökktu tilboð 15. nóvember.
Verð kr. 199.900 allt innifalið Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi á Gran
Canaria Princess**** 12 nætur með allt innifalið. 12 nætur.
Stökktu tilboð 15. nóvember.
Frá kr. 104.900
Stökktu tilboð!*****
DÓMSMÁL „Ég er ekki sammála
þessu. Ég drap ekki barnið,“ sagði
Agné Krataviciuté, litháísk kona,
við þingfestingu ákæru á hendur
henni í Héraðsdómi Reykjavíkur
í gær.
Ríkissaksóknari hefur ákært
hana fyrir manndráp, með því að
hafa veitt nýfæddum syni sínum
tvo skurðáverka á andlit með bit-
vopni og banað honum síðan með
því að þrengja að hálsi hans uns
hann lést af völdum kyrkingar.
Þetta hörmulega atvik átti sér
stað laugardaginn 2. júlí 2011,
á baðherbergi í herbergi númer
319 á vinnustað konunnar, Hótel
Fróni, Laugavegi 22a, Reykjavík,
segir í ákæru. Þar hafi hún fætt
fullburða og lifandi sveinbarn sem
síðan fannst dáið í ruslageymslu í
nágrenni hótelsins.
Gerð er einkaréttarkrafa á
hendur konunni að upphæð þrjár
milljónir króna.
Við þingfestingu málsins í
gær aðstoðaði túlkur, sem þýddi
ákæruna fyrir konuna og túlkaði
það sem fram fór í dómsal. Hún
viknaði þegar hún neitaði sök, en
spurði fljótlega hverjir það væru
sem sætu í dómsal og átti þar við
blaðamenn. Arngrímur Ísberg
dómari kvað hana ekkert mega
skipta sér af því í opnu þinghaldi.
Konan hefur verið látin sæta
geðrannsókn og var metin sakhæf.
Verjandi hennar lagði fram kröfu
um yfirmat á sakhæfi hennar og
yrði til þess dómkvaddur mats-
maður. Verjandinn lagði einnig
fram kröfu um að þinghaldi yrði
lokað við þingfestingu. Dómari
tjáði honum að meginreglan væri
sú að þinghald væri opið og hefði
hann ekki tekið afstöðu til þess
hvað aðalmeðferð þessa máls varð-
aði. - jss
Litháísk kona ákærð fyrir að hafa banað nýfæddu barni sínu á Hótel Fróni:
Neitar að hafa kyrkt nýfæddan son sinn
Á LEIÐ Í DÓMSAL Konan á leið í dómsal
ásamt verjanda sínum.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FRÉTTASKÝRING
Hvernig standa málefni Palestínu
á Íslandi og innan Sameinuðu
þjóðanna?
Í lok september sótti Mahmoud
Abbas, forseti Palestínu, formlega
um fulla aðild ríkisins að Samein-
uðu þjóðunum (SÞ). Össur Skarphéð-
insson, utanríkisráðherra Íslands,
lýsti því yfir á allsherjarþingi SÞ
að Ísland hygðist styðja umsókn
Palestínu og í framhaldinu lagði
hann fram þingsályktunartillögu
um að Ísland viðurkenndi ríkið sem
sjálfstætt og fullvalda. Skömmu
síðar fengu Palestínumenn aðild að
UNESCO, menningarmálastofnun
SÞ, og nú er niðurstöðu Öryggis-
ráðs SÞ um aðild Palestínu beðið.
Hennar er að vænta í dag eða á
næstu dögum en fullvíst þykir þó að
Öryggisráðið hafni beiðninni, enda
hafa Bandaríkjamenn lýst því yfir
að þeir muni beita neitunarvaldi ef
þess gerist þörf.
Þó lítur út fyrir að þeir þurfi
ekki að grípa til þess, þar sem sam-
þykki níu ríkja af fimmtán innan
ráðsins þarf til að samþykkja
umsóknina. Palestínumenn höfðu
tryggt sér stuðning Kína, Rúss-
lands, Brasilíu, Indlands, Suður-
Afríku og Líbanons auk þess sem
líklegt þykir að Nígería og Gabon
kjósi með aðild þeirra. Þetta eru
aðeins átta ríki. Bretar hafa lýst
því yfir að þeir muni sitja hjá í
atkvæðagreiðslunni og er talið að
Frakkar og Kólumbíumenn geri
slíkt hið sama. Þýskaland og Portú-
gal munu annað hvort segja nei eða
sitja hjá og Bosníumenn eru taldir
munu sitja hjá sömuleiðis.
Hvað gerist næst?
Verði formlegri aðild Palestínu að
SÞ hafnað, eins og útlit er fyrir,
munu Palestínumenn snúa sér að
allsherjarþinginu. Þar eiga þeir
mun meiri stuðning vísan þó að
allsherjarþingið geti ekki veitt
þeim fulla aðild. Allsherjar þingið
gæti hins vegar veitt áheyrnar-
aðild, sem myndi þýða að Pal-
estína ætti auðveldara með að
verða hluti af fleiri stofnunum
SÞ og Alþjóðaglæpadómstóln-
um. Palestínu menn hafa gefið út
að þeir muni sækja um aðild að
sextán alþjóðlegum stofnunum.
Fyrsta Vestur-Evrópuríkið
Þingsályktunartillaga utanríkis-
ráðherra er nú til umfjöllunar
hjá utanríkismálanefnd. Nefndin
fundaði um málið á þriðjudag. Ef
Alþingi samþykkir tillöguna verð-
ur ríkisstjórninni falið að viður-
kenna Palestínu sem sjálfstætt og
fullvalda ríki. Ísland yrði með því
fyrsta ríkið í Vestur-Evrópu sem
það gerir og fyrsta Evrópuríkið í
tugi ára. Átta Evrópusambands-
ríki viðurkenna Palestínu, en þau
gerðu það öll áður en þau gengu
í sambandið. Meirihluti ríkja
innan Sameinuðu þjóðanna viður-
kennir þó Palestínu sem stendur,
og hefur bæst mikið í þann hóp
undan farið. Allt að 138 ríki við-
urkenna ríkið nú.
thorunn@frettabladid.is
Beðið eftir niður-
stöðum Öryggisráðs
Palestínumenn hafa tryggt stuðning átta ríkja í Öryggisráði Sameinuðu þjóð-
anna vegna umsóknar um fulla aðild. Bandaríkjamenn munu beita neitunar-
valdi. Utanríkismálanefnd Alþingis skoðar nú viðurkenningu Íslands á ríkinu.
ÖRYGGISRÁÐIÐ Bandaríkjamenn munu beita neitunarvaldi sínu sem eitt fastra ríkja
í Öryggisráðinu. Kína og Rússland munu kjósa með aðild Palestínu og Bretar munu
sitja hjá. Líklegt er talið að Frakkland geri það líka. Meirihluti hinna ríkjanna er talinn
munu styðja aðild eða sitja hjá. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
ATVINNUMÁL Íslenskir pípulagn-
ingamenn sem starfað hafa í Nor-
egi á vegum íslensks undirverk-
taka Pípulagnaverktaka ehf. og
fengu laun samkvæmt íslenskum
töxtum fá nú laun í samræmi við
norska félaga sína.
Á vef Samiðnar segir að fjöl-
miðlar í Noregi hafi vakið athygli
á félagslegum undirboðum
íslenskra pípulagningamanna
sem starfa í Noregi og launa-
kjörum þeirra.
Félag iðn- og tæknigreina, sem
flestir starfsmennirnir eru aðil-
ar að, leitaði til Samiðnar eftir
aðstoð við að finna úrlausn. Kjör
píparanna verða leiðrétt aftur í
tímann. - ibs
Íslendingar í Noregi:
Laun pípara
verða leiðrétt
TYRKLAND, AP Meðal þeirra húsa sem
hrundu í jarðskjálfta í austan verðu
Tyrklandi í gær voru tvö hótel sem
skemmdust verulega í enn harðari
jarðskjálfta á sömu slóðum fyrir
rúmlega hálfum mánuði.
Meðan björgunarfólk vann í
rústum húsanna safnaðist að fjöldi
íbúa sem mótmæltu því harðlega að
þessum tveimur hótelum hefði ekki
verið lokað í kjölfar fyrri skjálft-
ans.
„Hvernig stendur á því að þessi
tvö hús voru ekki girt af heldur
fengu að halda áfram starfsemi?“
spurði Osman Baydemir, borgar-
stjóri í Diyarbakir sem er nokkru
vestar en Van. „Stjórnvöld verða að
draga þá til ábyrgðar sem ábyrgir
eru.“
Að minnsta kosti átta manns
létu lífið vegna skjálftans á mið-
vikudag, sem mældist 5,7 stig og
varð skammt frá borginni Van.
Fyrri skjálftinn varð 23. október
og mældist 7,2 stig, kostaði um 600
manns lífið. Um 1.400 eftir skjálftar
hafa orðið á þessum slóðum eftir
fyrri skjálftann.
Meðal hótelgesta sem létu lífið í
seinni skjálftanum voru tyrkneskir
blaðamenn sem voru að fjalla um
afleiðingar fyrri skjálftans.
- gb
Átta manns létu lífið og hús hrundu í öðrum jarðskjálfta í Tyrklandi:
Íbúar gagnrýna stjórnvöld
MANNI BJARGAÐ ÚR RÚSTUNUM Björgunarfólk í Van stóð í ströngu í gær.
NORDICPHOTOS/AFP
BRETLAND James Murdoch, einn
helsti stjórnandi fjölmiðlaveldis
föður síns, Ruperts Murdoch,
ítrekaði í gær við yfirheyrslur
hjá breskri þingnefnd að hann
hefði ekkert vitað um glæpsam-
legt atferli starfsfólks á fjöl-
miðlum fyrirtækisins.
„Þú hlýtur að vera fyrsti
mafíu foringi sögunnar sem veit
ekki að hann er að reka glæpa-
fyrirtæki,“ sagði breski þing-
maðurinn Tom Watson, einn
þeirra sem sitja í nefndinni.
Yfirheyrslurnar snerust um
símanjósnir sem urðu til þess
að útgáfu blaðsins News of the
World var hætt í sumar. - gb
Murdoch ítrekar vanþekkingu:
Segist ekkert
hafa vitað
JAMES MURDOCH Mætti öðru sinni til
yfirheyrslu. NORDICPHOTOS/AFP
ÍSAFJÖRÐUR Hjúkrunarheimili
með 30 rýmum verður byggt á
Ísafirði. Samningur þess efnis
á milli velferðarráðuneytisins
og Ísafjarðarbæjar var undir-
ritaður í gær. Frá þessu er greint
á fréttavef Bæjarins besta.
Ekki hefur enn verið samið um
fjármögnun og rekstur heimilis-
ins en sú vinna stendur yfir.
Samkvæmt greiningu bæjarins
er þörf fyrir 39 rými í sveitar-
félaginu, þó verði enn rými til
staðar á Heilbrigðisstofnuninni
svo þörfinni er talið fullnægt í
bili. - sv
Hjúkrunarheimili byggt:
Framkvæmdir
verða á Ísafirði
EFNAHAGSMÁL Alþjóðlega mats-
fyrirtækið Standard & Poor’s
(S&P) hefur hækkað mat sitt
á stöðugleika íslenska banka-
kerfisins. Íslenska bankakerfið
fær nú einkunnina 7 en var áður
með einkunnina 8.
S&P veitir bankakerfum ríkja
svokallaða BICRA-einkunn á
skalanum 1 til 10 þar sem 1 er
besta mögulega einkunn og 10
sú versta. Að baki einkunnunum
liggur mat á kerfislegri áhættu
bankakerfa og innri áhættu
innan fjármálageira. Meðal ann-
arra ríkja með sömu einkunn og
Ísland má nefna Búlgaríu, Írland,
Litháen og Rússland.
Í tilkynningu S&P er fjallað
um stöðu bankakerfisins. Meðal
þess sem þar kemur fram er
að fyrirtækið telur nokkra
áhættu vera fólgna í því hve lítil
reynsla sé komin á stofnana- og
reglugerðar umhverfi banka-
kerfisins sem hafi verið breytt
talsvert á síðustu misserum. - mþl
S&P fjallar um íslenska banka:
Hækkar mat á
bankakerfinu
Telur þú ástæðu til að herða
eftirlit með símhlerunum lög-
reglu?
Já 52,6
Nei 47,4
SPURNING DAGSINS Í DAG
Ertu þú fylgjandi því að lokið
verði við endurgerð Þorláks-
búðar við Skálholtskirkju?
Segðu þína skoðun á visir.is
KJÖRKASSINN