Fréttablaðið - 11.11.2011, Síða 60

Fréttablaðið - 11.11.2011, Síða 60
11. nóvember 2011 FÖSTUDAGUR40 krakkar@frettabladid.is Krakkasíðan er í helgarblaði Fréttablaðsins Ég hef fundið margar beinagrindur og líka gull! Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur. 30% AFSLÆTTI Warehouse Kringlunni s. 517 3290 Warehouse Debenhams s. 522 8000 Finndu okkur á facebook KJÓLADAGAR Í WAREHOUSE FULLT AF FLOTTUM KJÓLUM Á Plötusnúðurinn Neil Arm- strong kemur fram á Vega- mótum í kvöld. Hann spilaði á tónleikaferðalagi Jay-Z um allan heim og hefur unnið með listamönnum á borð við Puff Daddy, Timbaland og Coldplay. Dj Neil Armstrong lendir á Íslandi í dag og treður upp á Vegamótum í kvöld ásamt Jay-O og Benna B- Ruff. Veislan byrjar klukkan 23 og það er ókeypis inn. Fréttablaðið heyrði stuttlega í Armstrong, sem er spenntur fyrir kvöldinu í kvöld. Jæja, Neil. Ertu eitthvað skyld- ur geimfaranum? „Nei, en ég var skírður eftir honum.“ Þú hefur ferðast um allan heim og troðið upp á mörgum flottum stöðum. Er þessi ferð til Íslands bara eins og hver annar dagur í vinnunni? „Ég hef fengið tækifæri til að koma fram sem plötusnúður í öllum heimsálfum nema á Suður- skautslandinu þannig að ferðalög eru næstum því daglegt brauð. En þetta er í fyrsta skipti sem ég kem til Íslands svo ég er mjög spenntur að sjá hvernig það er.“ Hverju mega gestir á Vega- mótum búast við frá þér í kvöld? „Ég er klárlega hipphopp/urban- plötusnúður út í gegn enda hef ég unnið með Jay-Z og túrað fyrir Adidas en það eru ýmsir stílar í gangi innan þeirrar stefnu. Þar má nefna „Old School“-sándið, sálar- hlutann og nýlega dótið sem jaðrar við dans og teknó. Sem plötusnúð- ur er maður að tala við áhorfenda- skarann – fólkið ákveður í raun hvað er spilað en plötusnúðurinn þarf að reiða það fram með eigin persónulegu bragði. Fólkið getur klárlega búist við flottri tónlist og góðri skemmtun frá mér í kvöld.“ Þekkirðu eitthvað til íslenskrar tónlistar? „Þó að ég hafi ferðast víða hef ég aldrei hitt nokkurn mann frá Íslandi! Tónlist er þó alþjóðlegt tungumál og ég er spenntur að heyra hvað íslenska menningin býður upp á,“ segir Armstrong, sem kveðst ætla að skoða sig um sem ferðamaður í Reykjavík. Hann vonast jafnfram til þess að geta slappað af í heitri laug. Eitthvað að lokum? „Mér skilst að Íslendingar elski að skemmta sér þannig að ég vil hvetja þá til að koma í kvöld og fá að kynnast alvöru New York- menningu.“ hdm@frettabladid.is Hefur aldrei hitt Íslending DJ NEIL ARMSTRONG Þekkir ekkert til Íslands né íslenskrar tónlistar en ætlar að skemmta Íslendingum á Vegamótum í kvöld. Samband Blake Lively og Ryans Reynolds blómstrar og nú hefur sá orðrómur farið á kreik að parið sé að leita sér að íbúð saman. Parið á að hafa skoðað þak- íbúð nærri Madison Square Park í New York nýlega og litist vel á. Lively býr sjálf í Chelsea- hverfinu í New York á meðan Reynolds er nú staddur í Boston þar sem hann er við tökur á nýrri kvikmynd. Parið hefur verið að hittast undanfarinn mánuð, en áður var Lively í sam- bandi með Leonardo DiCaprio. „Þegar þau yfirgáfu bygginguna fór Blake fyrst út og beint inn í leigubíl, stuttu síðar kom Ryan út og stökk inn í sama bíl,“ sagði sjónarvottur. Leita að íbúð saman LEITA AÐ ÍBÚÐ Blake Lively og Ryan Reynolds eru sögð vera að leita sér að íbúð saman. NORDICPHOTOS/GETTY Madonna er strangt foreldri og segist sjá til þess að Lourdes, elsta dóttir söngkonunnar, vinni ávallt heimavinnu sína áður en hún fer og sinnir áhugamálum sínum. Madonna og Lourdes hanna saman fatalínu sem heitir Material Girl eftir einum smelli söngkonunnar. „Heimavinnan er alltaf í fyrsta sæti hjá Lourdes. Við leggjum mikla áherslu á menntun á mínu heimili. Lourdes elskar tísku og er dugleg að aðstoða við línuna okkar, ég stend meira í skugganum og fylgist með. Hún heldur líka úti bloggi tengdu línunni og ég les það alltaf yfir og sé til þess að hún geri það almennilega,“ sagði Madonna. Ströng móðir STRÖNG Madonna er ströng móðir og sér til þess að börn sín sinni náminu vel. NORDICPHOTOS/GETTY Mel Gibson er sagður hafa barnað bandaríska raunveruleikastjörnu sem hann átti í stuttu sambandi við. Fyrir á Gibson átta börn, sjö með fyrrverandi eiginkonu sinni, Robyn Denise Moore, og eitt með fyrrverandi sambýliskonu sinni, Oksönu Grigorievu. Raunveruleikastjarnan Laura Bellizzi átti í stuttu sambandi með leikaranum, sem stóð yfir allt síðastliðið sumar. „Laura er mjög leyndardómsfull og vill lítið segja um faðerni barnsins öðrum en sínum nánustu. Það er farið að sjást á henni og í kjölfarið vakna spurningar um faðernið,“ hafði Star Magazine eftir heimildar- manni. Faðir í níunda sinn Á VON Á BARNI Mel Gibson er sagður hafa barnað bandaríska raunveruleika- stjörnu. Hann á átta börn fyrir. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.