Fréttablaðið - 11.11.2011, Side 26

Fréttablaðið - 11.11.2011, Side 26
11. nóvember 2011 FÖSTUDAGUR26 Við sendum innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, Óla Tynes Jónssonar fréttamanns. Fyrir hönd allra aðstandenda, Vilborg Halldórsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, stjúpföður, tengdaföður og afa, Magnúsar Jóhannssonar frá Patreksfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks á líknardeildum LSH í Kópavogi og á Landakoti. Lilja Huld Sævars og fjölskylda. Ólafur Andrésson frá Laugabóli, Mosfellsdal, Asparteigi 3, Mosfellsbæ, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 3. nóvem- ber. Hann verður jarðsunginn frá Guðríðarkirkju miðvikudaginn 16. nóvember kl. 13.00. Hulda Katla Sæbergsdóttir Vivian Ólafsdóttir Elvar Gunnarsson Anni Ólafsdóttir Hilmir Berg Ragnarsson Örn Ólafsson Natan Máni Ólafsson Valgerður Valgeirsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginmaður, faðir, tengdasonur og vinur, Oleksandr Khyzhnyak lést á LSH Kópavogi sunnudaginn 6. nóvember. Útför fer fram í Úkraínu í heimabæ hans Cherkassy laugardaginn 12. nóvember kl. 10.00. Mykola Khyzhnyak Hanna Khyzhnyak Iryna Khyzhnyak Valentyn Bukavin Valentyn Fedorets Galina Fedorets Steindór Rúnar Ágústsson Ruslan Shabatura Okkar ástkæri frændi og mágur, Birgir Þór Erlendsson Höfðabraut 3, Akranesi, lést 8. nóvember. Útförin fer fram frá Akraneskirkju mánudaginn 14. nóvember kl. 14.00. Lilja Ellertsdóttir Magnhildur Erla Halldórsdóttir Margrét Árný Halldórsdóttir Ágústína Halldórsdóttir Hafdís Halldórsdóttir Áslaug Valdimarsdóttir Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is Þennan dag fyrir fjörutíu og níu árum var leikritið Hart í bak eftir Jökul Jakobsson frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Iðnó. Sýningin naut mikilla vinsælda og gagnrýnendur lofuðu hana í bak og fyrir. Sýningin gekk samfellt í tvö leikár fyrir fullu húsi en alls urðu sýningarnar 205. Leikritið fjallar um skipbrot og segir frá fjölskyldu skipstjórans sem fyrir mörgum árum sigldi Óskafleyi íslensku þjóðarinnar í strand. Árið 2008 var leik- ritið sett á svið í þriðja sinn og fór þá Gunnar Eyjólfsson með hlutverk hins aldna skipstjóra. Jökull Jakobsson var blaðamaður og vinsæll útvarpsmaður. Hann helgaði sig leikritagerð í kjölfar vinsælda Hart í bak og varð leikhúsið hans aðalmiðill til dauðadags. Alls sendi hann frá sér tíu sviðsverk auk fjölda útvarpsleikrita. Heimild: wikipedia.org ÞETTA GERÐIST: 11. NÓVEMBER ÁRIÐ 1962 Hart í bak frumsýnt hjá LR MATTHÍAS JOCHUMSSON skáld og prestur (1835 - 1920) fæddist þennan dag. „Án mótlætis nær enginn maður og engin þjóð sinni ákvörðun, sönnum persónuleika, sönnu frjálsræði.” Merkisatburðir 1918 Lokum heimsstyrjaldarinnar fyrri fagnað víða um lönd. Í Reykjavík er flaggað í hálfa stöng vegna spænsku veikinn- ar. 1920 Matthías Jochumsson gerður heiðursborgari Akureyrar og heiðursdoktor í guðfræði við Háskóla Íslands. 1928 Iðnskólinn í Hafnarfirði stofnaður. 1943 Pétur Hoffmann Salómonsson hefur betur í bardaga við bandaríska hermenn í Selsvör í Reykjavík, að eigin sögn. 1994 Guðmundur Árni Stefánsson segir af sér sem félagsmála- ráðherra. 2007 Rússneskt olíuskip brotnar í tvennt í miklum stormi í Svartahafi og veldur miklu tjóni. Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO og Félag íslenskra bókaútgefenda blása til bókamessu um helgina. Þetta er í fyrsta sinn sem slík bókamessa er haldin hér á landi þar sem íslenskir útgefendur kynna nýja titla. „Það er sérstaklega skemmtilegt að taka þátt í þessu samstarfsverkefni sem glæný bókmenntaborg,“ segir Kristín Viðarsdóttir, ein verkefnastjóra mess- unnar. „Dagskráin er þegar orðin þétt, spennandi og mjög fjölbreytt svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.“ Bókamessan hefst á morgun og stend- ur fram á sunnudag. Dagskráin fer fram í Iðnó og Ráðhúsinu, en þar setja forlög- in upp kynningarbása og gestum gefst kostur á að skoða útgáfuna og rabba við útgefendur. Eins verða einhverjir höf- undar á staðnum og árita bækur. „Dagskráin fyrir börn og fjölskyldu- fólk er fjölbreytt,“ segir Kristín. „Bókabíllinn Æringi verður á svæðinu þar sem lesið verður úr bókum fyrir yngri börnin. Þá verða föndursmiðj- ur og barnanudd en einnig efni fyrir eldri krakka. Dagskráin fer að mestu leyti fram í Iðnó og við reynum að hafa hlutina ekki með hefðbundnu sniði. Þar má meðal annars nefna dagskrár- liðinn Græna sófann þar sem Egill Helgason, Jórunn Sigurðardóttir og fleiri umsjónarmenn fá til sín höfunda í spjall. Gestir fá sér sæti í salnum með kaffi og fylgjast með því spjalli,“ segir Kristín. Allir flokkar bókmenntanna verða kynntir á messunni. Meðal annars fer Jón Proppé listheimspekingur yfir íslenska listasögu á 50 mínútum. Sigur laug M. Jónasdóttir kynnir mat- gæðinga og matreiðslubækur og Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur ræðir við höfunda ævisagna sem byggja á rit- uðum heimildum. Bókamessan er eitt af fyrstu verk- efnum Reykjavíkur sem bókmennta- borgar UNESCO og segir Kristín ýmislegt fleira í býgerð. Meginhlut- verk bókmenntaborga sé að styðja við bókmenntalíf viðkomandi borg- ar og meðal annars standi yfir söfn- un á sögum borgarbúa um Reykja- vík. „Áherslur bókmenntaborganna eru breytilegar og við erum að móta framhaldið. Ætlun in er að bókamessan verði til dæmis að árlegum viðburði.“ Nánari upplýsingar um messuna má sjá á www.bokmenntaborgin.is. heida@frettabladid.is FYRSTA ÍSLENSKA BÓKAMESSAN: HALDIN NÚ UM HELGINA Íslensku titlarnir kynntir BÓKMENNTALÍF Í BORGINNI EFLT Kristín Viðarsdóttir er ein verkefnastjóra fyrstu íslensku bókamessunnar sem fram fer nú um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.