Fréttablaðið - 11.11.2011, Qupperneq 12
11. nóvember 2011 FÖSTUDAGUR12
Landsbankinn segir að 47 af þeim 137 félögum
sem FME tiltekur að séu í eigu banka séu á hans
vegum. Í yfirliti um þessi félög sem bankinn sendi
Fréttablaðinu eru reyndar tiltekin 49 félög og
verður stuðst við þá tölu.
Alls átti bankinn sjálfur beina eignaraðild að
sex félögum á þeim tíma sem tölur FME voru
teknar saman. Stærstu eignirnar eru 29,6% hlutur
í Reitum, 19% hlutur í Icelandic Group, 10,9%
hlutur í Hampiðjunni og 6,3% hlutur í Marel. Til
viðbótar seldi bankinn dótturfélag sitt Vestia til
Framtakssjóðs Íslands (FSÍ) í upphafi árs. Með
Vestia fylgdi stór hluti í Icelandic Group, 79%
hlutur í Skýrr, 100% hlutur í Húsasmiðjunni, 79%
hlutur í Vodafone og 100% hlutur í Plastprent.
Auk þess á FSÍ tæplega 20% hlut í Icelandair
Group, um 55% hlut í N1 og 40% í Promens. Eign
Landsbankans í FSÍ er talið sem eitt félag í tölum
FME.
Bankinn á auk þess Fjárfestingafélagið Horn.
Það átti 10 eignir þegar FME kallaði eftir upp-
lýsingum sínum. Síðan þá hefur þeim fækkað um
eina. Fjögur félaga í eigu Horns starfa einvörðungu
erlendis. Hin eru Eimskip (37,3%), Promens
(49,8%), Egla (17,5% en félagið er í slitum), Intr-
um Justitia (33,3%) og Eyrir Invest (27,5%) sem
á meðal annars 34,7% hlut í Marel. Til stendur að
skrá Horn á markað snemma á næsta ári.
Reginn ehf., dótturfélag Landsbankans utan
um stærri fasteignir, á 18 félög. Í tilkynningu frá
bankanum kemur fram að mörg þeirra séu „ekki
annað en heiti á eignarhaldsfélögum um ákveðin
þróunarverkefni sem Reginn ehf. hefur á sinni
könnu“. Stefnt er að því að skrá Regin á markað
á næsta ári og losa félagið þannig frá Landsbank-
anum.
Þriðja dótturfélagið, Hömlur ehf., átti síðan 15
eignir þegar FME kallaði eftir upplýsingum um
eignir bankanna. Síðan hafa tvö þeirra, Björgun
ehf. og Pizza-Pizza ehf. (Dominos á Íslandi), verið
seld út úr félaginu að öllu leyti.
Við þetta má svo bæta að Landsbankinn
eignaðist hlut í nokkrum fyrirtækjum þegar
hann tók yfir SpKef fyrr á þessu ári. Samkvæmt
upplýsingum frá bankanum eiga þau það þó sam-
eiginlegt að vera nánast öll í slitum. Sum þeirra
eru í samkeppnisrekstri en bankinn „stefnir að því
að losa sig frá þeim félögum hið fyrsta“.
FRÉTTASKÝRING: Eignarhald banka á fyrirtækjum í óskyldum rekstri
Arion banki og
dótturfélög (37)
Bein eignaraðild Arion banka:
N1; 39% (er selt en beðið samþykkis
samkeppniseftirlits).:
Lagerinn Dutch Holding; 10%
Borgarverk; 15%
Ölgerðin Egill Skallagrímsson; 20%
Hótel borgarnes; 20,6%
Sementsverksmiðjan; 23,6%
Farice; 43,47%
Stoðir: 16,4%
Klakki (Exista): 45%
Reitir: 42,65%
Landfestar; 100%
Landey; dótturfélag. 100%
20 eignarhaldsfélög á leið í þrot eða slita-
meðferð.
Í eigu Eignabjargs, dótturfélags:
Penninn; 100%
Fram Foods; 100%
Sigurplast; 100%
Hagar; 96% (um 46% þegar seld;
20-30% selt í desember)
BM Vallá; 100% (er selt en beðið
samþykkis samkeppniseftirlits).
Íslandsbanki og
dótturfélög (27)
Bein eignaraðild Íslandsbanka:
Sjóvá Almennar 9,2%
Glitnir Real Estate Fund 64,4%
Icelandair Group 21%
Smyrlaheiði 100%
N1 24,73%
Í eigu Miðengis, dótturfélags:
Bláfugl ehf, 71,1%
IG Invest ehf. 71,1%
BLIH ehf. 62,9%
Jarðboranir 100%
B37 ehf. 100%
Eignarhaldsfélagið Fasteign 38,42%
Fastengi ehf. 100%
Hafnargata 7 ehf. 100%
Háskólavellir ehf. 23,9%
HHO Holding A/S 20%
Hlíðarsmári 3 ehf. 100%
Laugarakur ehf. 100%
Reitir ehf. 5,05%
Atorka Group hf. 27,84%
Bakhjarlar HR ehf. 96,9%
Eignarhaldsfélagið Fjarskipti 2,23%
Eimskip 0,65%
Fiskey ehf. 0,54%
Frumtak GP ehf. 19%
Íslandssjóðir hf. 0,3%
Keilir, miðstöð vísinda 10,2%
Skýrr ehf. 2,23%
Landsbankinn og
dótturfélög (49)
Bein eignaraðild Landsbankans:
Framtakssjóður Íslands 27%
Stoðir 13%
Icelandic Group 19%
Hampiðjan 10,9%
Reitir 29,6%
Marel hf. 6,3%
Í eigu Horns, dótturfélags bankans:
Eimskip 37,3%
Eyrir Invest 27,5%
Promens 49,8%
Intrum Justitia 33,3%
Oslo Bors VPS Group 7,8%
Strax GMBH Holding 8,8%
Carrera 8,9%
Blafal Energy AS 17,45%
Egla 17,5% (í slitum)
Atorka (selt)
Í eigu Regins, dótturfélags bankans:
Eignarhaldsfélagið Smáralind ehf. 100%
Fasteignafélag Íslands ehf. 100%
Laugahús ehf. 100%
Egilshöll 100%
Þróunarfélagið BRB ehf. 100%
13 eignarhaldsfélög utan um fasteigna-
þróunarverkefni.
Í eigu Hamla, dótturfélags bankans:
Björgun ehf. 100% (selt)
Pizza-Pizza ehf. (Dominos) 100% (selt)
Fjölnisvegur 9 ehf. 100%
Formaxo N ehf. 100%
Suðurlandsbraut 58-64 100%
NBI Sarasoda One 100%
NBI Sarasoda two 100%
NBI Sarasoda three 100%
Masisi Holding 100%
SL 2010 hf. 100%
SPV Let hf. 100%
Hömlur 1 100%
Hömlur 2 100%
Hömlur 3 100%
Framkvæmdafélagið Hömlur 100%
Félög í eigu bankanna
Þorri þeirra 137 félaga sem
eru í höndum íslenskra fjár-
málafyrirtækja liggur hjá
stóru viðskiptabönkunum
þremur. Landsbankinn á
hlut í flestum félögum.
Fréttablaðið greinir frá því
um hvaða félög er að ræða.
Alls eru 137 félög í óskyldri starf-
semi í eigu íslenskra fjármála-
fyrirtækja í dag. Þetta kom fram
í skýrslu sem fjármálafyrirtækin
skiluðu inn til Fjármálaeftirlits-
ins (FME) fyrr á þessu ári. Rúm
80% þessara félaga liggja hjá
stóru viðskiptabönkunum þrem-
ur; Landsbanka, Arion banka og
Íslandsbanka, samkvæmt upp-
lýsingum sem þeir hafa sent frá
sér í þessari viku. Félögin eru
af margvíslegum toga og flest
þeirra eru ekki rekstrarfélög
sem starfa í beinni samkeppni
við önnur fyrirtæki. Frétta blaðið
fer yfir hvaða félög þetta eru hér
fyrir neðan.
Samkvæmt lögum mega bank-
ar einungis eiga fyrirtæki í
óskyldri starfsemi í 12 mánuði
án þess að leita eftir undanþágu
vegna þess eignarhalds hjá FME.
Dæmi eru um að bankar, eða
dótturfélög þeirra, hafi átt fyrir-
tæki sem keppa á samkeppnis-
markaði í meira en 30 mánuði.
Þau tímamörk voru sett inn í lög
um fjármálafyrirtæki í fyrra-
sumar. Frá og með 25. júní 2011
hafa bankar þurft að sækja um
undanþágu til að eiga fyrirtæki í
lengri tíma en ár. FME hefur haft
virkt eftirlit með því að þessu sé
hlýtt og Gunnar Andersen, for-
stjóri eftirlitsins, sagði í Frétta-
blaðinu á miðvikudag að það væri
tilbúið að beita viðurlögum gegn
bönkum sem draga að selja fyrir-
tæki í óskyldum rekstri.
Fréttablaðið greindi frá því
í lok síðustu viku að bankarnir
hefðu sótt um 68 undan þágur frá
þessum lögum. Þær voru allar
samþykktar en FME hefur ekki
viljað gefa upp hversu langir
frestir hafa verið veittir né um
hvaða félög er að ræða.
Flest félögin ekki í samkeppni
GUNNAR ANDERSEN Fjármálaeftirlitið sagði frá því í svari við fyrirspurn Félags
atvinnurekenda að 137 fyrirtæki í óskyldum rekstri væru í fangi bankanna.
LANDSBANKI ÍSLANDS
Á fleiri félög en hinir bankarnir
Íslandsbanki og dótturfélög hans
eiga hluti í 27 félögum. Þar af á
bankinn sjálfur beinan eignarhlut
í fimm félögum. Þau eru Sjóvá
(9,2%), N1 (24,73%), Icelandair
Group (21%), Glitnir Real Estate
Fund (64,4%) og Smyrlaheiði
(100%). Þau tvö síðastnefndu eru
félög utan um fasteignir.
Til viðbótar á bankinn
dótturfélagið Miðengi, sem var
stofnað til að fara með eignar-
hald og umsýslu fyrirtækja í eigu
bankans. Miðengi á hlut í samtals
22 félögum.
Stærsta einstaka rekstrarfélagið
sem er í fullri eigu Miðengis er
Jarðboranir en félagið er í söluferli.
Félagið á einnig 71,1% hlut í
fragtflugfélaginu Bláfugli, 71,1%
hlut í IG Invest og 62,9% hlut
í sameinuðu félagi utan um
bifreiðaumboðin B&L og Ingvar
Helgason. Það síðastnefnda er í
söluferli og verður gengið frá sölu
þess bráðlega.
Í tilkynningu frá Íslandsbanka vegna umfjöllunar um eignarhald banka á
fyrirtækjum segir að „Hafa ber í huga að í sumum tilvikum eru fleiri en ein
kennitala tengd félagi og því getur verið villandi að telja kennitölur frekar en
hvert félag fyrir sig. Að auki er nokkuð um að lítil starfsemi sé í félögum í
eigu bankans, t.a.m. í félögum sem stofnuð hafa verið um stakar fasteignir
[…] Miðengi hefur lagt ríka áherslu á að vinnubrögð félagsins séu gagnsæ
og starfsreglur skýrar auk þess sem lögð hefur verið áhersla á opið söluferli
eigna. Stefna bankans er að selja félög sem hann hefur eignast, að hluta til
eða að fullu, og eru í óskyldum rekstri“.
ÍSLANDSBANKI
Eitt stórt rekstrarfélag
Arion banki, eða dótturfélagið
Eignabjarg, á hlut í 37 félögum.
Þar eru 12 rekstrarfélög en hin
eru eignarhaldsfélög sem eru
ekki í samkeppnisrekstri. Þar af
á bankinn 100% hlut í þremur:
Pennanum, Fram Foods og
Sigurplasti. Bankinn stefnir á
að þau verði öll seld á fyrri
helmingi næsta árs. Þá á Arion
rúmlega helmingshlut í smá-
sölurisanum Högum. Til stendur
að selja 20-30% hlut í Högum
í gegnum Kauphöllina í byrjun
desember. Arion hefur þegar selt 39% hlut sinn í N1 og allt hlutafé í BM
Vallá en Samkeppnisyfirvöld hafa enn ekki gefið samþykki sitt fyrir sölunni.
Því eru þeir eignarhlutir enn skráðir í eigu bankans.
Bankinn er síðan minnihlutaeigandi að sex rekstarfélögum. Þau eru
Ölgerðin Egill Skallagrímsson (20%), Sementsverksmiðjan (23,6%), Farice
(43,47%), Lagerinn Dutch Holding (10%), Borgarverk (15%) og Hótel
Borgarnes (20,6%). Í þessum félögum telur bankinn sig vera háðan sam-
komulagi við meirihlutaeigendur þeirra ef hann ætlar að selja hlut sinn.
Þá á Arion banki 45% hlut í Klakka, sem hét áður Exista, og var eitt
stærsta fjárfestingafélag landsins fyrir bankahrun. Klakki á nokkur af stærstu
rekstrarfélögum á Íslandi. Þau eru Skipti (Móðurfélag Símans, Mílu og
Skjásins), VÍS, Lífís og Lýsing hf. Arion á líka 16,4% hlut í Stoðum, sem áður
hétu FL Group. Stoðir eiga 99,1% af öllu hlutafé Í TM og 40% hlut í Refresco.
Bankinn á líka 42,65% hlut í fasteignafélaginu Reitum, sem áður hét
Landic Properties. Til stendur að skrá það félag í Kauphöll á næsta ári. Auk
þess á Arion 100% hlut í fasteignafélögunum Landfestum og Landeyjum.
Við þetta bætist að bankinn þarf að taka aftur yfir rekstur svínabúa að
Brautarmel og Hýrumel í Borgarfirði eftir að áfrýjunarnefnd samkeppnismála
staðfesti ógildingu á yfirtöku Stjörnugríss á þeim.
Arion hefur þegar yfirtekið, og selt, ÍAV, 10-11, Heklu, Klett og 70% hlut í
Hótel Hamri.
ARION BANKI
Á stór rekstrarfélög
Þórður Snær
Júlíusson
thordur@fréttabladid.is