Fréttablaðið - 11.11.2011, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 11.11.2011, Blaðsíða 48
11. nóvember 2011 FÖSTUDAGUR28 BAKÞANKAR Sifjar Sigmars - dóttur Bæti mig sífellt Kristján Magnús Karlsson þroskahamlaður íþrótta maður og starfsmaður Vífilfells æfir íþróttir alla daga vikunnar. Meðal annars efnis: Nýtt líf fyrir munaðarlausa risa Fílar í Kenía eiga sérstöku munaðar- leysingjahæli líf sitt að launa. Varð að skrifa þessa bók Steinunn Sigurðardóttir fetar nýjar slóðir í Jójó. 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Klúður, pabbi! Þú áttir að hitta hattinn! Hatturinn fauk af, 50 stig! Verð ég að fara í skólann í dag, mamma? Af hverju? Ertu veikur? Þú ert ekki með hita. Þetta er örugglega bara snertur af lærdóms- ofnæmi. Já. Eigin- lega. Þannig Séð. Heyrðu, mér datt í hug annað gælunafn fyrir þig. Auli Aulmundur Aulgrímur Aulason Jæja, góðu fréttirnar eru þær að það er bara 31 stafur eftir í stafrófinu. Takk fyrir að horfa á Dáleiðslu- tímann. Við sjáumst að viku liðinni, góðar stundir. LÁRÉTT 2. umstang, 6. fíngerð líkamshár, 8. for, 9. heyskaparamboð, 11. þurrka út, 12. skrípaleikrit, 14. starfsaðferð, 16. bókstafur, 17. skörp brún, 18. tunna, 20. þófi, 21. glufa. LÓÐRÉTT 1. skaut, 3. skóli, 4. vesalingur, 5. knæpa, 7. eilífð, 10. útsæði, 13. gerast, 15. liðormur, 16. krot, 19. frá. LAUSN LÁRÉTT: 2. ómak, 6. ló, 8. aur, 9. orf, 11. má, 12. farsi, 14. tækni, 16. pí, 17. egg, 18. áma, 20. il, 21. rifa. LÓÐRÉTT: 1. klof, 3. ma, 4. aumingi, 5. krá, 7. óratími, 10. fræ, 13. ske, 15. igla, 16. pár, 19. af. Þegar David Lowe, breskur leikari búsettur í Frakklandi, setti á sig kúlu- hattinn og hélt til vinnu einn bjartan dag í júní síðastliðnum benti fátt til þess að dagurinn yrði frábrugðinn öðrum. David hafði að atvinnu að leika kómíska útgáfu af hinum „steríótýpíska“ Breta – blöndu af Karli Bretaprins, Mr. Bean og Churchill – Frökkum til kátínu. Þennan tiltekna júní- dag var Frökkum hins vegar ekki hlátur í hug. DAVID hafði verið ráðinn til að látast vera breskur kokkur á matarmarkaði í þorpinu Castelnaudary. Hann skyldi kynna breska útgáfu af hinni frægu frönsku „cassoulet“ kássu, m.a. með marmelaðibragði. Uppá- tækið var grín kássuframleiðanda á staðn- um, sem hugðist taka hlátrasköll markaðs- gesta upp á falda myndavél og nota í auglýsingu. Myndefnið varð þó annað. Er David sagði brandara um að breska kássan væri þeirri frönsku æðri því hún ylli ekki jafnmiklum vindgangi var engum skemmt. En þegar hann ýjaði að því að hún væri upphaf- lega bresk en ekki frönsk ætlaði allt um koll að keyra. Karlmenn veittust að leikaranum. Konur, börn og ellilífeyrisþegar hreyttu í hann fúkyrðum. David átti fótum sínum fjör að launa. UM SÍÐUSTU helgi skrifaði Atli Fannar Bjarkason bakþanka í Fréttablaðið þar sem hann segist ekki ætla að kaupa Neyðarkall björgunarsveitanna í ár, m.a. vegna þess að hann getur keypt lyklakippu sem rúmar „helmingi fleiri lykla á helmingi lægra verði í næstu lágvöru- verðsverslun“. Pistillinn er augljóst grín. Kaldhæðni 101. Margir tóku skrifin hins vegar óstinnt upp. ÞAÐ er engin tilviljun að hugtakið „Vælu- bíllinn“ fór sem eldur um sinu í sömu andrá og góðærið fuðraði upp. Ísland eftir- hrunsáranna einkennist af krónískri sjálfs- vorkunn í bland við nístandi skinhelgi sem endurspeglast í algjörum skorti á kímni- gáfu. Þjóðin hefur verið fórnarlambsvædd. Enginn er maður með mönnum nema hann hafi yfir einhverju að „væla“: Karlmenn eru ofsóttir af nokkrum ungmeyjum sem kenna sig við femínisma; skattgreiðendur eru píndir til þess eins að Steingrímur Joð geti ferjað peningana í hjólbörum í skjóli nætur heim til auðjöfra sem grafa þá í jörð í óhóf- lega stórum bakgörðum sínum; sértækar aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru ekki í sömu skóstærð og ég. Vogi sér einhver að fara gegn nýjustu múgæsingunni ausa vælarar úr skálum reiði sinnar svo að úr verður syndaflóð eins og það sem fyrrnefndur Atli Fannar fékk að baða sig í á dögunum. SKORTUR íbúa Castelnaudary á skopskyni er helsta aðhlátursefni á Youtube um þessar mundir. Það er okkur Íslendingum til happs að ekki er hægt að mynda þjóðarsálina. Annir hjá Vælubílnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.