Fréttablaðið - 11.11.2011, Blaðsíða 10
11. nóvember 2011 FÖSTUDAGUR10
MIÐENGI AUGLÝSIR TIL SÖLU FASTEIGNAFÉLAG
Söluferlið er opið öllum áhugasömum fjárfestum sem uppfylla
skilyrði til þess að geta talist fagfjárfestar samkvæmt lögum
nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, einstaklingum sem hafa
verulegan fjárhagslegan styrk og viðeigandi þekkingu, auk
fyrirtækja sem höfðu eiginfjárstöðu sem var hærri en sem
nemur 150 m. kr. í árslok 2010.
Móttaka trúnaðaryfirlýsinga og afhending viðeigandi gagna
hefst mánudaginn 14. nóvember 2011. Síðasti frestur til að
skila inn tilboði vegna þátttöku í söluferlinu er föstudaginn
25. nóvember 2011 kl. 16.00.
Allar nánari upplýsingar um söluferlið verður að finna á vef
Miðengis undir slóðinni www.mengi.is frá kl. 10.00,
14. nóvember 2011.
Sími 527 3060 • Lækjargötu 12 • 155 Reykjavík • mengi@mengi.is
Hlíðasmári 3 ehf
Fasteignin
Hlíðasmári 3,
Kópavogi.
Fasteignin er
að stórum hluta
í útleigu.
HJÁLPARSTARF Fjölskylduhjálp
Íslands úthlutaði 23.784 matar-
gjöfum til 3.562 einstaklinga og fjöl-
skyldna þeirra frá 1. júní 2010 og út
maí á þessu ári. Þetta kemur fram
í úttekt sem Félagsvísindastofnun
Háskóla Íslands hefur gert fyrir
Fjölskylduhjálp.
Konur voru í meirihluta þeirra
sem fengu úthlutað, eða um 55 pró-
sent. Af þessum 3.562 einstaklingum
áttu 1.399 börn. Tveir þriðju skjól-
stæðinganna á þessu tímabili voru
íslenskir ríkisborgarar, fimmtungur
með pólskt ríkisfang og tólf prósent
með annað erlent ríkisfang. Hlutfall
karla var hærra meðal útlendinga.
Mikill meirihluti hópsins var utan
vinnumarkaðar, eða 93 prósent. Þá
var þriðjungur með skráða örorku.
Langflestir, eða 86 prósent, höfðu
lokið grunnskólaprófi eða minni
menntun. Tæpur þriðjungur fólksins
fékk einu sinni úthlutað matargjöf,
28 prósent komu tvisvar til fjórum
sinnum, tæpur fimmtungur fimm
til níu sinnum og fjórðungur hópsins
leitaði tíu sinnum eða oftar til Fjöl-
skylduhjálparinnar á þessu eina ári.
- sh
Úttekt á starfsemi Fjölskylduhjálpar:
Flestir utan vinnumarkaðar
SJÁVARÚTVEGUR Faxi RE, skip
HB Granda, hefur náð 700 tonna
síldarafla á Breiðafirði í einu til
tveimur köstum. Aflinn fer til
vinnslu hjá frystihúsi fyrirtækis-
ins á Vopnafirði sem er sérhannað
fyrir uppsjávarfisk.
Á heimasíðu fyrirtækisins
kemur fram í viðtali við skipstjór-
ann á Faxa, Albert Sveinsson, að
aðstæður hafa verið góðar á sund-
unum í Breiðafirði og veiðarnar
gengið vel.
Hann segir erfitt að átta sig
á hversu mikið af síld er á þeim
slóðum sem veiðarnar fara fram
því síldin gengur inn á grunnsævi
við eyjar og hólma þar sem skipin
komast ekki að henni.
Síldin er væn. Meðalvigt í síð-
ustu veiðiferð reyndist vera 326
grömm en í fyrri veiðiferðinni
gáfu mælingar til kynna meðal-
vigt upp á um 340 grömm.
Ingunn AK og Lundey NS hófu
leit að loðnu á Vestfjarðamiðum
á föstudag og áfram í átt að Kol-
beinseyjarhrygg. Aðeins varð vart
við smáloðnu.
Slæmt veður er og hefur verið
á miðunum á Grænlandssundi og
komið í veg fyrir loðnuveiðar. Vart
hefur orðið við loðnu á þessum
slóðum og er þess nú aðeins beðið
að veðrið gangi niður þannig að
hægt verði að hefja veiðar. - shá
Vel gengur að ná síld á Breiðafirði en loðnuveiðar liggja niðri vegna brælu:
Væn síld veiðist á Breiðafirði
FAXI, SKIP HB GRANDA Landar síldarafla
sínum í sérbúnu frystihúsi á Vopnafirði.
Veiðar ganga vel. MYND/HG GRANDI
GRIKKLAND, AP „Ég er ekki stjórn-
málamaður en ég hef varið megn-
inu af starfsævi minni í að hrinda
í framkvæmd efnahagsstefnu
stjórnvalda bæði í Grikklandi og
Evrópu,“ sagði Lúkas Papademos,
sem í dag tekur við embætti for-
sætisráðherra Grikklands af
Georg Papandreú.
Hann fær nú það erfiða verkefni
að hrinda í framkvæmd óvinsæl-
um aðhaldsaðgerðum sem fylgja
björgunarpakka Evrópusambands-
ins. Stjórn Papandreús hraktist
frá völdum ekki síst vegna þess að
henni tókst ekki að ná samstöðu
á þingi um þessar sömu aðhalds-
aðgerðir, en nú er forysta stjórn-
arandstöðunnar komin til liðs
við stjórnina og ætlar að tryggja
framgang þeirra.
Papademos segist ætla að leggja
alla áherslu á að halda Grikklandi
áfram inni á evrusvæðinu.
„Þátttaka lands okkar í evru-
svæðinu tryggir peningalegan
stöðugleika landsins,“ sagði hann
í gær og bætti því við að evran
myndi auðvelda aðlögun gríska
hagkerfisins andspænis þeim
erfið leikum sem enn blöstu við.
Papademos verður forsætisráð-
herra bráðabirgðastjórnar þriggja
flokka af hægri og vinstri væng
stjórnmálanna, sósíalistaflokks-
ins Pasok, íhaldsflokksins Nýs lýð-
ræðis, og lítils þjóðernisflokks af
hægri vængnum sem nefnist Laos.
Leiðtogar þessara þriggja flokka
hafa átt erfitt með að komast að
samkomulagi um það hver verði
forsætisráðherra, en niðurstaðan
varð sú að Papademos yrði fyrir
valinu.
Papademos var seðlabankastjóri
Grikklands frá 1994 til 2002, en þá
tók hann við sem aðstoðarbanka-
stjóri Seðlabanka Evrópusam-
bandsins. Því starfi gegndi hann
þangað til á síðasta ári, þegar Pap-
andreú kallaði hann heim til að
aðstoða sig við glímuna við ríkis-
skuldirnar.
gudsteinn@frettabladid.is
Papademos
leiðir Grikki
Eftir fjögurra daga viðræður hefur lokst tekist sam-
komulag um að Lúkas Papademos verði forsætisráð-
herra þjóðstjórnar Grikklands. Stjórnarinnar bíður
það verkefni að leysa úr efnahagsvanda landsins.
VERÐUR FORSÆTISRÁÐHERRA Lúkas Papademos og þriggja flokka bráðabirgðastjórn
hans taka formlega við völdum í dag. NORDICPHOTOS/AFP
Hugmyndir um tvískiptingu Evrópusambandsins, í evruríkin sautján og hin
ríkin tíu, virðast hafa fengið byr undir báða vængi í þeim hremmingum
evrunnar, sem nú er glímt við.
Evruríkin hafa nú þegar ákveðið að samhæfa mun betur fjármálastjórn
sína, til að draga úr líkunum á öðru eins hruni á næstunni. Strangara eftirlit
verður með fjármálum ríkjanna og unnt verður að beita þau ríki sem standa
sig ekki refsiaðgerðum. Ekki sér þó fyrir endanum á vandræðum Grikklands
og annarra evruríkja, og því hafa komið upp kröfur um enn nánara samstarf
á evrusvæðinu, sem margir líta á sem kröfur um að útiloka þurfi þau ríki
sem standa utan evrusvæðisins.
Óformlegar viðræður hafa nú þegar verið haldnar milli þeirra tíu ESB-ríkja
sem standa utan evrusvæðisins, þótt ekki standi til að svo stöddu að efla
samstarf þeirra sérstaklega.
Á miðvikudagskvöld varaði José Manuel Barroso, forseti framkvæmda-
stjórnar Evrópusambandsins, við því að Evrópusambandið klofni hreinlega
í tvennt. Evrópusambandið standi nú á krossgötum og taka þurfi ákvörðun
um hvort það eigi að leysast upp eða styrkja samstarfið enn frekar. „Tvískipt
samband myndi ekki virka,“ sagði hann. „Evrópusambandið í heild og
evrusvæðið heyra hvort öðru til.“
Vandinn sé fólginn í því að tryggja að hægt verði að styrkja enn frekar
samstarf evruríkjanna án þess að klofningur verði meðal þeirra ríkja sem
enn standa utan evrusvæðisins.
Varar við klofnun Evrópusambandsins
KEPPIR Í TRJÁBOLABURÐI Meira en
þúsund suður-amerískir frumbyggjar
frá 38 þjóðernishópum kepptu í frum-
byggjaleikum í Brasilíu, þar sem keppt
er í mörgum keppnisgreinum.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
MENNTUN Umsóknir um fjarnám
í Háskólabrú Keilis eru orðnar
þrefalt fleiri en á sama tíma í
fyrra. Umsóknarfrestur rennur
út í desember.
Háskólabrú er nám fyrir þá
sem ekki hafa lokið stúdents-
prófi og stunda rúmlega 300
nemendur það hjá Keili. Helm-
ingur er í fjarnámi. Inga Sveina
Ásmundsdóttir, verkefnastjóri
námsins hjá Keili, segir í sam-
tali við Víkurfréttir að ljóst sé
að umsóknir fari á biðlista.
- þeb
Háskólabrú Keilis vinsæl:
Þrefalt fleiri
vilja í fjarnám
SVEITARSTJÓRNIR Smábátafélagið í
Vogum telur illvilja í garð félags-
ins hafa ráðið því að nafn þess var
ekki á lista sem nefnd á vegum
bæjarins sendi Magma Energy um
hentuga styrkþega. Bæjarráðið
segir að þegar Magma hafi óskað
eftir uppástungum hafi nefndin
horft til íþrótta- og líknarfélaga
sem og félaga sem óskuðu styrkja í
sérstök verkefni. „Bæjarráð hafn-
ar því að persónuleg óvild í garð
Smábátafélagsins í Vogum hafi
ráðið ákvörðun nefndarinnar.“ - gar
Styrkjatillögur til Magma:
Ekki óvild gegn
smábátafélagi