Fréttablaðið - 11.11.2011, Side 38

Fréttablaðið - 11.11.2011, Side 38
KYNNING − AUGLÝSINGJólakort FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 20114 KORTIN Í PÓST Póstkassa má finna víða um bæinn og þægilegt og jólalegt er að geta rölt með jólakortin að póstkassa í hverfinu. Yfir 250 póstkassa er að finna á landinu og á heimasíðu Póstsins, postur. is má finna lista yfir þá kassa með nákvæmum staðsetningum, til að mynda við hvaða inngang viðkomandi póstkassi er á bygg- ingum og hvort þeir eru fleiri en einn, sem er gott að vita fyrir þá sem eru með talsvert magn jólakorta. Sá vefur er líka einkar gagnlegur fyrir ýmislegt annað tengt jólakortavertíðinni, til dæmis lista með póstnúmerum landsins. KORTIN NOTUÐ Í SKREYTINGAR Jólakortin sem berast heim má vel nota í jólaskreytingar á heimilinu þegar þeim fer að fjölga. Þannig er ein hugmyndin að klemma þau hvert og eitt á lítil klemmuspjöld sem þessi og láta þau standa í þyrpinu á stofuborðinu, á hillu eða ofan á píanóinu fram að jólum. Klemmu- spjöldin sjálf má svo skreyta með einhverju jólalegu, bjöllum og borðum, greni eða öðru. HJÁLPIN ER NÆRRI Jólakortalistinn getur verið yfirþyrmandi við upphaf verks. Það er ekkert sem segir að klára verði staflann á einu kvöldi, vel má dreifa álaginu á nokkur kvöld og byrja þá frekar fyrr í mánuðinum. Þá mætti einnig virkja annað heimilisfólk í verkið. Einnig má létta sér vinnuna á ýmsan máta. Til dæmis mætti skrifa eitt bréf um það helsta sem drifið hefur á daga viðkomandi, fjölrita og stinga inn í fallegt jólakortið með persónulegri undirskrift. KORTIN Á STALL Jólakort eru flest falleg á að líta. Því er leiðinlegt að stinga þeim ofan í skúffu eða þar til gerðan jólakortapoka þar sem þau sjá aldrei dagsljósið. Ein leiðin til að gera þau sýnileg gestum, gangandi og ekki síst heimilis- fólki er að strengja band á góðan stað í stofu, eldhúsi eða forstofu og hengja jólakortin á það um leið og þau berast. JÓLAKORTAPOKINN Gamli góði jólapokinn, gjarnan einhver sem amma eða langamma útbjó og skreytti með eigin handbragði, er mörgum kær. Ekki gleyma honum milli ára og þegar jólin eru afstaðin er gott að setja hann á vísan stað og skrifa í dagbók heim- ilisins hvar hann er geymdur. Reyndar er mjög gott almennt með jólaskraut að skrifa í sérstaka minnisbók hvar seríur, jólatrés- fótur, jólakúlur og annað er geymt nákvæmlega og merkja kassana að utan.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.