Fréttablaðið - 11.11.2011, Qupperneq 32
2 föstudagur 11. nóvember
Grensásvegur 8
Opið mán–fös 12–18, laugard 12–17
SOHO/MARKET
Á FACEBOOK
Dúnúlpa
(S-XL)
Verð kr.
15.990
núna
✽ Munið að brosa
Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Umsjón Sara McMahon
Forsíðumynd Valgarður Gíslason Útlitshönnun Kristín
Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir
sigridurdagny@365.is
Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000
meðmælin
HREINAR HENDUR Verbena Liquid Sápan frá
L‘Occitane er mild og því tilvalin fyrir þurra húð. Þvoið
burt óhreinindi dagsins með þessari mildu handsápu
sem inniheldur meðal annars shea butter og aloe vera
til að vernda og næra húðina. Lyktin er engu síðri, hún
er létt og sítruskennd.
Undiralda í Hörpu
Tónleikar númer tvö í tónleika-
röðinni Undiraldan verða haldnir í
Kaldalóni í Hörpuí dag. Undiraldan
er samstarfsverkefni Hörpu og 12
Tóna og er ætlunin að kynna gras-
rótina í íslenskri tónlistarmenn-
ingu og um leið gefa ungu tónlist-
arfólki tækifæri til að koma tónlist
sinni á framfæri. Í dag koma fram
hljómsveitirnar Nolo og Mamm-
út og hefjast tónleikarnir klukk-
an 17.30 og lýkur klukk-
an 19. Aðgangur
er ókeypis og ættu
tónlistarunnendur
ekki að láta þenn-
an viðburð fram hjá
sér fara enda full-
komin leið
til að hefja
helgina.
Sænskt, já takk
Sænska verslanakeðjan Lindex
opnar verslun í Smáralindinni á
morgun. Lindex er ein stærsta
tískufatakeðja Svíþjóðar með versl-
anir víða um heim og er mörgum
Íslendingum kunn. Verslunin býður
upp á fatnað á börn og full-
orðna á góðu verði og má
því búast við því að
margir leggi
leið sína
í Smára-
lindina á
morgun.
V ið vissum að það væri dýrt að fara út í starfsnám og ákváðum því að taka hönd-
um saman og hanna töskur og boli til að selja
og reyna þannig að fjármagna ferðina okkar út,“
segir Áslaug Sigurðardóttir, nemandi á fyrsta ári
í fatahönnun í Listaháskóla Íslands. Áslaug og
bekkjarsystur hennar munu selja vörurnar á
opnum degi í skólanum á morgun.
Venja er að nemendur fari í starfsnám
til Parísar og verði sér þar úti um dýrmæta
reynslu. Þeir dvelja í borginni í alls sex vikur og
vinna launalaust fyrir ýmsa nafntogaða hönn-
uði og kynnast í leiðinni ólíkum hliðum á tísku-
iðnaðinum. Þar sem ferðin út getur kostað sitt
ákváðu stúlkurnar að vera duglegar að safna
fyrir ferðinni og eru nú í óða önn að sauma
tautöskur og prenta á boli. „Nýleg rannsókn á
plastpokainnkaupum fólks sýndi að það eyddi
rosalegum upphæðum í plastpoka. Okkur fannst
þess vegna sniðugt að búa til taupoka til að selja
því þeir eru bæði endurnotanlegir og umhverfis-
vænir. Við saumum töskurnar sjálfar og prent-
um svo myndir á þær,“ útskýrir Áslaug, sem
segir myndina á töskunum vera túlkun nem-
endanna á hinu fræga kennileyti Parísarborgar,
Eiffelturninum sjálfum. „Við fórum á netið í leit
að innblæstri og fundum nokkrar skemmti legar
myndir af Eiffelturninum sem við ákváðum að
vinna með áfram.”
Alls eru átta stúlkur í bekknum og því mikil
vinna sem liggur að baki því að sauma sextíu
töskur og prenta myndir á þær og bolina. Áslaug
segir þær þó duglegar að hjálpast að og deila á
milli sín verkefnum.
Stúlkurnar munu selja vörurnar á opnum
degi Listaháskólans í húsnæði skólans við
Laugarnesveg á milli 11 og 16. Í leiðinni er hægt
að skoða skólann og kynnast starfsemi hans
nánar. Allar deildir skólans verða viðstaddar á
opnum degi og meðal þess sem hægt verður að
skoða eru veggspjöld og leturhönnun frá nem-
endum í grafískri hönnun og verkefni nemenda
í vöruhönnun og arkitektúr. Auk þess munu
nemendur úr myndlistardeild vera með leið-
sögn um húsið og vinnustofur sínar, nemendur
í tónlistardeild skólans munu flytja lifandi tón-
list og nemar á leikarabraut og samtímadans-
braut verða með kynningardagskrá á klukku-
tíma fresti.
sara@frettabladid.is
Nemendur í fatahönnun sauma töskur og prenta á boli:
SELJA EIGIN HÖNNUN
FYRIR NÁMSFERÐ
Vinnusamar Stúlkurnar á fyrsta ári í fatahönnun í Listaháskólanum sauma töskur og prenta á boli og munu selja
varninginn til að safna fyrir starfsnámi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Meðlimir hljómsveitarinnar Steed
Lord leikstýrðu auglýsingu fyrir
tískumerkið WeSC og Standard-
hótelin í Bandaríkjunum.
Svala Björgvinsdóttir, söngkona
sveitarinnar, segir þau hafa leik-
stýrt auglýsingunni, tekið hana
upp, samið tónlistina og séð um
alla eftirvinnslu. Þetta er ekki í
fyrsta sinn sem liðsmenn Steed
Lord koma að leikstjórn því hljóm-
sveitin hefur búið til eigin tónlistar-
myndbönd frá upphafi. Þau héldu
til New York á miðvikudaginn til
að kynna auglýsinguna og heyrnar-
tólin góðu og komu líka fram. - sm
Steed Lord leikstýrir auglýsingu:
Í leikstjórastólinn
Leikstýra Svala Björgvins og bræðurn-
ir Einar og Eddi Egilssynir leikstýrðu aug-
lýsingu fyrir WeSC- og Standard-hótelin.
Söngkonan skrautlega Lady Gaga mun
breyta heilli hæð í versluninni Barneys í sér-
staka vinnustofu. Risavaxið skrímsli mun
prýða innganginn að versluninni frá 21.
nóvember til 2. janúar.
Verkefnið er samstarf Lady Gaga,
hönnuðar ins Nicola Formichetti, sjónlista-
mannanna Eli Sudbrack og Christophe
Hamaide Pierson og Barneys-verslunarinnar.
Formichetti sagði hugmyndina á bak við
verkefnið vera þá að viðskiptavinurinn ætti
að fá á tilfinninguna að hann væri hluti af
æskuminningum Lady Gaga. Meðal þess sem
hægt verður að sjá í Barneys frá 21. nóvem-
ber er könguló með andlit söng konunnar,
sælgætis skúlptúr og risastór hárkolla sem
mun hýsa verslun með gervinöglum og
snyrtivörum. - sm
Risahárkollur og sælgæti