Fréttablaðið - 11.11.2011, Síða 20
20 11. nóvember 2011 FÖSTUDAGUR
Ómari Ragnarssyni, þeim fjöl-hæfa og athafnasama snillingi,
fatast illilega flugið í grein í Frétta-
blaðinu hinn 9. nóvember sl., sem
hann ritar til varnar flugvellinum í
hjarta Reykjavíkur. Þar telur Ómar
sig ugglaust eiga persónu legra
hagsmuna að gæta sem flugrek-
andi og flugvélar eigandi. Í skrifum
sínum lítur hann fram hjá öllu, sem
máli skiptir í umræðu um víðtæka
framtíðar hagsmuni borgarbúa og
annarra landsmanna.
Stjórnlagaþingsmaðurinn
Ómar sleppir því að nefna fyrstu
almennu atkvæðagreiðslu á
Íslandi, ef frá eru taldar kosning-
ar um brennivín, hunda, fullveldi
1918 og stofnun lýðveldis 1944,
þegar Reykvíkingar ákváðu 2001
að Reykjavíkurflugvöllur skyldi
lagður niður eigi síðar en 2016 .
Ómar getur þess ekki að Reyk-
víkingar fengu full yfirráð yfir
kjörlendi sínu í Vatnsmýri hinn 1.
janúar 1932 til þess eins að þróa
þar áfram ört stækkandi höfuð-
borg. Þetta var níu árum áður en
Bretar byggðu herflugvöll í Vatns-
mýri og 14 árum áður en ríkið
gerði hann með valdi að borgara-
legum flugvelli í stríðslok gegn
brýnustu hagsmunum og vilja
Reykvíkinga.
Ómar nefnir ekki einu orði að
árið 2005 var samþykkt með 14
atkvæðum í borgarstjórn Reykja-
víkur að efna til alþjóðlegrar hug-
myndasamkeppni um skipulag
Vatnsmýrar. Árið 2007 bárust alls
136 glæsilegar tillögur frá mörg-
um færustu sérfræðingum heims
á sviði borgarskipulags. Engin til-
lagnanna gerði ráð fyrir flugvelli
þó samkeppnisgögn heimiluðu það.
Margsinnis hefur verið sýnt
fram á þjóðhagslega arðsemi
þess að byggja í Vatnsmýri, m.a. í
skýrslu, sem ráðgjafar fyrirtækið
ParX vann fyrir samgöngu-
ráðherra 2007. Þar kemur fram að
á verðlagi 2005 verður þjóðarbúið
af a.m.k. 3.500.000.000 kr. á hverju
því ári, sem ekki er byggt í Vatns-
mýri. Aðrir telja að tap þjóðar-
búsins sé að minnsta kosti fjórfalt
eða um 14 milljarðar kr. á ári.
Þétting byggðar er mannvæn,
umhverfisvæn og þjóðhagslega
arðsöm. Nú kostar akstur á höfuð-
borgarsvæðinu á 3ja hundrað millj-
arða kr. á ári, en með fullbyggðri
þéttri og blandaðri byggð í Vatns-
mýri sparast verulegur hluti þess
fjár eða allt að 40%.
Talið er að frá og með árinu 2013
skapist þörf fyrir smáar og meðal-
stórar fjölbýlishúsaíbúðir mið-
svæðis á höfuðborgarsvæðinu þar
sem ungar fjölskyldur komast af
með einn bíl eða engan.
Ef ekki er unnt að koma til móts
við eftirspurnina í Vatnsmýri mun
verulegur hluti þessa hóps neyðast
til að setjast að í nýjum úthverf-
um utan við núverandi jaðar
höfuð borgarsvæðisins, einkum í
nágrannasveitarfélögunum. Það
mun leiða til áframhaldandi stjórn-
lausrar útþenslu byggðar og auk-
ins kostnaðar samfélagsins með til-
heyrandi skerðingu lífskjara.
Reykvíkinginn Ómar Ragnars-
son skortir tilfinningu fyrir brýn-
ustu hagsmunum höfuðborgarbúa.
Þeir hagsmunir eru að sjálfsögðu
að losna sem allra fyrst við flug-
völlinn úr Vatnsmýri. Flugvélar-
eigandinn og flugrekandinn Ómar
ætti að snúa sér að Ögmundi ráð-
herra samgöngumála, sem hangir
á Vatnsmýrarflugvellinum eins og
hundur á roði og benda honum á að
það eru langtímahagsmunir flug-
rekenda að skapa stöðugleika og
ró um miðstöð innanlandsflugsins.
Í því skyni gæti ríkið t.d. gert
nýjan flugvöll uppi á Hólmsheiði
fyrir u.þ.b. 15 milljarða króna og
átt um 20.000.000.000 kr. í afgang
eftir sölu á ríkislóðunum í Vatns-
mýri.
Heldur þú ekki Ómar að ríkið
gæti notað þetta fé í samgöngu-
mannvirki á þessum síðustu og
verstu tímum? Vantar ekki pen-
inga t.d. í Dýrafjarðargöng, Norð-
fjarðargöng, Öskjuhlíðargöng og
Kópavogsgöng?
Vatnsmýrin er eins konar orma-
gryfja lýðveldisins. Í umræðum
um hana mætist flest það versta
í íslenskum stjórnmálum og sam-
ræðuhefð. Þar rekast á sýndar-
hagsmunir dreifðra byggða og
gamla bændasamfélagsins annars
vegar og hins vegar meginhags-
munir hins unga borgarsamfélags.
Samgönguyfirvöld hafa áratug-
um saman staðið fyrir skipulegri
áróðursherferð gegn helstu hags-
munum höfuðborgarbúa og kall-
að til mikinn liðsstyrk hollvina
flugsins, þeirra sem með einum
eða öðrum hætti gætu talist eiga
persónulegra hagsmuna að gæta
af áframhaldandi veru flugvallar
í Vatnsmýri.
Í málflutningi sínum bygg-
ir þessi hópur á þröngum einka-
hagsmunum, tilfinningatengdum
rökleysum, órökstuddum full-
yrðingum, tilbúningi og útúr-
snúningum en sniðgengur um leið
grundvallaratriði samræðunnar,
þ.e. rökstuðning, sanngirni og
fagleg vinnubrögð. Skrif Ómars
Ragnars sonar flugrekanda bera
öll þessi einkenni.
Eitt vinsælasta, umdeildasta og kynþokkafyllsta partý
fyrr og síðar mun eiga sér stað
á skemmtistað í Kópavogi næst-
komandi laugardag.“ Lýsingar-
orðin eiga skipuleggjendur við-
burðarins.
Hvað er það sem verið er að
bjóða upp á? Hér er verið að tala
um dans í búrum, undirfata-
sýningu og erótíska mynd á breið-
tjaldi.
Nokkur umræða hefur skapast
um þennan atburð síðustu daga.
Hér er enn eitt tilboðið í skemmt-
anaflóru landans og aðspurður í
viðtali við bleikt.is, hvort kvöldið
væri á gráu svæði, svarar skipu-
leggjandinn: „Já, það er á gráu
svæði þó við séum ekki að gera
neitt sem er ólöglegt, a.m.k. ekki
fólk á okkar vegum.“
Okkur þykir miður að skemmti-
staður í Kópavogi hafi valið að
hýsa skemmtun sem þessa. Á aug-
lýsingamyndbandi fyrir atburðinn
sést að karlmenn eru í miklum
meirihluta og að konur eru eins og
söluvara eða dýr í búri. Birting-
armyndin er því miður kunnug-
leg. Konur eru lítilsvirtar og þar
af leiðir er leyfilegt að niðurlægja
þær á þennan hátt.
Við þurfum að snúa þessari
mynd við. Okkur er það til efs að
nokkur faðir vilji sjá dóttur sína
dansa, nánast nakta, fyrir framan
ölvaða drengi sem eru svo látnir
ræða í myndbandi hvort „viðkom-
andi hafi fengið standpínu“!
Hin siðferðilega ábyrgð
Það er varla tilviljun að á mynd-
bandinu sést enginn strákur
dansa á nærbrókinni í búrinu!
Nú eða dansa eggjandi við annan
strák! Skipuleggjandi passar sig
samt á því að segjast bjóða svo-
kölluð „bodyshots“ eða skot af
karlmanns kroppum! Réttlætir
það allt hitt? Nei. Alls ekki. Þetta
snýst um skilaboðin sem verið er
að senda og hvernig samfélagi við
viljum búa í.
Þetta kvöld er niðurlægjandi
fyrir alla þá sem í hlut eiga: Kon-
urnar, karlana, skemmtistað-
inn og bæjarfélagið. Mest er
þó ábyrgð og siðferðileg skylda
skipuleggjandans. Um leið er
sorglegt að sjá auglýst að við-
burðurinn sé fyrir átján ára og
eldri. Með því er verið að höfða
til ungs fólks sem ekki hefur leyfi
til þess að kaupa áfengi. Skemmti-
staðurinn hefur þar með ákveðið
að leyfa aðgang þess aldurs hóps.
Ábyrgð hans er að framfylgja
lögum og ábyrgð lögreglu er að
hafa virkt eftirlit með sam komum
með þessu aldurstakmarki og
tryggja öryggi gesta. Ábyrgð
heimilanna er að uppfræða ung-
menni sín um hvers kyns mismun-
un og fylgja lögum.
Að því sögðu hvetjum við þá
sem standa að baki þessu til
að hætta við uppákomuna. Við
virðum ungmenni þessa lands og
við ætlumst til þess að þeir sem
gefi sig út fyrir að bjóða afþrey-
ingu geri slíkt hið sama.
Öryggisdagar Strætó bs. og VÍS eru nú hafnir og standa
út nóvembermánuð. Á Öryggis-
dögum hvetjum við alla þátttak-
endur í umferðinni til að sýna
aðgát, tillitssemi og ábyrga hegð-
un á götum úti og taka þannig þátt
í því með okkur að auka öryggi
allra í umferðinni. Að
þessu sinni er sérstök
áhersla lögð á að halda
hæfilegu bili á milli
bíla og fækka með því
aftanákeyrslum, sem
eru algengasta orsök
umferðaróhappa á höf-
uðborgarsvæðinu. Enn-
fremur verður hugað
að öryggi farþega
þegar upp í vagninn
er komið, hvatt til auk-
innar aðgæslu og bent
á leiðir til að fækka
óhöppum um borð í
strætó.
Veruleg fækkun hefur orðið
á umferðaróhöppum hjá Strætó
bs. á umliðnum árum. Sérstakt
forvarnaverkefni Strætó í sam-
starfi við VÍS á sinn þátt í þeim
árangri sem náðst hefur en það
hefur verið í gangi frá því í árs-
byrjun 2008. Markmið þess er að
fækka slysum og stuðla að auknu
öryggi vegfarenda. Þótt árangur-
inn fram til þessa sé uppörvandi
fyrir Strætó ætlum við engu að
síður að gera enn betur.
Tölur frá Umferðarstofu sýna
að nú fer í hönd sá árstími sem
alla jafna er hvað erfiðastur í
umferðinni. Vissulega má aldrei
slaka á þegar kemur að umferðar-
öryggi, en þegar veturinn geng-
ur í garð þurfum við að vera sér-
staklega á varðbergi, sýna fyllstu
aðgát og tillitssemi, því það er
mikið í húfi.
Reynsla okkar hjá Strætó sýnir
að vel er hægt að fækka óhöppum í
umferðinni ef ráðist er í verkefnið
með skipulögðum hætti. Á árinu
2006 voru tjón Strætó í umferðinni
304 talsins og fækkaði í 297 árið
eftir. Árið 2008 hófst forvarnar-
starfið með VÍS og árangurinn lét
ekki á sér standa, því slysum fækk-
aði í 268. Stóra stökkið
kom svo 2009, því fjöldi
tjóna hjá Strætó fór þá
niður í 197 – og á síðasta
ári fækkaði tjónum enn,
eða í 157, sem gerir 48%
fækkun á tímabilinu frá
2006 til 2010. Óhætt er
að segja að það muni
um minna, hvort sem
litið er til slysa á fólki
eða eignatjóns. Og við
ætlum að gera enn
betur. Það sem af er
þessu ári gefur vonir
um að það muni takast.
Við sem störfum hjá
Strætó höfum sýnt gott fordæmi
í umferðinni – og vagn stjórarnir
okkar eiga heiður skilinn fyrir
árangurinn síðustu ár. Ef við
getum náð jafngóðum árangri
og raun ber vitni þá geta aðrir
það einnig. Til þess eru einmitt
Öryggis dagarnir – að hvetja alla
vegfarendur til að sýna aðgát, til-
litssemi og ábyrga hegðun, ekki
bara í nóvember, heldur alla daga
ársins. Þannig næst árangur.
Við hjá Strætó ætlum að sýna
gott fordæmi í umferðinni og vera
vakandi akandi. Hvað með þig?
Ef við getum
náð jafngóð-
um árangri
og raun ber
vitni þá geta
aðrir það
einnig.
Viljum við skítugt
kvöld í Kópavogi?
Bil milli bíla og öryggi
um borð í vögnum
Samfélagsmál
Erla
Karlsdóttir
formaður jafnréttis- og
mannréttindaráðs
Kópavogsbæjar
Héðinn
Sveinbjörnsson
formaður frístunda-
og forvarnanefndar
Kópavogsbæjar
Umferðarmál
Reynir
Jónsson
framkvæmdastjóri
Strætó bs.
Vatnsmýrarbyggð verður
djásn í höfuðborginni
Reykjavíkur
flugvöllur
Gunnar H.
Gunnarsson
verkfræðingur
Örn
Sigurðsson
arkitekt