Morgunblaðið - 09.07.2010, Page 22

Morgunblaðið - 09.07.2010, Page 22
22 Umræðan MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2010 Undarleg finnst mér sú flónska að eyða endalaust tíma og peningum í grín um forsetann, ásamt því að skamma hann endalaust fyrir eitt- hvað sem hann sagði eða talið er að hann hafi sagt. Það nýjasta er að viðtal sem hann átti við erlenda fjöl- miðla um yfirvofandi Kötlugos hafi skaðað þjóðfélagið. Ég tel að bæði innlendar og erlendar sjónvarps- stöðvar hafi fjallað um yfirvofandi Kötlugos í marga mánuði og þau áhrif sem það gæti haft á flug- umferð og veðurfar víða um heim. Ætli það væri ekki allra hagur að sem flestir væru sem best undir slíkt búnir. Þjóðin verður að hafa andlega hæfileika til að halda uppi virðingu forsetaembættisins. Það er ekki hægt með endalausum fimm- aurabröndurum um forsetann. Þetta bendir til að siðmenning þjóð- félagsins sé á mjög lágu plani. Kannski væri rétt að reistur yrði virðulegur vindhani á Perlunni sem aðalsmerki þjóðarinnar. Forsetar landsins hafa allir verið umdeildir. Sveinn Björnsson var fyrsti forset- inn, hann hafði enga fyrirmynd í embættinu og setti á það tignarblæ sendiherrans. Hann varð fljótt um- deildur. Ásgeir Ásgeirsson var kos- inn af þjóðinni. Hann reyndi að afla embættinu táknrænnar virðingar en pólitísk afskipti hans fyrir forseta- kjör ollu sumum glýju í augum sem leiddi af sér tortryggni andstæðinga á störf hans. Næst ákvað þjóðin að velja sér í embættið þekktan fræðimann sem naut vinsælda meðal þjóðarinnar og var ekki þekktur fyrir pólitísk af- skipti. Kristján Eldjárn reyndi að sveipa embættið tignarljóma og má segja að hann hafi sett á það kon- ungsblæ. Þrátt fyrir hans hógværð og virðuleik varð hann umdeildur. Næst vildi þjóðin fá konu. Valið virtist nokkuð gott, konan þekkt í leiklist- arheiminum, sjóuð í samkvæmislífi flott- heitanna og mjög fær í frönsku. Frönsk tunga hefur lengi kitlað hé- gómann hjá Íslend- ingum. Vigdís Finn- bogadóttir fetaði að mestu í slóð Kristjáns Eldjárns og stráði í slóðina kvenlegri mýkt. Samt varð hún fyrir harðari ádeilum en Krist- ján. Enn var komið að forsetakosn- ingum. Þjóðin virtist vera búin að fá nóg af hinu mjúka- og valdlausa tignarembætti, taldi ekki ástæðu til að eyða háum fjárhæðum bara fyrir tignina eina. Hún vildi hafa mann sem hlustaði eftir púlsi þjóðarinnar, hefði stjórnarskrána að leiðarljósi og gæti þannig verið nokkurskonar öryggisventill ef alþingi ynni gegn vilja meirihluta landsmanna. Nú var kominn í framboð maður er pólitísk- ir vindar, með margbreytilega stefnu, höfðu leikið um alllengi, snjall ræðumaður, sleipur sem áll í pólitískum klækjum, hagsýnn til kvenna en slakur knapi. Ólafi Ragn- ari Grímssyni var ætlað að gera embættið nýtilegt þjóðinni og var studdur dyggilega til embættisins. En hinn pólitíski vorþeyr sem lék um Ólaf Ragnar olli miklu fjaðrafoki um störf hans frá upphafi og hefur staðið allatíð síðan, en þjóðin haldið honum í embættinu. Svo þegar for- setinn synjaði staðfestingu fjöl- miðlalaganna og vísaði þeim til þjóðaratkvæðis, voru hægrimenn búnir að fá nóg og vildu leggja emb- ætti forseta niður. Reyndar höfðu þeirra frambjóðendur aldrei hlotið viðurkenningu þjóðarinnar. Nú voru aftur á móti vinstrimenn og þjóðin ánægð með störf forsetans, hann var loksins búinn að virkja stjórn- arskrána í þágu þjóðar. Bankahrunið breytti svo hinu pólitíska landslagi, þjóðin henti hægrimönnum út úr ríkisstjórn, sveiflaði vinstrimönnum inn og heimtaði að þeir leystu fjárhags- vanda þjóðarinnar með stæl. En málið var flóknara en svo að skyndi- lausn væri í boði. Um síðir tókst svo að semja lög um Icesave-málið og þau send forseta til staðfestingar. Aftur ákvað forsetinn að fylgja eigin samvisku, stjórnarskránni og að hans mati, vilja þjóðarinnar. For- setinn synjaði staðfestingu laganna og sendi þau í þjóðaratkvæði og þjóðin felldi lögin. Nú brá svo við að hægrimenn glöddust en vinstri- menn vilja svipta forsetann mál- skotsréttinum og færa hann til þjóð- arinnar. Í þessu tilviki hefði niðurstaðan orðið sú sama. Ég tel að íhugun forseta sé nauðsynleg því hann getur horft á málið frá öðrum sjónarhornum en þjóðin og hinir pólitísku fulltrúar á þingi. Þjóðin þarf aftur á móti að senda forseta skýr skilaboð um það hver skoðun hennar er á málinu. Stjórnarskráin er orðin virk í gegnum forsetann og þjóðin á að halda þeim örygg- isventli. Sú ákvörðun forsetans að neita undirskrift laga virðist hafa verið rétt því þjóðin felldi þau með afgerandi hætti og það virðist hafa hleypt drjúgu lofti úr Bretum og Hollendingum svo allar líkur eru á að betri samningar náist. Aftur á móti benda viðbrögð stjórnvalda, í bæði skiptin, til þess að stjórn- málamenn hugsi fyrst og fremst um flokksskoðanir og setji hagsmuni og vilja þjóðarinnar í annað sæti. Þjóðin þarf að venja pólitíkusa af þessu og ætti að geta gert það í gegnum forsetaembættið og mál- skotsréttinn, óháð því hvort forset- inn er úr vinstri eða hægri armi stjórnmála. Málskotsréttur forseta Eftir Guðvarð Jónsson Guðvarður Jónsson »Ég tel að íhugun for- seta sé nauðsynleg því hann getur horft á málið frá öðrum sjón- arhornum en þjóðin og hinir pólitísku fulltrúar á þingi. Höfundur er bifreiðastjóri í Reykjavík. Undirritaður hefur í tímans rás ritað margt um hið ógn- vænlega böl sem af áfenginu stafar, hinu mikilvirkasta allra vímuefna, vímuefni sem leitt hefur til hvers kyns eyðilegg- ingar margs konar verðmæta, allt yfir í að eigin lífi eða ann- arra hafi verið fórnað, vímuefnið áfengi sem oftar en ekki er upphafið að annarri lífs- hættulegri neyzlu.Og þegar árin færast yfir leitar hugurinn gjarnan svara við áleitnum spurnum, til hvers var ritað, til hvers var stað- reyndum haldið á lofti, til hvers var athygli vakin á aðvörunarorðum þeirra sem hér hafa mesta þekk- inguna, já til hvers í ósköpunum var verið að þessu eða sér nokkur þessa stað í dag í samfélagsumræðu okk- ar að nokkru hafi skilað? Þegar ég heyri og sé bjórauglýs- ingarnar með gylltri glansmynd gleðinnar einni, þar sem allt ljómar og lýsir af hamingju þá verður mér hreinlega ómótt af flærð falsaranna sem vita miklu betur. Þegar ég heyri eða les þennan einfalda endi á einhverjum umferð- arharmleiknum: grunur leikur á að ökumaður hafi verið undir áhrifum áfengis þá skelfist gamall hugur, vitandi um hinn sanna en alltof oft lofsungna sökudólg og enn og aftur spurnin: Til hvers? Aldrei líður manni þó verr í sálinni en þegar maður les eða heyrir áfenginu sungna lofgjörð sem hinum sannasta gleði- gjafa, án allra fyr- irvara, hvað þá að hinn beizki sannleikur sé dreginn í dagsljós fram og hvers vegna þessi ónot í sálinni yfir slíku gaspri. Einfaldlega vegna þess að þannig mæla margir sem mað- ur telur að séu sæmilega viti bornir, en hafna þeim staðreyndum sem óþægilegar eru þeim sjálfum og það sem sárgrætilegra er, þar má oft finna þær fyrirmyndir sem ungum þykja svo eftirsóknarverðar, tál- myndirnar þeim mun verri. Og í þessum orðum rituðum fregna ég af enn einum lífsharm- leiknum þar sem Bakkus lék aðal- hlutverkið. En eflaust glymja bjór- auglýsingarnar áfram yfir okkur eins og ekkert misjafnt fylgi og ef- laust verða einhverjir „málsmet- andi“ til að kyrja gleðigjafasönginn, þó fórnarlömbunum fjölgi stöðugt, þó fjölskylduharmleikirnir verði æ fleiri. En sannast sagna er líka rangnefni að kalla þessa gasprara málsmetandi, hvað þá fyrirmyndir, en svo verður þó áfram reynt að kalla þá sem hina einu sönnu vitn- isbera um sannleikann í áfeng- ismálum. Við sem vörum við erum þá gjarnan sakaðir um ofstæki. Í átján ár kenndi ég börnum og unglingum á mótunarskeiði. Ég notaði eina viðmiðun umfram aðra þegar ég ræddi við nemendur mína um þessi mál. Sú viðmiðun er sönn og það geta áreiðanlega allir stað- fest hana, hver sem þeirra skoðun annars er: Ég hefi aldrei hitt bind- indismann sem hefur séð eftir þeirri ákvörðun sinni að neyta ekki áfengis, en ég hefi hitt ótalda sem neyta áfengis sem hafa séð eftir því að hafa gjört svo, að ekki sé nú tal- að um alla þá er lotið hafa þar í lægra haldi. Þessa viðmiðun nota ég enn í dag og hefi oft gjört, m.a. er ég átti sæti á löggjafarþinginu. En áfram leita spurnir á hugann hvort hin rétta viðmiðun skili nokkru gegn ofur- áróðri áfengisauðvaldsins. Það er þrátt fyrir allt sannfæring mín, að enn sem fyrr sé andófs þörf, máske aldrei meiri en nú. Gleðilegt dæmi um slíkt nú eru einmitt auglýsing- arnar frá okkur hjá IOGT um að aka edrú, auglýsingar með lýsandi dæmum. Þar telja allir að einkar vel hafi til tekist. Megi þær sem mest áhrif hafa. Víst er ennþá andófs þörf Eftir Helga Seljan » Aldrei líður manni þó verr í sálinni en þeg- ar maður les eða heyrir áfenginu sungna lof- gjörð sem hinum sann- asta gleðigjafa, án allra fyrirvara ... Helgi Seljan Höfundur er fyrrv. alþm. Góður vinur og traustur, Gísli Sig- urðsson, hefur kvatt þennan heim. Gísli var listamaður og af- kastamikill. Hann var frábær penni, listmálari af Guðs náð og myndasmiður var hann mjög góð- ur. Gísli var „Lebenskünstler“. Gísli lauk námi frá Samvinnu- skólanum árið 1953. Starfaði þá í tvö ár sem bankamaður en árið 1955 sneri hann sér að skriftum og blaðamennsku sem varð aðalstarf hans. Fyrstu árin sem blaðamaður starfaði hann fyrir ýmis tímarit eða þar til hann var ráðinn sem ritstjórnarfulltrúi á Lesbók Morg- unblaðsins. Því starfi sinnti hann til loka ársins 2000 er hann lét af störfum sjötugur að aldri. Gísli ritaði fjölda greina af kunnáttu og smekkvísi um ýmsar listgreinar, svo sem byggingarlist, tónlist, um myndlist o.fl. Gísli skrifaði mikið um bíla og reynsluók þeim gjarnan erlendis. Ekki er mér kunnugt um fjölda þeirra bíla sem Gísli eignaðist um ævina en þeir voru býsna margir. Besti bíllinn sem hann nokkru sinni hafði ekið var sá bíll sem hann átti í það og það skiptið. Kynni okkar Gísla hófust árið 1975. Við vorum nágrannar í Garðabæ og heimsóknir milli fjöl- skyldnanna tíðar. Það kom fyrir að bíða þurfti nokkuð með kvöld- verðinn því að húsbóndinn á Garðaflötinni tafðist lítið eitt á golfvellinum. Oft reyndi Gísli að toga mig með sér út á golfvöll en það tókst ekki utan einu sinni, en þá vorum við staddir á Akureyri. Ég var einfaldlega smeykur um að fá golfsýkina margumtöluðu sem margan hefur hrjáð. Um Gísla sem rithöfund og list- málara læt ég aðra mér hæfari um að skrifa. Myndir hans hafa heill- að okkur hjón og prýða nokkrar heimili okkar. Dóttursonur okkar átta ára spurði móður sína af hverju Gísli þurfti að deyja. Móðirin reyndi að útskýra hvað hefði gerst. Þá sagði barnið: „Þá er Gísli hjá Guði og þar líður honum vel.“ Það er sár missir fyrir Jóhönnu, eiginkonu Gísla, og börnin þeirra tvö að sjá á eftir ástríkum eig- inmanni og föður. Áður en yfir lauk var Gísli orðinn mjög veikur og þurfti mikla aðhlynningu. Jó- hanna vakti yfir honum í orðsins fyllstu merkingu og sá um að hon- Gísli Sigurðsson ✝ Gísli Sigurðssonvar fæddur í Út- hlíð í Biskupstungum 3. desember 1930. Hann andaðist á Landspítalanum í Fossvogi 27. júní sl. Útför Gísla fór fram frá Hallgríms- kirkju 2. júlí 2010. um liði sem best og vanhagaði ekki um neitt. Við Sieglinde og börnin okkar, ásamt fjölskyldum þeirra, þökkum Gísla fyrir einlæga vináttu hans. Við biðjum góðan Guð að blessa Jóhönnu, börnin hennar og fjölskyld- una alla. Guð blessi minn- ingu listamannsins Gísla Sigurðssonar. Sigurður Björnsson óperusöngvari. Gísli Sigurðsson, fyrrum rit- stjóri Lesbókar Morgunblaðsins í áratugi, er látinn. Fjölbreytt lífs- saga hans verður ekki rakin að neinu ráði í örfáum línum. Ég kynntist Gísla fyrst á golf- móti í Grafarholti laust fyrir 1970, þar sem við Þorvarður heitinn bróðir minn lékum golf við Gísla og Eirík Smith. Þetta varð upp- hafið að áratuga golfleik með þeim félögum og Sveini vini mínum Snorrasyni. Golf er holl og þrosk- andi íþrótt og ákaflega skemmti- leg, sem bindur menn nánum böndum. Við vörðum mörgum sumarleyfum saman við golfleik, ekki síst erlendis. Eiríkur Smith hafði þann sið að mála á sérstakan skjöld „karikatur“-myndir af okk- ur og síðan kepptum við um skjöldinn. Mig minnir að a.m.k. 12 skildir hafi þannig orðið til. Gísli var mjög vel íþróttum bú- inn. Liðtækur frjálsíþróttamaður í æsku og frábær golfleikari. Það var mannbætandi að kynnast Gísla. Hann var fróður og fylgdist mjög vel með gangi mála, víðsýnn og frjálslyndur í skoðunum. Það var hreint undrunarefni hve af- kastamikill og fjölhæfur hann var. Hann var ekki aðeins landskunnur blaðamaður og rithöfundur, held- ur og afkastamikill listmálari, sem hélt fjölmargar sýningar. Æsku- stöðvarnar í Úthlíð voru honum kærkomið efni til tjáningar, svo og þjóðsögur og menning sveitanna. Hann skrifaði margar frábærar bækur, skreyttar eigin málverk- um og ljósmyndum, en hann var frábær ljósmyndari. Gísli var Íslendingur í þess orðs bestu merkingu og drengur góður. Slíka menn er gott að eiga að vin- um. Við félagarnir söknum hans sárlega, en þökkum forsjóninni fyrir áratuga vináttu og samfundi. Gísli var sérlega vel kvæntur glæsilegri konu, Jóhönnu Bjarna- dóttur, úr næstu sveit. Þau áttu fallegt heimili, sem m.a. er skreytt málverkum eftir Gísla. Að leiðarlokum sendum við fé- lagarnir innilegar samúðarkveðj- ur til Jóhönnu og fjölskyldu. Tómas Árnason. Morgunblaðið birtir alla út- gáfudaga aðsendar umræðugrein- ar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í um- ræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna við- burði, svo sem fundi og ráð- stefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ of- arlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein. Ekki er lengur tekið við grein- um sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá not- andasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarkslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk greinadeildar. Móttaka aðsendra greina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.