Morgunblaðið - 09.07.2010, Side 26

Morgunblaðið - 09.07.2010, Side 26
26 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2010 ✝ Óskar Stefánssonfæddist í Reykja- vík 3. ágúst 1979. Hann lést af slysför- um þann 30. júní síð- astliðinn. Foreldrar Óskars eru Stefán Eiríksson, f. 14. janúar 1957 á Akureyri, og Guð- munda Hrönn Ósk- arsdóttir, f. 28. ágúst 1956 á Akranesi. Systir Óskars er Nanna Maren Stef- ánsdóttir, f. 18. mars 1988. Dóttir Óskars er Ísabella Alexandra, f. 5. september 1997. Óskar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 2000. Hann stundaði nám við Háskólann á Ak- ureyri 2000-2001 og síðan við Háskólann í Óðinsvéum á árunum 2001-2008. Eftir að hann kom heim starf- aði hann við fé- lagsmiðstöðina Arn- ardal á Akranesi og síðustu tvö árin starf- aði hann hjá Elkem Íslandi á Grund- artanga. Útför Óskars verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag, 9. júlí 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Ég kynntist Óskari fyrst þegar við vorum bleiubörn og hann var í pössun hjá mömmu minni. Hvorugt okkar mundi eftir þessu tímabili en okkur fannst þetta stórmerkileg uppgötvun þegar mamma sagði okkur frá þessu mörgum árum seinna þegar ég kynnti hann sem kærastann minn. Ég var 15 ára gömul þegar Óskar varð loksins nógu hugrakkur til að tala við mig en þá voru þrjú ár liðin frá því að hann hafði fyrst læðst inn í skólastofuna mína til að komast að því hvað ég héti. Óskar var með mér þeg- ar ég, þá 16 ára, hitti afa minn í síðasta sinn áður en hann lést úr krabbameini og hann var líka hjá mér stuttu seinna þegar mér var sagt að afi minn væri látinn. Rúmum tveimur árum seinna komumst við að því að við ættum von á barni og aftur var Óskar hjá mér þeg- ar við gengum í gegnum þá stórkost- legu lífsreynslu að eignast okkar fyrsta og eina barn. Óskar var 18 ára gamall og hafði aldrei upplifað neitt þessu líkt en hann var mér við hlið all- an tímann og gætti þess að vel færi um mig. Þegar Ísabella kom í heiminn klippti hann á naflastrenginn og tók hana strax í fangið. Hún var yndislegt ungbarn og lík pabba sínum frá fyrsta degi. Vegurinn frá því við kynntumst fyrst í leikherberginu heima og þang- að til við hittumst síðast til að skipu- leggja fermingarveisluna hennar Ísa- bellu var ekki alltaf sléttur og felldur en við vorum fjölskylda og elskuðum bæði dóttur okkar meira en allt annað. Síðasta samtal okkar var í gegnum síma nokkrum dögum áður en hann lést og meginþemað í því samtali var hvað við værum heppin að eiga svona yndislega dóttur sem hafði aldrei vald- ið okkur nokkrum vandræðum. Við ræddum einnig um væntanleg barna- börn okkar og vorum sammála um að við yrðum bestu amma og afi í heimi. Minning Óskars mun lifa að eilífu hjá mér og Ísabellu Alexöndru og ég mun segja barnabörnunum okkar sömu sögur um afa sinn og ég hef sagt Ísabellu frá því hún var pínulítil. Guð veri með þér elsku Óskar minn. Íris Alma Vilbergsdóttir. Elsku Óskar minn. Mikið er erfitt að kveðja þig. Þú varst alltaf svo ljúfur og góður með þitt fallega bros, hafðir svo fallega framkomu og varst alltaf svo einstaklega kurteis. Þú hafðir allt til að bera sem prýðir fólk. Okkar kynni hófust þegar þú varst ársgamall og ég passaði þig meðan mamma þín var að vinna, en síðar varð hlé á þeim kynnum þar til þú varst 14 ára og komst með dóttur minni heim til okk- ar, alltaf brosandi og ljúfur. Þegar þú varst 18 ára sátum við saman heilan dag hjá dóttur minni og biðum eftir fæðingu einkadóttur þinnar. Ég man svo vel hvað mér fannst þú sérstak- lega kurteis við hjúkrunarfólkið, þakkaðir fyrir allt sem gert var fyrir Írisi og stóðst þig alveg einstaklega vel þótt ungur værir. Litli engillinn okkar allra, hún Ísabella Alexandra, var afskaplega lík þér strax við fæð- ingu. Eftir því sem hún hefur þroskast virðist hún ætla að verða enn líkari þér, ekki bara í útliti heldur líka að svo mörgu öðru leyti. Hún hefur mikinn áhuga á kvikmyndum og það var sam- eiginlegt áhugamál ykkar. Þegar hún var hjá þér horfðuð þið alltaf á nokkr- ar myndir og fóruð saman í bíó og var það hennar mesta skemmtun. Það er mikill missir fyrir Ísabellu að fá ekki að hafa þig áfram í lífi sínu, geta ekki notið handleiðslu þinnar, ástar og fé- lagsskapar á þeim umbrotatímum, sem eru framundan í hennar lífi þar sem unglingsárin eru. Elsku vinur, ég þakka þér samfylgdina og bið góðan Guð að varðveita þig. Elsku Ísabella, Stebbi, Guðmunda og Nanna: Megi góður Guð veita ykk- ur styrk í þessari miklu sorg. Elsku Íris mín: Þinn missir er líka mikill, að missa föður barnsins þíns og vin og að hafa ekki lengur þann styrk sem tveir hafa hvor af öðrum við uppeldið. Það verður líka erfitt að veita dóttur þinni þann styrk sem hún þarf á að halda til að komast yfir þennan mikla missi. Ég mun reyna af öllum mætti að gera ykkur þennan missi léttbærari. Megi minningin um góðan dreng hjálpa ykkur öllum. Ellý Sæunn Reimarsdóttir. Ég trúi ekki að ég sé að kveðja þig elsku Óskar. Þú varst fyrsta ástin í lífi mínu og besti vinur minn. Með þér kynntist ég sjálfri mér á nýjan hátt. Þú þroskaðir mig mikið og lést mig trúa því að ég gæti gert hvað sem er í lífinu. Þú kenndir mér að borða ólífur, drekka rauðvín, hlæja að Scrubs, horfa á skýin, elska Pál Óskar, vera gagnrýnin í hugsun, trúa á sjálfa mig og annað sem ég verð þér ævinlega þakklát fyrir. Þú sagðir að ég væri fal- legust í heimi, þó að ég væri nývöknuð með krullurnar út um allt. Mér fannst þú skrýtinn og trúði þér ekki en þú sást eitthvað við mig sem ég sé ekki sjálf. Æðruleysi þitt var ótrúlegt og ein- lægni þín var eitt það yndislegasta við þig. Þú varst alltaf svo kurteis. Ég man að ég tók eftir því þegar við vor- um að kynnast hvernig þú kvaddir starfsfólk í búðum, það var eitt af því sem mér fannst svo heillandi við þig. Alltaf helltir þú fyrst í mitt glas, pass- aðir að ég fengi mér fyrst á diskinn þegar við elduðum saman og varst svo herramannslegur og kurteis í fram- komu. Ég man þegar við fórum á fund saman og vinkona mín, sem þá var ólétt, ætlaði að bera ræðupúlt niður stiga en þú tókst það og barst það nið- ur fyrir hana. Hún hafði orð á því hvað þú værir almennilegur og indæll enda þekktust þið ekki neitt. Svona hlutir sýndu hvernig maður þú varst. Þú varst svo hjartahlýr og yndislegur, það var enginn sem ekki líkaði vel við Óskar. Þú varst einhvern veginn allra, hvort sem það voru eldri karlar í vinnunni, gamlar frænkur, unglingar eða börn. Hvernig þú náðir til ung- linga í vinnuskólanum var magnað, jafnvel unglinga sem fagmenn náðu ekki til. Með einlægni þinni, æðruleysi og nálægð komstu þinni lífsspeki til skila og það situr eftir hjá okkur sem fengum að kynnast þér. Þú elskaðir fjölskylduna mína svo mikið. Allar frænkurnar, mömmu og pabba, bræður mína og litlu Fjólu Katrínu. Þau elska þig svo mikið Ósk- ar, þeim þykir svo vænt um þig og minningarnar um þig. Ég er stolt að hafa verið sú sem tengdi ykkur saman því þú hefur auðgað líf þeirra svo mik- ið. Við vorum alltaf svo góðir vinir. Vinkonur mínar spurðu undrandi hvernig það væri að búa saman þrátt fyrir að leiðir okkar væri að skilja. Ég svaraði að það væri í raun ekki skrýt- ið, við elduðum saman, hlægjum, horfðum á fréttirnar og spjölluðum um allt og ekkert. Þessari vináttu héldum við alltaf. Þú varst besti vinur minn, ég þinn, og það breyttist aldrei. Orð fá því ekki lýst hvað ég er þakk- lát fyrir að hafa kynnst þér og hvað ég er þakklát fyrir árin okkar saman. Ég kveð þig með fallegum orðum Bubba elsku hjartans vinur minn. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Eins og þú sagðir svo oft – þín ein- asta eina, Þórdís Kolbrún. Sagt er að sorgin sé náðargjöf, því aðeins sá sem hefur elskað getur syrgt og sá sem hefur elskað á margar góð- ar og hugljúfar minningar. Ég bið guð og englana að vaka yfir fjölskyldu þinni elsku Óskar minn, foreldrum, systur og dóttur. Bið Guð að styrkja þau og að sorgin víki með tímanum og góðu minningarnar fylli hug þeirra í staðinn. Hvíldu í friði elsku frændi. Þín er sárt saknað. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þín frænka, Díana Lind. Óskar var fallegur. Það sker hjarta mitt að skrifa minn- ingargrein um Óskar. Mann sem ég hlakkaði til að sjá blómstra meira og dafna. Mann sem átti eftir að velja úr svo mörgum möguleikum og tækifær- um. Óskar var gjafmildur og góður, já- kvæður og yndislegur. Hann hafði ein- stakt bros sem hlýjaði mér. Ef mér leið einhvern tímann eins og ég væri utangátta, leið mér vel og heima þegar hann mætti á svæðið. Ég á svo margar góðar minningar um stundir með Óskari, þar sem við ræddum lífið og tilveruna og okkar helsta sameiginlega áhugamál, tón- listina. Á því sviði, ásamt svo mörgum öðrum, var Óskar vel pældur og þenkjandi og fræddi mig um nýjustu uppgötvanir sínar sem ávallt voru, að mínu mati, vel til fundnar. Óskar sýndi það trekk í trekk að hann hafði lög að mæla hvað varðaði tónlistina. Hann mætti á nokkra af þeim tónleikum sem ég hélt sjálf og veitti mér upp- byggilega gagnrýni, en tjáði jafnframt fallega skoðun sína. Okkar seinustu samskipti voru einmitt um hvað skyldi hlusta á og hvert skyldi stefna í tón- listinni. Hann hvatti mig til dáða og því mun ég aldrei gleyma. Þegar ég fermdist, ein og ári seinna en aðrir, og upplifði þá niðurlægingu að detta af altarinu gaf Óskar mér hvetjandi orð um að fermingin yrði eftirminnilegri fyrir vikið. Auðvitað var atvikið hlægilegt en viðbrögð hans og orð mýktu upplifun viðkvæma tán- ingsins. Í fermingargjöf fékk ég geisla- diskaspilara frá fjölskyldunni og stolt- ur tilkynnti Óskar mér að hann hefði valið þá tvo geisladiska sem ég fékk með. Hann gat varla beðið eftir að hlusta á þá með mér. Um var að ræða fyrstu diska Prodigy og Jamiroquai. Mikið hafði Óskar gott vit. Einu ári yngri en ég en samt svo vel að sér sem var óhugsandi fyrir táning eins og mig á þeim tíma. Þessir tveir fyrstu geisla- diskar sem ég eignaðist voru einmitt þeir diskar sem ég leitaði huggunar og styrks í nóttina sem Óskar lagði í sína hinstu för. Það var augljóst þegar maður sá hann horfa á móður sína, systur og síðar dóttur að þar fór einstaklega elskandi og stoltur sonur, bróðir og faðir. Þeir voru heppnir sem nutu ást- ar Óskars. Ég er svo þakklát að hafa þekkt yndislega Óskar sem átti aldrei neitt annað skilið en það besta. Ótímabært fráfall hans og hans fallega persóna fær mig til að skilja í fyrsta sinn orð- takið að guðirnir taki fyrst þá sem þeir elska mest. Andlát Óskars gefur mér enn meiri ástæðu til að lifa lífinu til fulls og taka engu sem sjálfgefnu. Ég mun ávallt geyma minningu um örláta nærveru og breitt bros fallegs drengs. Ég bið Guð um að gefa Guðmundu, Stefáni, Nönnu, Isabellu, Helga og öðrum ástvinum styrk í þeirra sáru sorg og stuðning í þeirri trú að allt hafi einhvern tilgang. Guð geymi Óskar. Þórunn Pálína (Tóta). Elsku Óskar, við þökkum sam- fylgdina kæri vinur. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez) Elsku Þórdísi okkar, Ísabellu, for- eldrum, systur og öðrum aðstandend- um sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hörður, Helga, Helgi Hrafn og Hrafnhildur Ísabella. Missirinn er mikill og söknuður sár. Margar góðar og yndislegar minn- ingar um yndislegan dreng með fal- legt hjarta og fallegt bros. Þú varst alveg einstakur Óskar minn. Elsku Óskar, minning þín er ljós í lífi okkar. Elsku Ísabella, Nanna Maren, Stef- án og Guðmunda og aðrir ástvinir, megi guð styrkja ykkur á þessum erf- iðu tímum, við vottum ykkur öllum innilega samúð. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem) Inda og Rúnar. Í dag kveðjum við elsku Óskar okk- ar. Það er erfitt og sárt. Einmitt í byrjun júlí fyrir þremur árum sá ég hann í fyrsta sinn. Svo strákslegan að hann leit út fyrir að vera miklu yngri en hann var. Ég hafði mikið heyrt um sæta strákinn í vinnuskólanum sem Dísa mín var að hitta. Heimsóknirnar urðu tíðar og Óskar varð fljótt einn af fjölskyldunni. Hann var hjá okkur meira og minna það árið eða þar til þau Þórdís fóru að búa í Reykjavík. Yndislegri dreng var ekki hægt að hugsa sér. Hann sýndi móðurlegum áhyggjum mínum af Dísu minni skiln- ing. Sagði oft við mig: „Ég skal passa hana Dísu okkar.“ Væntumþykja, virðing og vinátta einkenndi samband þeirra þessi ár sem þeim voru gefin saman. Gaman var að hlusta á þau rökræða við eld- húsborðið um pólitík og heitustu mál samfélagsins hverju sinni. Ég hugsaði oft; hvað er þetta gamalt samband, missti ég af einhverju? Þessi einstaka kurteisi, hlýja, hjálp- semi, tillitssemi og síðan þétt faðmlag sem ég fékk svo oft. Kvöldin þegar teknar voru myndir, stafirnir varla farnir að rúlla og Dísa okkar sofnuð, en við b-manneskjurnar brostum bara. Stundirnar sem við nátthrafnarnir áttum við eldhúsborðið að ræða um lífið og tilveruna. Þú talaðir oft um mikilvægi góðra fjölskyldutengsla, sjálfur áttir þú ein- staklega fallegt og náið samband við Nönnu systur þína. Fjölskylda þín var einnig þétt og traust og gott samband við hóp frændsystkina. Elsku Ísabella var ljósið þitt, ótrú- lega lík þér í útliti og einnig í sér. Minningarnar eru margar, þótt tíminn hafi verið alltof stuttur. Vikan sem við fjölskyldan vorum saman á Krít árið 2008. Í skoðunarferðum, vatnsleikjagörðum, sól og afslöppun. En samt varð Óskar að eyða dýrmæt- um tíma, að okkur fannst, í matvöru- verslunum að sinna sínu sérstaka áhugamáli. Sumarbústaðarferðin okk- ar góða í fyrrasumar. Um páskana fórum við loksins í Mýró, sveitina til ömmu Gerðu. Létum loks verða af því. Lékum okkur á fjórhjóli og renndum okkur í snjónum eins og börn. Minningar okkar um þessar stundir þökkum við nú og geymum í hjarta okkar. Elsku Óskar okkar, við kveðjum þig með sárum söknuði. Hafðu þökk fyrir allt kæri vinur. Ég bið góðan guð að vaka yfir þér. Elsku Ísabella, Guðmunda, Stefán og Nanna Maren, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð, Óskar lifir áfram í dóttur sinni og þeim fallegu minn- ingum sem við eigum um hann. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Fjóla Katrín, Gylfi og Gylfi Veigar. Slys gera því miður ekki boð á und- an sér. Þau gerast á augabragði og það augnablik verður eins og önnur aldrei tekið aftur. Sama hvað við vild- um óska þess. Flest reynum við að lágmarka hættuna á slysum í lífi okk- ar en við keyrum engu að síður á milli staða, fljúgum til annarra landa og stundum íþróttir og útivist sem gjarn- an býður meiri hættu heim en til dæmis bóklestur og hannyrðir. Atvinna okkar er einnig mishættu- leg en öll störf þarf að inna af hendi. Víðast hvar í heiminum er viðsjár- verðum aðstæðum mætt með örygg- iskröfum og verkferlum sem ætlað er að lágmarka möguleikana á vinnuslys- um og sérstaklega þeim sem ógnað geta lífi eða varanlegri heilsu starfs- manna. Árangur slíkra forvarna verð- ur sífellt meiri en því miður hefur eina ferðina enn sannast að hann verður aldrei nægur. Óskar Stefánsson ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GÍSLI BESSASON, frá Kýrholti, Skagafirði, til heimilis að Kjarnalundi, Akureyri, lést á heimili sínu fimmtudaginn 1. júlí. Jarðsett verður mánudaginn 12. júlí kl. 13.30 frá Akureyrarkirkju. Bessi Gíslason, Una Þóra Steinþórsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Jóhannes Mikaelsson, Elínborg Gísladóttir, Hörður Ágústsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.