Morgunblaðið - 09.07.2010, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 09.07.2010, Qupperneq 30
30 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2010 ✝ Guðmundur H.Karlsson fæddist í Reykjavík 7. desem- ber 1932. Hann lést á heimili sínu Vallengi 13 hinn 30. júní 2010. Foreldrar hans voru Vilhjálmur Karl Guð- mundsson læknir, f. 9.1. 1903, d. 29.8. 1944, og Þuríður Benediktsdóttir, f. 20.6. 1906, d. 31.1. 1987. Guðmundur giftist 1. júní 1963 Þóru Kjartansdóttur, f. 8.5. 1944, frá Reykjavík. Foreldrar hennar eru Kjartan Ingimarsson, f. 2.1. 1919, og Sigurbjörg Unnur Árnadóttir, f. 9.7. 1921, d. 23.7. 1981. Börn Guð- mundar og Þóru eru: 1) Karl, f. 3.4. 1963, giftur Brynju Ingunni Haf- steinsdóttur, f. 5.3. 1966. Börn þeirra eru Marlís Jóna Þórunn og Hafsteinn Úlfar, f. 6.6. 2004. Börn Karls frá fyrri sambúð eru: Guð- mundur Halldór, f. 11.1. 1991, og Anna Kristín, f. 26.10. 1999. 2) Þur- íður Saga, f. 26.6. 1965, gift Guðna Ólasyni, f. 3.6.1961. Börn hennar eru: Þóra Ýr Björnsdóttir, f. 21.4. 1983, og Halldór Einir Guðbjarts- 1951. Á námsárum sínum vann Guðmundur í vegavinnu í Dölunum á sumrin. Árið 1951 hóf hann störf á ms. Kötlu og var þar til ársins 1954 þegar hann hafði aflað sér nægs siglingatíma sem krafist var til inngöngu í Stýrimannaskólann. Farmannsprófinu lauk Guðmundur árið 1956 og hélt til Noregs þar sem hann vann sem stýrimaður í eitt ár eða til ársins 1957 þegar hann réð sig til Eimskipafélags Reykjavíkur. Árið 1964 hætti Guðmundur á sjón- um og fór að vinna sem verkstjóri hjá Nathan og Olsen hf. Árið 1967 stofnaði Guðmundur ásamt eig- inkonu sinni Þóru eigið smá- og heildsölufyrirtæki sem þau ráku til ársins 1973. Guðmundur starfaði sem sölumaður bifreiða hjá Heklu hf. í tvö ár eða til ársins 1975, en þá fór hann aftur til sjós. Guðmundur var á ýmsum skipum Eimskipa- félagsins allt til ársins 1999 þegar hann hætti til sjós sökum aldurs. Sama ár réð Guðmundur sig sem bókari í fyrirtæki tengdaföður síns og mágs. Þar starfaði hann allt til ársins 2005 eða þar til heilsan brast. Útför Guðmundar fer fram frá Laugarneskirkju í dag, 9. júlí 2010, og hefst athöfnin kl. 15. son, f. 7.5. 1985. Sam- býliskona: Hulda Magnúsdóttir, f. 18.10. 1985, eiga þau tvö börn. 3) Sig- urbjörg Unnur, f. 2.11. 1967, gift Bjarna Þór Ósk- arssyni, f. 19.8. 1955. Barn þeirra er Helga Bjarney, f. 28.2. 1995, og Karl Víðir Magn- ússon, f. 25.6. 1985, sambýliskona Ríkey Jóna Eiríksdóttir, f. 25.1. 1986, eiga þau eitt barn. 4) Kjartan Ísak, f. 26.2. 1971, giftur Ernu Vigdísi Ingólfs- dóttur, f. 28.3. 1971. Börn þeirra eru: Margrét, f. 19.3. 1995, og Ing- ólfur, f. 5.7. 2002. Guðmundur ólst upp á Þingeyri og í Búðardal fram til ársins 1942 eða þar til faðir hanns veiktist af berklum en þá fór Guðmundur í fóstur að Grund í Kolbeinsstaða- hreppi til afa síns og ömmu þar sem hann dvaldist þar til faðir hans lést árið 1944. Eftir andlát föður síns fluttist Guðmundur ásamt móður sinni til Reykjavíkur. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Ingimarsskóla árið 1949 og verslunarprófi árið Elsku pabbi. Það eru svo margar góðar minningar sem koma upp í hugann þegar ég hugsa til þín. Þess- ar minningar veita mér huggun og ró þegar sorgin fyllir hug minn. Ég man svo vel eftir því þegar ég fékk að fara með þér á sjóinn í fyrsta skiptið til útlanda, í þeirri ferð missti ég fyrstu tönnina. Ég hafði miklar áhyggjur af því að tannálfurinn myndi ekki geta komið út á mitt Atl- antshaf, en pabbi, þú sannfærðir mig um að prófa að setja tönnina undir koddann og viti menn þegar ég vaknaði voru hollensk gyllini undir koddanum mínum. Það var alltaf hægt að leita til þín ef maður þurfti leiðsögn eða ráð þeg- ar maður stóð frammi fyrir erfiðum úrlausnarefnum, þú hlustaðir og lagðir yfirvegað mat á hlutina og sagðir svo þitt álit. Maður gat verið viss um að heyra það sem maður þurfti, en ekki endi- lega alltaf það sem maður vildi heyra. Eitt það skemmtilegasta sem við gerðum saman var að fara á völl- inn, þar léstu tilfiningarnar í ljós. Þú kenndir mér að á fótboltavellinum væri bara einn sannleik að finna og hann var Áfram Valur og þann sann- leik meðtók ég strax. Það var alltaf hægt að bulla og gera grín með þér, hvort sem það var að rifja upp gamla „fimm aura“ brandara eða snúa út úr því sem sagt var. Það var svo gaman að þú hélst alltaf þessum eiginleika og líka í gegnum þín erfiðu veikindi. Ég er svo glaður að börnin mín fengu að kynnast þér og fá að heyra skemmti- legu sögurnar og ævintýrin sem þú upplifðir á þínum yngri árum. Ævintýrin frá því þegar þú varst á sumrin í vegavinnunni, úr boxinu, úr Versló, frá Kúbu, úr Stýrimanna- skólanum og allar hinar líka. Það veitir mér mikla hugarró að vita að þú ert laus við alla verkina og þær hömlur sem þú bjóst við síðustu árin. Og ég er svo þakklátur að þú hafðir mömmu sem klett þér við hlið í gegnum öll þín erfiðu veikindi. Ég veit að þú varst henni þakklátur, því það sagðir þú mér í okkar síðasta samtali. Hvíldu í friði, elsku pabbi minn. Kjartan Ísak Guðmundsson. Í dag kveð ég elskulegan tengda- föður minn Guðmund Halldór Karls- son, hann var yndislegur maður sem ég mun sakna sárt. Guðmundur hafði frá svo mörgu skemmtilegu að segja enda hafði hann átt viðburða- ríka ævi. Það var gaman að heyra sögur frá því þegar hann var lítill drengur á Þingeyri og í Dölunum eða þegar hann var að vinna á sumrin í vega- vinnunni. Hann minntist oft áranna í Versló þar sem hann kynntist ynd- islegu fólki sem enn er vinir hans og svo voru það sögur úr Stýrimanna- skólanum og auðvitað af sjómanns- lífinu. Hann átti sannarlega gott líf þrátt fyrir að hafa misst föður sinn úr berklum aðeins 12 ára gamall. Eina sagan sem við fáum líklega aldrei að heyra er hvernig hann kynntist eft- irlifandi konu sinni henni Þóru, hann hló bara og vildi aldrei gefa neitt upp um það. Þau áttu fallega vináttu og ástríkt hjónaband og fjögur frábær börn sem í dag syrgja föður sinn. Ég veit að elsku Guðmundur hef- ur orðið hvíldinni feginn, nú er hann laus við verki og erfiðleika veikind- anna. Ég mun passa Kjartan fyrir hann og reyna að vera Þóru góð tengdadóttir. Hafi hann þökk fyrir allt og allt. Erna Vigdís Ingólfsdóttir. Ég veit að lífið var orðið mjög erf- itt fyrir þig elsku afi minn og ég veit að þetta var best fyrir þig að fá að sofna, en það er samt mjög erfitt að sætta sig við það þó svo að ég viti að núna ertu á betri stað þar sem þú ert ekki veikur heldur líður þér vel og ert hraustur. Ég á svo margar minn- ingar um þig elsku afi minn. Til dæmis gleymi ég ekki þegar við fór- um upp í bústað ég, þú, amma og Magga, þá fórum við alltaf í leiki, amma var flugstjórinn, þú varst að- stoðarflugstjórinn og við Magga skiptumst á um að vera yfirflug- freyjurnar og buðum upp á brjóst- sykur. Í bústaðnum hjá þér og ömmu vaktir þú okkur alltaf með því að opna dyrnar á afahúsi og kalla: „Upp að skíta stelpur!“ Síðan labb- aðir þú út úr afahúsi og inn í bústað- inn og þar fengum við okkur alltaf lýsi og hafragraut. Það var alltaf svo notalegt að sitja uppi í bústað og hlusta á þig segja sögurnar um kálf- inn sem fauk og selinn sem þú varst með í vegavinnunni. Mér þótti líka svo gaman að hlusta á sögurnar þín- ar frá sjónum. Þú varst líka alltaf svo góður við mig, þú náðir alltaf í mig í skólann á fimmtudögum og skutlaðir mér í píanótíma. Við skemmtum okkur alltaf svo vel á leiðinni og þú varst alltaf búinn að kaupa Opal- brjóstsykur til að við gætum borðað með bestu lyst á leiðinni. Þér þótti alltaf svo gaman að lesa og þú áttir endalaust af bókum og varst búinn að skipuleggja allt sam- an, þú varst búinn að skrifa hverja einustu bók niður og varst búinn að merkja númer hvað hún var, síðan varstu með blaðið til að segja þér í hvaða hillu hvaða bók var. Það var alltaf svo gaman að fara með þér á völlinn og horfa á Val-KR. Þú varst sannur Valsari og ég byrjaði að halda með Val því þú hélst með þeim. Mér fannst alltaf svo gaman að segja frá að afi minn hefði verið Íslands- meistari í boxi og núna eftir að þú dóst fundum við nokkrar medalíur. Mér fannst alltaf svo töff að kynna þig sem; „afi minn skipstjórinn og Íslandsmeistarinn í boxi“. En þótt þú sért ekki lengur hér hjá okkur mun ég samt ennþá segja frá þér sem skipstjóranum og Íslandsmeist- aranum í boxi og þegar ég er spurð hvernig þú varst segi ég frá öllum góðu stundunum sem við áttum sam- an. Megi minning þín lifa um alla ei- lífð, elsku afi minn. Helga Bjarney Bjarnadóttir. Hann afi minn var einn sá fyndn- asti og skipulagðasti maður sem ég veit um. Sagði okkur barnabörnun- um margar skemmtilegar sögur, til Guðmundur H. Karlsson ✝ Jakob Kristinssonfæddist í Hrísey 15.3. 1945, hann lést á Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, 29.6. 2010. Foreldrar hans, Kristinn Frímann Jakobsson skipstjóri f. 2.11. 1921 d. 22.2. 1994 og Elín Árna- dóttir húsfreyja f. 13.9. 1926. Systkini Jakobs eru: Árni, skipstjóri í Hrísey, f. 1946, Steinunn Krist- jana, hjúkrunarfræðingur, Kópa- vogi, f. 1949, Filipía Guðrún, sjúkraliði, Akureyri. f. 1951, Þór- dís Björg, lífeindafræðingur, Kópavogi f. 1955 Kristinn Frímann rafvirki, Hafnarfirði f. 1957, Svan- ur rafvirki, Akureyri, f. 1961, Örn mjólkurfræðingur, Akureyri f.1964. Hinn 30.9. 1967 kvæntist Jakob Jóhönnu Maríönnu Antons- dóttur. Foreldrar hennar eru Ant- býliskona hans er Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir f. 4.2. 1983, sonur þeirra er Atli Jakob f. 12.9. 2009 . Öll börn Jakobs og Jóhönnu eru búsett á Akureyri. Jakob ólst upp í Hrísey, fór ungur til sjós og stund- aði þá iðju til ársins 1966. Þá hóf hann nám í vélvirkjun. Jakob vann sem vélvirki á Vélsmiðjunni Odda frá 1966-1975 og lauk þaðan sveinsprófi 1970. Árin 1975-1977 starfaði Jakob í Skipasmíðastöð- inni Vör á Akureyri, var hitaveitu- stjóri í Hrísey 1977-1980. Jakob starfaði síðan hjá Slippstöðinni á Akureyri frá 1980-2001 að und- anskildum tímabilunum 1987-1988, og 1994-1997 sem hann var vél- stjóri hjá Rifi hf., Hrísey. Jakob starfaði frá 2002-2006 hjá Kjarna- fæði Akureyri, þá lét hann af störfum vegna veikinda. Jakob lék í nokkrum verkum hjá Leikfélagi Akureyrar á árunum 1974-1977 og hjá Leikfélaginu Kröflu í Hrísey 1977-1980. Jakob var um tíma virkur félagi í Lions- klúbbnum Hæng á Akureyri. Útför Jakobs fer fram frá Akur- eyrarkirkju í dag, föstudaginn 9. júlí 2010, kl. 13.30. on Baldvin Finnsson, skipasmíðameistari, f. 14.6. 1920, og Steinunn Ragnheiður Árnadóttir húsfreyja, f. 5.8. 1920. Jakob og Jóhanna bjuggu alla tíð í Ránargötu 25, Akureyri, utan við þrjú ár sem þau bjuggu í Hrísey, 1977-1980. Börn Jakobs og Jó- hönnu eru: 1) Ragnheiður f. 28.10 1968, maki Rúnar Hermannsson f. 17.6.1968, synir þeirra eru Baldvin f. 15.1. 1994 og Hermann Helgi f. 2.8. 2000. 2) Lilja f. 6.9. 1976, dætur hennar eru Steinunn Alda Gunn- arsdóttir f. 15.2. 1996 og Maríanna Vilborg Hjálmarsdóttir f. 15.5. 2003, sambýlismaður Lilju er Sæv- ar Ísleifur Benjamínsson f. 19.1. 1973. 3) Anna f. 29.6. 1980. 4) Kristinn Frímann f. 5.5 1983, sam- Baráttu pabba er lokið og hann kvaddi okkur 29. júní síðastliðinn á 30 ára afmælisdegi Önnu. Minningarnar hafa farið í gegnum huga okkar síðustu daga, myndaal- búmum flett og hlegið og grátið. Það er margs að minnast. Okkur eru efst í huga allar stundirnar okk- ar saman á draumastað hans í Hrís- ey. Í hans huga kom vorið ekki fyrr en búið var að fara út í Hrísey og gera klárt fyrir sumarið. Pabbi stóð iðulega á pallinum og tók á móti okkur fagnandi, þegar við birtumst. Oftast reyndi hann að nýta okkur í verkefni sem biðu, mála, smíða, gróðursetja eða slá, enda var það hans eðli að hafa einhver verkefni fyrir stafni. Þar byrjaði hann að reisa sumarhús með hjálp góðra manna fyrir 27 árum, sumarið 1983, árið sem Kiddi fæddist. Appelsínu- gula tjaldið okkar var íverustaður fyrsta sumarið og síðan smám sam- an breyttist húsakosturinn og í dag eigum við yndislegt afdrep um- kringt sjó og fjöllum, þar sem hver skrúfa og spýta er tileinkuð honum. Bestu dagar hans í Hrísey var þeg- ar við öll komum saman og tókum til hendinni, að loknum vinnudegi setti hann á sig svuntuna og grillaði ofan í mannskapinn. Þegar við vorum yngri var hann mun betri kostur að lesa fyrir okkur á kvöldin en mamma þar sem hann nýtti leikhæfileika sína með ein- dæmum. Morgungalið frá honum alla morgna að sjómannasið, „ræs“, hljómaði um alla íbúð áður en hann lagði af stað í vinnu. Kennsla á ör- lagastundu í að brúna kartöflur, all- ar pólitísku umræðurnar, spjallið við eldhúsborðið í Ránargötu, Olsen Olsen í Hrísey og svona getum við lengi talið minningar sem við geym- um hjá okkur um ókomna tíð. Pabbi þurfti að hætta að vinna fyrir fjórum árum sökum heilsu- brests. Voru það þung spor fyrir hann, enda fannst honum það alltaf sitt hlutverk að sækja björg í bú. Fannst honum þá gott að fá að passa börnin okkar systra til að stytta sér stundirnar. Veikindum sínum tók hann með æðruleysi og vildi minnst um það tala. Í mars í fyrra, rétt eftir að við borðuðum saman á 64 ára afmælinu hans, veiktist hann og fór á sjúkrahús, áfallið var það mikið að ekki gat hann snúið heim aftur. Pabbi dvaldi á Dvalarheimilinu Hlíð síðustu 12 mánuði, þar sem við reyndum að dvelja hjá honum eins mikið og við gátum, horfðum með honum á enska boltann, Næturvaktina, Nonna og Manna og hlustuðum á lög Geir- mundar, Björgvins og Vilhjálms. Það var sárt að horfa á eftir hon- um, en við trúum því að honum líði nú betur og afi Kiddi hafi tekið vel á móti honum á nýjum stað. Við þökkum pabba fyrir allt og við trúum því að þessi erfiði tími síðastliðið ár sé til þess að styrkja okkur. Ragnheiður, Lilja, Anna og Kristinn Frímann. Klukkan er 6.30 í Hrísey og við vöknum í svefnsófanum við fótatak á ganginum. Þetta var að sjálfsögðu afi kominn á fætur. Svona gekk þetta fyrir sig alla morgna, enda lítið vit að sofa út þegar þú gast verið úti á palli eða í garðinum í sólinni, þannig var alla- vega viðhorf afa. Já, afi er búinn að kveðja þennan heim og hans verður sárt saknað. Það sem situr fastast í minningunni er allir dagarnir okkar í Hrísey, þegar við spiluðum Olsen Olsen þar sem hann beitti öllum hugsanlegum brögðum til að knýja fram sigur. Honum fannst gaman að stríða okk- ur Þórsurum ef illa gekk. Við afi vorum nefnilega ekki alveg sam- mála hvaða lið væri best, hvorki í ensku deildinni né heima á Akur- eyri. Við fengum oftast símtöl frá afa ef Manchester tapaði, en hann gleymdi alveg að hringja ef Arsenal tapaði. Við söknum þín afi, en vitum að nú líður þér vel. Við lofum að vera duglegir að hjálpa ömmu við öll verkin sem vinna þarf í Hrísey. Baldvin og Hermann Helgi. Í dag kveðjum við mág okkar Jakob. Fráfall hans skilur eftir sig skarð í okkar samheldnu fjölskyldu. Við kynntumst Jakob fyrst um 1966 þegar hann fór að venja komur sín- ar í Ránargötuna að heimsækja Hönnu sína. Jakob var glaður, hress og dríf- andi. Hann var mjög duglegur við öll heimilisstörf, sérstaklega er það okkur minnisstætt hvað hann var duglegur að undirbúa jólin, baka, þrífa og skreyta. Tréið var skreytt mörgum dögum fyrir jól og stofan læst. Allt tilbúið. Hanna og Jakob bjuggu nær allan sinn búskap í sama húsi og foreldrar okkar og var því samgangur mikill. Stórfjölskyld- an okkar hefur ætíð verið dugleg að hittast við öll tilefni; jólaboð, af- mæli, morgunverð og þorrablót. Jólaboðið var varla afstaðið þegar Jakob var farinn að hlakka til þorrablótsins enda alveg sérstak- lega hrifinn af íslenskum mat. Svið voru í miklu uppáhaldi hjá honum og sauð hann sér oft kjamma. Sjórinn var honum afar hugleik- inn. Fátt fannst honum skemmti- legra á góðum degi en að fara á sjó og gerði hann mikið af því meðan hann hafði heilsu til. Hrísey var honum alltaf mjög kær og eftir að þau byggðu sér sumarbústað þar vildi hann helst eyða öllum sínum fríum á bernskuslóðunum. Það var ávallt ævintýri líkast að heimsækja þau á þennan fallega stað. Jakob var mikill áhugamaður um fótbolta og ef hann var að horfa á enska boltann þýddi ekki að ná tali af honum. Minning um góðan dreng lifir í hjörtum okkar. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku Hanna, Ragnheiður, Lilja, Anna, Kiddi og fjölskyldur, við vott- um ykkur innilega samúð okkar og biðjum góðan guð að styrkja ykkur. Ingibjörg, Þórarinn, Ragn- heiður, Árni Freyr, Dóra Margrét og fjölskyldur. Jakob Kristinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.