Morgunblaðið - 09.07.2010, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 09.07.2010, Qupperneq 31
dæmis um beljuna sem fauk og af litla selnum. Eitt sumar vorum við Helga uppi í Glóru og á morgnana var afi sendur að vekja okkur á hverjum degi sem við vorum þar. Þegar afi kom að vekja vakti hann sko alveg, reif upp hurðina á afahúsi og öskraði: „Upp að skíta stelpur, þið megið ekki sofa í allan dag!“ og skellti síðan hurðinni og við tvær í sjokki uppi í rúmi og drifum okkur inn í bústað. Þetta sumar sem við Helga vorum hjá ömmu og afa uppi í Glóru er besta sumar sem ég hef upplifað hingað til, afi kenndi okkur að fara í punkta- leikinn, búa til ávaxtasalatið sitt, tálga og margt margt fleira. Það er eitt sem ég fæ örugglega aldrei að gleyma og það er árið 2000 þegar afi og amma komu að heim- sækja okkur úti í New York. Þegar ég fór með afa út að labba og sýna honum hverfið mitt þurfti hann alltaf að stoppa og ná aðeins andanum og þegar við komum aftur heim sagði ég; „oh hvað hann afi er latur, hann þurfti að stoppa og setjast niður“, enda ég bara fimm ára þá og hafði svo sem ekki mikinn skilning á veik- indum hans þá eða einkennum sem voru að koma í ljós í sambandi við lungnaþembuna. En núna skil ég það miklu betur og þótt það sé erfitt að segja það þá var afi ótrúlega góð forvörn fyrir mig, því núna veit ég og mun ekki byrja að reykja. Kannski ef hann hefði ekki byrjað væri hann með okkur í dag, en svona er lífið. Allt á sínar ástæður. Og ég veit líka að þú ert kominn á betri stað núna og færð að hitta pabba þinn og mömmu. Ég elska þig afi minn og mun allt- af gera, þú veist það. Margrét Kjartansdóttir. Erfitt er að lýsa því tilfinninga- flæði sem heltekur fólk þegar það fær fréttir af andláti einhvers sem stendur því nærri. Undanfarnir dag- ar hafa verið þungir, við höfum grát- ið og hlegið til skiptis. Grátið vegna sorgar og saknaðar en hlegið að þeim yndislegu minningum sem við eigum um afa. Það er á svona tíma- mótum í lífinu sem við finnum hvað fjölskyldan skiptir miklu máli og hughreystir mann í sorginni. Afi var alla tíð höfðinginn í fjölskyldunni okkar og ósjaldan sem við söfnuð- umst öll saman yfir stórum kvöld- verði að ítölskum hætti. Afi var ynd- islegur maður. Hann var fyndinn, stríðinn, góður og vildi allt fyrir okk- ur gera. Við vörðum miklum tíma sem börn með ömmu og afa uppi á Glóru. Þar var það oftar en ekki sem afi settist á rúmstokkinn hjá okkur á kvöldin og sagði okkur sögur af belj- unni sem fauk eða af selnum sem hann fann þegar hann var ungur í vegavinnunni í Búðardal. Okkur fannst alltaf ótrúlegt að hann skyldi hafa upplifað þetta. Hann sagði okk- ur bara sögur af sjálfum sér og því sem hann lenti í á yngri árum, aldrei neinar skáldsögur, enda engin þörf á að skálda þegar hann hafði svona sögur í farteskinu. Öll fengum við líka að sigla með afa út um allan heim, sitja með honum uppi í brú og spila rússa. Hann var ótrúlega lag- inn í spilum og var sko ekkert, þrátt fyrir að við værum ung, að leyfa okkur að vinna eins og svo oft er gert við krakka. Mesta spennan var svo alltaf þegar siglt var til Imm- ingham í Englandi þar sem við feng- um að kaupa sælgæti hjá Tona. Afi keypti svo sjálfur nokkur súkku- laðistykki, skar þau niður í mola, setti allt saman í stóran poka og hristi vel og veiddi svo blindandi upp úr. Hann sagði alltaf að það væri miklu skemmtilegra að vita ekki hvaða mola maður fengi. Þetta er gott dæmi um hversu mikill sælkeri afi var og örugglega fáir sem gleyma því að hann notaði sultu með bók- staflega öllum mat. Elsku afi okkar. Nú hefurðu feng- ið hvíldina og kominn í ró. Síðustu dagar hafa verið erfiðir án þín en það birtir til þegar við rifjum upp allar minningarnar sem við eigum um þig. Þú skilur eftir þig mikið tómarúm. Við elskum þig afi og kveðjum þig með mikinn söknuð í hjarta. Við lofum að passa upp á ömmu fyrir þig. Þín barnabörn, Þóra Ýr, Halldór Einir og Karl Víðir. Mig langar að minnast vinar míns Guðmundar Halldórs Karlssonar stýrimanns með nokkrum orðum. Hann lést 30. júní sl. Við Guðmundur kynntumst 1953, þegar við vorum báðir hásetar á fraktskipinu Kötlu, sem gert var út héðan frá Reykjavík, á þessum tíma. Þarna um borð voru í áhöfninni nokkrir ungir menn svo nærri má geta hvort ekki hafi oft verið glatt á hjalla. Guðmundur var nokkuð sér- stakur og tók upp á ýmsu sem menn höfðu gaman af og við hinir vorum svo sem engir eftirbátar í gleð- skapnum. Leiðir okkar Guðmundar hafa legið töluvert saman frá því við kynntumst. Við fórum báðir í far- mannadeild Stýrimannaskólans í Reykjavík og útskrifuðumst saman 1956 og nú síðustu 27 árin höfum við átt súmarbústaði hlið við hlið í Hraunborgum í Grímsnesi. Guðmundur stundaði sjó lengstan hluta starfsævi sinnar, var stýrimað- ur og skipstjóri á skipum Eimskipa- félags Íslands. Það orð fór af honum að hann væri góður og öruggur starfsmaður – klár eins og við segj- um á sjómannamáli – enda starfaði hann fyrir Eimskip í mörg ár eða þar til hann hætti störfum vegna aldurs. Starf skipstjórnarmannsins á frakt- skipum nútímans er ekki einungis að sigla skipinu frá A til B þó að það sé að sjálfsögðu aðalstarfið en þegar skipið er í landi þarf skipstjórnar- maðurinn að fylgjast með hleðslu skipsins og reikna stöðugleika þess eftir hleðslu og gera siglingaáætlun til næstu hafnar. Skipstjórnarmað- urinn þarf líka að hafa mikil sam- skipti við hafnaryfirvöld viðkomandi lands, fylla út skýrslur og sjá til þess að allt sé eins og það á að vera sam- kvæmt reglum sem fara á eftir. Á þessu sviði naut Guðmundur sín því eins og áður segir var hann nákvæm- ur og öruggur í starfi og hann var góður tungumálamaður, sem er mjög mikilvægt fyrir viðkomandi starfsmann. Guðmundur var verslunarskóla- genginn og um tíma rak hann eigin verslun, en sjórinn var hans vett- vangur og fljótlega fór hann aftur á sjóinn og starfaði á sjónum þar til kom að starfslokaaldri hjá honum. Eftir að þau hjón Þóra og Guð- mundur eignuðust sumarbústaðinn í Hraunborgum í Grímsnesinu voru þau öllum stundum þar í fríum. Þau byrjuðu strax á ræktun og undirbún- ingi í lóðinni og formuðu umhverfið eins og þau langaði til að hafa það. Þau voru mjög samhent með rækt- unina og alla vinnu í lóðinni, þarna er nú sannkallaður sælureitur eins og sjá má ef gengið er um svæðið. Eftir að heilsan fór að gefa sig hjá Guð- mundi og hann gat ekki unnið neina átakavinnu úti í lóðinni sat hann oft úti á stól löngum stundum og klippti niður greinar í kurl til að fá efni í moltu og göngustíga um lóðina. Ég sá á honum að hann naut þess inni- lega að vera þarna í kyrrðinni og fuglasöngnum, ég held að honum hafi hvergi liðið betur, í þetta um- hverfi sótti hann kraft. Það var alla tíð gott samband milli fjölskyldna okkar, við fylgdumst hvert með öðru og hvað væri verið að gera hinum megin við girðinguna. Þóra mín, ég votta þér og fjöl- skyldunni innilega samúð. Hrafnkell. Minningar 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2010 ✝ Gunnar Ingi Guð-mundsson fæddist 4. ágúst 1942 og ólst upp í Hafnarfirði. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Ísafirði 2. júlí sl. For- eldrar hans voru Sig- urunn Konráðsdóttir, f. 22. ágúst 1917, d. 18. des. 1997, og Guð- mundur Guðmunds- son, f. 14. september 1916, d. 12. júlí 1978. Alsystkini hans eru Svana Rósamunda, látin. Guðmundur Einir, látinn. Þórir Konráð Línberg og Hafsteinn Már. Fósturfaðir Gunnars var Guðni Bjarnason frá Flatey á Breiðafirði, vélstjóri. Gunnar Ingi fór ungur til sjós og starfaði lengst sem sjómaður á togurum Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar. Hann bjó lengi í Hafn- arfirði, einnig átti hann heima um tíma vestur á Snæfellsnesi og stundaði sjó- mennsku þar. Um nokkurra ára skeið starfaði hann fyrir Samhjálp. Frá árinu 1998 bjó hann á Vest- fjörðum og hélt heim- ili með Svönu systur sinni þar til hún lést árið 2005. Síð- ustu árin bjó Gunnar Ingi á Þing- eyri og loks á Hlíf á Ísafirði. Útför Gunnars verður gerð frá Fossvogskapellu í dag, 9. júlí 2010, og hefst athöfnin klukkan 11. Ég og Gunnar frændi minn erum systrabörn. Við erum 14 systkinin og móðir mín hét Sigfríður Konráðsdóttir og móðir hans Sigurunn Konráðsdóttir. Þau voru 5 systkinin. Ég er fædd og alin upp til fjögurra ára aldurs í Hafnarfirði, en síðan á Reykjanes- vita. Gunnar var fæddur og uppalinn í Hafnarfirði.Við erum fædd á sama ári, en bróðir minn Konráð er árinu yngri. Ég man fyrst eftir Gunnari er við vorum fjögurra ára gömul. Svana systir hans var búin að vera hjá Ólínu ömmu og Konráði afa í Garð- húsum á Skagaströnd allt sumarið. Hún nýkomin að norðan með aðal- bláber sem hún tíndi í Spákonufelli. Hún kom til okkar á Reykjavíkur- veginn með Gunnar með sér og gaf okkur Konna bróður sína bláberja- krukkuna hvoru. Gunnar hjálpaði okkur að borða þau á bak við húsið. Við skemmtum okkur vel á meðan. Mæður okkar voru báðar hag- mæltar og Gunnar fékk vísu á eftir sér ef hann nennti ekki í búðina að kaupa kaffi. Árið 1947 seldu foreldr- ar mínir húsið sitt við Reykjavíkur- veginn og pabbi gerðist vitavörður á Reykjanesi. Hann hét Sigurjón Ólafsson. Gunnar kom á sumrin til okkar. Við hlökkuðum mikið til. Hann var mjög góður og skemmtilegur strák- ur. Hann hafði líka frá mörgu að segja. Seint á kvöldin fórum við stundum í draugahelli, niður við sjó.Við skiptumst á að búa til mergj- aðar draugasögur við kertaljós. Þá var leikið sér allan guðslangan dag- inn. Tunnufleki var búinn til úr þremur olíutunnum. Honum var ýtt áfram á lóninu með okkur á. Við þóttumst sigla á milli landa. Það var bara á flóðinu hægt að fleyta flek- anum. Stundum þegar stórstreymt var flæddi lónið langt upp á neðra tún. Það þótti gaman. Þá gerði ekk- ert til, þótt við værum hundblaut. Þetta voru fystu siglingar hans Gunnars. Hann gerðist síðar togara- sjómaður í sínum heimabæ. Hann sagði mér seinna frá 14 metra háum öldum og miklum ís á Halanum. Systrabörn móður minnar voru oft á tíðum á sumrin heima hjá okkur. Alltaf var nóg pláss og gaman að fá þau í útilegumannaleikinn eða fallin spýtan. Þetta var góður tími. Núna sakna ég þín, Gunnar minn, og er vinur þinn að eilífu. Ástarkveðjur frá systkinunum frá Reykjanesi. Ragnhildur Kristjana Fjeldsted. Gunnar Ingi Guðmundsson V i n n i n g a s k r á 10. útdráttur 8. júlí 2010 A ð a l v i n n i n g u r Kr. 3.000.000 kr. 6.000.000 (tvöfaldur) 7 3 1 9 1 V i n n i n g u r Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur) 8 8 1 2 5 9 6 2 0 3 4 1 3 1 0 8 3 4 1 1 3 7 5 3 0 9 9 6 0 9 3 0 7 2 1 4 4 1 1 4 4 1 2 6 6 2 2 0 8 8 3 3 1 4 5 1 4 1 2 3 0 5 3 4 4 6 6 1 4 6 7 7 2 4 2 2 2 2 4 6 1 2 8 3 8 2 0 9 7 9 3 1 4 6 7 4 1 3 8 1 5 3 7 3 4 6 1 6 0 1 7 2 8 0 5 2 2 7 5 1 3 0 8 4 2 2 0 3 0 3 2 4 8 9 4 1 7 8 8 5 4 0 1 7 6 1 6 9 0 7 2 8 3 9 2 2 7 6 1 3 2 2 6 2 2 0 7 3 3 2 7 7 1 4 1 8 0 7 5 4 0 2 5 6 1 9 1 9 7 3 1 6 1 2 6 4 6 1 3 3 4 7 2 2 3 4 7 3 2 9 7 6 4 2 5 3 4 5 4 4 1 0 6 2 0 5 3 7 3 2 8 3 3 1 8 9 1 3 7 2 7 2 2 9 1 9 3 3 2 2 5 4 3 7 5 3 5 5 5 2 0 6 2 1 0 6 7 3 4 4 7 3 2 2 2 1 4 0 1 0 2 3 4 1 2 3 3 4 5 3 4 4 2 3 1 5 5 5 9 0 6 2 2 7 6 7 3 6 0 6 3 4 7 1 1 4 1 0 7 2 3 4 2 7 3 3 6 7 1 4 4 5 4 9 5 5 7 0 9 6 2 3 6 6 7 3 9 3 6 3 8 9 0 1 4 7 8 1 2 3 5 5 0 3 3 9 5 2 4 4 9 2 8 5 5 7 4 4 6 2 3 8 3 7 4 3 3 1 4 3 1 0 1 5 0 8 2 2 3 9 4 4 3 4 4 6 9 4 5 0 7 4 5 6 0 2 4 6 2 7 4 6 7 5 8 9 7 4 3 6 8 1 5 8 3 1 2 4 1 6 3 3 4 8 2 8 4 6 2 2 6 5 6 3 2 1 6 3 1 2 1 7 5 9 1 3 5 9 7 3 1 5 9 0 5 2 5 1 9 9 3 4 9 7 9 4 6 4 3 1 5 7 3 6 6 6 3 5 2 1 7 6 2 3 1 6 1 8 6 1 5 9 9 4 2 5 5 3 5 3 5 7 4 4 4 6 9 7 6 5 7 3 9 1 6 4 2 8 4 7 6 3 5 0 6 5 4 6 1 6 1 1 3 2 5 6 0 3 3 5 7 9 1 4 7 0 4 1 5 7 8 3 2 6 4 3 8 7 7 6 5 7 8 7 0 1 6 1 6 5 9 7 2 5 6 9 3 3 6 1 2 1 4 7 2 5 3 5 8 0 6 2 6 5 3 9 8 7 6 6 3 2 7 2 0 4 1 6 6 5 7 2 5 9 5 2 3 6 1 9 2 4 7 4 9 9 5 8 3 4 1 6 7 6 2 8 7 6 8 1 1 7 7 1 0 1 6 8 0 9 2 6 6 9 3 3 6 3 4 5 4 7 9 4 7 5 8 5 5 5 6 8 4 7 3 7 7 1 1 8 7 9 4 2 1 6 8 2 0 2 6 7 8 8 3 6 8 9 9 4 7 9 9 5 5 8 7 1 6 6 8 5 7 5 7 7 3 4 7 7 9 7 2 1 6 9 2 9 2 6 8 3 4 3 7 5 1 1 4 8 4 1 0 5 8 9 8 9 6 9 0 4 2 7 7 3 8 8 8 2 6 0 1 6 9 9 0 2 7 0 5 0 3 7 6 6 8 4 8 5 8 8 5 9 2 6 5 6 9 1 6 4 7 7 4 4 8 8 7 5 3 1 7 4 2 4 2 7 0 5 3 3 8 2 0 1 4 8 8 0 6 5 9 4 8 2 6 9 1 8 5 7 7 5 3 1 9 6 7 7 1 8 0 3 7 2 7 4 2 9 3 8 3 5 5 4 9 8 1 1 5 9 5 3 5 6 9 2 5 1 7 7 7 9 1 1 0 0 6 7 1 8 0 6 4 2 7 4 4 6 3 9 0 5 4 5 0 2 5 0 5 9 6 0 1 6 9 4 7 3 7 8 7 7 2 1 0 1 0 4 1 8 0 9 2 2 8 0 9 5 3 9 3 7 7 5 0 4 1 8 5 9 6 6 3 6 9 7 5 5 7 9 0 1 4 1 0 2 0 7 1 8 2 0 0 2 8 5 1 1 3 9 7 5 9 5 0 4 6 1 5 9 7 0 9 6 9 8 8 3 7 9 6 5 8 1 0 4 2 7 1 8 4 3 6 2 9 2 8 6 4 0 1 4 1 5 0 7 3 4 6 0 1 1 9 7 0 3 0 4 1 0 4 9 5 1 9 0 4 6 2 9 6 2 8 4 0 1 7 6 5 0 8 3 8 6 0 1 4 5 7 0 9 1 9 1 1 7 2 5 1 9 2 7 7 2 9 6 6 0 4 0 3 2 8 5 1 2 0 0 6 0 3 6 6 7 1 0 4 4 1 1 8 1 7 1 9 5 9 1 2 9 8 3 1 4 0 5 8 3 5 1 4 9 1 6 0 4 6 0 7 1 7 3 2 1 1 8 8 8 2 0 1 7 4 3 0 2 4 7 4 0 6 8 0 5 1 5 4 9 6 0 6 3 9 7 2 0 3 2 1 2 1 1 2 2 0 3 2 6 3 0 4 6 9 4 0 9 8 7 5 2 0 4 7 6 0 9 0 8 7 2 1 3 2 Að skrifa minningagrein Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina. Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar. Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til birtingar á mánudag og þriðjudag. Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000 tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum, þar sem þær eru öllum opnar. Næstu útdrættir fara fram 15. júlí, 22. júlí & 29. júlí 2010 Heimasíða á Interneti: www.das.is V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 1 0 6 6 1 1 1 4 3 1 2 1 4 7 4 6 9 2 1 8 V i n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 2146 9333 33466 42775 50823 69006 3079 26934 39533 49605 51890 72624 V i n n i n g u r Kr. 15.000 Kr. 30.000 (tvöfaldur) 1 1 5 1 3 6 2 6 3 2 9 3 4 6 5 4 4 5 0 1 1 5 3 7 4 3 6 4 2 3 2 7 1 6 9 1 2 6 8 5 1 5 5 5 6 2 6 9 9 6 3 7 0 2 1 4 5 3 1 2 5 3 9 5 2 6 4 7 9 0 7 1 7 0 4 5 9 6 5 1 7 1 1 2 2 8 3 0 4 3 7 1 8 8 4 5 5 0 2 5 6 7 7 9 6 6 1 5 7 7 2 0 1 1 6 9 9 8 1 7 1 6 1 2 8 9 0 2 3 7 7 1 4 4 7 2 2 2 5 8 9 3 1 6 6 6 4 3 7 3 5 1 3 8 4 2 3 1 7 2 6 5 3 2 1 7 5 3 8 5 9 2 4 7 2 8 7 5 9 2 4 4 6 8 0 5 4 7 4 3 2 7 9 5 3 7 1 8 7 0 2 3 2 6 5 1 3 8 9 5 9 4 7 4 7 7 6 0 1 2 4 6 8 9 1 9 7 5 6 5 6 1 0 6 5 4 2 0 8 9 4 3 3 1 4 7 3 9 3 1 4 4 8 0 4 0 6 1 6 2 4 6 9 7 0 8 7 7 5 1 1 1 0 6 6 9 2 3 6 4 1 3 3 8 3 5 4 0 5 1 1 5 0 8 7 1 6 2 3 3 2 7 0 0 1 8 7 9 0 2 7 1 0 9 3 5 2 5 2 0 8 3 4 1 4 8 4 1 4 2 6 5 1 9 4 1 6 2 6 5 2 7 0 7 5 6 7 9 2 9 8 1 1 1 1 0 2 5 9 6 4 3 4 4 4 0 4 3 2 0 0 5 3 4 0 9 6 3 8 0 5 7 1 1 0 8 7 9 7 3 0

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.