Morgunblaðið - 09.07.2010, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 09.07.2010, Qupperneq 35
Ásgerður Júlíusdóttir asgerdur@mbl.is Myndlistarkonan Elín Hansdóttir opnar sýninguna Trace í i8 galleríi á Tryggvagötu 16 hinn 9. júlí. Sýningin er hluti af myndlistarviðburðinum Villa Reykjavík sem i8 tekur þátt í um þessar mundir. Elín, sem býr og starfar í Berlín, setti upp sýninguna í vikunni og blaðamaður náði tali af henni í galleríinu. „Villa Reykjavík hafði upphaflega samband við i8, en það vildi svo til að sýning mín var á sama tíma og hátíð- in. Ég hef þekkt aðstandendur Villa Reykjavík í nokkur ár og fór á fyrri hátíð þeirra, Villa Varsjá, sem haldin var í yfirgefnu einbýlishúsi í miðborg Varsjár árið 2006. Ég var þar í heila viku og upplifði mjög nýstárlegar leiðir til að sýna myndlist. Þarna voru fagmannleg gallerí að kynna unga listamenn í mjög óhefðbundnu rými,“ segir Elín. Elín er þekkt fyrir að skapa með innsetningum sínum afmarkaða og sjálfbæra heima sem lúta eigin reglum. Í verkinu sem Elín vinnur inn í rými i8 vísar hún í hinn bylting- arkennda danshöfund Loïe Fuller, sem varð þekkt fyrir hinn svokallaða snákadans sinn, eða Serpentine Dance, um aldamótin 1900. „Ég er að vinna út frá svipuðum forsendum og áður en nýti mér aðra miðla. Það var stutt kvikmyndabrot þeirra Lumière- bræðra af þessum dansi sem kveikti á ákveðnu hugsanaferli hjá mér. Ég nota það efni sem eins konar grunn eða kveikju og læt það svo leiða mig áfram.“ 16 mm kvikmynd grunnurinn Elín segist aðallega vera að skoða hvernig orka miðlar hreyfingu í tíma og rúmi. Hún segist hafa byrjað á því að taka upp 16mm kvikmynd sem sé grunnurinn að sýningunni. „Kvik- myndin var byrjunarreiturinn, hin verkin eru unnin annaðhvort sam- hliða kvikmyndinni eða í kjölfarið. Til dæmis sýni ég ljósmyndir sem teknar eru á tíma af varpaðri kvikmyndinni, þannig að ég nýti efnið áfram eftir að ég framkvæmi fyrstu hugmyndina.“ Búið er að setja upp vegg sem skilur galleríið í tvennt. Á veggnum öðrum megin hefur verið komið fyrir fjöl- mörgum speglum. „Þegar sýning- argesturinn gengur framhjá veggn- um er eins og allt splundrist upp í augnablik, ekki ósvipað því hvernig filmurenningurinn er uppbyggður. Á einhvern hátt er ég að reyna að setja samasemmerki á milli áhorfandans og filmunnar.“ Elín var í óðaönn að setja upp sýn- inguna þegar blaðamaður ræddi við hana en sagðist vera afskaplega róleg enda gengur uppsetningin vel. „Upp- setningin á þessari sýningu er afar ólík því sem ég hef áður sýnt hér á Ís- landi. Það má samt segja að ég sé allt- af að fjalla um sama efniviðinn; skynj- un eða hreyfingu í rými, þótt ég velji ólíkar leiðir til að miðla honum. Und- anfarin ár hef ég byggt strúktúra sem hafa umbreytt umhverfi áhorf- andans, t.d. með stjórnun gönguleiða, breytilegu birtustigi eða bjögun á umhverfinu. Í þessu tilfelli er ég hins vegar ekki að fjalla um beina líkam- lega skynjun mannsins, heldur frem- ur að skoða hvernig eitt augnablik í hreyfingu getur falið í sér marga ólíka heima.“ Morgunblaðið/Eggert Hreyfing Elín í i8 galleríi. Sýning hennar er hluti af Villa Reykjavík. Sjónræn upplifun tíma og rýmis  Elín Hansdóttir vísar í snákadans ameríska danshöfundarins Loïe Fuller, Serpentine Dance, á sýningu sinni í i8 www.i8.is www.elinhansdottir.net Menning 35FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2010 Listahátíðin Villa Reykjavík hefst í dag og stendur til 31. júlí. 12 erlend gallerí taka þátt í hátíðinni auk fjölda erlendra og íslenskra listamanna. Í dag kl. 18 verða sýningar opnaðar á Vesturgötu 10-10a en þar sýna Croy Nielsen, IBID Projects, Raster og Zero. i8 opnar sýn- ingu Elínar Hansdóttur og á Tryggvagötu 18 sýna Foksal Gallery Foundation og Galerie Jocelyn Wolff. Á Geirsgötu 11 eru það Rodeo, Jo- hann König, Hollybush Gardens og Jan Mot. Á morgun verða svo opnaðar sýningar á Hverfis- götu 42, Kling & Bang og Hunt Kastner og á Næsta bar eru það Tulips and Roses. Myndlist Villa Reykjavík hefst í dag Lilja Gunnarsdóttir skipuleggjandi. Þrír nýútskrifaðir myndlistar- menn, Sigrún Guðmunds- dóttir, Sólveig Thoroddsen og Unnur G. Óttarsdóttir, opna sýningu á verkum sínum í Ed- inborgarhúsinu, Aðalstræti 7 á Ísafirði, á morgun kl. 16. Sýningin ber yfirskriftina USS en nafnið er myndað úr upphafsstöfum nafna þeirra. Í tilkynningu má finna þennan stutta en hnitmiðaða texta um sýninguna: „USS. Ekkert mál. Þegjum yfir því. Slæmt er það. Höfum hljótt. Þetta reddast.“ Unnur, Sigrún og Sólveig námu við Listaháskóla Íslands. Sýningin er opin alla daga frá kl. 16 til 18. Myndlist USS í Edinborgar- húsinu Verkið „Pilsfald- ur“ eftir Unni. Kórinn Collegium Cantorum frá Uppsölum í Svíþjóð heldur tónleika í kvöld kl. 21 í Lang- holtskirkju. Efnisskrá kórsins er fjölbreytt, allt frá endur- reisnarverkum til sænskra nú- tímaverka. Meðal eldri verka eru Le chant des oiseaux eftir Clément Janequin, en það verk er merkilegt fyrir þær sakir að fuglasöngur er færður í kór- setningu, og Missa Pange ling- ua eftir Josquin des Préz. Af nýrri nútímaverkum má nefna En ny himmel och en ny jord eftir Sven- David Sandström við texta úr Opinberunarbók Jóhannesar og Michaelimotetten eftir Bent Hamraeus. Stjórnandi er Olle Johansson. Tónleikar Sænskur kór í Langholtskirkju Olle Johansson kórstjóri. Bókaútgáfan Veröld gaf í gær út bókina Spói – barnasaga eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson í nýjum búningi. Saga þessi kom upphaflega út árið 1962 en hún hefur verið gefin út á fjölda tungumála og verið ófáanleg til margra ára. Bókin er mynd- skreytt af Jóni Baldri Hlíðberg og bókinni fylgir einnig geisladiskur en á honum les leikkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir söguna. Í bókinni segir af íslenskum spóa sem þykist öðrum spóum gáfaðri. Hann leggur í ferðalag í leit að kvonfangi og lendir í miklum ævin- týrum. Ólafur Jóhann fæddist árið 1918 og lést 1988. Hann hlaut bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1976. Gáfaður Spóinn Filippus á kápu bókarinnar Spói – barnasaga. Spói Ólafs í nýrri útgáfu Barnasaga frá 1962 í nýjum búningi Myndlistartvíeykið Sallý og Mo opnar á morgun kl. 14 sýninguna Fýkur yfir hæðir (Wuthering Heights) í Ketilhúsi og Deiglunni á Akureyri. Sally og Mo eru listakon- urnar Elín Anna Þórisdóttir og Þóra Gunnarsdóttir en þær fóru að vinna með gjörningaspuna sumarið 2006 sem Sally og Mo. Um sýn- inguna segir m.a.: „Sally og Mo benda á að hið afbrigðilega eða skrítna getur jafnframt innihaldið frelsi. Frelsi til að láta ekki kredd- ur og sleggjudóma hefta upplifun einstaklingsins. Útkoman verður stundum hlægileg eða grátbrosleg. Barnsleg einlægni og einfeldni, að ekkert sé bannað, tabú eða banalt er rómantísk hugsun.“ Sýningunni lýkur 25. júlí. Fýkur yfir hæðir Frelsi Myndin sem fylgir tilkynningu um sýningu Sally og Mo.  Sally og Mo sýna í Ketilhúsi og Deiglunni á Akureyri Jón Jónsson frá Hvanná fæddist áþessum degi, 9. júlí, fyrir 100 árum, árið 1910. Eftir Jón liggja margar dægurlagaperlur og sú þekktasta er sjálfsagt „Capri Katarina“ sem Haukur Morthens söng inn á hljóm- plötu árið 1958. Lagið samdi Jón við ljóð Davíðs Stefánssonar en ljóðið flutti Davíð ítalskri blómarós á eynni Capri, mælti það af munni fram á staðnum, en einn félaga hans sem þar var staddur með honum, Rík- harður Jónsson myndskeri, sá til þess að ljóðið gleymdist ekki og skráði niður. Jón sótti á ferli sínum nokkrum sinnum í ljóð Davíðs, t.d. í laginu „Ég vildi að ég væri“ og „Mánadísin“. Árið 1997 var hljóðrituð hljóm- platan Töfrablik með lögum eftir Jón en framleiðandi hennar var Björgvin Halldórsson og söng hann að auki mörg laganna, þ.á m. „Capri Katarinu“. Jónatan Garð- arsson skrifaði texta um Jón sem finna má í plötu- umslaginu og segir þar m.a. að Jón hafi átt þátt í að ryðja braut ís- lenskrar dægur- lagasmíði og móta nýjar hefðir í tónlistarmálum Ísfirðinga og þjóð- arinnar allrar með verkum sínum. Jón fékk mjög alvarlega heilablæð- ingu árið 1954 en skömmu áður en hann veiktist samdi hann „Capri Katarinu“. Jónatan segir í texta sín- um að Jóni hafi verið ljóst að það lag gæti heillað fólk um allan heim ef rétt væri að málum staðið. Jón var sjúklingur í níu ár og lést langt um aldur fram, 26. mars 1963. Frumkvöðull í lagasmíði Jón Jónsson frá Hvanná. Elín lauk myndlistarnámi frá Listaháskóla Íslands árið 2003 og framhaldsnámi árið 2006. Hún hefur haldið fjölda einka- sýninga og samsýninga bæði erlendis og hér heima. Trace er hennar þrettánda einkasýning. Þrettánda einkasýningin ELÍN HANSDÓTTIR Sýning á leik- föngum Guð- bjargar Ringsted verður opnuð í Friðbjarnarhúsi á Akureyri á safnadaginn, 11. júlí. Leikföngin eru frá síðustu öld en Guðbjörg byrjaði að safna leikföngum sér til ánægju þegar hún var tvítug að aldri. Leikföng Guðbjargar Brúða á sýningu. Á frjósömum beiti- lendum Indlands eru beljurnar heilagar og fólkið hungrað 38 »

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.