Morgunblaðið - 09.07.2010, Side 36

Morgunblaðið - 09.07.2010, Side 36
Á morgun verða haldin stelpu- og strákaböll til styrktar Gay Pride 2010. Strákaballið verður á gleðistaðnum Barböru þar sem Páll Óskar mun þeyta skífum, en stelpnaballið á Skólabrú og þar ætla að halda uppi fjörinu dj-dúóið Dj Glimmer og hljómsveitin Elektra sem nýverið spilaði á Gay Pride í Osló. Dj Glimmer skipa parið Eva María Þórarins- dóttir og Birna Hrönn Björnsdóttir. „Við erum búnar að vera Dj Glimmer í þrjú ár, síðan á Gay Pride 2007, en fyrir það vorum við að spila hvor í sínu lagi,“ segir Birna Hrönn. Það leið ekki á löngu þar til ástin blómstraði. „Spileríið,“ svarar hún þegar ég spyr hvort kom á undan, tónlistar- samstarfið eða ástin, „en svo vatt þetta upp á sig“, heldur hún áfram og hlær. Stelpurnar spila allan ársins hring í afmælum, brúðkaupum og við hvers kyns tækifæri, en Birna segir að áheyrendahópur þeirra sé að stórum hluta samkynhneigður, enda hafa þær átt hálf- gert heimili á Barböru sem er eini gay-skemmti- staðurinn í Reykjavík. „Það má segja að við spil- um svona popp-danstónlist. Gamla góða slagara og ný lög sem hljóma mikið í útvarpinu. Við reyn- um að hafa fjölbreytni í þessu því þessi hópur er náttúrlega alveg frá tvítugu og upp í sextugt.“ Birna segir langa hefð fyrir styrktarböllunum, þau séu stór liður í fjáröflun fyrir Gay Pride og því mikilvægt að vel takist til. Það eru líka litlar líkur á öðru en að það verði dynjandi stemning, enda eru þetta „gleðiböll“, eins og Birna orðar það. Þær Eva María ætla að sjálfsögðu að taka þátt í Gleðigöngunni og eru á fullu að skipuleggja fyrir Hinsegin daga. Bæði böllin hefjast kl. 23 annað kvöld. holmfridur@mbl.is Stelpna- og strákaböll til styrktar Gay Pride Par Stelpurnar í Dj Glimmer halda uppi stuðinu. 36 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2010  Listahátíðin Villa Reykavík hefst í miðborginni í dag. Hljómsveit- irnar Stafrænn Hákon og Sudden Weather Change opna hátíðina með pomp og prakt á Venue í Trygga- götu kl. 22.00 í kvöld með ókeypis tónleikum. Sjá nánari dagskrá á www.villareykjavik.com. Villa Reykjavik tón- leikar í kvöld Fólk  Það verður nóg um að vera í verslun Nikita og bakgarðinum hennar á Laugaveginum í dag. Beatmaking Troopa spilar frá kl. 17.00 inni í búðinni, en klukkutíma síðar munu svo herlegheitin færast út í bakgarðinn hjá Nikita. Þar koma fram Skruken, Beatmaking Troopa, Snorri Helgason, Show- case frá Óla Ofur og Captain Fuf- anu og standa tónleikarnir til kl. 22.00. Að sjálfsögðu verður hjóla- brettapallurinn opinn fyrir þá sem vilja renna sér. Nikita-búðin er svo opin lengur alla föstudaga í sumar eða til kl. 20.00. Bland í poka í Nikita- garðinum í dag  Hljómsveitin Hjaltalín er þessa dagana á tónleikaferðalagi um landið og í gærkvöldi spilaði hún á Græna hattinum á Akureyri. Hjalt- alín endurtekur leikinn í kvöld á sama stað og kemur fram ásamt söngkonunni Láru Rúnars. Bæði Hjaltaín og Lára tóku nýverið þátt í Iceland Inspires-tónleikunum í Hljómskálagarðinum. Hjaltalín og Lára á Græna hattinum  Undanfarna föstudaga hafa skapandi listhópar á vegum Hins hússins verið með svokölluð Föstu- dagsfiðrildi í miðborg Reykjavíkur og skemmt gestum og gangandi. Í dag á milli 12 og 14 fer fram síðasta fiðrildi sumarsins. Dagskráin nær frá horni Ingólfsstrætis og Lauga- vegs til Ingólfstorgs og má finna allar upplýsingar á: www.hitthusid.is. Síðasta Föstudagsfiðr- ildi sumarsins í dag Matthías Árni Ingimarsson matthiasarni@mbl.is Í gær hófst tónlistarhátíðin Eistna- flug í Neskaupstað og segja að- standendur hennar að búast megi við að íbúafjöldinn tvöfaldist yfir helgina. Hátíðin hefur verið haldin árlega frá árinu 2005 og vaxið með hverju árinu. Eistnaflug sem byrjaði sem lítil metal-rokkhátíð er í dag þriggja daga tónlistarhátíð sem samanstendur af ýmsum tónlistar- straumum og stefnum þó rokktónlist af harðari gerðinni sé enn aðals- merki hennar. Yfir 30 hljómsveitir koma fram á hátíðinni um helgina. Feður „grind-core“-tónlistar Ein þessara hljómsveita er breska hljómsveitin Napalm Death sem spilaði á hátíðinni í gærkvöldi. En margir segja að meðlimir hennar séu feður svokallaðrar „grind-core“- tónlistarstefnu. Hljómsveitin var stofnuð snemma á níunda áratugn- um og eru núverandi meðlimir henn- ar söngvarinn Mark „Barney“ Greenway, Mitch Harris á gítar, Shane Embury á bassa og Danny Herrera spilar á trommur. Blaða- maður sló á þráðinn til Shane Emb- ury bassaleikara þar sem hann og félagar í Napalm Death voru að gera sig klára fyrir tónleikana og spjallaði aðeins um feril sveitarinnar og framtíðina. –Nú er sveitin búin að vera að í ein 27 ár, hvernig haldið þið ykkur fersk- um tónlistarlega séð? „Þetta snýst að- allega um viðhorfið. Þó að við séum komnir á fimmtugsaldurinn þá eru við ennþá með mjög unglegt viðhorf tónlistarlega séð. Við höfum allir sama bakgrunninn í tónlist og svo erum við duglegir að hlusta á nýjar hljómsveitir og annað slagið heyrum við í hljómsveit sem er góð og það eiginlega staðfestir það fyrir okkur að það sem við erum að gera er gott og að virka.“ Forréttindi að spila Embury segist enn hafa jafn gam- an af því að spila og þegar hann byrjaði í sveitinni. Aldur segi þó stundum til sín og stundum séu menn þreyttir en þeir hristi það af sér. „Mig langaði alltaf að vera í hljómsveit þegar ég var ungur að alast upp í litlu þorpi á Englandi. Mér var sagt í skóla að það ætti aldrei eftir að gerast. Þannig að ég tel mig mjög gæfusaman að vera tónlistarmaður í dag. Eftir ein 23 ár í hljómsveitinni lítur maður stund- um til baka og sér að þetta er ein- hvers virði, það sem við erum að gera, sérstaklega þegar aðrar sveitir kalla okkur áhrifavald sinn. Það er mjög drífandi fyrir okkur,“ segir Embury. Ýmsir áhrifavaldar –Hverjir hafa verið áhrifavaldar sveitarinnar ? „Þeir hafa verið margir. Eitt sem er áhugavert við Napalm Death er hvað það eru margar mismunandi tónlistarstefnur sem hafa áhrif á okkur. Það getur verið „grind-core,“ dauðarokk, þungarokk, pönk eða „noise“-sveitir eins og Sonic Youth og My Bloody Valentine. Við hlust- um á svo margt og það hefur haldið okkur gangandi.“ Embury segir að þegar platan Scum kom út árið 1987 hafi fólk fyrst farið að taka eftir því sem sveitin var að gera og því sem kallað er „grind-core,“ en eins og fram hef- ur komið eru meðlimir Napalm Death oft titlaðir feður þeirra tón- listarstefnu. „Það voru hljómsveitir í Bandaríkjunum að gera svipaða tón- list en gamli trommarinn okkar fær víst heiðurinn að hafa fundið upp nafnið og þess vegna erum við svona tengdir því. Svo var John Peel líka duglegur að spila lögin okkar í út- varpinu á þeim tíma sem tónlist eins og sú sem við vorum að spila heyrð- ist aldrei í svona „venjulegu“ út- varpi. Ætli þetta tvennt hafi ekki orðið til þess að við erum kallaðir upphafsmenn „grind-core“.“ Stoppa stutt hérlendis Meðlimir sveitarinnar fá því mið- ur ekki að njóta alls sem Ísland hef- ur upp á að bjóða, því eftir nokkra daga spila þeir á tónleikum í Þýska- landi. Embury segist þó vel geta hugsað sér að koma hingað aftur seinna, bæði með fjölskylduna og til að spila aftur fyrir Íslendinga. – Ein spurning í lokin, er ný plata á leiðinni? „Við erum með nokkrar hug- myndir og förum vonandi að æfa fyrir hana snemma á næsta ári. En það er ekkert ákveðið með útgáfu- dag,“ segir Embury að lokum. Sömdu stysta lag sögunnar Grænt Fjöldi manns hafa verið í Napalm Death í gegnum árin, en sveitin hefur starfað frá því snemma á níunda áratugnum.  Napalm Death spiluðu á Eistnaflugi í gær  Kallaðir feður „grind-core“ Undanfarin 23 ár hefur hljóm- sveitin gefið út tugi platna sem margar hverjar hafa átt góðu gengi að fagna og vakið mikla athygli. Hér má sjá lista yfir helstu plötur sveitar- innar frá árinu 1987: Scum og From Enslave- ment To Obli- teration - 1987. Harmony Corruption - 1990. Utopia Banished - 1992. Fear Emptiness Despair - 1994. Diatri- bes - 1996. Inside The Torn Apart - 1997. Words From The Exit Wound - 1998. Leaders Not Followers- MCD - 1999. Enemy Of The Music Business - 2001. Order Of The Leech - 2002. Leaders Not Follo- wers: Part 2 - 2004. The Code Is Red … Long Live The Code - 2005. Smear Campaign – 2006. Time Waits For No Slave - 2009. Plöturnar 1987-2009 NAPALM DEATH Shane Embury

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.