Fréttablaðið - 03.12.2011, Page 4

Fréttablaðið - 03.12.2011, Page 4
3. desember 2011 LAUGARDAGUR4 GENGIÐ 02.12.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 215,8536 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 118,21 118,77 185,31 186,21 159,27 160,17 21,427 21,553 20,427 20,547 17,512 17,614 1,5171 1,5259 184,25 185,35 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Brynja Gunnarsdóttir brynjag@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512- 5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is LÖGREGLUMÁL Ungur karlmaður er í gæsluvarðhaldi eftir að hann var tekinn fyrir viku í Leifsstöð með kókaín í farteskinu. Ungi maðurinn, sem er íslensk- ur og rúmlega tvítugur, var að koma til landsins frá London. Við hefðbundið eftirlit fundu toll verðir um 180 grömm af kókaíni í far- angri hans. Hann var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald í átta daga eða fram á mánudaginn kemur. Maðurinn hefur komið við sögu lögreglu áður en á ekki langan brotaferil að baki. - jss Handtekinn í Leifsstöð: Tollverðir fundu kókaín í tösku RÚSSLAND Vinsældir Sameinaðs Rússlands, stjórnmálaflokks þeirra Vladimírs Pútín forsætis- ráðherra og Dmitrí Medvedev forseta, hafa dalað nokkuð í Rúss- landi vegna spillingar ímyndar þótt enn sé honum spáð góðum sigri í þingkosningum sem haldn- ar verða á morgun. Óvenjumargar kvartanir hafa borist vegna misbrests á fram- kvæmd kosninganna. Medvedev forseti ávarpaði landsmenn í sjónvarpsávarpi í gær og varaði við sundruðu þingi. Fjölmargir smáflokkar myndu eiga erfitt með að koma góðum málum í framkvæmd. - gb Þing kosið í Rússlandi: Forsetinn varar við sundrungu KOSNINGASTEMNING Vladimír Pútín og Dimitrí Medvedev blasa við á vegg- spjaldi. NORDICPHOTOS/AFP Hörður skrifaði ekki Fyrir mistök var Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagður með- höfundur í grein sem Vilhelm Jónsson fjárfestir skrifaði. Greinin er eingöngu eftir Vilhelm og kom Hörður ekki nálægt gerð hennar. Fréttablaðið biður Hörð og Vilhelm báða afsök- unar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 16° 7° 7° 7° 9° 7° 6° 6° 20° 11° 18° 8° 24° 4° 11° 15° 5°Á MORGUN Strekkingur vestast annars hægari. MÁNUDAGUR Hæg norðlæg átt. -3 -2 -2 -2 -6 -7 -4 -14 0 0 -6 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 -10 -12 -6 -5 -4 -16 -8 -7 -10 -14 HARÐNANDI FROST Þokkaleg- asta veður víðast hvar um helgina þrátt fyrir mikið frost um allt land. Víða dálítil él, eink- um við ströndina. Hörkufrost á mánu- dag, allt að -20 °C inni til landsins norðaustan til. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu lagði í gær hald á fjölda vopna. Vopnin sem fundust voru byssur, skotfæri og hnífar. Lög- regla fann þau við húsleit í fram- haldi af handtöku manns í Kópa- vogi um miðjan dag í fyrradag. Maðurinn, sem var í annarlegu ástandi og hefur glímt við and- leg veikindi, hafði ógnað starfs- manni Sorpu með hnífi. Húsleitir voru gerðar þar sem hann er skráður fyrir skotvopn- um. Sjö skotvopn voru fundust, en maðurinn er einungis skráður fyrir hluta þeirra. Verið er að kanna með tilurð hinna. Maðurinn var yfirheyrður í gær en síðan var hann látinn laus úr haldi lögreglu og var í fram- haldinu vistaður á viðeigandi stofnun. Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu rannsakar nú málið. - jss Lögregla leggur hald á fjölda vopna í annað sinn á skömmum tíma: Vopnasafn fannst við húsleit VOPNASAFNIÐ Þessi vopn fann lögregla við húsleit í gær. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem lögreglan finnur fjölda vopna heima hjá einstaklingum. KRÓATÍA, AP Allt bendir til þess að íhaldsmenn í Króatíu missi völdin í þingkosningum á morgun, að því er virðist einkum vegna spillingar- mála sem tengjast flokksmönnum. Það kemur þá væntanlega í hlut bandalags vinstriflokkanna, sigri þeir í kosningunum, eins og kann- anir benda til, að fylgja til enda aðildarumsókn landsins að ESB. Aðildarsamningur bíður nú stað- festingar allra ríkja ESB og er reiknað með að í júlí á næsta ári taki aðildin gildi. - gb Þingkosningar í Króatíu: Stjórn íhalds- flokks spáð falli KÓPAVOGUR Einn starfsmaður hefur verið ráðinn án auglýsingar í stjórnkerfi Kópavogs á þessu kjör- tímabili. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn tveggja bæjarfull- trúa minnihluta Sjálfstæðisflokks- ins í bæjarstjórn. Í svarinu segir að um sé að ræða starf aðalbókara. Í það var ráðinn bæjarstarfsmaður „sem ákjósan- legt þótti“. „Er þessi meðferð í samræmi við starfsmannastefnu Kópavogsbæjar um þróun í starfi auk þess sem skoðun fjármála- stjóra var sú að tæpast væri hægt að fá ákjósanlegri starfsmann í starfið,“ segir í svarinu og að starfsmaðurinn hafi „þróast með verkefnum deildarinnar“. - gar Fyrirspurn svarað í Kópavogi: Einn ráðinn án auglýsingar JADRANKA KOSOR Leiðtogi Króatíska lýðræðisbandalagsins verður vart for- sætisráðherra mikið lengur. STJÓRNSÝSLA Ákveðið hefur verið að veita fé til byggingar nýs fangelsis á Hólmsheiði, samkvæmt heimild- um Fréttablaðsins. Að auki er rætt um að setja sérstaka fjárupphæð til nauðsynlegra endurbóta á fangels- inu á Litla-Hrauni. Óvissa kom upp um áform innanríkis ráðherra varðandi fang- elsisbyggingu þegar fjárlaganefnd tók fjárheimild til þess úr fjár- lögum. Björgvin G. Sigurðsson, fulltrúi í nefnd- inni, hefur mjög talað fyrir því að áhersla eigi frekar að vera á uppbyggingu á Litla-Hrauni. Heimildir Fréttablaðsins herma að sátt hafi náðst í málinu í gær. Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra segir málið ekki frá gengið, en hann sé mjög bjartsýnn á að málið nái fram að ganga í samræmi við óskir fagaðila, en þeir hafa mælt með fangelsi á Hólmsheiði. „Ég hef átt góðar samræður við fulltrúa í fjárlaganefnd þingsins og ráðu- neytismenn og fulltrúar fangelsis- málastofnunar undanfarna daga og ég er mjög bjartsýnn á að málið nái farsællega fram að ganga.“ Páll Winkel fangelsismálastjóri segist bjartsýnn á að málið leys- ist með farsælum hætti og hann hafi átt nokkra fundi með nefndum Alþingis þar sem gögnum hafi verið komið á framfæri og hreinskiptin umræða átt sér stað. Byggt á Hólmsheiði og fé veitt á Hraunið Samþykkt verður að veita fé til byggingar fangelsis á Hólmsheiði. Farið verður eftir tillögum fangelsismálayfirvalda. Að auki verður sett fjármagn í endur- bætur á Litla-Hrauni. Fjárlagafrumvarpið verður afgreitt úr nefnd í dag. Ögmundur Jónasson er bjartsýnn á að farið verði að óskum fagaðila með uppbyggingu fangelsis á Hólmsheiði. Hann segir jafnframt mikilvægt að byggja upp á Litla-Hrauni. „Ég hef jafnframt lagt mjög ríka áherslu á það að ráðist verði í endur- bætur á Litla-Hrauni og áform gerð um uppbyggingu þar. Ég hef alltaf lagt áherslu á að Litla-Hraun verði þungamiðja í fangelsakerfi landsins.“ Litla-Hraun verði þungamiðjan LITLA-HRAUN Fjárheimild til nauðsynlegra endurbóta á Litla-Hrauni verður bætt inn á fjárlög 2012, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN PÁLL WINKEL Þá sendi Fangavarðafélag íslands frá sér yfirlýsingu í gær þar sem lýst er yfir heilshugar stuðningi við stefnu Fangelsismálastofnunar um uppbyggingu fangelsiskerfis- ins, þar með nýtt fangelsi á Hólms- heiði.“ Það er komið nóg af töfum á þessu brýna verkefni og er varað við því að Alþingi leggi stein í götu þessa framfaramáls eins og ráða má af fréttum,“ segir í yfirlýsing- unni. „Við fylgjumst með fram vindunni og munum ekki taka því þegjandi ef þessi áform verða stöðvuð eina ferðina enn. Að sjálfsögðu viljum við líka áframhaldandi uppbygg- ingu á Litla-Hrauni á komandi árum. En þetta eru ekki valkostir. Hólmsheiðina strax eins og lagt hefur verið upp með, síðan/og jafn- framt uppbyggingu á Litla-Hrauni,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni. jss@frettabladid.is kolbeinn@frettabladid.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.