Fréttablaðið - 03.12.2011, Síða 25

Fréttablaðið - 03.12.2011, Síða 25
LAUGARDAGUR 3. desember 2011 25 Mikið hefur verið rætt um ábyrgð hluthafa á fyrir- tækjum sínum. Takmörkuð ábyrgð hefur oft verið talin af hagfræðingum vera besta upp- finning síðari ára en hún ýtir undir nýsköpun í samfélaginu. Þó er það barnaskapur að átta sig ekki á því að á henni eru van- kantar, mýmörg dæmi eru um að eitt félag í eigu ákveðinna aðila fer í þrot og lætur eftir sig millj- arða skuldir meðan annað félag er skilið eftir. Eða dæmi þar sem eignir eru færðar á milli og skuldir skildar eftir. Hér þarf greinilega að finna einhverja málamiðlun. Í 67. grein ársreikningalaga er móðurfélögum gert skylt að semja samstæðureikning fyrir öll dótturfélög sín, óháð því hvar þau eru skráð. Móðurfélag er svo skilgreint meðal annars sem félag sem á eignarhlut í öðru félagi og hefur ákvörðunar- vald um rekstur og fjárhagslega stjórn þess. Skilgreining á móð- urfélagi er frekar þröng og því ekki mikil hætta á að slíkt félag sé skikkað til að gera samstæðu- reikningsskil hafi það ekki raun- verulega stjórn á öðrum félögum innan samstæðunnar. Ef eitthvað er, þá er það á hinn veginn. Nú vil ég kynna til sögunnar hugtak sem ég hef ekki heyrt nefnt áður, samstæðuábyrgð. Í því felst að ef félag í þinni sam- stæðu fer í þrot, mun hlutfall af skuld félagsins sem samsvarar eignarhluta þínum færast yfir á eignarhluti þína í samstæðunni. Það er, ef þú átt 100% í félagi A sem fer í þrot og skilur eftir sig 10 milljarða í skuldir, en þú átt 50% í félagi B, sem er metið á 50 milljarða, missirðu 40% af eignar hlut þínum í félagi B til kröfuhafa félags A. Önnur breyting á hluthafa- lögum varðar færslu eigna, óheimilt sé að flytja eignir úr félagi A í félag B og meta það aðeins á 2% af raunvirði. Erf- itt er að útfæra þetta þar sem raunvirði er oft óþekkt og aðeins mat þeirra sem að viðskiptunum koma, ásamt því að ef það þyrfti að kalla til óháðan matsmann við öll viðskipti milli lögaðila kæmi þar til sögunnar óheyrilegur kostnaður á íslenskt athafna- líf. Tvær heimildir ættu að vera kynntar til sögunnar: 1. Að Fjármálaeftirlitið geti upp á sitt eindæmi og án frek- ari rökstuðnings krafist allra gagna frá hlutaðeigandi aðil- um varðandi söluna og hvernig eignir voru verðmetnar og skip- að óháðan matsmann til að verð- meta eignirnar. Ef verulegar aðfinnslur koma í ljós hefur Fjár- málaeftirlitið heimild til að rifta kaupunum. 2. Að kröfuhafar þeirra fyrir- tækja sem standa að viðskiptun- um geta farið fram á við Fjár- málaeftirlitið að það kalli til sín þau gögn sem teljast nauðsynleg og skipi matsmann til að verð- meta eignirnar líkt og í lið eitt. Báðar þessar heimildir þyrftu að hafa þröngan tímaramma enda geta lögaðilar ekki beðið mánuðum saman eftir að við- skipti eiga sér stað hvort FME eða kröfuhafar efist um lögmæti gjörningana. Ef viðskiptin eru af þeim mælikvarða að óvissa, jafn- vel í stuttan tíma, sé fjárhags- lega skaðleg fyrir þá aðila sem koma að sölunni geta þeir óskað eftir því að FME kalli til mats- mann áður en salan á sér stað. Ef sá matsmaður kemst að því að eðlilega hafi verið staðið að öllu missa bæði FME og kröfuhafar þá rétti sem nefndir voru í grein eitt og tvö. Engin þessara hugmynda er gallalaus, enda er það svo þegar litið er til svo stórra málefna sem snerta svo marga að það er ómögulegt að koma með galla- lausa útfærslu. Vel má vera að heimildir fyrir einhverju af þessu séu núna í gildandi lögum enda er höfundur ekki lög- menntaður, en ef svo er virðist vera skortur á framkvæmd. Enda er það svo þegar litið er til svo stórra málefna sem snerta svo marga að það er ómögulegt að koma með gallalausa útfærslu. AF NETINU Reyka Vodki og Einstök Ísland er í huga margra land hreinna afurða og sérstæðrar náttúru. Íslensk útflutnings- fyrirtæki og erlend fyrirtæki nýta sér þessa ímynd við markaðssetningu og virðisaukn- ingu á erlendum mörkuðum. Í því felast mikil verðmæti fyrir Ísland. Sterk ímynd náttúru, hreinleiki og verndun náttúru eru að skapa mikil efnahagsleg verðmæti í öllum greinum útflutnings og vaxtarmöguleikarnir eru miklir. Þessi nánu tengsl ímyndar landsins og virðisaukningar fyrirtækjanna sýna vel hvernig hagsmunir náttúruverndar og við- skiptalífs fara saman. Þannig virðist samkeppnisforskot efnilegustu útflutningsfyrirtækjanna að ein- hverju leyti byggja á ímynd lands- ins, það er öflugri náttúruvernd og verndun umhverfis. Hér kallar nýja atvinnulífið á aðra forgangs- röðun en gamla atvinnulífið. Í atvinnulífi framtíðarinnar á Íslandi eru verndun umhverfisins og öflug uppbygging atvinnulífs ekki andstæðir pólar. Þannig kallar nýja atvinnulífið eftir nýjum áherslum í umhverfismálum á Íslandi. magnusorri.is Magnús Orri Schram Fylgstu með Sprota og vinum hans á hverjum degi til jóla í spennandi ævintýri um listahátíðina. Sagan er skrifuð og lesin af Felix Bergssyni og Kári Gunnarsson myndskreytir. Ævintýrið er einnig flutt á táknmáli. Sprotarnir eru talsmenn barnaþjónustu Landsbankans og eru skemmtilegir og skynsamir í fjármálum. Listahátíðin Fylgstu með á Sproti. is Ábyrgð fyrirtækja Fjármál Ingvar Linnet viðskiptafræðingur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.