Fréttablaðið - 03.12.2011, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 03.12.2011, Blaðsíða 30
3. desember 2011 LAUGARDAGUR30 Þ að þarf að koma fram að ég er á skóm úr kambódískum krókódíl sem var drepinn eftir að hafa ráðist á hermann. Það tekur enginn eftir þessu og þeir bíta í kuldanum!“ Steinar Bragi gengur ekki bara um í sví- virðilega dýrum skóm í jólasnjónum sem fyllir göturnar. Hann er líka óvenjulega hraustlegur, sem hefur ekki beinlínis verið hans aðalsmerki, og það er greinilegt að hann hefur ekki búið við skort á sólarljósi í nokkra mánuði eins og við hin. Hann er nýkominn heim úr sex mánaða Asíureisu með kærustu sinni, Kristínu Eiríksdóttur rithöfundi. Saman ferðuðust þau víða, meðal annars til Suður-Ameríku, Kanada, Banda- ríkjanna, Kambódíu, Taílands og Búrma. „Veistu hvað er það fyrsta sem ég tek allt- af eftir þegar ég kem heim?“ spyr Steinar Bragi. „Augnaráðinu!“ svarar hann sjálf- ur. „Þú mætir einhverri manneskju og þið eruð voðalega meðvituð hvort um annað. Þú labbar inn í búð, þar eru þrír aðrir, og það eru allir á einhvern hátt meðvitaðir um stöðu allra hinna. Maður fær svo ógeðslega innilokunarkennd af þessu. Ég skima oft 50 metra á undan mér þegar ég er að ganga Laugaveginn, hvort mig nálgist kannski ein- hver kunningi úr grunnskóla. Sting af þegar hvað verst liggur á mér. Guðbergur talaði um að verslun við Laugaveginn gengi út á þetta, að fólk væri að skjótast inn hér og þar til að sleppa við að mæta fólki sem það vildi ekki hitta.“ Ekki það að fólk gefi sig mikið á tal við hann úti á götu. „Þeir sem þekkja mig á annað borð virðast vera frekar hræddir við mig. Það er aldrei nokkur maður sem gefur sig á tal við mig og ræðir listir og fagra menningu eða neitt slíkt. Enda tek ég ekki þátt í fagurmenningunni.“ Skrifar hrollvekjurnar alveg óvart Bækur Steinars Braga hafa gjarnan þann eiginleika að láta lesandanum líða illa. Þeir viðkvæmari finna fyrir móðursýki og myrk- fælnin lætur á sér kræla. Það er léttir að leggja þær frá sér að lestri loknum og snúa sér aftur að birtunni. Nýjasta bók Steinars Braga, Hálendið, gerir einmitt þetta. Gagnrýnendur eru yfir sig hrifnir af henni. Hún er meðal fárra bóka sem hafa fengið fimm stjörnur í Frétta- blaðinu og gagnrýnandi blaðsins sagði Stein- ar Braga hafa ofurmannleg tök á skrifunum. Annar gagnrýnandi kallaði hana „tveggja martraða bók“. Taugatryllingur og hryll- ingur eru orð sem sjást víða. „Ef það er satt að ég skrifi hrollvekjur þá er það ekki af því mig langi sérstaklega til þess að skrifa þá bókmenntategund. Þetta eru bara einhverjar myndir sem mér finn- ast heillandi, í fegurð sinni eða viðbjóði, sem eru yfirleitt tvær hliðar á því sama. Ég finn samt að ég hef löngun til að plata lesendur. Leiða þá áfram inn í eitthvað sem þeir vilja ekki sjá, en geta ekki staðist frásögnina. En þetta eru auðvitað allt saman helvítis lygar,“ segir Steinar Bragi. Bókin hefur sínar tengingar við hrunið og er sprottin úr reynslu Steinars Braga árið 2006, þegar hann var nálægt því að kaupa sér fallegt hús á Njarðargötunni á 29 milljón- ir með fyrrverandi kærustu sinni. „Við feng- um leiðsögn um húsið, ég skoðaði það og mér fannst það hrífandi. Ég vildi ekkert heitar en að eignast það. Svo gengum við niður stig- ann, inn í stofuna og þá varð ég fyrir efnis- legri vitrun. Ég sá að þetta hús var gert úr timbri, nöglum, rörum og bárujárni. Ég sá hvað naglinn og spýtan kosta og hvað það var víðs fjarri að þetta væri 29 milljóna virði. Ég vildi ekki eyða næstu 40 árum ævi minn- ar í að borga þennan draum sem var búið að hlaða ofan á spýturnar og naglana. Þetta bjargaði mér frá myntkörfuláninu sem var búið að ræða við mig – og gjaldþroti tveim- ur árum síðar. Bókin er eiginlega um þetta.“ Eins og kanarífugl í búri Ári eftir þetta augnablik var Steinar búinn að brenna allar brýr að baki sér. „Mér fannst ég dauður frá enninu og niðrúr. Ástar- sambandi var lokið og ég var algjörlega dof- inn. Ég fann að ég varð að breytast, ann- ars færi dauði minn í starfi og persónulegu lífi saman. Það er skipbrot þegar þú hefur enga lífsgleði lengur. Skilur ekki af hverju þú ættir að halda áfram að lifa og finnst þú búinn að prófa allt þúsund sinnum, ekkert fram undan nema endurtekning á því sama. Það var annaðhvort að halda áfram í ein- hverju óhófi, sem dræpi mig, eða gera það ekki og drepa mig, eða reyna að lifa.“ Og þá fór hann til Kína. „Þetta voru einu öfgarnar sem mér datt í hug að gætu leitt til einhvers annars en dauða. En um leið og ég mætti á staðinn fékk ég viðbjóð á sjálf- um mér og var fljótt búinn að loka mig af, aleinn inni á herbergi að lesa bók, eða að skrifa eitthvað bull á fartölvuna. Fyrr en varði var ég búinn að panta mér flug til Víet- nam og var kominn upp í flugvél nær sam- stundis. Þegar ég kom til Víetnam kom í ljós að ég hafði verið svo uppnuminn yfir hug- myndinni, að ég gæti farið á þetta svæði, að ég hafði gleymt að fá vegabréfs áritun. Þá var ég sett- ur í stofufangelsi af víetnamska ríkinu. Þeir ætluðu fyrst að láta mig í alvöru fangelsi þangað til ég bauð þeim smá dollara. Þá fékk ég að vera í stofufangelsi á fjögurra stjörnu hóteli. Mér fannst það hryllilegt. Ég var þarna eins og kanarífugl í búri.“ Hann eyddi tímanum í að horfa á Víetnam út um gluggann. Þegar hann losnaði úr stofufang- elsinu rauk hann til Kambódíu. Örlögin leiddu hann svo áfram, meðal annars til Laos, Taílands, Búrma, Malasíu og Indónesíu. Hann fór líka til Suður-Ameríku, þar sem hann hitti töfralækna og drakk ofskynjunarlyf. Hann hafði heyrt að þetta væri hræðilegasta reynsla, sem líktist því að deyja. Sumir myndu ekki reyna að koma sér í slíkar aðstæður. „Þetta var skömmu eftir hrunið. Ég varð að gera eitthvað annað en að vera bara heima á Íslandi og lesa Eyj- una,“ segir hann til útskýringar. Horfst í augu við meinið Persónulegt skipbrot Steinars og stöðugt daður hans við dauðann rekur hann til erfiðrar reynslu, sem hann er nýfarinn að horfast í augu við að hafi verið dómínerandi áhrifavaldur í lífi hans lengi. Þegar hann var 25 ára vissi hann í hjarta sér að hann væri alvarlega veikur. Reynd- ar var það ekki bara hjartað sem gaf það til kynna, því líkaminn var farinn að kvarta sárlega. Steinar Bragi var iðulega farinn að finna rafstraum ganga niður eftir lærinu á sér. Þegar það gerðist sagði hann „helvítis krabbameinið“, hló tryllingslega og lét þar við sitja. Þegar hann drattaðist loks til heim- ilislæknis, með háan hita og suð fyrir eyrum, var hann sendur með sjúkrabíl rakleið- is upp á sjúkrahús. Hann var með krabba- mein í eista, sem hafði dreift sér víðar um líkamann, meðal annars í lungun. „Ég var algjörlega að því kominn að drepast. Þetta er ekki endilega sú gerð af krabbameini sem er hættulegust, en það var bara svo langt gengið. Ég veit ekki hvað mér gekk til, eða hvað mér fannst svona fyndið við þetta. Það var eins og það væri í mér einhver dauðalöngun. En hafi verið í mér einhver löngun til að deyja hvarf hún snarlega eftir að ég fékk greininguna.“ Við tók mjög erfið tveggja mánaða lyfjameðferð, þar sem Steinar Bragi sat inni á spítala, lét dæla í sig eitri frá 9 á morgn- ana til 4 á daginn, þyngdist um 7 kíló af vökva á augabragði, og fannst hann upplifa elli á unga aldri. „Ég þurfti að halda undir höndina á kærustunni þegar ég gekk stuttan spöl og svo leið yfir mig af mæði, einhvers staðar á miðjum Laugaveginum. Þetta var algjörlega eyðileggjandi fyrir heimsmynd ungs manns. Óttinn við að deyja eyðileggur alla heilbrigða lífsgleði. Óttinn fylgdi mér lengi. Það var eins og ég drægi líkið af sjálfum mér á eftir mér í fleiri ár.“ Engu nær um kærleikann og guð Líkami Steinars Braga brást svo vel við lyfjameðferðinni að það var kraftaverki líkast. Á tveimur mánuðum hurfu öll ummerki um æxlin og hann gat farið að byggja sig upp á ný. Algengt er að þeir sem ganga í gegnum álíka reynslu finni nýjan tilgang með lífinu. Því var ekki fyrir að fara með Steinar Braga. „Mér tókst að læra ekki neitt á þessu ferli. Ég fann hvorki kærleikann né guð. Ég viðurkenndi þetta lengi ekki einu sinni sem áhrifavald í mínu lífi.“ Dauðinn hefur heldur ekki sama heljar- takið á honum og áður. „Ég hef gert ýmis- legt til að hætta að vera drifinn áfram af ótta. En um leið hugsa ég um dauðann allan daginn. En þetta er ekki jafn morbid og það hljómar. Gegnum formið sem leysist upp og hverfur, skín guð.“ Það er aldrei nokkur mað- ur sem gefur sig á tal við mig og ræðir listir og fagra menningu. Enda tek ég ekki þátt í fagurmenn- ingunni. Með eigið lík í eftirdragi Rithöfundurinn Steinar Bragi hefur ekki sérstakan áhuga á að skrifa hrollvekjandi skáldskap en ýtir ekki frá sér heillandi hug- myndum sem sækja á hann, í fegurð sinni eða viðbjóði. Hann lýsir fyrir Hólmfríði Helgu Sigurðardóttur baráttunni við krabba- mein, stöðugri dauðahræðslu og hugmyndinni að baki nýju skáldsögunni Hálendinu, sem hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. STEINAR BRAGI Hann gengur um í snjónum, sólbrúnn á skóm úr kambódískum krókódíl. Steinar Bragi hefur verið á ferðalagi undanfarna mán- uði en er kominn heim til að fylgja eftir nýju skáldsögunni sinni, Hálendinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.