Fréttablaðið - 03.12.2011, Blaðsíða 34
3. desember 2011 LAUGARDAGUR34
FRAMHALD AF SÍÐU 32
Þ
að eru sérstaklega þrír
eldhugar sem ég hitti
þarna úti sem ég mun
aldrei gleyma,“ segir
Páll Óskar Hjálmtýsson, þegar
hann rifjar upp för sína til Síerra
Leóne á vegum UNICEF í október-
mánuði. Landið er eitt það fátæk-
asta í Afríku og í 180. sæti á
skýrslu Þróunaráætlunar Samein-
uðu þjóðanna um lífsgæði, af 187
löndum sem þar eru skráð. Þar er
Ísland í 14. sæti. „Fyrsti eldhug-
inn var Júlíus, þrettán ára strák-
ur með HIV. Hann smitaðist með
blóðgjöf þegar hann var fimm ára
og var á þeim tíma vart hugað líf. Í
dag mætir hann í tékk og sprautur
í hverjum einasta mánuði og það
sér ekki á honum. Hann lifir full-
komlega eðlilegu lífi – eins eðli-
legu lífi og hægt er að lifa í Síerra
Leóne – gengur í skóla á vegum
UNICEF, á sína leikfélaga og spil-
ar sinn fótbolta. En HIV fylgir
skömm, svo enginn veit að hann
er HIV-jákvæður, nema amma
hans og mamma hans. Hann var
æði! Eitt besta viðtalið sem ég tók
í þessari ferð var við hann.“
Þrettán ára ólétt götustelpa
Eldhugi númer tvö var fimm-
tán ára stelpa, sem bar nafnið
Princess. „Hún var tólf ára gömul
þegar hún fór að stunda vændi,
því það voru ekki nægir pening-
ar á heimilinu. Þær voru nokkr-
ar saman í hóp, fimm eða sex vin-
konur, sem brugðu á þetta ráð. Þær
voru ekki með neinn melludólg,
þær voru að gera þetta sjálfar, því
þær trúðu að einfalda leiðin út úr
fátæktinni væri að stunda vændi.“
Afleiðingin fyrir Princess var
að hún varð ólétt eftir viðskipta-
vin. Viðbrögð foreldranna voru að
fleygja henni á dyr. Hún var því
ein, heimilislaus og ólétt, þrettán
ára gömul. „Í dag er hún aktivisti,“
segir Páll Óskar og leynir ekki
hrifningu sinni. „Hún ferðast á
milli skóla og segir öðrum stelp-
um að fara alls ekki að á götuna
að selja sig. Það leysi ekki vanda-
málin. Hún er brjálæðislega sterk.
Hún ítrekaði við mig að nú væri
gamla lífi hennar lokið, framtíðin
biði hennar og hún þakkaði UNI-
CEF fyrir.“
Ótrúlegur viljastyrkur
Þriðja eldhugann hitti Páll Óskar
í fátækrahverfi sem hann heim-
sótti. „Þetta hverfi er algjör enda-
stöð. Þarna býr fólk sem hefur
leitað til höfuðborgarinnar í von
um betra líf en endað þarna, í
slömminu. Þarna er ekkert hol-
ræsakerfi, engin sorphirða, engin
hreinlætisaðstaða. Það er lítill
lækur sem rennur þarna í gegn.
Börnin nota þennan læk sem kló-
sett og baða sig upp úr honum
líka. Fólk tekur svo oft þetta sama
vatn, sýður það og drekkur. Þarna
er engin lýsing og því svarta-
myrkur á kvöldin. Á þessum stað
fékk ég að heyra sögu af strák
sem vann sig upp úr þessu með
því að læra að lesa sjálfur. Vilja-
styrkur hans var svo mikill að
hann klifraði upp á hæðina, þar
sem einn ljósastaur var, og las í
birtunni frá honum í einn og hálf-
an tíma á dag. Nú er hann kom-
inn með námsstyrk. Allir þessir
krakkar eru ótrúlegir eldhugar.
Þau hafa náð að rífa sig upp úr
aðstæðum sem við getum ekki
einu sinni ímyndað okkur. Þeim
tókst það með hjálp UNICEF.“
Gleymir aldrei ungu eldhugunum
U
m 220 þúsund manns lét-
ust og yfir 300 þúsund
særðust í jarðskjálftan-
um sem reið yfir Haítí
hinn 12. janúar árið 2010. Ríkið
var, fyrir jarðskjálftann, það
fátækasta á vesturhveli jarðar og
þar voru allar grunnstoðir sam-
félagsins laskaðar. Eftir skjálft-
ann eru þær í lamasessi og upp-
byggingarstarfi langt því frá lokið.
Um hálf milljón manna býr þar í
búðum, margir við mjög erfiðar
aðstæður.
Halldóra Geirharðsdóttir leik-
kona dvaldi á hamfarasvæðunum í
Haítí í viku í október síðastliðnum.
Þangað fór hún á vegum UNICEF,
til að tala við íbúa í tengslum við
söfnunarátakið dag rauða nefsins.
Viðtölin verða sýnd sem innslög í
skemmti- og söfnunar þættinum
á Stöð 2 næstkomandi föstudag.
Þetta er í annað sinn sem Halldóra
fer utan á vegum UNICEF. Í fyrra
fór hún til Úganda, sem hún segir
að hafi verið mjög erfið reynsla.
Ógleymanleg móðir
Skjálftinn átti upptök sín nálægt
Port-Au-Prince, höfuðborg Haítí,
en þar er nú hvert einasta opna
svæði, hver einasti Melavöllur og
Austurvöllur, fullur af fólki, eins
og Halldóra kemst að orði. Það
býr í bráðabirgðatjaldbúðum úr
plasti, hvert ofan í öðru. Því líkir
Halldóra við að búa í plastpoka.
Þarna var til að byrja með ekkert
hreint vatn, ekkert skólp og enn
í dag er þar ofboðsleg sýkingar-
hætta. Í heimsókn á heilsugæslu-
stöð sem UNICEF styrkir í einu
slíku hverfi, hitti Halldóra móður
með sjö daga gamalt barn. „Þessi
kona býr í svona bráðabirgðatjald-
búðum með 11 ára gömlum syni
sínum, en maður inn hennar dó í
kólerufaraldrinum sem braust út
í kjölfar skjálftans. Þá var hún
komin 16 vikur á leið. Klukkan ell-
efu um kvöldið sunnudaginn 26.
september fékk hún síðan fyrstu
hríðir. Aðstæður í búðunum eru
þannig að það kom ekki til greina
að senda son hennar út í myrkrið
eftir aðstoð. Hún átti því engra
annarra kosta völ en að eiga barnið
án hjálpar í tjaldinu. Maður þess-
arar konu hafði verið bílstjóri, svo
þetta var millistéttarkona í þessu
samfélagi, en bjó nú við hræði-
legar aðstæður sem hún valdi sér
ekki sjálf.“
Von í harmleiknum miðjum
Sögur á borð við þessa, af mann-
legum harmleik, er hvarvetna
að finna á Haítí, rétt eins og í
Úganda. Þrátt fyrir það upplifði
Halldóra meiri von á Haítí. „Ef
það má segja að eitthvað jákvætt
hafi fylgt þessum skjálfta er það að
hann setti fókus heimsins á Haítí.
Þetta gæti því verið spyrnan af
botninum fyrir þetta land. Eitt
af því sem maður reynir að gera
í svona aðstæðum er líka að búa
til spegil heim til Íslands. Ég hitti
yfirmann UNICEF í landinu, sem
sagði mér frá því verkefni sem
mikil áhersla er lögð á núna. Það er
að koma börnum, sem hefur verið
komið fyrir hjá vandalausum eftir
að annað foreldri hefur fallið frá,
aftur til fjölskyldu sinnar. Þetta
hét að vera niðursetningur hér á
Íslandi fyrir hundrað árum. Afi
minn var niðursetningur. Það er
sami hugsunarháttur á Haítí núna
og var hér fyrir 80 árum, þegar
ASÍ-lögin voru sett. Með þeim var
foreldrum í fyrsta skipti gert kleift
að halda börnum sínum þegar
annað foreldrið féll frá, í stað þess
að þurfa að dreifa þeim um allt
land. Fólkið á Haítí er á sama stað
og við vorum í afstöðu til barna á
þessum tíma. Þetta gaf mér svo
mikinn kraft, að bera saman hver
þau eru og hver við vorum. Kraft
til að trúa því að þau komist upp
úr þessu.
Við erum þar sem við erum í
dag, því við fengum aðstoð. Þau
þurfa líka aðstoð. Það er 50 prósent
ólæsi á Haítí og tæplega helmingur
barna gengur í skóla. Það þarf að
laga grunnstoðirnar í þessu sam-
félagi. Það er ekkert hægt nema
með aðstoð. Við vitum það, því við
erum sjálf svona þjóð. Við eigum
að vera þakklát fyrir þann stuðn-
ing sem forfeður okkar fengu og
við eigum að láta það ganga áfram.“
Ef þau fá aðstoð eiga þau von
Á GÖTU ÚTI Í PORT-AU-PRINCE Halldóra Geirharðsdóttir sá með eigin augum þá eyðileggingu sem enn blasir við á Haítí í kjölfar
jarðskjálftanna sem riðu yfir í byrjun árs 2010. Vinstra megin á myndinni glittir í rústir fjármálaráðuneytisins.
Ef að ég gæti breytt öllum
heiminum
myndi ég kannski byrja hjá
börnunum
Gefa þeim sól sumaryl
Þau lifa í heimi sem að þau
bjuggu ekki til
Ég hélt að ég gæti ekkert leyst
en nú hef ég sjálfur breyst
Ég bið að
megi megi
þessi heimur hér
verða aðeins
betri en hann er
Og megi megi
megi það byrja með mér
Hvernig get ég svo breytt þessum
heimi hér?
Held ég verði að byrja á sjálfum mér
Hvað get ég gert fyrir þau
Þau sem lifa í sárustu fátækt og
nauð
Ég hélt að ég gæti ekkert leyst
en nú hef ég sjálfur breyst
Ég bið að...
MEGI ÞAÐ BYRJA
MEÐ MÉR
Lag: Redd Lights/Páll Óskar
Texti: Páll Óskar
Með því að gerast heimsforeldri
með mánaðarlegum framlögum
kemur þú börnum til aðstoðar og
hjálpar þeim að öðlast mann-
sæmandi líf.
UNICEF vinnur að því markmiði
að veita börnum vernd, öryggi og
umhyggju. Hvert barn eigi að fá þá
barnæsku sem það á skilið, það
er tækifæri til að leika sér, læra og
láta sig dreyma. Á hverjum degi
snerta samtökin líf bágstaddra
barna í yfir 150 löndum.
Meðal þess sem heimsforeldrar
gera UNICEF kleift að gera er að
bólusetja börn, reisa skóla, dreifa
moskítónetum, byggja brunna,
veita börnum sálrænan stuðning
eftir stríðsátök og hamfarir, og svo
mætti lengi telja.
Einnig er hægt að gefa svokall-
aðar „sannar gjafir“ sem vert er
að muna eftir nú þegar velja á
jólagjafirnar. Gjöfunum, sem
þú kaupir í vefverslun UNICEF,
er dreift til barna og fjölskyldna
þeirra í samfélögum þar sem
þörfin er mest. Þegar keypt
er sönn gjöf fær viðtakandinn
persónulegt gjafabréf með ljós-
mynd eða lýsingu á gjöfinni. Varan
er því næst send frá vöruhúsi
UNICEF í Kaupmannahöfn til ein-
hvers af þeim 155 löndum sem
Barnahjálpin starfar í, allt eftir því
hvar þörfin er mest.
Meðal þess sem hægt er
að gefa eru bóluefni, ormalyf,
moskítónet og margt fleira, sem
allt kemur í góðar þarfir. Þar er
líka hægt að kaupa stærri gjafir á
borð við reiðhjól, sem getur gert
gæfumuninn í að bæta líf barna
með því að útvega greiðari aðgang
að menntun og heilsugæslu. Eða
jafnvel brunn og vatnsdælur, sem
geta dugað heilu þorpi til að verða
sér úti um hreint vatn.
Á vefsíðu UNICEF, www.unicef.
is, má lesa allt um hvernig má
gerast heimsforeldri og kaupa
sannar gjafir.
VILTU STYRKJA UNICEF?
MEÐ BÖRNUM FRÁ SÍERRA LEÓNE Páll Óskar Hjálmtýsson hitti marga unga eldhuga í ferðinni til Síerra Leóne. Hann var agndofa
yfir þeim styrk sem börn geta sýnt í ólýsanlega erfiðum aðstæðum. MYND/ARNAR ÞÓRISSON