Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.12.2011, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 03.12.2011, Qupperneq 40
3. desember 2011 LAUGARDAGUR40 N æstum ár er nú liðið frá því upp- reisnarbylgjan í arabaheiminum hófst, fyrst í Túnis og breiddist síðan hratt út til nágrannalandanna. Leiðtogar í Túnis og Egypta- landi hrökkluðust frá völdum strax á fyrstu vikunum undan þrýstingi frá almenningi, sem er einsdæmi í þessum heimshluta. Lýðræðisleg- ar kosningar hafa verið haldnar í Túnis og ný stjórn er tekin þar við völdum, og í Egyptalandi er lang- vinnt en að vísu umdeilt kosn- ingaferli nýhafið og stefnt á að ný stjórn taki við í vor. Í sumar unnu byltingarmenn í Líbíu síðan sigur á Múammar Gaddafí, með aðstoð Atlantshafs- bandalagsins, og nú síðast féllst forseti Jemens á að segja af sér gegn loforði um refsileysi. Enn fremur hafa konungarnir í Marokkó og Jórdaníu skipt um forsætisráðherra og ríkisstjórn, án þess að þurfa sjálfir að víkja, enda njóta þeir þess að almenning- ur dregur ekki konungdóm þeirra í efa. Undanfarið hefur svo gagnrýni og þrýstingur vaxið jafnt og þétt á Assad Sýrlandsforseta, jafnvel frá Arababandalaginu sem hefur vikið Sýrlandi úr samtökunum og sam- þykkt refsiaðgerðir vegna þess Ólgan í arabaheiminum hefur náð til nánast allra ríkja Norður- Afríku og Mið-Austurlanda og engan veginn sér enn fyrir endann á því hvaða áhrif hún mun hafa. Lýðræðisdraumar Vesturlandabúar sjá margir fyrir sér í hyllingum lýðræðisfyrir- komulag að vestrænum hætti breiðast út um arabaheiminn, þrátt fyrir þrálátar efasemdir á þessum sömu Vesturlöndum um að slíkt fyrirkomulag geti náð að skjóta rótum í arabaheiminum nema að undangenginni harla skrykkjóttri þróun. Gömlu valdaklíkurnar halda mjög fast í stjórnartaumana, jafnvel í þeim ríkjum þar sem árangur byltingarmanna virðist hafa orðið einna mestur, eins og í Egyptalandi þar sem ný bylt- ing virðist reyndar hafin gegn herforingjastjórninni. Í Sýrlandi virðist ástandið vera að snúast upp í borgarastyrjöld og víða eru átök öryggis sveita við mótmælendur enn nánast daglegt brauð. Margir óttast mjög stjórn- málaflokka íslamista, sem hafa reynst sigursælir í kosningum, bæði í Túnis, Marokkó og nú síð- ast í Egyptalandi. Sjálfir segjast þeir aðhyllast hófsaman íslam- isma, heita því að virða lýðræði og mannréttindi í hvívetna og vísa til góðrar reynslu Tyrkja af stjórn- artíð Recep Tayyips Erdogan for- sætisráðherra, sem segir íslam- istaflokk sinn ekki síst draga dám af flokkum kristilegra demókrata í Þýskalandi og fleiri Evrópu- löndum. Óþreyja Nokkurrar óþreyju gætir meðal margra sem fylgjast með þróun mála í arabaheiminum. Banda- rískur fræðimaður, Daniel Byman, sem hefur skrifað mikið um „arabíska vorið“, hefur til dæmist áhyggjur af því að nú sé þetta vor að snúast upp í vetur og spyr hvað hafi eiginlega farið úrskeiðis. „Nú þegar Bandaríkin búa sig undir að starfa með nýjum lýð- ræðisríkjum þessa heimshluta, þá verða þau einnig að búa sig undir öngþveiti, stöðnun og óstjórn sem mun setja mark sitt á arabíska vet- urinn,“ skrifar hann í dagblaðinu The New York Times. Atburðir liðins árs munu hins vegar ekki falla svo glatt í gleymsku. Um helmingur íbúa arabaheimsins er yngri en 25 ára og það er ekki síst þessi unga kyn- slóð sem mun á næstu árum og áratugum ráða úrslitum um hvað verður úr arabíska vorinu. UPPREISN UNGA FÓLKSINS Mótmælendur halda ótrauðir áfram á Tahrir-torgi í Kaíró þrátt fyrir að kosningaferli sé hafið. Um það bil helmingur íbúa flestra arabalandanna er yngri en 25 ára. NORDICPHOTOS/AFP M I Ð J A R Ð A R H A FTÚNIS LÍBÍA MAROKKÓ ALSÍR EGYPTALAND SÁDI-ARABÍA JÓRDANÍA SÝRLAND BAREIN JEMEN Túnis 17. des 2010 kveikir Mouhamed Bouazizi, ungur atvinnulaus menntamaður, í sér og deyr eftir að honum var bannað að afla sér tekna með því að selja græn- meti á götum úti. Þetta atvik hratt af stað fjöldamótmælum í Túnis sem síðan breiddust hratt út um arabaheiminn. 14. janúar 2011 hrökklast Zine el Abidine ben Ali forseti frá völdum og flýr til Sádi-Arabíu með stórar fúlgur fjár úr ríkis- sjóðnum. 23. október 2011 eru haldnar fyrstu frjálsu kosningarnar í arabaheiminum frá því uppreisn- irnar hófust. Hófsamir íslamistar bera sigur úr býtum. Líbía 17. febrúar hefst uppreisn með fjölmennum mótmælum í borginni Bengasí. Harkaleg viðbrögð stjórnvalda kostuðu á annan tug manna lífið og mögnuðu mótmælin sem héldu áfram linnulítið næstu vikurnar. 19. mars blandar Atlantshafs- bandalagið sér í átökin með loftárásum á stjórnarherinn. 21. ágúst ráðast uppreisnar- menn inn í höfuðborgina Trípolí, þar sem Múammar Gaddafí hafði aðsetur. Sjálfur er hann flúinn úr borginni nokkrum dögum síðar þegar hún fellur í hendur uppreisnarmanna. 20. október hafa uppreisnar- menn uppi á Gaddafí skammt frá fæðingarbæ hans, Sirte. Hann deyr af skotsárum stuttu síðar. Egyptaland 25. janúar 2011 koma tugir þúsunda saman á Tahrir-torgi í Kaíró og þúsundir að auki í öðrum borgum landsins til fyrstu mótmælafundanna gegn Hosni Mubarak forseta. Fjöldamótmæli héldu áfram reglulega næstu vikur og mánuði. 11. febrúar segir Mubarak af sér eftir 18 daga mótmæli og herfor- ingjaráð tekur við stjórn landsins. Herforingjarnir lofa að koma á nýrri stjórnskipan með lýðræði. 3. ágúst hefjast réttarhöld yfir Mubarak, sem er fluttur inn í dómsalinn á sjúkrabörum. 28. nóvember hefst fyrsti áfangi þingkosninga, en þeim lýkur ekki fyrr en í mars á næsta ári. Síðar á árinu er stefnt að nýrri stjórnarskrá og forsetakosningar eiga að vera haldnar fyrir mitt ár. Mótmælendur treysta herforingja stjórninni ekki til að tryggja lýðræði. Sýrland 19. mars hefjast mótmæli í borginni Daraa. Stjórnin bregst við með því að loka borgina af. Fimm mótmælendur láta lífið. 12. nóvember tilkynnir Arababandalagið að Sýrlandi verði vikið úr bandalaginu, láti stjórnvöld ekki af framferði sínu gagnvart mótmælendum. Brott- vísunin tekur gildi 19. nóvember 27. nóvember samþykkir Arababandalagið efnahagslegar refsiaðgerðir gegn Sýrlandi. Assad forseti situr enn. Sam- einuðu þjóðirnar segja aðgerðir stjórnvalda gegn mótmælendum hafa kostað meira en 4.000 manns lífið. Liðhlaupar úr hernum eru farnir að taka þátt í átökunum, sem eru farin að taka á sig mynd borgarastyrjaldar. Jemen 23. janúar hófust mótmæli í Jemen eftir að nítján stjórnarand- stæðingar voru handteknir. Þeirra á meðal var Tawakul Karman, sem hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár. Viku síðar mæta þúsundir manna til mótmæla og krefjast afsagnar Ali Abdullah Saleh forseta. 2. febrúar lofar Saleh forseti í fyrsta sinn að segja af sér, og heitir um leið að sonur sinn taki ekki við forsetaembættinu. Ekkert verður þó úr efndum strax og mótmælin halda áfram. 23. nóvember undirritar Saleh samning við fulltrúa stjórnar- andstöðunnar um afsögn sína. Mótmælendur fagna en átök brjótast þó út næstu daga Alsír 7. janúar brutust út óeirðir í tengslum við mótmæli gegn Abdelaziz Bouteflika forseta og hafa aðgerðir mótmæl- enda haldið áfram með mislöngum hléum. Í febrúar voru neyðarlögin numin úr gildi, en þau höfðu verið sett nítján árum áður. 16. apríl lætur Bouteflika forseti undan og lofar lýðræðisumbótum. 14. september boðar Bouteflika fjölmiðlafrelsi í landinu. Barein 14. febrúar eru fjölmenn mótmæli haldin í einu fámenn- asta en jafnframt einu auðugasta olíuríki arabaheimsins. Mótmæli hafa haldið áfram. Það eru einkum sjíar sem mótmæla því að njóta ekki sömu stöðu og meirihluti súnnía. Sjía-minnihlutinn nýtur samúðar í Íran en Sádi- Arabía hefur komið stjórnvöldum súnnía til aðstoðar. Marokkó 21. febrúar hefjast fyrstu mótmælin í Rabat og Casa- blanca. 1. júlí er ný stjórnskipun samþykkt í þjóðaratkvæða- greiðslu. 25. nóvember sigra hófsamir íslamistar í þingkosning- um. Abdelilah Benkirane, leiðtogi þeirra, verður forsætis- ráðherra nýrrar ríkisstjórnar. Ólga er þó áfram. Sádi-Arabía Litla fréttir hafa borist af mótmælum í Sádi-Arabíu, enda fréttaflutningur frá landinum ströngum takmörkunum háður. 6. mars banna stjórnvöld opinber mótmæli eftir að sjía- múslimar, sem eru í minnihluta, efndu til mótmæla. 18. mars tilkynnir Abdullah konungur að stórfé verði varið í launahækkanir og betri íbúðir, auk þess sem 60 þúsund manns er útveguð atvinna í öryggissveitum landsins. 24. nóvember létust fjórir mótmælendur af skotsárum í borginni Katif. 1. desember upplýsir Amnesty International að hundruð manna hafi verið handteknir fyrir að krefjast umbóta. Jórdanía 28. janúar tekur fólk að safnast saman í höfuðborginni Amman til að krefjast umbóta. 25. mars er einn maður drepinn og hundrað særðir þegar stuðningsmenn stjórnarinnar réðust á mótmæl- endur. 7. apríl kveikir mótmælandi í sér fyrir utan skrifstofu forsætisráðherrans í Amman. 17. október er Marouf al-Bakhtir forsætisráðherra gert að segja af sér. ARABÍSKA VORIÐ Bestu lífskjörin Sameinuðu arabísku furstadæmin 5 31% 30 Katar 1,5 34% 37 Barein 0,8 44% 42 Miðlungs lífskjör Sádi-Arabía 26 51% 56 Kúveit 3 37% 63 Líbía 6,5 47% 64 Líbanon 4,3 43% 71 Óman 3 52% 89 Túnis 10 42% 94 Verstu lífskjörin Jórdanía 6,5 54% 95 Alsír 35 47% 96 Egyptaland 85 52% 113 Palestína 4,5 64% 114 Sýrland 22 56% 119 Marokkó 32 48% 130 Jemen 24 55% 154 *Skv. lífskjaravísitölu Þróunarstofnunar SÞ fyrir alls 187 lönd árið 2011 ARABALÖNDIN Mannfjöldi (milljónir) Yngri en 25 ára (hlutfall) Lífskjör (sæti á lífskjaralista SÞ)* Óvissan dregst á langinn Arabíska vorið fór af stað með látum fyrir tæpu ári. Mikil ólga er enn í flestum ríkjunum en lítil vissa um framhaldið. Guðsteinn Bjarnason skoðar ástandið í ríkjum Norður-Afríku og Mið-Austurlanda.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.