Fréttablaðið - 03.12.2011, Síða 80

Fréttablaðið - 03.12.2011, Síða 80
3. desember 2011 LAUGARDAGUR52 Kynlíf og ofbeldi eiga alltaf eftir að verða umdeild um fjöll- unar efni, sumum á eftir að finnast of mikið af því, öðrum alltof lítið. Þ ér finnst ég sennilega vera algjör aumingi, ég er í sérstökum sokkum svo mér verði ekki kalt á tánum,“ segir D.B Weiss þegar blaðamaður Frétta- blaðsins hitti á hann og David Benioff uppi á Svínafellsjökli þar sem tökur á Game of Thrones fóru fram. Það var kalt í veðri, sólin varla komin upp og þeir Benioff og Weiss klæddust báðir hnausþykkum úlpum, þeir voru vel græjaðir. Ekki var hægt að segja Weiss vera kveif heldur ákaflega skynsaman því framleiðendurnir sátu ekki inni í hlýjum bíl og fylgdust með tökunum þaðan heldur stóðu úti í kuldanum eins og allir aðrir. Samlokurnar sem þeir gæddu sér á voru við það að frjósa og rjúkandi heitt kaffið þeirra var ferjað með fjórhjóli. Vill vinna meira með Sigurjóni David Benioff tekur að sér að svara spurningum blaðamanns að mestu leyti þótt Weiss skjóti inn einni og einni setningu, yfirleitt nokkuð skondnum. Benioff er einn eftirsóttasti hand- ritshöfundur Hollywood og Game of Thrones-ævintýrið á síst eftir að draga úr vinsældum hans. Fyrsta mynd hans var 25th Hour eftir Spike Lee en Beni- off skrifaði handritið að þeirri mynd upp úr eigin bók. Næsta mynd var hin fokdýra Troy með Brad Pitt í hlutverki Akkilesar og svo Flugdrekahlauparinn sem byggði á samnefndri skáldsögu Khaleds Hosseini. Til að ljúka þessari glæsi- legu upptalningu verður síðan að nefna X-Men Origins: Wolverine og loks kvik- myndina Brothers sem Sigurjón Sig- hvatsson framleiddi. „Sigurjón er ein- stakur karakter, ég kynntist honum fyrir tíu árum þegar ég var að skrifa grein fyrir tímaritið GQ um Ísland, hann var þá eini Íslendingurinn sem ég vissi um í Hollywood. Ég hringdi bara í hann og við höfum haldið góðu sambandi síðan. Okkur langar að gera eitthvað meira saman sem gæti verið virkilega skemmtilegt,“ segir Benioff. D.B. Weiss hefur hins vegar ögn minni reynslu af stóra sviðinu í Holly- wood, en Game of Thrones er hans fyrsta verkefni. Hann sendi frá sér sína fyrstu skáldsögu árið 2003 sem heitir Lucky Wander Boy en sam- kvæmt fréttum frá Hollywood er hann að skrifa handrit að framhaldsmynd I Am Legend og They Live. Og þar með er formlegri kynningu á Weiss og David lokið. Frábærar pitsur, frábært land Félagarnir eru orðlausir yfir íslenskri náttúru og segja dvölina hafa verið mikið ævintýri. „Þetta er eini stað- urinn í heiminum sem lítur svona út, þetta er eins og önnur pláneta,“ segir Benioff. Þættirnir bjóða upp á ólíkt landslag, norðan Virkisveggsins svo- kallaða ríkir frost og snjór en það er stutt í eyðimerkur, sand og sól. „Við reyndum að skapa þetta kalda og norð- læga á Norður-Írlandi og tókst ótrúlega vel upp. En þúsund ára jarðfræðisaga Íslands gegn pappírstætlum er bara ójafn leikur,“ segir Weiss. Eins og Chris Newman sagði frá í Fréttablaðinu er ekki loku fyrir það skotið að tökulið Game of Thrones komi hingað aftur. „Það er margt í næstu þáttaröðum sem á eftir að ger- ast í kulda og snjó og við viljum gjarn- an koma aftur. Við höfum verið með tökulið í þremur löndum, á Norður- Írlandi, í Króatíu og á Íslandi og dvöl- in hér hefur frábær. Starfsfólkið er frá- bært, maturinn er stórkostlegur, meira að segja pitsurnar eru góðar, á því átti ég ekki von,“ segir Weiss og bætir því við að Íslendingar setji hráefni ofan á flatbökurnar sem hann sjálfur hefði aldrei látið sér detta í hug að nota á pitsur. „Miklu skiptir líka að HBO sé ánægt og þá einnig að þar á bæ séu menn sáttir við dvöl okkar hér.“ Enginn öruggur í Game of Thrones Handritshöfundarnir og framleiðendurnir David Benioff og D.B. Weiss veðjuðu á réttan hest þegar þeir fóru saman á fund HBO fyrir sex árum og kynntu fyrir sjónvarpsrisanum sjónvarpsþáttaröð byggða á fimm bókum George R.R. Martin, A Song of Ice and Fire. Og til varð Game of Thrones. Freyr Gígja Gunnarsson ræddi við David Benioff og D.B. Weiss um framtíð þáttanna og dvölina á Íslandi. HRIFNIR AF LANDINU David Benioff (t.v.) og D.B. Weiss eru hrifnir af Íslandi og útiloka ekki að tökulið Game of Thrones komi aftur hingað til lands. Þeir segja þættina ákaflega femíníska og þeir séu vandfundnir þætt- irnir sem búi yfir jafnmörgum sterkum konum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Höfuðlaus stórstjarna Vinsældir Game of Thrones hafa verið lyginni líkastar. Þættirnir voru til- nefndir til fjölda Emmy-verðlauna og hlutu tvenn. Benioff segir að vinsæld- ir þáttanna megi rekja að stórum hluta til frábærra bóka George R.R. Mart- in. „Þær hafa náttúrulega verið þýdd- ar á fjölda tungumála og hafa eignast mjög tryggan aðdáendahóp. Bækurnar eru stórkostlegar, lesendur verða hug- fangnir af persónunum og óttast um örlög þeirra því þetta er mjög hættu- legur heimur sem Martin hefur skapað og fólk deyr,“ útskýrir Benioff. Hann bætir því við að þeir hafi jafn- framt verið mjög heppnir með það leik- aralið sem gætt hefur persónurnar lífi á sjónvarpsskjánum. „Ég hef verið lengi í þessum bransa og þetta hefur verið mjög gleðilegur og gefandi tími,“ segir Benioff. Weiss skýtur því inn að allir í tökuliðinu virðist vera mjög meðvitað- ir um að þeir séu með eitthvað einstakt í höndunum. „Og þeir leggja sig extra mikið fram hverju sinni, maður finnur ástríðuna hjá öllum,“ segir Weiss. Varla er þó hægt að sleppa handrits- höfundum án þess að spyrja þá út í örlög stærstu stjörnu þáttanna, Seans Bean, sem lék Ned Stark. Í lok fyrstu seríu var hann leiddur fyrir dóm og loks háls- höggvinn fyrir landráð. „Auðvitað var mjög erfitt að sjá á eftir Bean og Stark. Hann var mjög vinsæll. En þetta er það sem er svo magnað við bækurnar, eng- inn er öruggur, allir eru feigir og þær persónur sem eru kannski minnstu hetj- urnar eiga eftir að lifa lengst,“ útskýrir Benioff. „Sean var líka svo ánægður að fá eftirmynd eigin höfuðs að við gátum eiginlega ekki svikið hann um það.“ Sterkar konur Það þýðir lítið að spyrja Benioff og Weiss út í það hvað gerist í næstu seríu. Fréttablaðið fékk ekki einu sinni að mynda eina af aðalpersónum næstu þáttaraðar, nærvera hennar var algjört hernaðarleyndarmál. Þeir vara hins vegar sjálfskipaða sérfræðinga í Game of Thrones við, þeir geti ekki bás- únað sína bókaþekkingu á torgum úti og sagst vita nákvæmlega hvað gerist næst. „Sumar þær persónur sem lifa í bókunum deyja í þáttunum,“ segir Beni- off, mjög dularfullur. Bækur Martins eru fimm en til þess að klára sögurnar þarf að öllum líkindum átta þáttarað- ir til. „En við ráðum þessu ekki held- ur HBO. Og við verðum örugglega þeir síðustu til að frétta ef þættirnir verða slegnir af.“ Umræðan tekur því u-beygju og kynlíf berst í tal en opinskáar kynlífs- senur voru áberandi í fyrstu þáttunum. „Ef þær hefðu ekki verið nauðsynlegar þá hefðu þær ekki verið þarna,“ segir Weiss og Benioff heldur áfram. „Það er mikið kynlíf og mikil kynferðisleg spenna í bókunum og þegar við kynnt- um þetta verkefni fyrir HBO fyrir sex árum tókum við skýrt fram að þetta væri ekki Lord of the Rings eða epísk barátta milli góðs og ills. Bækurnar eru skrifaðar fyrir fullorðna og þær fjalla ekki um álfa og tröll. Og eins mikið og ég elska Lord of the Rings þá eiga kynlíf og Fróði Baggi lítið sameigin- legt. Game of Thrones fjalla um alvöru manneskjur sem búa í ævintýraveröld og alvöru manneskjur hafa tilfinningar og kynhvöt,“ segir Benioff. „Kynlíf og ofbeldi eiga alltaf eftir að verða umdeilt umfjöllunarefni, sumum á eftir að finn- ast of mikið af því, öðrum alltof lítið,“ skýtur Weiss að. Ólíkt því sem flestir kynnu að halda eru þættirnir hins vegar mjög fem- ínískir. Konur á borð við Daenerys Targaryen, Stark-systurnar tvær og móður þeirra, Catelyn, ráða miklu um framvindu sögunnar. Weiss segir að fáir, ef nokkrir, þættir bjóði upp á jafn- mikinn fjölda af sterkum konum. „Það er mýta að stærsti hluti lesenda bóka George R.R. Martin sé karlar, það eru konur sem lesa bækurnar.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.