Fréttablaðið - 03.12.2011, Side 84

Fréttablaðið - 03.12.2011, Side 84
3. desember 2011 LAUGARDAGUR56 Á þessum síðum mun ég skrásetja sögu sem ykkur kann að þykja ótrúleg eða kannski þykir ykkur það ekki. Hún fjallar ekki um mig nema að því leyti sem hún fjallar um þörf mína fyrir að komast að raun um hvað væri satt og hverju logið um atburðina sem áttu sér stað fyrir þrettán árum, veturinn 2003 þegar gosið í Kötlu stóð sem hæst. Þá var ég átján ára, ráðvilltur og reiður. Á sínum tíma reyndi ég að fá botn í allt sem gerst hafði en gafst á endanum upp og ákvað, þvert á innri sannfæringu, að ekkert af þessu kæmi mér við. Ég bældi niður forvitnina og einbeitti mér að öðrum hlutum. En það var í fyrra, á dimmu og blautu haustkvöldi líku því sem nú blasir við út um gluggann, að ég fékk símtal sem rauf sáttmála minn við til- veruna. Er það Davíð? Elísa- betarson? spurði gamal- leg kvenrödd. Það er hann, svaraði ég. Sæll, vinur, þetta er María, mamma hans Þorláks. Ef ég kveikti ekki strax á perunni var það vegna þess að rödd hennar var breytt; hljómaði eldri og óstyrkari en í minning- unni. Ég hafði svo sem ekki hitt hana oft, enda bjó hún á Akureyri og hvorki mamma né Láki voru gefin fyrir lang- ar bílferðir. Síðast hitt- umst við í jarðarför Láka, en þá ræddum við ekkert saman, ég tók aðeins utan um hana og hún klapp- aði mér á herðablöðin, stíf í fram- an af bældri sorg. Sæl og blessuð, sagði ég. Ég hringi nú vegna þess að ég er að flytja í þjónustuíbúð fyrir aldraða. Já, það er … Ertu ánægð með þá tilhögun? spurði ég, vandræða- legur yfir ellinni. Yfir dauðanum. Verður maður ekki að vera það? svaraði hún. En systurdóttir mín hefur verið að hjálpa mér að pakka niður og ég var svona að vand- ræðast með dótið frá honum Láka. Ég tek það ekki með mér í gröfina. En ég get heldur ekki hugsað mér að henda því og þú varst nú nánast eins og sonur hans … Já, svaraði ég. Á ég ekki bara að senda þér þetta? Fornhagi 20, er það rétt heimilisfang? Já, hérna, þakka þér fyrir. Hvernig dót er þetta annars? Aðallega teikningar, sumar hverjar ansi fallegar. Þú ræður hvað þú gerir við þetta. En mér datt svona í hug að þú vildir halda upp á þær. Það var rétt til getið. Ég hef alltaf haft gaman af sögunum hans Láka. Mér þótti líka vænt um hann, þótt hann væri í mínum huga fyrst og fremst skósveinn móður minnar. Hann kom inn í líf mitt þegar ég var tólf ára og vildi allt fyrir mig gera. Nema þá helst að standa uppi í hárinu á mömmu, en það þorði hann ekki, frekar en aðrir. Um það bil viku eftir símtal- ið frá Akureyri fékk ég stærðar kassa sendan í pósti. Það var kassi undan banönum, merktur Chic- q uita í bak og fyrir og vandlega bundinn aftur með fíngerðu snæri. Hann fékk að dúsa í bílskottinu hjá mér í nokkra daga eða þar til ég mundi eftir honum á laugar- dagsmorgni, eftir að við höfðum lokið við að drekka kaffið og lesa blöðin. Stelpurnar voru inni í herbergi að leika sér, Védís var lögst í sóf- ann með bók og ég hafði ekkert sérstakt fyrir stafni. Ég gekk frá inni í eld- húsi og þurrkaði af borð- inu áður en ég skellti á það kassanum og tíndi upp úr honum: Teikn- ingar, blaðaúrklippur, ljósmyndir af mér og mömmu, Kötlu í ham og öskugrárri eyðilegging- unni fyrir austan, drög að myndasögum og laus blöð með þéttri skrift Láka. Eftir að hafa blaðað í gegnum þetta góða stund mundi ég eftir þeim gögnum sem ég átti í fórum mínum en hafði ekki litið á síðan við fluttum hingað í Fornhagann. Þau voru líklega í einhverjum svipuðum kassa inni í geymslu, hélt ég. En ég var meira en klukku- tíma að finna þetta í öllu draslinu og það var ekki í neinum kassa heldur plastpokum á víð og dreif í geymslunni. Ég fór með pokana inn í eldhús og tók til við að flokka, svo mér liði eins og ég hefði einhverja stjórn á hlutunum. Þarna voru glósubæk- ur Jóns, bláar stílabækur, fimm talsins, ásamt dagatalsbók Indi sem hún hafði skráð í bókanir við- skiptavina sinna með blekpenna. Upp úr pokunum komu líka myndir sem mamma hafði gefið mér á sínum tíma: Af henni sjálfri, Láka, Jóni og Indi. Og blaðaúr- klippur um Kötlugosið sem stóð í tuttugu og fimm mánuði, frá lokum nóvember 2001 fram í árs- byrjun 2004, og setti mark sitt á allt á þeim tíma. Nú orðið finnst mér merkilegt hversu fljótt maður vandist öskunni. Suma daga var maður strjúkandi drulluna úr augnkrókunum, hóstandi henni upp úr sér og bryðjandi milli tann- anna. Mistrið faldi fyrir okkur himininn en samfélagið hélt áfram að snúast um pólítík og efnahag með góðum skammti af persónu- legum harmi og sigrum. Fólk dó og börn fæddust. Yngri dóttir mín, Sólveig, ráfaði inn í eldhúsið til mín og rak upp stór augu þegar hún sá guln- andi hrúguna á eldhúsborð- inu. Hvað ertu að gera, pabbi? spurði hún, og greiddi svartan hártopp- inn til hliðar með litlum, iðandi fingrum. Svart- hærð og brúneyg eins og ég en húðin ljósari. Ég er að rifja upp hluti sem gerðust í gamla daga, áður en þú fæddist, svaraði ég og tók hana í fangið. Ég sýndi henni nokkrar af saklausari teikningum Láka og furðaði mig á því, enn einu sinni eftir að ég varð sjálfur faðir, hvernig Elísabet fékk af sér að vanrækja mig eins og hún gerði. Þetta eru Adam og Eva, sagði ég. Þau eru allsber! skríkti Sólveig og benti á typpið á Adam. Hér er Bláskeggur konungur, þú skalt passa þig á hans líkum þegar þú verður eldri og þetta er Elísa- bet amma þín, sagði ég og rétti henni mynd af Elísabetu og Indi hlæjandi með vín í glösum. Er hún dáin? spurði hún. Nei, elskan, svaraði ég. Er það þessi? spurði hún og benti á Indi. Nei, en þessi kona heitir samt Ingibjörg eins og systir þín. Heitir Ingibjörg þá í höfuðið á henni, eins og ég heiti í höfuðið á Sólveigu ömmu? Já, elskan, svaraði ég og það var engin lygi. Ég skýrði frum- burð minn í höfuðið á konu sem ég þekkti sama og ekkert. Mér fannst það lágmarksvirðing úr því að mamma varð óbeinn valdur að endalokum hennar. Á mörkum raunsæis og fantasíu Í vikunni var Guðrún Eva Mínervudóttir rithöfundur tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir nýjustu skáldsögu sína, Allt með kossi vekur, þar sem myndasögum og texta er blandað saman. Fréttablaðið birtir hér kafla úr bókinni. BLÁSKEGGUR Sunna Sigurðardóttir á heiðurinn af teikningunum í bókinni. GUÐRÚN EVA MÍNERVUDÓTTIR Allt með kossi vekur, sjötta skáldsaga Guðrúnar Evu Mínervudóttur, þykir sverja sig í ætt við fyrri bækur hennar. Bókin hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. Hvað ertu að gera, pabbi? spurði hún, og greiddi svartan hár- toppinn til hliðar með litlum, iðandi fingrum. Skátahreyfingin hefur um árabil selt sígræn eðaltré í hæsta gæðaflokki og prýða þau þúsundir heimila og fyrirtækja. Sígrænu jólatrén eru seld í Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123 í Reykjavík, s: 550 9800 og á skátavefnum: www.skatar.is Frábærir eiginleikar: -eðaltré ár eftir ár!Sígræna jólatréð 10 ára ábyrgð 12 stærðir (90-500 cm) Stálfótur fylgir Ekkert barr að ryksuga Veldur ekki ofnæmi Eldtraust Þarf ekki að vökva Íslenskar leiðbeiningar Við gróðursetjum lifandi tré í skógrækt skáta að Úlfljótsvatni fyrir hvert Sígrænt jólatré sem keypt er. Þú prýðir híbýli þín með Sígrænu jólatré og stuðlar að skógrækt um leið!
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.