Fréttablaðið - 03.12.2011, Qupperneq 112
3. desember 2011 LAUGARDAGUR84
arionbanki.is – 444 7000
Arion banki óskar
stelpunum okkar góðs
gengis á HM í Brasilíu
Arion banki er aðalbakhjarl HSÍ
Gary Barlow, söngvari í
strákabandinu Take That,
segist hafa leitað sér hugg-
unar í mat eftir að sóló-
ferill hans fór illa af stað
árið 1998. „Það er eitt að
fyrirlíta sjálfan sig í hug-
anum. En þegar þú
horfir í spegilinn og
fyrirlítur líkamann
þinn líka, hvað ger-
irðu þá?“ sagði Bar-
low, sem var orðinn
105 kíló á þessum
tíma. „Það er þá
betra að hata sjálf-
an sig og líta vel
út eða líta hrika-
lega illa út en líða mjög vel. En
að hata báðar hliðarnar fer
alveg með mann,“ sagði Bar-
low, sem er fertugur. Hann
er í fínu formi í dag en viður-
kennir að matur verði allt-
af óvinur hans. „Ég hef
alltaf elskað mat og
það hefur vakið hjá
mér sektarkennd.“
Brad Pitt hughreysti aðdáanda
sinn sem hafði íhugað sjálfsvíg
áður en hann sá nýjustu mynd
leikarans, Moneyball. Pitt var
viðstaddur sýningu á myndinni
þar sem hægt var að spyrja hann
út í söguþráðinn að henni lokinni.
Aðdáandinn sagðist hafa glímt
við sjálfsmorðshugsanir fyrr um
daginn og að myndin hefði gefið
honum von. Maður sem var við-
staddur sýninguna hafði þetta að
segja: „Brad sagði: Heyrðu, lífið
er fullt af hæðum og lægðum. Þú
verður að sætta þig við það. Þú
verður kannski leiður en þegar
þú hressist við geta hver mistök
leitt til frama.“
Hughreysti
aðdáanda
BRAD PITT Leikarinn hughreysti
aðdáanda eftir sýningu á Moneyball.
Hámaði í sig mat
HUGGAÐI SIG MEÐ
MAT Gary Barlow
fitnaði mikið þegar
sólóferillinn klikkaði.
Verið gæti að söngkonan Beyonce
sé komin lengra á leið með fyrsta
barn sitt og rapparans Jay-Z en
áður var haldið.
Parið hafði áður tilkynnt að
fæðingardagur barnsins yrði í
febrúar, en nýleg myndbands-
upptaka af Beyonce sem rataði
á netið á dögunum hefur heldur
betur ruglað fólk í ríminu. Í
myndbandinu, sem tekið er í
september, segist hún vera komin
sex mánuði á leið og glöggir
aðdáendur söngkonunnar áttuðu
sig strax á að það leiddi af sér að
von væri á barninu í desember.
Komin
lengra á leið
BARNALÁN Kelly Rowland, fyrrverandi
samstarfskona Beyonce úr Destiny‘s
Child, kom á dögunum upp um það að
parið ætti von á dóttur.
Nicole Scherzinger og Lewis
Hamilton hafa ákveðið að
hittast á nokkrum leynileg-
um stefnumótum til að athuga
hvort þau geti blásið lífi í fjög-
urra ára samband sitt.
Parið hætti saman í október
en þar sem Formúlu 1-tíma-
bilinu fer senn að ljúka hjá
Hamilton gera þau sér nú vonir
um að geta eytt góðum tíma
saman.
„Það er erfitt að viðhalda
blossanum meðan á Formúlu-
tímabilinu stendur. Lewis er
svo upptekinn því það er allt-
af nýtt land í hverri viku. Og
þau vilja ekki nota Skype því
það er bara ekki eins,“ hefur
The Sun eftir heimildarmanni
sínum. „Lewis getur varla
beðið eftir að hitta hana á ný,“
bætir heimildar maðurinn við.
Þrátt fyrir að parið hafi hætt
saman nýverið viðurkenndi
Lewis að hann bæri ennþá
sterkar tilfinningar til söng-
konunnar bandarísku. „Hver
veit, kannski verðum við saman
í náinni framtíð.“
Hittast á leynilegum stefnumótum
SUNDUR OG SAMAN Nicole
Scherzinger og Lewis Hamilton ætla
eiga nokkur leynileg stefnumót þegar
Formúlu 1-tímabilið er búið.