Fréttablaðið - 03.12.2011, Side 113
LAUGARDAGUR 3. desember 2011 85
Kræsingar og kostakjör...
... um jólin
Ný plata frá hinni sálugu Amy
Winehouse, Lioness: Hidden
Treasures, kemur út á mánudag-
inn. Talið er að hún fari beint í
efsta sæti vinsældalista úti um
allan heim.
Platan hefur að geyma tólf lög
með Winhouse sem hún hafði sum
lokið við áður en hún lést. Það voru
vinir hennar, upptökustjórarnir
Mark Ronson og Salaam Remi,
sem völdu lögin.
Faðir söngkonunnar segir að
platan hefði aldrei komið út ef fjöl-
skylda hennar héldi að lögin væru
ekki nógu góð. „Fjölskyldan taldi
að ekkert yrði gefið út nema það
væri sambærilegt við plöturnar
Frank eða Back to Black,“ sagði
hann.
„Ef þetta væri ekki eins gott og
þær hefðum við aldrei leyft útgáf-
una.“ Winehouse lést í sumar,
aðeins 27 ára, eftir langa baráttu
við áfengis- og eiturlyfjafíkn.
Winehouse spáð toppsætinu
NÝ PLATA Nýrri plötu með Amy Winehouse hefur verið spáð toppsæti vinsældalista.
NORDICPHOTOS/GETTY
Tenniskappinn Novak Djokovic
hefur fengið hlutverk í hasar-
myndinni The Expendables 2.
Hinn 24 ára Serbi fékk boð um
að leika í myndinni frá framleið-
andanum Avi Lerner og er þessa
dagana á tökustað í Búlgaríu.
Djokovic, sem er í efsta sæti
heimslistans í tennis, fer með
lítið hlutverk sem þorpari og mun
leika á móti sjálfum Sylvester
Stallone. Myndin er væntanleg í
kvikmyndahús á næsta ári. Fjöldi
vöðvabúnta og hasarmyndahetja
leikur í myndinni, þar á meðal
Jason Statham, Bruce
Willis og Arnold
Schwarzenegger.
Djokovic í
Expendables
LEIKUR Í EXPENDABLES Tenniskappinn
Novak Djokovic leikur í The Expendables
2.
HARÐUR
Stallone
fer fyrir
helstu harð-
hausunum í
Hollywood í
Expendables.
1. Our Day Will Come (reggíútgáfa)
2. Between the Cheats
3. Tears Dry
4. Wake Up Alone (prufuupptaka)
5. Will You Still Love Me Tomorrow
6. Valerie (prufuupptaka)
7. Like Smoke (ásamt Nas)
8. The Girl from Ipanema
9. Halftime
10. Best Friends
11. Body and Soul (ásamt Tony
Bennett)
12. A Song for You
LAGALISTINN Á PLÖTUNNI: