Fréttablaðið - 03.12.2011, Side 120

Fréttablaðið - 03.12.2011, Side 120
3. desember 2011 LAUGARDAGUR92 Kartöfluverksmiðja Þykkvabæjar hf. hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, ákveðið að innkalla af markaði Kartöflusalat þar sem það inniheldur sinnep sem aftur inniheldur hveiti. Hveiti er ekki gefið upp í innihaldslýsingu. Hveiti og afurðir búnar til úr þeim eru á lista yfir ofnæmis – og óþolsvalda og því vara- samar fyrir ákveðna neytendahópa. Tekið skal fram að vörurnar eru skaðlausar neytendum sem hafa ekki ofnæmi eða óþol fyrir hveiti (glúten). Þeir sem eiga vöruna og hafa ofnæmi getað skilað henni til Kartöfluverksmiðju Þykkvabæjar hf Austurhrauni 5, Garðabæ FÓTBOLTI Síðara bindi bókarinnar um 100 ára sögu Íslandsmótsins í knattspyrnu kom út í gær. Umfjöllun þess hefst á Íslands- mótinu 1966 til þess hundraðasta sem fór fram nú í sumar. Fyrra bindið kom út í apríl á þessu ári. Sigmundur Ó. Steinarsson er höfundur verksins en þeim Sigur- steini Gíslasyni og Gunnari Guð- mundssyni voru afhent fyrstu eintökin. Þeir eru báðir nífaldir Íslandsmeistarar í knattspyrnu, oftast allra núlifandi Íslendinga. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, sæmdi við það tilefni Sigur- stein gullmerki KSÍ. Gunnar fékk gullmerki á síðasta ári á 80 ára afmæli sínu. Þrír Íslendingar hafa tíu sinn- um orðið Íslandsmeistarar, þeir Frímann Helgason, Hermann Hermannsson og Tryggvi Magnús son. - esá 100 ára saga Íslandsmótsins: Síðara bindið komið út HÖFUNDURINN Sigmundur Ó. Steinars- son ritaði 100 ára sögu Íslandsmótsins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Lengjubikarkeppni karla UNDANÚRSLIT Þór Þorl. - Grindavík 66-80 (40-42) Þór Þorlákshöfn: Guðmundur Jónsson 18, Darrin Govens 18/12 fráköst, Darri Hilmarsson 9, Michael Ringgold 8, Baldur Þór Ragnarsson 7, Marko Latinovic 2, Emil Karel Einarsson 2, Þor- steinn Már Ragnarsson 2. Grindavík: J’Nathan Bullock 25/17 fráköst, Ólafur Ólafsson 14, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 14/15 fráköst, Giordan Watson 9/10 stoðsendingar, Páll Axel Vilbergsson 8, Jóhann Árni Ólafsson 5, Þorleifur Ólafsson 3, Ómar Örn Sævarsson 2. Snæfell - Keflavík 88-93 (51-59) Snæfell: Marquis Sheldon Hall 25, Quincy Hankins-Cole 22/11 fráköst Jón Ólafur Jónsson 18, Sveinn Arnar Davidsson 9, Hafþór Ingi Gunn- arsson 5, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 5, Ólafur Torfason 4/6 fráköst. Keflavík: Jarryd Cole 36/10 fráköst, Steven Gerard Dagustino 26, Charles Michael Parker 12/6 fráköst/6 stoðsendingar/6 stolnir, Almar Stefán Guðbrandsson 9/10 fráköst Valur Orri Valsson 7, Gunnar H. Stefánsson 3. Úrslitaleikurinn fer fram í dag klukkan 16.00. Þýska úrvalsdeildin Bayer Leverkusen - Hoffenheim 2-0 Gylfi Þór Sigurðsson spilaði fyrstu 80 mínúturnar í liði Hoffenheim. Þetta var fyrsti leikur hans í byrjunarliði síðan í október, en Hoffenheim hefur nú leikið fimm leiki í röð án sigurs. Ítalska úrvalsdeildin Genoa - AC Milan 0-2 0-1 Zlatan Ibrahimovic (57.), 0-2 Antonio Nocerino (79.). Skoska úrvalsdeildin Motherwell - Hibernian hætt (0-1) Leikurinn var blásinn af í hálfleik vegna eldsvoða í fljóðljósum á vellinum. Guðlaugur Victor Páls- son var á meðal varamanna Hibernian. Sænska úrvalsdeildin Örebro - Jämtland 79-97 Brynjar Þór Björnsson skoraði sjö stig og gaf fimm stoðsendingar fyrir Jämtland. Liðið kom sér með sigrinum úr fallsæti. ÚRSLIT KÖRFUBOLTI Grindavík og Keflavík leika til úrslita í Lengjubikarnum í dag. Grindavík sigraði Þór frá Þor- lákshöfn 80-66 og Keflavík lagði Snæfell að velli 93-88 í undanúr- slitunum sem leikin voru í DHL- höll KR-inga í gærkvöld. Leikur Grindavíkur og Þórs var spennandi í fyrri hálfleik en varla meira en það. Grindavík hóf leik- inn af krafti og náði fjórtán stiga forystu, 21-7. Með góðri svæðis- vörn og mikilli baráttu náði Þór að jafna leikinn fyrir hálfleik en Grindavík var tveimur stigum yfir í hálfleik, 42-40. Öflugir í seinni hálfleik Grindavík stjórnaði leiknum allan seinni hálfleikinn fyrir utan síð- ustu þrjátíu sekúndur þriðja leik- hluta þegar Þór skoraði tvær þriggja stiga körfur og minnkaði muninn í fimm stig 60-55 fyrir síð- asta leikhlutann. „Við misstum einbeitingu í smá stund í lok þriðja leikhluta. Við vorum búnir að halda þeim í níu stigum en þá skoruðu þeir tvo auðvelda opna þrista á þrjátíu síð- ustu sekúndunum. Ég hafði aldrei áhyggjur af þessu, við jörðuðum þá í fráköstum á báðum endum vallarins,“ sem eru orð að sönnu hjá Helga Jónasi Guðfinnssyni, þjálfara Grindavíkur, því Grinda- vík tók 56 fráköst á móti 39, en þar af tók Grindavík 21 sóknarfrákast. Grindvíkingar náðu fljótt öruggri forystu í fjórða leikhluta og í þetta sinn gáfu þeir Þórsur- um aldrei leið inn í leikinn á ný og lönduðu öruggum sigri. Þrátt fyrir að úrslitaleikurinn verði leikinn um miðjan dag í dag hélt Helgi Jónas byrjunarliði sínu inni á vellinum allt þar til mínúta var eftir. „Þetta var það mikilvæg- ur leikur að ég vildi ekki taka þá út af fyrr. Það er hægt að skora ansi mörg stig í körfubolta á stuttum tíma,“ sagði Helgi Jónas. Benedikt Guðmundsson sagði sitt lið hafa þurft að hitta á topp- leik til að eiga mögulega í sterkt lið Grindavíkur en taldi upp margt af því sem brást hjá Þór í leiknum. „Ég get nefnt tapaða bolta, fráköst, skotnýtingu erlendra atvinnumanna, ég get tínt sitt lítið af hverju til. Þeir taka fullt af sóknarfráköstum. Við töpum dýrum boltum þar sem við fáum hraðaupphlaup á okkur og körfu. Svo var nýtingin alveg hræðileg hjá mönnum sem eru vanir að hitta miklu betur,“ sagði Benedikt eftir leikinn. Keflavík hélt út Leikur Keflavíkur og Snæfells var eins og svart og hvítt. Fyrri hálf- leikurinn opinn þar sem liðin gátu nánast skorað að vild en Keflavík var 59-51 yfir í hálfleik. Seinni hálfleikurinn einkenndist af góðum varnarleik og baráttu. Keflavík var allan tímann á undan nema þegar Snæfell komst yfir undir lok fyrsta leikhluta. Í seinni hálfleik var Snæfell allt- af að elta en liðið var aldrei langt undan og náði að jafna metin þegar skammt var eftir af leikn- um, 85-85. Keflavík leitaði þá til Jarryd Cole og Steven Gerard, sem fóru mikinn í leiknum og þeir brugðust ekki á meðan skotin féllu ekki fyrri Snæfell. „Við lékum vörnina vel í seinni hálfleik en hún var léleg í fyrri hálfleik. Þetta dugði þó að fæstir hafi trúað því að Keflavík færi í úrslit. Við gerðum réttu hlut- ina í lokin, fengum auðveldar körf- ur,“ sagði Sigurður Ingimundar- son, þjálfari Keflavíkur. - gmi Suðurnesjaslagur um Lengjubikarinn Grindavík og Keflavík mætast í úrslitum Lengjubikarkeppni karla í dag. Grindvíkingar höfðu betur gegn Þór frá Þorlákshöfn í undanúrslitunum í gærkövldi og þá vann Keflavík lið Snæfells í spennandi viðureign. ÁTTI STÓRLEIK Jarryd Cole skoraði 36 stig fyrir Keflavík í sigrinum á Snæfelli í gær og tók þar að auki níu fráköst. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 3ja herb. Einstakt tækifæri ! 2 Nýjar ENDAÍBÚÐIR, 55 ára og eldri. Stærð 145 fm. 2 íbúðir með suður svölum á 3. og 4. hæð. Íbúð skiptist í: Forstofu, hjónasvítu m/fataher- bergi og baðhergi. Svefnherbergi, eldhús, stofu, borðstofu, baðherbergi og þvottahús í íbúð. Þægileg og falleg íbúð í nýju lyftuhúsi með stæði í bílskýli. Verð 39. millj 3. hæð og 40,5 millj 2. hæð. Boðaþing 8 Kópavogi 3herb.íbúð fyrir fyrir 55 ára og eldri Opið hús SUNNUDAG frá kl 13-16 ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á WWW.HUSAVIK.NET Sími 510-3800 OP IÐ H ÚS Elías Haraldsson, lögg. fasteignasali ' GRAPHIC NEWS EM 2012 Úrslitakeppni Evrópumeistaramótsins í Póllandi og Úkraínu, 8. júní til 1. júlí 2012 Efstu tvö liðin úr hverjum riðli komast áfram í fjórðungsúrslit keppninnar. A-riðill B-riðill C-riðill D-riðill Pólland Grikkland Rússland Tékkland Varsjá og Wroclaw 8., 12. og 16. júní Varsjá 21. júní A1 gegn B2 27. júní A gegn C Donetsk HEIMILD: UEFA © GR IC NEWS 28. júní B gegn D Varsjá Kharkiv og Lviv 9., 13. og 17. júní Fjórðungsúrslit Gdansk og Poznan 10., 14. og 18. júní Kænugarður, Donetsk 11., 15. og 19. júní Holland Danmörk Þýskaland Portúgal Spánn Ítalía Írland Króatía Úkraína Svíþjóð Frakkland England A B C D Gdansk 22. júní A1 gegn B2 Donetsk 23. júní A1 gegn B2 Kænugarður 24. júní A1 gegn B2 Undanúrslit Úrslitaleikur EM 2012 FÓTBOLTI Í gær var dregið í riðla fyrir EM í knattspyrnu sem fer fram í Póllandi og Úkraínu næsta sumar. Heims- og Evrópumeistar- ar Spánverja eru í sterkum riðli en dauðariðillinn svokallaði inniheld- ur Þýskaland, Holland, Danmörku og Portúgal. Holland og Þýskaland eru vitan- lega gamlir erkifjendur og hið sama má segja um Spán og Ítalíu sem eru saman í riðli. Þá hafa grannríkin England og Frakk- land oft att kappi saman á íþrótta- vellinum og eru þau saman í D- riðli. Þau mætast strax í fyrstu umferð riðlakeppninnar. Austurblokkin gamla er fyrir- ferðarmikil í A-riðli en þar dróg- ust saman Pólland, Rússland, Tékkland og svo Grikkland sem varð Evrópumeistari árið 2004. Opnunarleikur mótsins verður ein- mitt í þeim riðli, en þá mætast Pól- land og Grikkland 8. júní í Varsjá. Úrslitaleikurinn fer fram 1. júlí. Dregið í riðla fyrir EM í Póllandi og Úkraínu: Gamlir erkifjendur mætast á nýjan leik 1. júlí, Ólympíuleikvangurinn í Kænugarði í Úkraínu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.